Morgunblaðið - 04.11.1989, Side 36

Morgunblaðið - 04.11.1989, Side 36
r Leikrit vikunnar Kl. 16:20 MAKBEÐ FLÓRIDAi* einmitt núna LAUGARDAGUR 4. NOVEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Islendingur handtekinn í Lundúnum: Grunaður um aðild að stórfelldri föls- un á dollaraseðlum ISLENDINGURINN Jósafat Arngrímsson, sem einnig hefur geng- ið undir nafninu Joe Grimson erlendis, hefur verið handtekinn í Lundúnum, grunaður um að reyna ásamt fjórum öðrum að svíkja stórfé út úr brezkum banka, National Westminster Bank. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þeir grunaðir um aðild að stórfelldri fölsun bandarískra dollaraseðla, upp á allt að 20 milljón- um dollara eða 1,2 milljörðum íslenzkra króna. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að Jósafat hefði verið handtekinn um miðjan september Yfir 30 innbrot upplýst Rannsóknarlögregla rikis- ins hefur upplýst á fjórða tug innbrota í fyrirtæki sem fram- in voru á Vesturlandi, Suður- landi og Austfjörðum frá ágústlokum. Oft voru pen- ingaskápar spenntir upp á staðnum, eða þeir fluttir á brott. Níu menn áttu hlut að máfi og sitja fímm þeirra nú í gæsluvarðhaldi. Mennirnir níu störfuðu í tveimur hópum og vissi hvorug- ur af hinum. Sum innbrotanna voru á höfuðborgarsvæðinu. Þegar mennirnir fóru í leiðangra út á land stálu þeir í nokkrum tilfellum bílum af bílasölum. Oft gerðu þeir það með þeim hætti að fá bílana lánaða til reynslu- aksturs en skila bílasala röngum lykli. Náðu þeir síðan í bílinn í skjóli myrkurs. Jón Snorrason, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, sagði að mennirnir hefðu farið í þjófnaðarleiðangra út á land, vestur um land allt til Blönduóss og um Suðurland og Austfirði allt að Egilsstöðum. Hann sagði að mennirnir, sem eru á tvítugs- og þrítugsaldri, hefðu flestir langan afbrotaferil að baki. fyrir fjársvik. Ákæra á hendur hon- um og hinum • mönnunum fjórum væri ekki tilbúin. Hjalti Zóphaníasson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að alþjóðalögreglan Interpol hafi beðið ráðuneytið um upplýsingar um sakaferil Jósafats og hafi sakavott- orð hans verið sent til Lundúna. Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglu- stjóri, segir að málið hafi ekki kom- ið til kasta RLR. í sendiráði íslands í Lundúnum feng^ust einnig þær upplýsingar að þangað hefði ekki verið leitað vegna rannsóknar máls- ins. Jósafat Arngrímsson hefur áður verið handtekinn fyrir fjársvik. Árið 1965 hlaut hann dóm fyrir skjala- fals og ávísanasvindl í Keflavík, þar sem hann bjó og rak sjö fyrirtæki. Hann afplánaði ekki allan dóminn. Síðar flutti hann til Irlands og tók sér nafnið Joe Grimson. Árið 1987 sat hann í ensku fangelsi í sex mánuði fyrir tilraun til að svíkja fé út úr banka. Á svipuðum tíma var hann ákærður fyrir svik í viðskipt- um við norskan skreiðarverkanda og írskan og norskan banka. Þá var hann í félagi við nokkra Breta. Morgunblaðið/Björn Sveinsson Jólaundir- búningur á Héraði Egilsstöðum. SKÓGARVINNA er hafin á veg- um verkefhisstjórnar um rækt- un nytjaskóga á Fljótsdals- héraði og jólaundirbúningurinn er raunar hafinn hjá skógar- bændum. Hjá skógræktinni á Hallorms- stað er nú unnið við að merkja þau tré sem eiga að standa i stof- um Austfirðinga um jólin. Vinna við 'að fella jólatrén hefst svo í byijun desember. Gert er ráð fyr- ir að frá Hallormsstað komi um 800 jólatré. Hjá Skógræktarfélagi Austurlands verða felld um 250 tré. Búist er við verð á jólatijám hækki um 25% frá því í fyrra. - Björn Þorbjörg Guttormsdóttir grisjar kjarr í skóginum. Bátur brotnar við sjósetningu Skagaströnd. ARNARBORG HU-11, sem er 70 tonna trébátur, valt á hliðina og brotnaði nokkuð þegar verið var að setja hann á flot úr dráttarbraut- inni á Skagaströnd um klukkan 14.30 í gær. Brotnaði báturinn nokkuð. Leki kom að honum fyrir neðan sjólínu og flæddi sjór í lest.