Morgunblaðið - 04.11.1989, Síða 6

Morgunblaðið - 04.11.1989, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989 RÍKISÚTVARPIÐ FM 92,4 6.45 Veðuriregnir. Bæn, séra Guðmundur Óskar Ólafsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 ,Góðan dag, góðir hlustendur," Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregn- ir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum held- ur Pétur Pétursson áfram að kynna morg- unlögin. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn á laugardegi — .Flvernig kokið á hvalnum varð þröngt", eftir Rudyard Kipling. Þýðandi: Halldór Stefánsson. Umsjón: Kristín Helgadóttir. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00.) 9.20 Morguntónar. Claudio Arrau leikur tónverk eftir Chopin. 9.40 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Hall- dórsson. 10.00 Fréttir. 10.03 Hlustendaþjónustan. Sigrún Björns- dóttir svarar fyrirspurnum hlustenda um dagskrá Rásar 1, Rásar 2 og Sjónvarps- ins. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Vikulok. Umsjón: Einar Kristjánsson og Valgerður Benediktsdóttir. (Tilkynning- ar kl. 11.00.) 12.00 Tilkynningar. 12.10 Á dagskrá. Litið yfir dagskrá laugar- dagsins í Útvarpinu. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfre'gnir. Tilkynningar. 13.00 Hér og nú: Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Leslampinn. Þáttur um bókmenntir. Umsjón: Friðrik Rafnsson. 15.00 Tónelfur. Brot úr hringiðu tónlist- arlífsins í umsjá starfsmanna Tónlistar- deildar og samantekt Bergþóru Jóns- dóttur, Péturs Grétarssonar og Guð- mundar Emilssonar. 16.00 Fréttir. 16.05 íslenskt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson flytur þáttinn. (Einnig útvarpað á mánu- dag kl. 9.30.) 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Leikrit mánaðarins: .Makbeð" eftir William Shakéspeare. Þýðandi: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri: Hallmar Sig- urðsson. Tónlist: Lárus Grimsson. Leik- endur: Sigurður Karlsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Hall- dór Björnsson, Þórarinn Eyfjörð, Sigurður Skúlason, Jakob Þór Einarsson, Kristján Franklín Magnús, Guðmundur Ölafsson, Andri Örn Clausen, Pétur Einarsson, Barði Guðmundsson, Karl Guðmunds- son, Þröstur Leó Gunnarsson, Unnur Stefánsdóttir, Steindór Hjorleifsson, Árni Tryggvason, Þorsteinn 0. Stephensen, Valgerður Dan, Guðrún Þ. Stephensen, Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Jón Sig- urbjömsson, Þorsteinn Gunnarsson og Árni Pétur Guðjónsson. (Einnig flutt ann- an sunnudag kl. 19.31). 18.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Ábætir. Fjórir kaflar úr .Samstæðum" kammerdjassi eftir Gunnar Reyni Sveins- son. GunnarOrmslev, ReynirSigurðsson, Örn Ármannsson, Jón Sigurðsson og Guömundur Steingrímsson leika; höfund- ur stjórnar. 20.00 Litli barnatíminn — .Hvernig kokið á hvalnum varð þröngt" eftir Rudyard Kipl- ing. Þýðandi: Halldór Stefánsson. Um- sjón: Kristin Helgadóttir. (Endurtekinn frá morgni.) 20.15 Vísur og þjóðlög. 21.00 Gestastofan. Gunnar Finnsson tekur á móti gestum á Egilsstöðum. (Frá Egils- stöðum.) 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins. Dagskrá morg- undagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Dansað með harmoníkuunnendum. 23.00 Góðvinafundur. Endurnýjuð kynni við gesti á góðvinafundum í fyrravetur. 