Morgunblaðið - 04.11.1989, Qupperneq 1
56 SIÐUR B/LESBOK
Fjárlög norsku borgaraflokkanna:
Víðtækum umbótum iofað í A-Þýskaiandi:
Krenz boðar stórbreyt-
ingar á stjórnmálaráðinu
Borgarsljóri Leipzig segir af sér og flóttamönnum flölgar stöðugt í Prag
Boða skattalækk-
anir og niðurskurð
Ósló. Reuler.
RÍKISSTJÓRN norsku borgaraflokkanna kynnti í gær fjárlögin fyrir
næsta ár en þar eru boðaöar skattalækkanir og tninni framlög til fé-
lagsmála. Talsmenn Verkamannaflokksins fóru hörðum orðum uni
niðurskurðinn en framfaraflokksmönnum fannst hann of lítill.
í hálft annað ár í stað herskyldu.
Hann sagði leiðtoga flokksins nú
undirbúa víðtækar umbætur og
sagði að ekki yrði aftur snúið í þeim
efnum.
Flokkur frjálslyndra demókrata í
Austur-Þýskalandi krafðist þess í
gær að ríkisstjórn landsins segði af
sér. Krafa þessi birtist í málgangi
flokksins Der Morgen en fram til
þessa hefur hann, líkt og þrír aðrir
smáflokkar í Austur-Þýskalandi,
fylgt kommúnistum að málum í einu
og öllu. Félagar í flokknum eru
113.000 en 52 fulltrúar sitja á þingi
fyrir hann. Sagði í greininni að leið-
togi flokksins, Manfred Gerlach,
ætti að taka við embætti þingfor-
seta. Þess var á hinn bóginn ekki
krafist að hugmyndafræði kommún-
ismans yrði hafnað og virtist sem
tilgangur greinarinnar væri einkum
sá að tryggja frekari hreinsanir inn-
an austur-þýska kommúnistaflokks-
ins en nokkrir háttsettir skjólstæð-
ingar Erichs Honeckers, fyrrverandi
leiðtoga flokksins, hafa undanfarið
verið þvingaðir til að segja af sér.
Þá hefur eiginkonu Honeckers, Mar-
got, verið komið frá völdum en hún
gegndi embætti menntamálaráð-
herra.
í gær stækkaði hópur þessi enn
er Bernd Seitel, borgastjóri Leipzig,
sagði af sér. Að sögn austur-þýsku
fréttastofunnar ADN var ástæða
afsagnarinnar sú að Seitel hafði
glatað trausti borgarbúa en hundruð
þúsunda manna hafa krafist stjórn-
málaumbóta í Leipzig á undanförn-
um vikum. Seitel hafði verið borgar-
stjóri frá því í janúarmánuði 1986.
Um 4000 austur-þýskir flótta-
menn halda nú til á lóð vestur-þýska
sendiráðsins í Prag. Heimildarmaður
Aeuíers-fréttastofunnar taldi víst að
þeim ætti eftir að fjölga á næstu
dögum. Stjórnvöld í Austur-Þýska-
landi gáfu í gærkvöldi leyfi fyrir því
að þeir fengju að fara til Vestur-
Þýskalands. Flóttamennirnir hafast
við í tjöldum og er aðbúnaður allur
mjög slæmur auk þess sem tekið er
að kólna á þessum slóðum.
Sjá „Hugsanleg sameining aft-
ur á dagskrá" á bls. 17.
Fyrstu
mótmælin
í Búlgaríu
Sófíu. Reuter.
UM fímmþusund Búlgarar efndu
til mótmæla fyrir utan stjórnar-
ráðið í Sófíu í gær, hinna fyrstu
þar í landi eftir stríð. Krafðist
mannfjöldinn lýðræðis og umbóta.
Lögregla umkringdi torg sem
fólkið safnaðist saman á en iét
mótmælendur afskiptalausa.
Hermt er að mótmælafundurinn
hafi staðið í stundarfjórðung. „And-
rúmsloftið var rafmagnað," sagði
vestrænn stjórnarerindreki. Að hans
sögn gerir almenningur í Búlgaríu
auknar kröfur um umbætur.
Meðan á mótmælunum stóð af-
hentu samtök umhverfisverndar-
manna, Eko-glasnost, stjórnvöldum
yfirlýsingu um mengun og umhverf-
isspjöll í Búlgaríu. Skjalið var undir-
ritað af 11.545 manns og mun vera
fyrsta áskorunarskjal sem búlgörsk
stjórnvöld fá frá almenningi í 45 ár.
Lamandi
verkfall
Hermenn leita á óbreyttum
borgurum í Líma, höfuðborg
Perú. Þúsundir hermanna eru
við gæslustörf í borginni en þar
ríkir neyðarástand vegna alls-
heijarverkfalls, sem skæruliða-
samtök maóista, Skínandi veg-
ur, hvöttu til. Samgöngukerfi
borgarinnar er m.a. lamað
vegna verkfallsins. Til þess var
efnt til að sýna samstöðu með
skæruliðum, sem átt hafa í stríði
við stjórnarher landsins í níu ár.
