Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 17
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTOBER 17 cnTT7 vímuefnum. Við höfum átt því láni að fagna að geta hjálpað mönnum til að komast út í lífið á nýjan leik. Reykjavíkurborg og nokkur fyrir- tæki hafa reynst okkur hjálpleg við að útvega fyrrverandi föngum vinnu en Vernd starfar þó ekki sem nein atvinnumiðlun. Við viljum að menn hafi sjálfir frumkvæði að því að sækja um vinnu. En ef fýkur í öll skjól komum við auðvitað til hjálpar sé þess óskað." Húsnæði, flármál Erlendur segir mörg stærri vandamál blasa við föngum en að útvega sér atvinnu. „Margir þeirra eru dugandi sjómenn og hluti þeirra fer í sín gömlu pláss eða fær svip- aða vinnu. Þeim reynist yfirleitt mun erfiðara að verða sér út um húsnæði. Á milli 10-20% fanganna eru verst settir, eiga ekki í nein hús að venda. Við höfum enga samn- inga gert til að útvega þessum mönnum vinnu eða húsnæði en höfum leitað til Félagsmálastofnun- ar, sem hefur veitt sumum- fram- færsluaðstoð sem sækja um hana. Hún nemur nú 80% af fullum ör- orkubótum, eða um 35.000 kr. Birg- ir segir að allir þeir fangar, sem óski eftir aðstoð Verndar, fái hana. Einu skilyrðin séu bindindi og að menn reyni fljótt að útvega sér vinnu. Þeirra sem setið hafa í fangelsi ' bíður' 'öft skuldahali og að sögn Erlends fer það eftir samsetningu hans hvort hægt er að stytta hann. Hægt sé sækja um lækkun skatta en skuldir, t.d. vegna kaupa á íbúð- um eða húsgögnum, fyrnist ekki heldur haldi áfram að hlaða utan á sig. Slíkar skuldir þvælist fyrir mönnum en séu ekki óyfirstíganleg- ar. Fjölskyldan og samfélagið „En það sem er verst er stimplun- in, fordæming samfélagsins. Fólk tekur því mjög misjafnlega ef það kemst að því að menn hafi setið inni. Þeim virðist gefast betur að segja frá fangelsisvistinni en að leyna henni,“ segir Erlendur. Margir þeirra sem leita til Vernd- ar hafa brotið allar brýr að baki sér, bæði hvað varðar fjölskyldu og vinnu. Birgir segir að takist þeim að breyta líferni sínu, vinni þeir oft glatað traust á nýjan leik. „En þeir sem brjóta aðeins einu sinni af sér og sitja inni, eru oft betur menntað- ir og búa við betri félagslegar að- stæður en endurkomumennirnir, sem eru ekki aðeins síbrotamenn og vímuefnaneytendur, heldur hafa þeir t.d. átt erfiða barnæsku og hafa oft á tíðum ekkert til foreldra sinna að sækja,“ segir Birgir og nefnir dæmi um mann' sem leiddist út 1 afbrot vegna vímuefnaneyslu; fjármálamisferli sem komst upp um. „Maðurinn var búinn að sitja inni tvisvar sinnum og þegar honum var stungið inn í þriðja sinn, hafði kon- an hans fengið sig fullsadda og sagði skilið við hann. Eftir afplánun fór hann ekki heim, heldur tók sig á. Hann fór í meðferð og fékk sér vinnu. Það varð til þess að þau hjón- in tóku saman á nýjan leik og hon- um hefur tekist að halda sig frá villu síns vegar.“ Úrbætur? Er nóg gert til að aðstoða fanga við að fótá sig utan fangelsanna? Birgir segir Vernd leggja aðal- áherslu á að þeir fangar sem vilji vera án vímuefna, þurfi ekki að eiga samneyti við þá sem engan áhuga hafi á slíku. Þá sé einnig nauðsynlegt að áform fanganna um hvað taki við að lokinni fangavist séu skýr. „Okkur skortir ijármagn til að veita þá aðstoð sem skyldi," segir Erlendur. „Það er nauðsynlegt að geta veitt meiri félagslega aðstoð, ekki síður utan fangelsanna en inn- an. í fangelsunum er einnig mis- brestur á því að nýlega samþykkt- um lögum um tómstunda-, náms- og starfsaðstöðu fanga sé fram- fylgt. Nú er starfandi einn félags- ráðgjafi sem er ætlað að sinna öllum föngum innan sem utan fangels- anna. Ef vel á að vera, verður að bæta öðrum félagsráðgjafa við.