Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER Landssamband sjálfstæðiskvenna: Sex konur bjóða sig fram til miðstjórnar AÐ SÖGN Sigríðar Þórðardóttur, formanns Landssambands sjálfstæðis- kvenna, bjóða sex konur sig fram til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, en landsfundur kýs í dag 11 miðstjórnarmenn. Þrjár kvcnnanna eru úr Reykjavík, þær Jóna Gróa Sigurðardóttir, Lára M. Ragnarsdóttir og Þuríður Pálsdóttir. Ein er úr Reykjaneskjördæmi, Lilja Hallgríms- dóttir, ein af Norðurlandi eystra, Björg Þórðardóttir, og ein úr Vest- fjarðakjördæmi, Hildigunnur Högnadóttir. Sigríður Þórðardóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að það hafí verið áhyggjuefni sjálfstæðis- Morgunblaðið/Sverrir Huseign Vífilfells hf., Hagi við Hofsvallagötu. Húseignir Vífil- manna og kvenna hversu fáar konur hafi valist til ábyrgðarstarfa fyrir flokkinn og þrátt fyrir að mikið hafi verið um það rætt undanfarin ár, hefði sáralítið breyst. „Ég bendi á það sem gleggsta dæmið að aðeins tvær konur úr okkar röðum sitja á Alþingi. Síðastliðið vor samþykkti 'miðstjórn Sjálfstæðisflokksins tillögu frá Landssambandi sjálfstæðis- kvenna þess efnis að beina þeim til- mælum til kjördæmisráða flokksins og þeirra, sem ákveða framboð til sveitarstjóma, að konur skipi að minnsta kosti eitt af hveijum þremur sætum á framboðslistum flokksins í kosningum á næstu árum. Að baki þessu býr sú vissá að flokkurinn þarf að fela komm, ineiri ábyrgð til að styrkja sig í sessi. Það getur ekki gengið lengur að segjast vilja styrkja konur, en standa svo ekki við það þegar á hólminn er komið. Ég tel að flokkurinn verði að svara kalli tímans. í mínum huga skiptir ekki máli hvaðan konan kemur. Aðalatrið- ið er að hún hafi áhuga á að gefa sig í starfið. Það eru mjög margar vel hæfar konur til þess fallnar að taka að sér þessi störf,“ sagði Sigríður. Guðrún Zoéga, formaður Hvatar í Reykjavík, sagði að engin óeining ríkti um framboðsmál kvenna í Reykjavík. Meiningin væri að styrkja allar þær konur, sem gæfu kost á sér. Málið snerist ekki um það að sameinast um einhvern einn fram- bjóðanda. Elliðaárstöðin. Landsvirkjun: Gufiistöðin við Ell- iðaár lögð niður STJÓRN Laiidsvirkjunar helúr ákveðið að hætta rekstri gufústöðvar- innar við Elliðaár frá og með næstu áramótum. Stöðin gegndi mikil- vægu hlutverki í raforkukerfi landsins sem vara- og toppstöð. Með til- komu nýrra virkjana, dreifilína og aðveitustöðva hefúr mikilvægi stöðv- arinnar farið minnkandi með árunum og nú svo komið að hlutverki hennar er lokið. Aárum síðari heimsstyrjaldarinn- ar átti stöðin að vera til taks ef bilun yrði á háspennulínu frá Sogi. fells hf. við Nes- Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: haga og Hofs- yr • p p / -i vaiiagöiu iíi söiu Kosningar tara iram i dag EIGNIR Vífilfells hf., Hagi við Hofsvallagötu og Neshagi 16 í Reykjavík, eru auglýstar til sölu í fasteignablaði Morgunblaðsins i dag. Það er Eignamiðlun sem aug- lýsir eignirnar. Brunabótamat eignanna er um 200 milljónir. * Ihúsinu Neshaga 16 er pósthús á jarðhæð en Menningarstofnun Bandaríkjanna hefur mestan hluta hússins á leigu.. í húsinu Haga við Hofsvallagötu eru skrifstofur Vífil- fells hf. og fleira sem tilheyrir starf- semi fyrirtækisins. Að sögn Lýðs Friðjónssonar, framkvæmdastjóra Vífilfells hf., er fyrirhugað að flytja alla starfsemi fyrirtækisins á Stuðla- háls þar sem Kókverksmiðjan er og auka með því hagræðingu. Svo koma megi allri starfsemi Vífílfells fyrir á Stuðlahálsi þarf að bæta þar við húsnæði. Húsið Hagi við Hofsvallagötu var byggt á árunum 1921-1923 sem