Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 31
H3HO] /K> y. M ÁjMffiflASV&lflMIVTA niOA IU7 ■ (kií MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 31 Sovétmenn eignast fyrsta einka- snuðrarann „ÉG skipti mér ekki af venjuleg- um þjóðfélagsmálum," segir Valentin Kosjakov. „Ég hef eng- an áhuga á þeim. Glæpir eru mitt eftirlæti." Fyrsti einkasnuðrarinn í Sov- étríkjunum beygir sig yfir gas- logann á eldavélinni og kveikir sér í sígarettu. Hann er þrítugur að aldri, þrekvaxinn, stuttklipptur og með gleraugu í stálumgjörð. Ljótt ör teygir sig frá neðri vör og niður á höku en hann segist ekki vilja tala um það. Kosjakov er ekkert að flíka heimilisfanginu sínu. Hann féllst á að hitta mig í einni útlendingab- lokkinni í Moskvu og brá upp plast- koi-tinu sínu þegar hann gekk fram hjá einkennisklæddum verðinum fyrir utan. Þvert yfir kortið er blá lína — „til að koma í veg fyrir eftirlíkingu“ — og á það er letrað með hástöfum orðið ALEX. „Það þýðir verndari á grísku,“ segir Kosjakov. Kosjakov var opinberlega skráð- ur sem einkaspæjari í febrúar sí. og í apríl hafði hann opnað útibú í Moskvu. Það er ekki annað á honum að heyra en sovéska lög- reglan hafi orðið fegin að fá ein- hveija hjálp í þessu starfi, sem hingað til hefur ekki verið opið hveijum sem er í ríkjum kommún- ismans. „Það vita allir, segir hann, „að við stuðlum að því að halda uppi lögum og reglu í landinu.“ Ekki virðist heldur vanþörf á því að margt virðist vera að fara úr böndunum í þessu gamla lög- regluríki. Giæpaalda ríður yfir Sov- étríkin og nýjar tölur þar að lút- andi, eftir hálfrar aldar þögn, sýna, að morð og morðtilræði á árinu 1988 voru 14% fleiri en árið áður. Voru alls 16.710. (Það ár voru 20.680 menn myrtir í Bandaríkjun- um). Líkamsárásum ijölgaði um 32% og ránum um 43%. Astandið hefur versnað á þessu ári og skýrslur um glæpi eni 32% fleiri en í fyrra. Ekki er víst, að frjálsræðinu hans Míkhaíls Gorbatsjovs sé um að kenna hvernig ástandið er. Kannski var það enn verra áður en þá voru tölulegar upplýsingar um það flokkaðar með ríkisleynd- armálum. Sovéskir lögreglumenn kvarta undan því hátt og í hljóði, að bílarn- ir, sem þeir hafa til umráða, séu allt of kraftlitlir, talstöðvarnar of veikar og þeir vilja fá aukið svigním til að beita byssunni. Á síðustu fimm árum hafa 30 lögreglu- menn látist með vo- veiflegum hætti í Leníngrad og útför eins þeirra í mars sl. snerist upp í mótmæli þar sem krafist var meiri launa og betri búnaðar. Kosjakov fannst líka nóg komið og hætti í lögregl- unni. „Ég byijaði í götu- lögreglunni," sagði hann og drap í siga- rettunni á undirskál. „Síðan var ég í rann- sóknarlögreglunni í Moskvu og vann mig smám saman upp. Þegar ég hætti var ég með ákveðið svæði á minni könnu og starfslið." Sérgrein Ko- sjakovs var efna- hagsglæpir: Mútur og spilling, stuldur á ríkiseigum og brask. Braskarar kaupa ódýrt og selja dýrt og það er ólöglegt í Sovétríkjunum. Spilltir yfirmenn eru með ýmsa huldumenn á launaskrá og stinga laununum í eigin vasa. „Hefurðu aldrei heyrt um svona lagað?“ seg- ir einkasnuðrarinn. „Annað kerfi, aðrir glæpir.“ Kosjakov skildist brátt, að sov- éska lögreglan gæti „ekki leyst allan vandann. Það er ekki hægt að beita aðferðinni maður á mann“. Hann átti sér líka ýmsar óskir, se.m'* lögreglan gat ekki uppfyllt. „Ég vildi nota tölvur en það var ekki hægt.