“ En deildaskipting? „Hún er að nokkru leyti fyrir hendi nú þegar. Við reynum að velja menn saman í fangelsi; á Kvíabryggju eru t.d. eingöngu menn sem eru án lyfja og við höfum sent menn á milli fangelsa ef breyting verður hjá þeim. Á Litla-Hrauni yrði ákaflega erfitt að skipta fangahópnum vegna allra aðstæðna þar.“ Betrunarvist? Er fangelsisvist til betrunar? „Nei, fangelsin í dag eru ekki til að betrumbæta einstaklinga. Þeir sem starfa innan fangelsa eru upp til liópa ágætis fólk en aðstaðan sem fyrir hendi er er fyrir neðan allar hellur. Aðbúnaðurinn hvetur ekki nokkurn mann til að vilja breyta sínu lífi. En það er þó t.d. reynt að hjálpa þeim sem vilja vera án vímuefna," segir Birgir, Erlend- ur tekur í sama streng. „Það er löngu liðin tíð að menn hafi talið fangelsisvist til betrunar. Hún er ætluð sem nokkurs konar Grýla, til að fæla menn frá því að fremja afbrot. En sá sem brýtur lög, hugs- ar sjaldnast um afleiðingarnar. Stór hluti afbrota er framinn undir áhrif- um áfengis og annarra vímugjafa. Að mínu áliti verðum við hér á landi að huga að öðrum refsileiðum en fangelsisvist, en þá erum við komin út í aðra sálma.“ Samkvæmt könnum sem félags- ráðgjafarnir Elly A. Þorsteins- dóttir og Hera 0. Einarsdóttir gerðu 1987 á Litla-Hrauni, voru flestir þeirra sem til þeirra leituðu ungireinstaklingar með lágmarks- menntun og höfðu stundað verka- mannavinnu eða sjómennsku, auk nokkurra iðnaðarmanna. ■ 63% voru undirþrítugu. ■ 65% voru ógiftir eða fráskildir. ■ 54%áttubörn. ■ 82% höfðu einungis lokið grunnskólaprófi. ■ 38% bjuggu í leigu- eða eigin húsnæði. ■ 37% bjuggu í foreldrahúsum og 25% voru húsnæðislausir. í\ KIR ilVAl)? 1. september 1989 voru 104 fang- ar í afpiánun hérlendis, þar af 6 konur, Árlega iosna um 200 manns úr fangelsum. ■ Um 50% fanga sitja inni fyrir auðgunarbrot; innbrot, fjár- drátt o.fl. ■ Um 20% fyrir umferðarlaga- brot — aðaliega ölvunarakstur. ■ Um 10% fyrir brot á fíkniefna- iöggjöfinni. ■ Um 20% fyrir ofbeldisbrot; kynferðisafbrot, manndráp o.fi. ■ Afumþaðbil 100 föngumsem sitja í fangelsi nú, munu 50%-60% lenda inni aftur. ■ Um60%sitjainniíhálftár eða skemuren fangelsisvist varir venjulega frá einum mán- uði upp í átta ár. ■ Þeir sem afplána dóma, hafa flestir brotið af sér áður. ■ I fyrstu skiptin sem minni hátt- ar afbrot eru framin, sleppa menn yfirleitt með sektir og e.t.v. skilorð. ■ Það er því „harðari kjarni" sem fer I fangelsi. HVAR? ■ Litla-Hraun, 54 fangar, ■ Hegningarhúsið, 23 fangar, ■ Kvíabi-yggja, 11 fangar, ■ Kópavogsbraut, 10 fangar, ■ Akureyri, 6 fangar. Litla Hraun: Stærsta og best útbúna fangelsið. Þareru menn sem eiga langa dóma yfir höfði sér; síbrotamenn og þeir sem hafa framið alvarlegri brot auk manna sem eru illa farnir af lyfja- og fíkniefnaneyslu. Þar er jafna og mesta vinnu að fá; steypuvinna, vinna i skiltagerð o.fl. Auk þess er þar útibú frá