Morgunblaðið - 04.11.1989, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.11.1989, Qupperneq 13
míg. Þ'að’ vár fræriká ’mTri éiri’ ’sérii ' bjó á Óspakseyri sem kom því í kring að ég og Jón Lýðsson á Skiiðinsenni hittumst hjá henni. Hún hafði séð. hann þegar Hólmavíkurkirkja var vígð og fundist eins og hvíslað að sér að þetta væri heppilegt manns- efni fyrir hana Steinunni. Við Jón sáumst þarna á Óspakseyri en töluð- um ekkert orð saman. Um haustið barst mér bréf þar sem hann falaðist eftir mér sem ráðskonu. Ég ákvað að hafa það til merkis um hvort ég ætti að fara, hvort ég mætti hafa með mér telpuna. Hann vildi það og þá fór ég að Skriðinsenni sem ráðs- kona. Hann hafði þá verið við búskap þar í tíu ár og bjó ágætu búi. Hann varð seinna hreppstjóri og oddviti. Haustið eftir að ég kom að Skrið- insenni trúlofuðumst við Jón. Fyrsta barnið okkar fæddist árið 1924. Ég fór suður til að fæða vegna þess að þegar ég var í námi þar var ég grind- armæld af Guðmundi Björnssyni lækni. Hann sagði eftir mælinguna: „Þér megið ekki giftast, þér hafið of þrönga grind.“ Vegna þessara orða fór ég suður til að fæða þó ekki væri það átakalaust að ferðast ófrísk á þeim tímum. En ég komst suður og fæðingin gekk sæmilega þó erfið væri. Ég bjó hjá vinkonu minni, Önnu Thoroddsen, sem ég hafði kynnst í kristilegum félags- skap. Ég fór svo til Magnúsar Péturs- sonar læknis sem þá var þingmaður Strandamanna og bað hann að vera viðstaddan fæðinguna. Hann gerði það og deyfði mig svo ég fann ekki eins mikið til. Þórunn mín Björns- dóttir tók á móti barninu. Hin börnin mín átti ég heima og gekk stundum vel og stundum miður, öll lifðu þau þó. Við Jón eignuðumst fimm böm, Ónnu Jakobínu, Lýð, Ólafíu, Lilju og Önnu Guðrúnu. Ég átti mikið að lifa fyrir á Skrið- insenni og kunni þar alltaf vel við mig, sérstaklega þótti mér vænt um að þar sá til sólar allt árið um kring. Um deseiribersólina orti ég einu sinni: Dýrleg er desembersólin, drottinn minn, lofa þig ber. Gefðu öllum gleðileg jólin, þá gleði sem kemur frá þér. Á Skriðinsenni bjuggum við Jón þar til ég var um sjötugt. Þá brugð- um við búi og fluttum suður til Reykjavíkur og bjuggum þar í fjögur ár. Ég var mjög ánægð í Reykjavík og var dugleg að starfa þar í kristi- iegum félagskap sem ég hafði geng- ið í þegar ég var að læra ljósmóður- fræði forðum. Þegar hinir nemamir fóm á böll þá fór ég á samkomur hjá KFUK. Nú var ég komin til starfa þar aftur. En svo fór Lilja dóttir mín að búa á Skriðinsenni og þá vildi Jón fara norður aftur og það varð svo að vera þó ég sæi eftir því að fara. Jón dó 17. ágúst 1969, átta- tíu og tveggja ára gamall, en ég dvaldi áfram á Skriðinsenni þar til ég fór hingað á sjúkrahúsið. Ég stytti mér stundir við að yrkja vísu og vísu eins og ég hef löngum gert. Sú nýjasta er svöna: „Elli kerling ama fer öll mér verkin tefur. Rænir kröftum, ræðst að mér og ráðrík völdin hefur." Árið 1956 tók Steinunn Guð- mundsdóttir á móti síðasta barninu í sinni ljósmóðurtíð. Eftir að hún hætti störfum fékk hún eftirlaun sem hún hefur til þessa dags lagt óskert til hliðar og þeir peningar hafa verið ávaxtaðir fyrir hana. Þannig hefur hún safnað fimm hundmð þúsund krónum sem hún gefur í dag Kristni- boðssambandi íslands til minningar um mann sinn, Jón Lýðsson. „Ég