Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUÐAGUR 8. OKTÓBER 35 I I I NUDD Efgranul er skoðað. )>á er völ á ótrúloga ljölþættri alhliOaþjómislii á íslandi, sama í livaða goii'.a litió or. Fólk í Fréttum varó ]ioss áskynja f'yrir nokkru, að í heilbrigóis- goiranum er hér meira aó segja völ á kínvorsku nuddi. Tvæi- kínverskar stúlkur hafa dvalió hérlondis síóasta ái ió og stund- aó fag sitt við hoilsuræktina á Seltjarnar- nesi, en samhlióa henni or rokin læknastofa som er séi'hæfó í nálastungu- og' leisigeisla- meóferó við öllum mögulegum og ómögulog- um kvilhun. Stúlkui'uar heita á íslandi Linda og Anna og láta ]>að duga, ]>ær læi'ðu báðar austurlenska nuddlist íviðurkenndum skóla í Shang Hai. í samtali við Morgunblaðið sögðu þær stöllur að all mikill munur væi'i á nuddtækni þeirri sem ]>ior væi'it sérhæl'ðar í og þeirri sem annars tíðkaðist á Vesturlöndiun. Væri niunurinn einkum fólginn í beitingu handa á þeim sent nuddaðir eru. í vesturlonsku nuddi væru mikið notaðir lófar, fingurgÖ'ntar og útvisaridi handatjaðarinn, en í austurlensku nuddi væri aftur á móti lögð áhersla á notkun hnúa og kjúka. Ekki vildu þær Anna og Linda fara að bera saman aðferðirnar frá gæðaiegtt sjónarmiði, hins vegar sögðu þær flesta eða alla fara ánægða frá þeim og eftirspurnin færí sívaxandi.... Austurlenskt nudd boðið á íslandi Dansæfingar fóru fram í ágúst, und- ir leiðsögn Ingibjargar Björnsdóttur. Kvikmyndatökumenn eru finnskir og allt tæknilið og Finnar munu sjá um eftirvinnslu myndarinnar. Norska sjónvarpið sér um búninga og förð- un. Ellen Andreassen er búninga- hönnuður og Karin Sæther förðunar- meistari. Danir sáu um hljóðupptök- ur og Svíar lögðu til leiklistarráð- gjafa, Gunnillu Jensen, við vinnslu handrits. Upptökustjóri erGunnlaug- ur Jónasson og aðstoðarleikstjóri Borgar Garðarsson. Leikstjórinn fer nýja leið við vinnslu óperunnar en hún er fyrst sungin af söngvurunum og síðan leikin í mynd af leikurunum sem túlka sönginn. Óperan er byggð á skáldsögu Gunnars Gunnarssonar við óperu- texta Thors Vilhjálmssonar og tón- list Atla Heimis Sveinssonar. At- burðir verksins gerast að mestu í hugarheimi aðalpersónunnar Jaka Sonarsonar á nýársnótt á mörkum draums og vöku, ímyndunar og veruleika. „Maður nálgast þetta fyrst og fremst sem filmu. Það gerir þetta mjög séi'kennilegt að allur textinn er sunginn áður,“ sagði Helgi Skúlason leikari sem fer með aðal- hlutverkið í óperunni. „Mér finnst þetta gríðarlega spennandi verk, en það er ekki auðskilið. Mér finnst Thor leysa textann gríðarlega vel af hendi og maður verður æ hrifn- ari af tónlistinni sem maður kynn- ist henni betur. Ég held að þetta verði alveg þrælspennandi verk“, sagði Helgi. Sigurreif sigurlið, krjúpandi gulllið Morgunblaðsins, bograndi silfurlið Dags og uppréttir bronsmenn DV. KNATTSPYRNA Morgunblaðsgull... Nú fyrir skömmu fór fram hin árlega Ijölmiðlamót í knatt- spyrnu með þátttöku flestra miðla og var keppni hörð og spennandi á gervigrasinu í Laug- ardal. Morgunblaðið sigraði glæsilega í keppninni, vann lið Dags frá Akureyri 4:2 í úrslita- leik, en DV og Bylgjan léku til úrslita um bronssætið. Hafði