Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 18
MMdUNBLADÍrt) SUNNUDAGÚR 8. OKTÖBTiÍÚ
Hjúkrunarfræðingar verði
verktakar í heimahjúkrun
Hjúkrunarfræðingar geta nú starfað sjálfstætt sem verktakar, sam-
kvæmt nýjum samningi sem Hjúkrunarfélag íslands og Félag háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga hafa gert við Tryggingastofnun ríkis-
ins. Samningurinn gildir til 30. júní 1990.
Morgunblaðið/Þorkell
Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands, og
Lára Scheving Thorsteinson, formaður Félags háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga.
Aðilar voru sammála um að líta
bæri á samninginn sem tilraun
til að byija með. Hann yrði síðan
endurskoðaður nákvæmlega með
hliðsjón af fenginni reynslu. Félögin
tvö hafa kynnt samninginn fyrir
hjúkrunarfræðingum, en á meðan á
tilraunatímabilinu stendur, fá tíu
hjúkrunarfræðingar leyfi til starfans.
Skiptar skoðanir eru um samninginn
innan heilbrigðiskerfisins. Borgar-
læknir segir að sú heimahjúkrun sem
rekin er á vegum heilsugæslustöðv-
anna og heilsuverndarstöðvarinnar,
anni allri eftirspurn eftir heimahjúkr-
un. Ráðuneytisstjóri í heilbrigðis-
ráðuneytinu segist ekki hafa trú á
sparnaði í heilbrigðiskerfinu með
slíkum samningi, en þrýstingur frá
hjúkrunarfélögunum hafi verið mikill
og því hefði tryggingaráð ákveðið
að gera þessa tilraun. Formenn fé-
laganna tveggja eru hinsvegar sann-
færðir um að að full þörf sé á auk-
inni heimahjúkrun auk þess sem þeir
nefna mannúðar- og sparnaðarsjón-
armið í þessu tilliti.
Sjálfstæði
hjúkrunarfræðinga
Samkvæmt samningnum fer
beiðni um heimahjúkrun þannig fram
að tilvísun frá lækni ásamt læknis-
vottorði er krafist áður en hjúkrunar-
fræðingur fer í fyrstu vitjun. Hér er
verið að fara inn á nýjar brautir
hvað viðvíkur starfi hjúkrunarfræð-
inga og telja formenn félaganna
tveggja að samningurinn undirstriki
enn betur sjálfstæði hjúkrunarfræð-
inga. Hjúkrunarfræðingamir fá
greitt fyrir hvetja vitjun til skjólstæð-
ingsins. Greiðslur miðast við gjald-
skrá, sem grundvallast á tímalengd
vitjunar og hjúkrunarþyngd, sem
skiptist í þijá flokka. Greiðslur breyt-
ast á þriggja mánaða fresti í hlut-
falli við breytingar á launavísitölu, í
fyrsta sinn 1. október sl. Frumvitjun
til sjúklings í upphafi hjúkrunartíma-
bils kostar 2.100 krónur. Útbúið er
vottorð, sem sent er til tryggingayfir-
læknis og hann metur síðan sjúkling-
inn í einn af þremur hjúkrunar-
þyngdarflokkum. Hjúkrunarfræð-
ingar fá greitt fyrir fyrri eða einu
vitjun sólarhringsins frá 2.100 kr.
upp í 3.250 kr. eftir því í hvaða
flokki viðkomandi sjúklingur lendir.
Seinni vitjun sólarhringsins kostar
frá 2.100 kr. og upp í 2.600 kr.
Kostnaðurinn er sjúklingunum alls
óviðkomandi. Hann lendir alfarið á
Tryggingastofnun ríkisins. Þess má
geta að viðmiðunardaggjald Trygg-
ingastofnunar nemur hátt í 17 þús-
undum króna. Vinnustundafjöldi
hjúkrunarfræðinganna má ekki fara
yfir 50 stundir á viku að jafnaði.
Þeir hjúkrunarfræðingar, sem vinna
annars staðar 40 stunda vinnuviku,
gætu til dæmis sinnt 10 tíma sjálf-
stæðri heimahjúkrun.
Lagabreytingu þurfti til
„Við höfum lengi barist fyrir
slíkum samningi. Nokkrir hjúkr-
unarfræðingar leituðu til Hjúkr-
unarfélagsins fyrir fáum árum og
létu þá í ljós áhuga sinn á að starfa
sjálfstætt. Tryggingastofnun tók
málaleitaninni strax vel, en þegar
málið var athugað nánar, kom í ljós
að ekki var stoð í lögum.fyrir slíkum
rekstri. Lagabreytingin fékkst sam-
þykkt á Alþingi 1986 og síðan höfum
við verið í viðræðum við samninga-
nefnd Tryggingastofnunar, en samn-
ingurinn var undirritaður 15. júlí
síðastliðinn," sagði Sigþrúður Ingi-
mundardóttir, formaður Hjúkrunar-
félags íslands.
Óuppfyllt þörf
„Við lítum á þá heimahjúkrun, sem
Hjón verja
doktorsrit-
gerðir sínar
í LOK sumars vörðu hjónin Ólafur
Guðmundsson og Bryndís Birnir
doktorsritgerðir sínar í Kali-
forníu.
*
Olafur er sonur prófessors ,Guð-
mundar Björnssonar verkfræð-
ings og Guðlaugar Ólafsdóttur. Hann
lauk stúdentsprófi við Menntaskól-
ann í Reykjavík 1977, B.Sc.-prófi í
jarðeðlisfræði við Háskóla Islands
1980, masters-prófi í jarðeðlisfræði
við University of Washington 1984,
og doktorsprófi við California Instit-
ute of Technology nú í sumar. Rit-
gerð Ólafs ber titilinn „Some probl-
ems in global tomography: Modeling
the core-mantle boundary and stat-
istical analysis of travel-time data“.
Ritgerðin fjallar um kortlagningu
iðra jarðar með gömlum og nýjum
aðferðum með sérstakri áherslu á
gæðamat kortanna.
Bryndís Birnir er dóttir Einars
Birnir framkvæmdastjóra og Jó-
hönnu K.I. Birnir. Hún lauk stúdents-
SKEMMHDAGUR
BRabú&ar Bonna
og íþróttafélags Reykjavíkur sunnudaginn
8. okt. ki 13.00 á svœói ÍR í MJÓDD.
Hver verður ofurjarlinn í krafta- og
w
kappátskeppni Jarlinn á Sprengisandi.
Jón Páll, Hjalti Úrsus og Magnús Ver keppa.
Drullukeppni SdjoKoiip Kleifarseli á
jeppum og vélsleðum, allir þeir bestu í sumar
verða með.
Langstökk Smurstöðvarinnar I
i Stórahjalla,veltur og klessur á fólksbílum.
Jón S. og Beggi sýna.
★ Þyrla sýnir sig og tekur fólk í útsýnisflug.
★ Mótorsvifdreki leikur listir og tekur farþega í prufuferðir.
★ Fallhlífakappar lenda á svæðinu.
★ Fjórhjól leika listir.
★ Krakkaleikir.
Kynnir verður hinn landsþekkti Jón Ragnarsson.
DAGSK lt\ SEH e: VGIMNÁ NlSSAAl