Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.10.1989, Blaðsíða 34
<;,wm taugavei MORGUNBLAÐIÐ Mr tr FOLK I FRETTUM Sf’NNÚDAGUR 8. OKTÓBER VIKIVAKI Framkvæmdin eins og spartískur hernaður Selfossi. BRUÐHJON VIKUNNAR „Sá ekkert nema blómin sem ég hélt á“ Brúðlijóii vikunnar að þessu sinni eru Ruth Reginalds og Fannar Gauti Dagbjartsson. Ruth er 24 ára gömul, kunn söugkona, en Fannar Gauti er 22 ára gamíiii bakarasveinn. Þar til í byrjun nýliðins sumars þekkt- ust þau ekki neitt, en l.september voru þau trúlofuð og 30. september voru þau gefin saman í Haiigrímskirkju. „Við liittumst fyrst í vor á útihátíð iyá AA-samtökunum að Staðarfelli í Dölum. Það má segja að það hafi vcrið ást við fyrstu sýn,“ segir Ruth með bros á vör. Siðan rak hvað annað og nú eru þau hjón búandi í Hraunbæ ásamt finim ára gamalii dóttur Ruthar, Sæbjörgu. Ruth heldur áfram: „Við viðhéld- um gömlum hefðum eins og hægt var. Þannig bjó Fannar í for- eldrahúsum þijá síðustu sólarhring- ana fyrir brúðkaupið og við hittumst þá aðeins til að æfa athöfnina með prestinum." Þau sátu þó hvorugt auðum höndum, allra síst Fannar sem drap tímann með því að baka sjálfur kransakökurnar sem gestirnir gerðu síðan góð skil í veislunni. Að morgni laugardagsins 30. sept- ember komu tveir vinir Ruthar í heimsókn, annar þeirra snyrtisér- „Þetta er frumraun a þvi sviði að öll Norðurlöndin vinni saman og árangurinn ræður því hvort framhald verður á þessu,“ sagði Hrafii Gunnlaugsson sem fyrir hönd Nordvision er framleiðandi sjónvarpsóperunnar Vikivaki, sem verið er að kvikmynda á Hót- el Geysi í Haukadal. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður 60-70 milljónir og skiptist hann jaiht á milli sjónvarpsstöðvanna. Hrafn sagði að með þessu verki væri verið að athuga hvort hægt væri að búa til eitt framleiðslusvæði á Norðurlöndun- um. „Það er fleira sem sameinar löndin en skilur þau að. Samvinna á þessu sviði er að aukast í heimin- um og eina leiðin hjá litlu þjóðun- um í þessu efni er að vera með og búa til eitthvað sérstakt. Það er nauðsynlegt að sameina sterk- ustu kraftana frá hveiju landi,“ sagði Hrafn, en framleiðsla Viki- vaka er meðal þeirra verkefná sem hann sinnir í fjögurra ára launalausu leyfi frá Ríkisútvarp- inu. Hrafn sagði að samvinna sjón- varpsstöðvanna fimm væri flókið verkefni og óhugsandi í fram- kvæmd án telefaxtækja. Skipu- leggja þyrfti verkið eins og spartískan hernað, taka hvert skref fyrir sig og undirbúa vinnsl- una vel. Hann kvaðst stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri og verið treyst til að stýra þessu verki. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Norski forðunarmeistarinn Karin Sæther og Hrafn Gunnlaugsson með höfuðið af Gretti. SJÓNVARPSOPERA Ný leið farin við vinnslu Yikivaka Selfossi. „ÞETTA er ekki stórt verk fyrir mig,“ sagði Hanno Heikinheimo, leik- stjóri sjónvarpsóperunnar Vikivaka, sem framleidd er af Hrafni Gunn- laugssyni á vegum Nordvision, fyrir sjónvarpsstöðvar allra Norðurland- anna. Hann sagði verkið óvenjulegt fyrir sig vegna aðstæðna við upp- töku og átti þar við veðurfarið og að myndatökur fara að miklu leyti fram um nótt. Hann sagði myndina vera sína túlkun á hugmyndum sem hann hefði fengið frá bók Gunnars Gunnarssonar og kvaðst vona að áhorfendur sæju möguleikana á því að túlka myndina sem íinyndun og raunveruleika. Það kæmu fram margir mannlegir þættir í mynd- inni og túlkuninni væri blandað saman með tækninni. Kvikmyndatökur sónvarpsóper- unnar hafa staðið yfir frá 15. september á Geysi í Haukadal sem leikstjórinn valdi til að kvikmynda verkið. Gert er ráð fyrir að upptökum ljúki 8. október. Undirbúningur óperunnar hófst fyrir alvöru haustið 1988 þegar leik- arar og söngvarar voru valdir. Tíu íslenskir söngvarar syngja í óperunni og þrír finnskir. Aðalhlutverkið, Jaki Sonarson, er í höndum Helga Skúla- sonar leikara og Kristins Sigmunds- sonar söngvara. Upp úr áramótum hóf Norska sjónvarpið að sauma búninga og í febrúar hófu söngvarar æfingar. Hljóðupptökur fóru fram 21.-25. maí í Oddfellow-höllinni í Kaupmanna- höfn með þátttöku Dönsku útvarps- hljómsveitarinnar og kórsins. Hljóm- sveitarstjóri er Petri Sakari, aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Þegar hljóðblöndun var lokið í júní kom leikstjórinn til íslands og æfingar leikara hófust. NÝ ÞULA „Hélt að hjart- að myndi hoppa út úr peysunni“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Heigi Skúlason leikari í hutverki Jaka Sonarsonar og Hanno Heikin- heimo leikstjóri. Ný þula hjá ríkissjónvarpinu hef- ur birst nokkrum sinnum á skján- um að undanfornu, Sigríður Arn- ardóttir heitir hún, kölluð Sirrí. Fólk í Fréttum hafði tal af Sirrí og forvitnaðist nánar um hver hún væri. A Eg er 24 ára gömul og .hef nýlokið ba- gráðu í félags- fræði með fjöl- miðlun sem auk- afag frá Háskóla íslands. Ég hef einnig unnið að undanförnu við barna- og ungl- ingadeild Ríkisútvarpsins Sigríður Arn- Og verð við Út- arHóttir-. varp Unga Fólksins á Rás 2 í vet- ur,“ segir hún. En hvernig bar þulu- starfið að? „Ég hafði verið prófuð og komið vel út. Ég var auðvitað drullustressuð fyrsta kvöldið og hélt að hjartað ætlaði að hoppa út úr peysunni, en þetta var jafn framt spennandi og skemmtilegt. Þá var einnig erfitt þriðja kvöldið mitt, þá var mikill taugatitringur á vaktinni vegna verkfalls rafiðnaðarmanna, en þetta fór allt vei,“ segir Sirrí. mmasemmmaatu 8 1 .. ý r m f r’ i Þýskur kostagripur: Ryðvarið hástyrksstál í yfirbyggingu. # Um endinguna þarf ekki að efast. • Hvíslandi hljóðlátur á ferð. @ Ákaflega sparneytinn. $ Unaðslegur f akstri. Listrænn f útliti. N -- . : .. ■ 2i* 1 ■ m v - ■ saæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.