24.00 Fréttir. 00.10 Um lágnættið. Sigurður Einarsson kynnir. 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum RÁS2 8.05 Á nýjum degi með Margréti Blöndal. (Frá Akureyri.) 10.03 Nú er lag. Gunnar Salvarsson leikur tónlist og kynnir dagskrá Rásar 1, Rásar 2 og Sjónvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Tónlist. Auglýsingar. 13.00 istoppurinn. Óskar Páll Sveinsson kynnir. (Einnig útvarpað kl. 3.00 næslu nótt.) 14.00 Iþróttafréttir. 14.03 Klukkan tvö á tvö. Ragnhildur Arnljóts- dóttir og Rósa Ingólfsdóttir. 17.00 íþróttafréttir. 17.03Fyrirmyndarfólk lítur inn hjá Randveri Þorlákssyni. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Blágresið blíða. Þáttur með banda- rískri sveita- og þjóðlagatónlist, einkum ,þluegrass“- og sveitarokk. Umsjón: Hall- dór Halldórsson. (Einnig útvarpað í Næt- urútyarpi aðfaranótt laugardags.) 20.30 Úr smiðjunni — ,Svona á ekki að spila á píanó." Sigþór E. Arnþórsson fjall- ar um nokkra rokkpíanista sem getið hafa sér gott orð. (Einnig útvarpað að- faranótt laugardags kl. 7.03.) 21.30 Áfram island. Dægurlög flutt af íslenskum tónlistarmönnum. 22.07 Bitið aftan hægra. Lisa Pálsdóttir. 2.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 2.00 Fréttir. 2.05 (stoppurinn. Óskar Páll Sveinsson kynnir. (Endurtekinn frá deginum áður.) 3.00 Rokksmiðjan. Sigurður Sverrisson. (Endurtekið urval frá fimmtudagskvöldi.) 4.00 Fréttir. 4.05 Undir værðarvoð. Ljúf lög undir morgun. Veðurfregnir kl. 4.30. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Áfram ísland. Dægurlög flutt af íslenskum tónlistarmönnum. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Af gömlum listum. Lög af vinsælda- listum 1950-1989. 7.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson tengir saman lög úr ýmsum áttum. (Frá Akur- eyri.) (Endurtekið úrval frá sunnudegi á Rás 2.) 8.05 Söngurvilliandarinnar. EinarKárason kynnir íslerisk dægurlög frá fyrri tíð. (End- urtekinn þáttur frá laugardegi.) BYLGJAN FM 98,9 8.00 Þorsteinn Ásgeirsson spilar þægi- lega morguntónlist. 13.00 Valtýr Björn Valtýsson með það helsta sem er að gerast í íþróttaheiminum um helgina. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson athugar það helsta sem er að gerast um helgina í tónlistinni. 16.00 Tónlist, sveitastíllinn verður i háveg- um hafður. 19.00 Ágúst Héðinsson hitar upp fyrir næturvaktina, opin lína 611111. 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson á nætur- vakt. 2.00 Freymóður T. Sigurðsson með Ijúfa tóna i næturdagskrá fram til kl. 9. STJARNAN FM 102,2 10.00 Kristófer Helgason. 14.00 Ólöf Marín. 17.00 Bjarni Haukur kynnir 30 vinsælustu lögin á Islandi. 19.00 Þorsteinn Högni Gunnarsson. Allt það nýjasta í nýbylgjupoppinu og Hipp hoppinu. 22.00 Arnar Kristinsson. Síminn er 622939. 24.00 Bein útsending úr vinsælasta diskó- teki landsins. 1.00 Arnar Albertsson. Siminn er 622939. Útrás 12.00 FA 14.00 FG 16.00 IR 24.00 Næturvakt Útrásar kveðjur. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 10.00 Aðalstöðin býður góðan dag. 13.00 Anna Björk Birgisdóttir. 16.00 Bjarni Dagur Jónsson. 19.00 Darri Ólason. Tönlist og létt umræða. 