Fjölbrautaskóian- um á Seifossi. Kvíabryggja: Var í upphafi með- lagsskuldafangelsi. Reynt að velja menn sem eru að afplána styttri dóma og sinn fyrsta dóm, aðaliega unga menn og svo einstaka „iivít- flibbaafbrotamenn". Þar er nokkur fiskverkun á veturna og unnið i heyskap á sumrin. Hegningarhúsið: Þangað fara allir fangar til að byija með. Fangelsið í Kópavogi: Þarei-u kvenfangar og þeir karlar sem eru að aðlaga sig samfélaginu á nýjan leik. M \K \ SII5KO l \ll \IK It ÞEKKl EKKIÞETTA ÞJ0DFELAG HANN situr inni á Litla- Hrauni í fínnnta sinn. í næsta niánuði lýkur hann aiþlánun og þá ætlar hann sér að helja nýtt líf, án iyfja, áfengis og án afbrota. „Eg vildi gjarnan konia fram und- ir nafni en mér er það ómögulegt því þar með geri ég að engu mögu- leika mína á að liefja nýtt lífj fá vinnu og hús- næði. Ég er þegar byrj- aður að hugsa hverju ég eigi að ljúga þegar ég verð spurður hvað ég hef unnið. Fyrir nokkrum árum réð ég mig á dall úti á landi og á einhvern dularfullan hátt frétti einn þorpsbúa að ég Iiefði setið inni. Fréttin var komin út um allt plássið áður en varði og mér var ekki vært þar og varð að hætta.“ Eg hef lent í öllu nema morði og nauðgun," segir hann þegar við hitt- umst. „Ég komst snemma upp á lag með að drekka áfengi. Eg ieiddist fljótt. út í óreglu og tók þátt í innbrotum, líkamsárásum, ávísanafalsi og fleiru sem allt tengdist drykkju og lyfjaneyslu. Alls hef ég afplánað ellefu ára dóni á ijórtán árúm, svo ég hef verið lítið utan fangelsis. I þau fáu skipti hef ég ekki farið til fjölskyldu minnar, heldur dembt mér í ruglið; stundum verið á sjó, en yfirleitt drukkinn og undir áhrifum iyfja. Leiðin hefur því legið inn aftur. Óreglan og afbrotin hafa komið illa niður á flöl- skyldu minni og hún hefur liðið mikið fyrir mig. Móð- ir mín gafst upp á að reyna að hjálpa mér að bæta mig fyrir nokkrum árum en við erum þó enn góðir vinir. Ég er tvígiftur, skildi ný- iega við seinni konuna en við höfum haldið vinskap. Ég hef verið lyfjalaus í fjóra mánuði. Hjartsláttur- inn var orðinn óreglulegur og ég varð einfaldlega hræddur^ákvað að nú yrði ég að hætta eða drepast ella.“ Ilefur þú umgengist þá fanga sem eru óvímaðir? „Nei, ekkert frekar en þá sem eru i lyfjum. Það er mér víti til varnaðar að sjá þá, það sýnir mér hversu stutt er í gamla farið. Ég hef sótt stuðning til læknanna hér og fanga- prestsins þ ví ég hef leitt liugann að trúmálum upp á síðkastið. Ég hef lítið unnið í þessari afplánun, hef notað tímann til að pæla í mínum málum. Svo hef ég verið að setja saman ljóð og búa mig undir að koma út, því þá hefst bar- áttan fyrir alvöru. Hér er ég í vernduðu umhverfi. Ég.er búinn að útvega mér húsnæði en get ekki ákveðið í hvaða vinnu ég á að fara. Mig langar á sjóinn, það er mitt lífsstarf. En ég þori það varla, er hræddur um að ég lendi aftur í sama far- inu. Ég er því að velta því fyrir mér að fara í rólega vinnu í landi.“ Áttu fyrir rútunni í bæ- inn? „Já, rétt rúmlega. Ég geri ráð fyrir því að fá aðstoð frá Félagsmáia- stofnun. Ef ég fæ hana ekki, óttast ég að lenda aftur í ruglinu, maður má ekki við neinu, eftir að hafa setið svona lengi inni. En auðvitað hlakka ég tii að losna úr afplánun þó að ég sé innst inni dálítið hræddur. Ég þekki ekki þetta þjóðfélag, ég hef allt- af séðþað í móðu.