Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 33
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989 33 Þessir hringdu . . . Óréttlátar reglur Kona hringdi: „Þeir sem fá atvinnuleysis- bætur fá auk þess 75 krónur á dag á hvert barn sem er á þeirra framfæri. En skuidi maðurinn hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga eru þessir peningar ekki greiddir út heldur látnir renna upp í skuld- ina. Þetta finnst mér óréttlátt og tel fulla ástæðu til að breyta þess- um reglum.“ Endurnýtum allar plastumbúðir Umhverfisverndarsinnihringdi: „Erlendis færist það í vöxt að endurnýta flestar tegundir um- búða. Hér á landi er aðeinst tekið við umbúðum sem greitt hefur verið skilagjald af en því miður er það aðeins brot af þeim umbúð- um sem falla til á heimilum og annars staðar. Þessar umbúðir valda jafn mikilli mengun og hin- ar sem greitt er skilagjald af. Það er mikið af alls konar plastumbúð- um sem mætti endurnýta og gætu t.d. þroskaheftir fengið vinnu við að flokka þessar umbúðir. Ég myndi sjálfur með ánægju safna saman öllum plastumbúðum sem falla til á mínu heimili. endur- gjaldslaust ef einhvers staðar væri tekið við þeim til endurnýt- ingar.“ Kona hringdi: „Um síðustu helgi auglýsti Osta og smjörsalan sérstakt kynning- arverð á ostum. Ég fór og keypti stóran ost en verðið reyndist vera það sama og verslunum í heilum stykkjum. Með þessu finnst mér að verið sé að koma aftan að fólki með auglýsingum. Ég hefði ekki farið að standa þarna í bið- röð fyrst afsláttur var enginn,.og finnst mér að það hefði átt að koma fram í auglýsingunni að ekki væru ailir ostar á kynningar- vefði. Ég spyr í framhaldi af þessu hvort fæstir ostanna hafi verið á kynningarverði þarna.“ Ættfræðifélagið Áhugamaður um ættfræði hringdi: „Starfsemi Ættfræðifélagsins virðist hafa fallið niður um tíma og hef ég verð að velta því fyrir mér hvort félagið hefur alveg lagt upp laupana. Ef svo er kemur það á óvart því áhugi á ættfræði hef- ur síst minnkað og full þörf er fyrir félagið. Væri ánægulegt ef forráðamenn féiagsins létu frá sér heyra og starfsemin kæmist í gang á ný.“ Skilríki nauðsynleg Afgreiðslukona hringdi: „Ég vinn við afgreiðslu í söluturni og hef þráfaldlega orðið fyrir þeirri reynslu að ef ég bið um skilríki eða bankakort bregst viðskiptavinurinn ókvæða við og sumir verða jafvel ókurteisir. Það er skylda afgreislufólks að biðja um þessi skilríki og í því felst ekki vantraust á viðkomandi við- skiptavin. Gaman væri að vita hvort starfsfólk í verslunum hefur ekki almennt sömu reynslu af þessu.“ Þakkir Steinunn hringdi: „Ég vil þakka bílstjóranum á Ö-3591 fyrir að aðstoða okkur hjónin þegar sprakk hjá okkur um síðustu helgi. Við erum eldri hjón og vorum í stökustu vandræðum þegar sprakk hjá okkur á Miklu- brautinni. Það voru margir búnir að aka frahjá þegar þessi ungi maður nam staðar og spurði hvort hann gæti hjálpað okkur. Við þökkum honum innilega fyrir hjálpina." Er Manila ekki höfuðborg- Filippseyja? Til Velvakanda. í spumingaþætti Ómars Ragn- arssonar, Landsleiknum, á Stöð 2 þann 29. október var spurt hvað höfuðborg Filippseyja héti. Lið Sauðárkróks svaraði að hún héti Manila, en Ómar sagði það rangt, án þess þó að segja hið „rétta“ nafn höfuðborgarinnar. Nú hef ég flett upp í ýmsum rit- um og öll eru þau sammála um að borgin Manila á Luzon-eyju sé höf- uðborg Fiiippseyja. Ef Ómar Ragn- arsson og dómari spurningaþáttar- ins vita betur væri fróðlegt að heyra frá þeim. Þá langar mig að benda Ómari á, að það er ekki nóg að hrista höfuðið og segja svör keppenda röng, heldur eiga bæði þeir ogy áhorfendur heima í stofu rétt á að vita réttu svörin. Það er a.m.k. min reynsla að lítið sé varið í að spreyta sig á spurningunum ef rétt svör eru ekki gefin upp, eins og því miður hefur allt of oft komið fyrir í Landsleiknum. Mig langaði að koma með þessar vinsamlegu ábendingar um leið og ég þakka fyrir annars ágætan þátt. Sjónvarpsáhorfandi Hvers vegna er Bessastaðanes lokað? Til Velvakanda. I góðviðrinu í síðustu viku ákvað ég að fara út í Bessastaðanes og ganga um gamlar æskuslóðir og njóta náttúrufegurðarinnar og fugjalífsins. Ég kom hins vegar að læstu hliði fyrir austan Bessastaði, sem á var Ietrað að öll umferð um svæðið væri stranglega bönnuð. Það varð því ekkert úr gönguferð minni um þetta svæði. Þetta kom mér mjög á óvart, því ég veit ekki til þess að Bessastaða- nesið hafi áður verið svo lokað. Á meðan það var í einkaeign var það öllum opið og ekki amast við göngu- ferðum almennings. Annars staðar á Álftanesinu er öll umferð gang- andi fijáls og er það vel því Alfta- nesið er mikil náttúruperla. Því er mér spurn: Hvers vegna er Bessastaðanesið, sem er land í ríkiseign, bannað umferð gangandi fólks? Gamall Álftnesingur Andespil (bingó) - Foreningen Dannebrog heldur sitt árlega matarbingó í Risinu, Hverfisgötu 105, 4. hæð, sunnudaginn 5. nóvember. Húsið opnað kl. 20.00. Stjórnin. MÍR - Opið hús í tilefni þjóðhátíðardags Sovétríkjanna og 72 ára af- mælis Öktóberbyltingarinnar verður OPIÐ HÚS í fé- lagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 4. nóv. kl. 14-18. Þar verður sitthvað á dagskrá fram eftir degi. M.a. spjallar Leoníd Vakhtin, fulltrúi í sovéska sendiráðinu, á íslensku um pererstrojku og nýjustu viðhorf, kvikmyndir verða sýndar, hlutavelta, basar, kaffiveitingar. Allir velkomnir. - MÍR. Jólasveinar eruákreiki í gluggunum í Hafnarstræti til að minna ykkur á, að óðum styttist til jóla og að betra er að hafa timann fyrir sér ef jólagjafirnar til vina og ættingja erlendis eiga að ná fram í tíma... VIS göngum frá og sendum jólapakkana um allan heim. ___________ Allar sendingar eru fulltryggdar yður að kostnaðarlauau. RAHnAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 ffll LEIKFIMI FYRIR ALLA HRFSS lik/\msiu:kt cx; i;ios BÆJARHRAUNI 4 V/KEFLAVlKURVEG Drffðu þig með! Skráðu þig strax ísíma 65 22 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.