22.00 Jón Axel Ólafsson. Laugardagskvöld með rokki og léttum söng. 18.00 MH 20.00 MS 22.00 FB Óskalög og ÞAR SEM NWDIRMAR FÁST BEAUTY & DENISE ^ MYNDIR myndbandaleigur Álfabakki 14, sími 79050 Austurstræti 22, sími 28319 Ríkisfj ölmiðlarnir Að þessu sinni fjallar dálkurinn um ríkisfjölmiðlana. Annars vegar gömlu Gufuna og hins vegar ríkissjónvarpið er varpaði út spjall- þætti frá hinu háa Alþingi í beinni útsendingu. En fyrst er það gamla Gufan. Slcem útsending? Ljósvakarýnirinn hefur víst áður kvartað undan FM 92,4 og 93,5 en þessi bylgjusvið hýsa gömlu góðu Gufuna. Hér er átt við útsendingar- styrk FM 92,4 og 93,5 sem jafnast ekki alveg á við styrk FM 90,1 er hýsir Rás 2 eða afl FM 90,9 sem er svið hinnar nýju Aðalstöðvar og tíðnisviðin FM 98,9 og FM 102,2 er fleyta Bylgjunni og Stjörnunni í loftið eru líka alla jafna aflmeiri en svið gömlu Gufunnar og EFF EMM 95,7 er einnig býsna kraftmikil. Svo er stundum smávægilegt suð á FM 92,4 og 93,5 sem gæti svo sem verið í viðtæki undirritaðs en það er þó ólíklegt því viðtækið er splunkunýtt. Siðferðiö í fyrrakveld var óvenjulegur umræðuþáttur á dagskrá ríkissjón- varpsins. Stjórnandi þáttarins, Bjarni Vestmann, settist með þeim Guðrúnu Helgadóttur forseta sam- einaðs þings, Sigurði Líndal laga- prófessor og Eyjólfi Kjalar Emils- syni heimspekingi í Kringluna í Alþingishúsinu og ræddi um sið- ferði stjórnmálamanna. Þátturinn var óvenjulegur að því leyti að hann fór fram í beinni útsendingu frá hinu háa Alþingi. Það fylgir sér- stakt andrúmsloft þessu aldna húsi og þetta andrúmsloft seytlaði um sjónvarpsáruna. í annan stað var þátturinn óvenjulegur vegna þess að hingað til hafa Islendingar kosið að líta á Alþingi sem flekklausa stofnun. Það segir sína sögu um breyttan tíðar- anda að slíkur þáttur skuli sendur út frá sölum hins háa Alþingis. En þjóðfélag okkar er víst að opnast í alla enda og ljósvíkingar sitja um Ríkisendurskoðun, þennan mikla refsivönd íslenskra stjórnmála- manna. Samt virðist nokkuð í land að íslenskir ráðamenn njóti svipaðs aðhalds og starfsfélagarnir á Norð- urlöndunum eða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þessi munur kom berlega i ljós er Bjarni Vestmann skaút inn í umræðuna myndbrotum er sýndu ýmsa stjórnmálamenn frá fyrrgreindum þjóðlöndum á harða- hlaupum úr embættum fyrir sakir sem íslenskum stjórnmálamönnum hefðu þótt fremur léttvægar og jafnvel skálað fyrir í „Gvendar- brunnavatni". Eða eins og Eyjólfur Kjalar komst svo spaklega að orði: Stjórnmálamaður getur brotið eitt- hvað af sér sem ekki brýtur skráð- ar reglur en sem réttlætir samt afsögn. Innskot Bjarna var vandað og vel unnið og hann spurði af hátt- vísi og skynsemi. En innskotið minnti á ýmis skrif sem hafa birst í blöðum að undanförnu og benda til að full ástæða sé til að efna til slíks umræðuþáttar í sölum Al- þingis. 27. okt. sl. var til dæmis sagt frá því í DV að nokkrir þing- menn skrá lögheimili sitt úti á landi, jafnvel hjá pabba og mömmu, þótt þeir búi hér í Reykjavík í eigin húsnæði. Þannig fá þessir þing- rnenn skattfrjálsar aukatekjur á mánuði er nema 80.625 krónum. Það er ekki hægt að krefjast þess að almenningur beri virðingu fyrir slíkum mönnum þótt þeir sitji á Alþingi. En hvernig væri, Bjarni, að beina næst sjónum að verkalýðs- hreyfingunni? Þar fara menn frekar í Moskvuboðsferð en blaka við skattpíningarráðherrum, enda hafnarverkamenn teknir að ókyrr- ast. Ólafur M. Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.