“ Þar að auki sætti hann sig ekki við að fá aðeins 24.000 ísl. kr. í laun á mánuði. Nú segist Kosjakov hafa þetta allt og fyrirtækið hans vísar engum á bug. Það verndar samvinnufélög fyrir fjárkúgurum, leigir út örygg- isverði og lífverði og aflar upplýs- inga fyrir lögmenn. „Við finnum vitnin og leysum mál.“ í útibúinu í Moskvu eru 20 menn á fullum launum og 50 í hluta-* starfi „en ég ætla ekki að segja þér hvað þeir eru margir í Leníngrad“. Allir hafa þessir menn starfað áður fyrir innanríkisráðu- neytið eða KGB. Kosjakov semur vel við sína fyrri yfirmenn og starfsmennirnir hafa fengið leyfi til að vera í einkennisbúningi. Ef vel gengur ætlar Kosjakov að opna útibú um gjörvallt landið, frá Brest til Vladivostok. En hvað kostar að ráða til sín einkasnuðr- ara í Sovétríkjunum? „Ég hef ekki heimild til segja frá því,“ segir hann og er þar með rokinn. Kemur strax aftur til að ná í regnhlífina og muldrar um leið: „Ódýrara en Pinkerton.“ -BARRY NEWMAN AUGLYSINGAi Skrifstofuhúsnæði Til leigu er skrifstofuherbergi á annarri hæð í verslunar- og skrifstofuhúsi okkar á Skúla- götu 63. G.J. Fossberg, vélaverslun hf., sími 18560. Skrifstofuhúsnæði til leigu 90 fm bjart og gott skrifstofuhúsnæði á 3. hæð við Bergstaðastræti er til leigu. Laust fljótlega. Upplýsingar í síma 623650. Til leigu nýlegt 300 fm skrifstofuhúsnæði á Suður- landsbraut. Getur leigst í minni einingum, eða allt að 25 fm. 80 fm skrifstofuhúsnæði við Síðumúla. Getur leigst í tvennu lagi. Upplýsingar í síma 83390. Óskast til leigu Vil taka á leigu 120-180 fm húsnæði undir veitingarekstur í Reykjavík, helst í gamla miðbænum. Lysthafendur leggi inn upplýsingar á auglýs- ingadeild Mbl., Aðalstræti 6, merktar: „Veitingarekstur - 9913“ fyrir 16. október. Skrifstofuhúsnæði óskast 100-150 fm skrifstofuhúsnæði óskast til leigu í Reykjavík eða Hafnarfirði. Upplýsingar um stærð, staðsetningu og leigufjárhæð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. okt. nk. merkt: „Skrifstofuhúsnæði - 9063“. Atvinnuhúsnæði til leigu Á Suðurlandsbraut 4 (á horni Suðurlands- brautar og Hallarmúla) er til leigu: Verslunarhúsnæði á jarðhæð. Skrifstofuhúsnæði á 3. hæð. Upplýsingar verða veittar á Verkfræðistof- unni Ferli hf., Suðurlandsbraut 4, sími 688570. Hjennsla Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s. 28040. Wélagslíf □ MÍMIR 59891097 = 1 frl I.O.O.F. 3 = 1711098 =. I.O.O.F. 10 = 1711098Vz = 9.II □ GIMLI 598909107 - 1 □ HELGAFELL 59891097 VI 2. *Hjálpræðis- herinn 0 Kirkjustræti 2 í dag kl. 14.00: Fjölskyldusam- koma með ungbarnablessun. Barnagospel syngur. Herkaffi. Kl. 20.30: Hjálpræðissamkoma i umsjá flokksforingjanna. Mánudag kl. 16.00: Heimila- samband fyrir konur. Ath.: Flóamarkaður verður þriðjudag og miðvikudag kl. 10.00-17.00. Mikið órval af góð- um fatnaði. Verið velkomin á Herinn. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Myndakvöld Fyrsta myndakvöld F.i. á þessu hausti verður miðvikudaginn 11. okt. í Sóknarsalnum, Skipholti 50a og hefst kl. 20.30. Efni: Þátttakendur i gönguferð um Jötunheima í Noregi segja frá ferðinni í máli og myndum. Þessi ferð var á vegum norska ferðafélagsins. 1. Skipulagðar voru dagleiöir milli sæluhúsa. Forvitnllegt verð- ur að fræðast um gönguleiöir i Noregi og aðstæður fyrir göngu- fólk. 2. Birta á íslandi hefur vakið eft- irtekt Ijósmyndarans og verður spennandi að sjá landið með hans augum. Kaffiveitngar i hléi. Allir vel- komnir, félagar og aðrir. Að- gangur kr. 200.