DV betur, sigraði 4:0. Hvað leikmenn Morgunblaðsins og DV viðkom, þá fór úrslita- leikurinn þegar fram í riðlakeppn- inni er liðin mættust, en liðin hafa löngum eldað silfur saman á knatt- spyrnmuvellinum og hafa skipst þar á að færa hvort annað undir. Að þessu sinni vann Mogginn 2:1 og var sigurinn þeim mun glæsilegri þar eð liðið hóf leikinn með tveimur leikmönnum færra inni á vellinum vegna forfalla og lék til enda einum færri. Sigurlaunin voru glæsilegur farandbikar sem keppt var um í annað skiptið, en Sportveiðiblaðið gaf gripinn. fræðingur og hinn hárgreiðslumaður. „Þegat- það var búið að snyrta mig, greiða mér og klæða, komu afi og amma sunnan úr Keflavík til að sækja mig og aka mér í kirkjuna. Það var hífandi rok og rigning og gekk svo mikið á að ég sagði ömmu að fara ekki út úr bílnum fyrir frarn- an kirkjuna. Hún ansaði því hins vegar ekki og rokið þreif auðvitað bílhurðina af henni og beyglaði hana svo að það var ekki hægt að loka bílnum aftur. En þegar ég var kom- in í kirkjuna fór sólin að skína og fór það svo, að ég var algerlega blin- duð af sólargeislunum. Eg sá ekkert i kirkjunni nema blómin sem ég hélt á. Svo kom Fannar og hann sagði mér seinna að hann hefði fengið kökk í hálsinn. Athöfnin gekk mjög vel, m. a. söng föðursystir 'mín Kristín Sigtryggsdóttir lagið „Orð“, sem ég söng sjálf þegar ég var lítii. Ég reyndi að vera ekki jarðarfararleg í kirkjunni, en var ein um það, því það grétu allir meira og minna, en auðvitað af gleði,“ segir Ruth. Að athöfninni lokinni var haldið til veislu að Hótel Loftleiðum þar sem skálað var fyrir brúðhjónunum og kransakökurnar hans Fannars snæddar upp til agna auk annarra krása. Því hófi lauk klukkan 18.00, en tveimur tímum seinna söfnuðust gestirnir saman á ný, nú í Dans- höllinni þar sem snæddur var kvöld- verður og félagarnir í Ríó Tríói léku lagið „Þú ert yndið miít yngst og besta“, tileinkað Ruth og völsuðu þeir við hana til skiptis. Síðan tóku Rúnar Júlíusson og félagar við tón- listarflutningi og veislan hélt áfram. Má segja að brúðkaupsveislan hafi endað formlega síðkvölds með þéirri athöfn að Ruth og Fannar fóru til síns heima í fylgd Ijósmyndara setn festi á filmu er Fannar bar Ruth yfir þröskuldinn. Þau hjón segja að brúðkaupsferð bíði betri tíma, Ruth sé að undirbúa endurnýjaðan söng- feril og sé með nýja plötu í bígerð. Fannar sé hins vegar við það að Ijúka sveinsnámi í bakaraiðn. Rut Reginalds og Fannar Gauti Dagbjartsson jjlHLM Viðrini án eggjastokka Hún er dásamleg, þingmaður karlmanna á Islandi, Rósa Ingólfsdóttir. Nakin í rósabaði __ kemur hún loksins fyrir okkur, framadúllurnar, vitinu: aúðvitað er hlutverk okkar „með eggjastokk- ana" ekkert ann- að en heimilis- störfin og uppeld- ið. Hvað eiga karl- menn svo sem áð ryksuga eða vaska upp eins og „viðrini" með „breiðar axlirn- eftir Jónínu Benediktsdóttur ar“? Heimilisstörf eru nefnilega hormónalegs eðlis, og séu kven- hormónin allsráðandi þá nær kon- an þvi að verða heimilisbomba. Heimilisbombur nota t.d. snyrti- vörur, ganga i silkiundirfötum, fara i rósabað og kjósa fyrirmynd- arföðurinn Inga Björn. Við, þessar heimavinnandi. hrópum