“ maihir r/i:m:GA i nm <.i it F0LK VAR FEIMIÐ VID MIG í DAG lítur hann út fyrir að vera í jafnvægi, hann talar hægft en án hiks. Það hefúr liann ekki allt- af gert, hann var áfeng- is- og eiturlyfjaneytandi í tvo áratugi og sat inni i eitt ár fyrir fíkniefna- smygl og -sölu. Hann heftir haldið sig frá villu síns vegar frá því að hann losnaði úr fanga- vistinni fyrir tveimur árum. Hann er verka- maður hjá iðnfyrirtæki, giftur og á börn á skóla- skyldualdri. Þeirra vegna kýs liann nafn- leynd. Eglenti inni 1986 en hafði þá verið í „rugli“ í tvo áratugi. Ég hafði unnið sem verkamaður, verið á sjó o.fl. en var hættur að stunda vinnu og hafði leiðst út í smygl og sölu á eiturlyfjum. Eg lenti í einu af fyrstu „stóru“ fikniefnamálunum hér- lendisog fékk tveggja ára dóm. Ég var sendur á Litla-Hraun þar sem ég komst í samband við ménn sem voru að vinna í sínum málum með Birni Einars- syni, félagsmálafulltrúa Vei'ndar. Hann vann mjög gott starf og hjáipaði okk- ur mikið. Annað var ekki gert okkur til hjálpar. Ég kom beint úr áfeng- ismeðferð og fór ódofinn í gegnum fangelsisvistina ásamt nokkrum fleirum. Okkur ijölgaði smátt og smátt og við vorum sá hópur sem truflaði hina fangana mest. Ef vilji væri fyrir hendi, væri hægt að bjarga mönnum út úr víta- hi-ing fangelsanna, með því að deildaskipta þeim eftirþví hvort menn vildu vera með eða án vímuefna. Höfuðáhersluna þarf að leggja á að hjálpa mönnum innan veggja fangeisanna og fangar verða að fá að tala við þann sem skilur þá, sálfræðingar og geð- læknar höfða ekki til mín, og svo er um marga fanga. Ég fékk reynslulausn þegar ég átti eftir að af- plána helming dómsins, og það var fyrst og fremst góð hegðun og orð góðra manna sem stuðluðu að því.“ Hvernig var að koma út? „Ég var ákaflega glað- ur þegar ég komst út, en var einnig hræddur um hvað myndi taka við. En ég hafði þó fjölskyldu mína til að leita til, ég veit ekki hvernig mér hefði gengið ef svo hefði ekki verið. Ég var heppinn meðan ég sat inni, komst í 10 tíma vinnu ádagogátti 17.000 krón- ur þegar ég losnaði út, 1987. Ég hafði enga vinnu og velti því fyrir mér liveiju ég ætti að ljúga að vinnu- veitendunum en ákvað að sleppa því. í stað þess fór ég í fyrirtækið sem ég vann hjá fyrir tuttugu árum og sótti um vinnu. Þar vissu menn allt um niína liagi og spurðu einsk- is, heldur réðu mig. Mér hefur alla jafna verið vel tekið, ég hef ekki verið látinn gjalda fanga- vistarinnarþrátt fyrir að ég hafi aldrei leynt fólk því að ég hafi setið inni. Ég fékk til dæmis góða fyrirgreiðslu í banka þegar ég óskaði eftir því að opna reikning þar. En það sem kom mér mest á óvart, var hversu fólk vai' feimið við mig, það vissi ekki hvernig það átti að hegða sér. Þegar ég sat inni heim- sótti konan mín mig reglu- lega og það var mér mikill styrkur. I'jölskylda mín hefur reynst mér mjög vel, þó sumir fjölskyldu- nieðlimir væru ekki reiðu- búnir að kyngja því að ég væri breyttur maður eftir tuttugu ára óreglu auk fangavistar en mér var þó hvergi hafnað. Ég held að fjölskyldan hafi sloppið furðu vel út úr þessu. Sjálfur er ég auðvitað stórskaddaðui\én ég hef lært að lifa með þeirri staðreynd og að gera gott úr því sem ég hef.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.