Arne Skauge fjármálaráðherra
sagði þegar hann lagði fjárlögin fyr-
ir, að niðurskurðurinn kæmi fram í
öllum ráðuneytum og verða engir
póstar undanskildir nema þróuúar-
hjálpin, framlög til löggæslu, meng-
unarvarna og hersins. Verða þau
söm að raunvirði og á þessu ári. Þá
sagði Skauge, að skattalækkanir
yrðu meiri en Verkamannaflokkur-
inn hefði lagt til, eða tæpir 28 millj-
arðar, og einnig væri fyrirhugað að
minnka áætlaðan ijárlagahalla
Verkamannaflokksstjórnarinnar um
27 milljarða ísl. kr. Er nú gert ráð
fyrir, að hann verði 57,6 milljarðar
ísl. kr. á næsta ári en verður rúmir
52 milljarðar á þessu.
Gunnar Berge, fyrrum fjármála-
ráðherra Verkamannaflokksstjórn-
arinnar, sagði, að niðurskurðurinn
myndi auka enn á atvinnuleysið.
Framfaraflokksmaðurinn Tor Mik-
kel Wara sagði hins vegar, að vissu-
lega væri um að ræða skref í rétta
átt en þó allt of stutt.
Reuter
Um 4.000 austur-þýskir flóttamenn halda nú til í sendiráði Vestur-Þýskalands í höfiiðborg Tékkósló-
vakíu, Prag. Fólkið hefst við í tjöldum á sendiráðslóðinni.
Austur-Bcrlín, Prag. Reuter.
EGON Krenz, leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins, hélt ræðu
í beinni útvarps- og sjónvarpssendingu gærkvöldi þar sem hann lofaði
víðtækum efnahagsumbótum, breytingum á stjórnarskrá landsins og
umbótum í menntakerfinu. Jafnframt boðaði hann miklar breytingar
á stjórnmálaráðinu og til þess að „hleypa nýju blóði í það“, eins og
hann komst að orði, tilkynnti hann um afsögn fimm fúlltrúa í ráðinu,
sem í sitja 18 menn. Þar á meðal er harðlínumaðurinn Kurt Hager,
aðal hugmyndafræðingur flokksins, og Erich Mielke, yfirmaður lög-
reglu landsins.'
I ræðunni hvatti Krenz landsmenn
til að flýja ekki til Vesturlanda.
„Við þörfnumst ykkar allra,“ sagði
hann. Meðal þeirra breytinga, sem
Krenz hét, var að héðan í frá gætu
ungir menn gegnt þegnskylduvinnu
Umræður 1 færeyska lögþinginu:
Endurvinnsluverið í Doun-
reay sagt snilldarfyrirtæki
Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FÆREYSKA Lögþingið ræddi í vikunni tillögu Lasse Kleins úr
Sjálfstýriflokknum sem vill að mótmælt verði áformum Breta um
að reisa stórt endurvinnsluver fyrir kjarnorkuúrgang i Dounreay
í Skotlandi. Klein lagði einnig til að stjórnvöld gerðu almenningi
grein fyrir mögulegri hættu á geislavirkni í hverjum mánuði. Essa
Arge úr Fólkaflokknum sagði hins vegar að endurvinnsluverið
væri „snilldarfyrirtæki og ég er ekki í vafa um að bresku sérfræð-
ingarnir, sem mæltu með því við bresku stjórnina, hafa staðið sig
vel,“ sagði Arge.
„Þetta verður eins nálægt því
að geta kallast eilífðarvél og mögu-
legt er,“ sagði Arge en bætti þó
við að úrgangurinn gæti valdið
hættu. Hann sagðist álíta bresku
sérfræðingana þá málefnalegustu
í heiminum og þeir „féllu ekki
kylliflatir" fyrir hvaða hugmynd
sem væri. Arge er formaður um-
hverfismálanefndar þingsins og er
að öllum líkindum fyrsti Færeying-
urinn sem fer lofsamlegum orðum
um Dounreay-áætlanir bresku
stjórnarinnar. Allir aðrir sem tóku
þátt í umræðunum voru sammála
því að samþykkja bæri mótmæli
en á síðasta ári mótmælti Lög-
þingið einnig öllum hugmyndum
Vum endurvinnsluver í Dounreay.
„Maggie [Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlandsj verð-
ur fljótlega velt úr sessi og það
getur komið sér vel fyrir okkur,“
sagði einn þingmannanna.
Jogvan Sundstein, lögmaður
Færeyja, skýrði frá því að næsta
sumar yrði efnt til sérstakrar Do--
unreay-dagskrár í Norræna húsinu
í Þórshöfn.
Þar myndu sérfræðingar frá
mörgum löndum, þ. á m. Bret-
landi, verða meðal þátttakenda og
öll sjónarmið verða viðruð.