bravó fyr- ir Rósu Ingólfsdóttur. Mikið erég þakklát því að hafa aðeins kosið Kvennalistann einu sinni. Það lá við að varaliturinn minn gufaði upp á kosningadaginn. Enda þvílík vitleysa að halda að konur geti verið á þingi. Þingmennska er auð- vitað bara fyrir menn. Þetta eru bara „vaðmálskerlingar sem bíða ósigur í svefnherberginu, þær háfa ekki þessi fegurstu form náttúr- . unnar". Einhver fróður maður hafði á orði að það ætti aldrei að rökræða við konur þegar þær væru þreyttar — eða búnar að hvíla sig. Nú, þegar ég er hætt að hugsa um söluskatt, laun og uppgjör, verður heimilið mitt „laust við alla tog- streitu". Ég hef tima til þess „að hlúa að öllum þáttum hjónabands- ins". Rósa benti mér á í forsiðuvið- talinu að ég sé í eðli mín fjölkvæn- isvera og (æði — ég elska brúð- kaup) og púðrið fer hvort eð er úr öllum samböndum eftir svona tiu ár. Nú hlýt ég að geta byrjað að telja upp á nýtt. Stefán minn finn- ur nýja konu í þessari gömlu. Og þó svo að ég hlusti tíu sinnum á Dýrin í Hálsaskógi á dag, leiki Bat- man og ósýnilega manninn, sópi upp kílói af sandi fyrir hádegi (eft- ir hádegi hætti ég að sjá hann), gefi bijóst og svo framvegis, þá er ég elns og Rósa Ingólfs: búin að finna að ég er kvenkyns kona og við hljótum því að vera sammála Oscar Wilde þegar hann segir að „konur hafi aldrei neitt að segja — en þær segja það ljómandi fallega". Stefán minn verður glaður þegar hann kemur heim, dauðþreyttur eftir daginn og baðið er fullt af Rósum. Fölleita rósin hans, klædd silki og blúndum réttir fram arm- ana og í æsingi hrópar hún: pipar- kökudrengur . . . Hann veit þá að hann er vel giftur, konu sem hefur súrefni fyrir tvo. Best að drifa sig út í garð, ég klippi nokkrar rósir, tini ofan i baðið, „hann elskar mig hann el- skar mig ekki . . ." nýfæddur son- urinn vaknar og fær bijóst, ropar og kastar upp á öxlina á mér, gott að ég var ekki komin í silkið. Ég sný mér aftur að baðinu, vatniö orðið iskalt, byrja að tina af stilk- unum og segí: ,.Ég elska mig. ég elska mig ekki . . .“ Mikið var nú annars gaman oft í vinnunni. Jæja, ég hoppa ofan i baðið, blöðin klínast utan á líkamann, þetta er hryllingur — heilinn skreppur saman af innilokunarkennd. Ég hugsa til „eggjastokkanna" og læt mig hafa þetta. Verst að Gunni ljósmyndari er viðs fjarri. Dyra- bjallan liringir, ég upp úr baðinu í stuttbuxurnar og gráa háskóla- bolinn, ógreidd og ómáluð. Þetta er pósturinn (myndarlegur maður). Hann réttir mér pakka og blikkar til mín. Þetta hefur örugglega verið svona „kerlingarkall" og kann að meta visst útlit. Ég læt renna úr baðinu og skola niður viðleitninni. Þyrnirósarheimspekin hentar mér ekki. Heimilisstörfin verða áfram unnin í samvinnu. Ég vil börn, ég vil mann, blúndur og silki. ég vií starfsferil utan heimilisins og um- fram allt vil ég fullt af duglegum konum á þing. Ég vil líka öðruvísi konur, konur með vitjanir um hlut- verk sitt en svara ekki sjálfar kalli. Strákar minir, Þyrnirós vill ykkur ekki, svo látið ykkur nægja að horfa á forsiðufegurðina og hættið að anda að ykkur annarra manna súrefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.