átti sælar stundir í samfélagi trú- aðra,“ segir hún. „Ég hef aldrei ótt- ast en treyst guði og það hefur ver- ið óhætt. Frá því ég var barn hef ég jafnan signt mig og beðið þænir á morgnana og á kvöldin. Enn í dag les ég á hverjum morgni kafla úr Nýja testamentinu." Að skilnaði fer Steinunn með fyrir mig fyrsta versið í einum kvöldsálminum sínum. Það færist barnsleg einlægni og tninað- artraust yfir aldurhnigið andlitið þegar hún segir versið fram með ei- lítið titrandi röddu: Ég lifi og ég veit, hve löng er mín bið, ég lifi, uns mig faðirinn kallar, ég lifi og ég bíð uns ég leysist í frið, ég lifi sem farþegi qóinn við uns heyri ég að Herrann mig kallar. Guðrún Guðlaugsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NOVEMBER 1989 Islenskir dagar efitir Pál Þ. Pálsson Þessa dagana stendur yfir kynn- ingarátak á vegum Félags íslenskra iðnrekenda og Byko þar sem neyt- endum er bent á íslenskar iðnaðar- vörur. Átak þetta er hið fjórða í röð svipaðra aðgerða þar sem fyrirtæki innan vébanda FII vekja athygli á því sem íslenskur íðnaður hefur upp á að bjóða hvað varðar vöruúrval, verð og gæði. Eitt markmið slíks átaks hlýtur alltaf að vera aukin sala og í beinu samhengi aukin markaðshlutdeild íslenskra iðnfyrirtækja — aukin at- vinna eða a.m.k. aukið atvinnu- öryggi er á þessum tímum mjög mikilvægt. Annað meginmarkmið slíks átaks og það e.t.v. ekki síðra „Ætlum við gagnrýnis- laust að horfa á iðnfyr- irtæki neyðast til þess að segja upp öllum starfsmönnum sínum vegna verkefnaskorts?" en að gefa neytendum á augljósan og metnaðarfullan hátt til kynna að við emm í mörgum tilfellum fullfær um að framleiða okkar eigin vöru. Vöm sem ekki stendur að. baki því sem framleitt er erlendis, vöru sem er fyllilega samkeppnis- fær í verði, vöm sem við getum verið stolt af að nota. Páll Þ. Pálsson 13 —:------------------------—r) I þriðja lagi gefur svona átak okkur ástæðu til þess að staldra við og velta ögn fyrir okkur íslenskri. atvinnustefnu. Ætlum við að flytja inn atvinnuleysi frá öðrum löndum eða ætlum við að halda uppi at- vinnu hér á landi? Ætlum við gagn- rýnislaust að horfa á iðnfyrirtæki neyðast til þess að segja upp öllum starfsmönnum sínum vegna verk- efnaskorts? Ætlum við að flytja allan fisk út óunninn í gámum eða hver er atvinnustefna okkar? Byko og önnur þjónustufyrirtæki sem staðið hafa að íslenskum dögum með okkur í FÍI eiga þakkir skildar fyrir framtakið en þarna tel ég hafa sannast að fyrirtæki í verslun og iðnaði þurfa að starfa þéttar saman ef takast á að mynda og byggja upp íslenska atvinnustefnu. Veljum íslenskt. IlöfUndur er söIiLstjóri Plastprents hf. SÝNING Á FJALLATRÖLU JPSuzuki Vitara er eklci bara kraft- ! mikill, lipur og þægilegur lúxusjeppi. Hann getur auðveldlega verið fjallabíll í fremstu röð. Komið og kynnist Suzuki Vitara sem við höfum breytt sérstaklega fyrir fjallagarpana. Hann er upphækkaður, á stærri dekkjum og tilbúinn til ferða hvert á land sem er, Suzuki Vitara er farartæki sem sannir fjallamenn ættu að veita athygli. Við sýnum hann í dag í Faxafeni 10, Húsi Framtíðar. Verð frá kr. 1.079.000 Opið frá 10-17 í dag. $ SUZUKI --«****---------- SVEINN EGILSSON ■ HÚSI FRAMTÍÐAR FAXAFENI 10 • SÍMI 689622 OG 685100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.