salt- fiskverkunarhús af Félagi botnvör- punga. Við stofnun Vífilfells 1942 var húsið tekið á leigu og þar var um 32ja ára skeið framleitt allt coca cola í landsmenn og unnið á þrískipt- um vöktum við þá framleiðslu. Lýður Friðjónsson sagði að atvinnustarf- semi hefði alltaf gengið vel í Haga. Hann sagði að verði á eignunum hefði ekki verið stillt upp en leitað væri eftir því með auglýsingunni. Sverrir Kristinsson hjá Eigna- miðlun skýrði frá því að húsið við Neshaga væri samtals 991 fermetri en Hagi 2297 fermetrar og að um væri að ræða góðar eignir sem byðu upp á ýmiskonar nýtingarmöguleika og að mjög góð bílastæði fylgdu eign- í DAG, sunnudag, fara fram kosningar á landsíúndi Sjálfstæðisflokks- ins í Laugardalshöll, en að kosningunum loknum verða fundarslit. Kosningarnar hefjast kl. 15 með kosningu í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Að þeim lokn- um fer fram kosning varaformanns og síðan kosning miðstjómar- manna. Allir fulltrúar á landsfund- inum eru í kjöri til embætta form- anns og varaformanns, en skila Innbrotsþjófiir tekinn Þrír ökumenn sviptir ökuleyfí BROTIST var inn í verslunina Hólakaup í Kópavogi rétt fyrir kl. 4.00 aðfaranótt laugardags. íbúi í nágrenninu gerði lögreglunni við- vart og var innbrotsþjófúrinn, sem var innan við tvítugt, tekin á staðnum. þarf framboðum vegna kosninga í miðstjóm, og er öllum fulltrúum á fundinum heimilt að gefa kost á sér. Að öllum líkindum verður greint frá úrslitum kosninganna í beinni útsendingu Bylgjunnar þegar þau liggja fyrir. Samkvæmt upplýsing- um Ríkisútvarpsins verður úrslit- anna getið í næsta fréttatíma út- varpsins að kosningunum loknum hafí ekki tekist samningar við raf- iðnaðarmenn. Hafi samningar hins vegar tekist verður úrslitum kosn- inganna væntanlega útvarpað um leið og úrslit liggja fyrir. Þá var ökumaður tekin á Hafn- arfjarðarvegi á 129 km. hraða og Reykjavíkurlögreglan svipti þrjá ökumenn ökuleyfinu á staðnum snemma í gærmorgun. Að sögn varðstjóra í Reykjavík var óvenju mikið um ölvunarakstur í Reykjavík í fyrrinótt og í gærmorgun og voru fjórtán ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við akstur. © INNLENT Einnig var haft í huga að stöðin gæti fullnægt fyrirsjáanlegri aflþörf í raforkukerfinu og brúað bilið þar til nýtt raforkuver tæki til starfa en þá var unnið að undirbúningi að virkjun við írafoss. Einnig kom í ljós að heppilegt yrði að nota katla stöðv- arinnar til að létta undir með Hita- veitu Reykjavíkur. Bygging stöðvar- innar hófst vorið 1946 og rekstur 7. apríl 1948. Fyrsti stöðvarstjóri gufustöðvarin- ar var Ellert Arnason og gegndi hann starfi frá árinu 1947 til 1964 en þá tók Sveinn Kragh við og starf- aði til 1967. Núverandi stöðvarstjóri, Sigurður Oddur Sigurðsson, tók við 1967. Starfsmenn voru í upphafi 20 talsins en nú eru þeir 10. Stöðin hefur á seinni árum verið kynt um það bil einu sinni á ári til reynslukeyrslu en um eiginlega orku- framleiðslu hefur ekki verið að ræða síðan í janúar 1981 þegar orkuskort- ur var í kerfinu og lág vatnsstaða í Þórisvatni. Einnig var stöðin keyrð 5.