- Ferðafélag íslands. ;■ VEGURINN V Kristiö samfélag Þarabakka3 Kl. 11.00 samkoma. Barnakirkja. Prédikarinn Tissa Weerasingha, frá Sri Lanka, talar. Kl. 20.30 samkoma, Helga Zidermanis tal- ar. Verið velkomin. Vegurinn. ISflj Útivist Dagsferðir sunnudag- inn 8. október Landnámsgangan. 21. ferð. Ni lokum við hringnum. Þóroddsstaðir - Óseyrartangi. Brottför kl. 10.30 frá Umferðar- miðstöð - bensinsölu. Hraun - Óseyrartangi. Samein- ast morgungöngunni. Brottför kl. 13.00 frá Umferðarmiðstöð - bensinsölu. Fararstjóri: Einar Egilsson. Takið þátt i síðustu göngunni i landnámi Ingólfs. í lok göngunnar verða veitt verðlaun fyrirgóða þátttöku, göngumönn- um boðið uppá landnámsnasl og ýmsa þjóölega skemmtun. Ath.: Skrifstofan Grófinni 1 er opin frá kl. 12-18. Símar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Félag austfirskra kvenna Fyrsti fundur vetrarins verður mánudaginn 9. október kl. 20.00 á Hallveigarstöðum. Myndasýn- ing frá Faereyjaferð. Ferðafélagar velkomnir. Félagskonur athugið breyttan fundardag. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins sunnudaginn 8. okt.: Kl. 10.30 Hengill (803 m). Ekið í áttina að Sleggjubeins- skarði og gengið þaðan. Verð kr. 1.000,-. Kl. 13.00 Hengladalir. Ekið að Kolviðarhóli og gengið upp Hellisskarð og sem leið liggur i Hengladali. Komið til baka um Sleggjubeinsskarð. Verð kr. 800,-. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Fritt fyrir börn að 15 ára aidri. Ath.: Fyrsta myndakvöldið verður miðvikudaginn 11. okt. kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a. Myndakvöld Ferðafé- lagsins eru eins og fyrr, bæði til fróöleiks og skemmtunar. Ferðafélag islands. ps fomhjólp i dag kl. 16.00 er almenn sam- koma í Þribúðum, Hverfisgötu 42. Fjölbreyttur almennur söng- ur. Barnagæsla. Vitnisburður. Ræðumaður er Óli Ágústsson. Allir velkomnir. Samhjálp. V,--,7 KPUM & KFUK 1899-1889 90 ár fyriræsbu Ulands KFUM og KFUK Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 á Amtmannsstsig 2b. Boð- ið til fagnaðar - Matt. 22, 1-14. Upphafsorð: Sigriður Jóhanns- dóttir. Ræöumaður: Séra Lárus Halldórsson. Allir velkomnir. ÉSAMBAND ISLENZKRA r kristniboðsfélaga Kristniboðsfélag karla, Reykjavík Fundur verður mánudagskvöldið 9. október í kristaiboðssalnum, Háaleitisbraut 58, 3. hæð. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miöill, og sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son halda fund i Skútunni, Dals- hrauni 15, Hafnarfirði, þriðju- dáginn 10. okt. kl. 20.30. Miðar seldir við innganginn. Húsið opnað kl. 19.30. Hvi'tasunnukirkjan Keflavík Almenn samkoma i dag kl. 16.00. Gestir frá Reykjavík tala. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Barnagæsla. Allir hjartan- lega velkomnir. Krossinn Auðþrekku 2. 200 Kópavogur Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir velkomnit. Flóamarkaður veröur i sal Hjálpræðishersins, Kirkjustræti 2, þriðjudag 10. og miðvikudag 11. október. Opið kl. 10.00-17.00 báða dagana. Mikiö úrval af góðum fatnaði á góðu verði. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Safnaðarsamkoma kl. 11.00. Ræðumaður Einar J. Gíslason. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Garðar Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.