-6. október 1988 vegna vinnu við háspennulínur. Eftir að draga fór úr starfsemi stöðvarinnar hafa starfs- menn hennar sinnt ýmsum störfum samhliða verkum tengdum rekstri véla og katla. Ætlunin er að þegar rekstri verður hætt um áramót taki formlega til starfa véla- og tækja- miðstöð Landsvirkjunar í verkstæðis- hluta stöðvarinnar. Starfsmenn gufustöðvarinnar fá allir starf við tækj amiðstöðina. Grænlandsflug: Nuuk-Kulusuk- Keflavík í stað Nuuk-Reykjavík Kaupmannahöfn. Frá Nils Jargcn Bruun, fréttaritára Morgunblaðsins. FLUGFÉLAG Grænlendinga, Grænlandsflug, hættir að fljúga á leiðinni Nuuk-Reykjavík írá og með 1. nóvember nk. Rekstrar- grundvöllur þessa flugs hefur brostið því í sambandi við það voru famar ferðir frá Reykjavík til Jamesonland á strönd austur- Grænlands sem nú eru hættar. Grænlandsflug ætlar þess í stað að opna nýja áætlunarleið frá Nuuk um Kulusuk-flugvöll á aust- urströndinni til Keflavíkur. Beiðnum um framfærsluaðstoð félagsmálastofiiana fjölgar ört: Miiini kaupmáttur og missir aukavinnu helstu ástæður AUKNING hefur orðið á beiðnum um framfærsluaðstoð hjá félags- málastofnunum allra sveitarfélaganna á höfúðborgarsvæðinu. Skjólstæðingum Félagsmálastofiiunar Reykjavíkur hefur Ijölgað á árinu um 27%, eins og Morgunblaðið skýrði frá í síðustu viku og í nágrannabæjunum nemur aukningin 50-100%. Hefur í flestum tilfellum þegar verið farið fram á aukafjárveitingar til að mæta henni. í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ telja félagsmálastjór- ar helstu ástæðu fyrir þessu vera minni kaupmátt launa og sam- drátt í atvinnulífi. Félagsmálastofnun Kópavogs hafði eytt 90% af áætluðu fé til málaflokksins 1. september. í ágúst var sótt um aukafjárveitingu en enginni til- tekinni upphæð hefur verið veitt til þessara mála. Hins veg- ar var ákveðið að ráðstafa áfram því fé sem þörf er á. Bragi Guðbrandsson, félags- málastjóri, sagði að ef svo færi fram sem horfði yrði varið að minnsta kosti um 50% meira fé til ftamfærslustyrkja en á síðasta ári. Hann sagði að helstu skýring- amar væm að finna í kaupmátt- arrýmum, samdrætti í atvinnulífi og að fólk hefði BAKSVIÐ eflirÁsdUi Haraldsdóttur nú ekki mögu- leika á að fram- fleyta sér með aukavinnu eins og áður. Bragi nefndi einnig að gjaldþrot hafa verið meira áber- andi á síðustu árum þar sem ætt- ingjar hefðu dregist inn í málið og jafnvel misst húsnæði sitt. Einar Ingi Magnússon, félags- málastjóri í Hafnarfirði, sagði að framfærslustyrkir hefðu aukist til bæjarbúa og væri þegar búið að greiða 73-75% af því fé sem gert var ráð fyrir til þessa málaflokks á fjárlögum. Einar sagði að mest munaði um að fólk ætti ekki kost á að vinna aukavinnu eins og áður til að láta enda ná saman. Þar með fæm þeir sem voru með mjög lág laun niður fyrir mörkin. Hann sagði blasa við að sótt yrði um aukafjárveitingu þar sem nú færu mjög erfiðir mánuðir í hönd, til dæmis jólamánuðurinn. Astandið er yfirleitt gott í Mos- fellsbæ og á Seltjarnarnesi og í þessum bæjarfélögum leita fáir eftir aðstoð við framfærslu. Karl Marinósson, félagsmálastjóri á Seltjarnarnesi, segir þó, að í ár hafi beiðnum fjölgað og einnig séu þær úrlausnir sem veittar eru dýrari. í Mosfellsbæ er svipað ástand og sagði Unnur Ingólfsdóttir, fé- lagsmálastjóri, að að meðaltali hefði verið einn á framfærslu bæjarins. I fyrra var varið ti! þessa málaflokks 458.000 krónum, en það sem af er þessu ári hafa hins vegar verið greiddar 770.000 krónur í framfærslustyrki. í Garðabæ hafa verið lagðar fram óskir til bæjaryfirvalda um aukna fjárveitingu til framfærslu. Sigfús Johnsen, félagsmálastjóri, sagði að erfiðar kringumstæður í þjóðfélaginu væru aðalorsökin fyrir aukningunni. Hann taldi að beiðnir um framfærslustyrki í Garðabæ hefðu aukist um 50%. Skjólstæðingum Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar hef- ur fjölgað um 27% það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Útgjöld stofnunarinnar í krónum talið hafa aukist um 64% sé miðað við verðlag hvors árs fyrstu átta mánuðina og er talið líklegt að sækja þurfi um aukafjárveitingu í annað sinn á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.