- ina. Ó.B. Vanskil við Byggða- stoftiun 1,2 milljarðar Óskar eftir 500 milljóna lántökuheimild BYGGÐASTOFNUN hefur óskað eftir að fá nú þegar 500 milljóna króna aukna lántökuheimild vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, en stofnunin hefur nú hætt lánveit- ingum vegna fjárskorts. Fjallað var um beiðnina á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær, en engin ákvörðun var tekin í því sam- bandi. Að sögn Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, er ástæðan fyrir erfiðri íjárhagsstöðu stofnunarinnar aðallega vegna lé- legrar innheimtu á þessu ári. Vanskil við stofnunina um síðustu áramót voru 525 milljónir, en þau eru 1.200 milljónir í dag, og er gert ráð fyrir að innheimtan á þessu ári verði um 300 milljónum lakari en áætlað var. Þá hefur stofnunin þurft að kaupa eignir á nauðungarupp- boðum fyrir tæplega 300 milljónir á árinu, en um síðustu áramót átti stofnunin eignir fyrir 7 milljónir. Þá hefur Byggðastofnun veitt lán að upphæð um 1.200 milljónir á árinu, og nú er svo komið að stofnunin er komin í þrot, og getur ekki borgað út meira af lánum á þessu ári nema auknar Iántökuheimildir komi til. Við höfum því farið fram á heimild til að taka 500 milljóna króna erlent lán, til þess að stofnunin geti haldið áfram að sinna afgreiðslu á nýjum lánum,“ sagði Guðmundur. Fjáröflun Greenpeace: A Islendingar enn sagð- ir stunda hvalveiðar í BRÉFI, sem Greenpeace-sam- tökin sendu til stofhana og fyrir- tækja í Bandaríkjunum í lok ágúst með ósk um fjárframlög, er full- yrt að Islendingar stundi enn hvalveiðar, þrátt fyrir alþjóðlegt bann við hvalveiðum í hagnaðar- skyni. Hjá skrifstofú Greenpeace Tillögur um að 280 lög og lagaákvæði verði felld brott FRUMVARP, sem gerir ráð fyrir að um 280 lög og Iagaákvæði verði felld úr gildi, verður lagt fyrir ríkisstjórnina í næstu viku og búizt er við að frumvarpið komi fyrir Alþingi áður en því lýkur í vor. Tilgangurinn með því er að afhema ýmis lög og Iagaákvæði sem ekki þykja lengur hafa raunhæft gildi, og er þetta víðtækasta lagahreinsun sem gerð hefur verið. Ármann Snævarr lagaprófess- or hefur einkum sinnt undirbún- ingi frumvarpsins. Hann er for- maður lagahreinsunarnefndar, sem Alþingi skipaði samkvæmt þingsályktunartillögu 1985. Ár- mann sagði í samtali við Morgun- blaðið að mikil og víðtæk rann- sókn á gildandi lögum lægi að baki frumvarpinu. Tillögur væru gerðar um að 260 lög féllu úr gildi, og auk þeirra 20-25 einstök lagaákvæði. Elztu lögin, sem frumvarpið tekur til, eru frá 1646, og lagt er til að mikið af lögum frá 17., 18. og 19. öld falli brott. Tals- vert er af lögum frá þessari öld, sem þykja úrelt, þau yngstu frá síðasta ári. Ármann sagði að oft gleymdist að fella úr gildi ýmis „einnota" lög, sem til dæmis fjöl- luðu um einstakar lántökur, sölu fasteigna eða eignarnám. Ármann sagði að nefndin hefði tekið þá stefnu að halda í ýmis- legt fágæti í lögunum, til dæmis kansellíbréf frá 1828, sem kveður á um að kirkjuhurðum skuli þannig hagað að „þeim verði lok- ið upp að innan og gangi út“. Þá hefði verið ákveðið að þyrma hinum fornu lögum, til dæmis ákvæðum úr Jónsbók frá 1281, sem enn eru nokkur í gildi, enda væru það skynsamleg og ágæt lög. „Aðalsjónarmiðið er. laga- hreinsunarsjónarmið, en á móti kemur lagaverndarsjónarmið hjá okkur, við viljum. vernda hin fornu lög,“ sagði Ármann. „Við' ætluðum að þyrma lögunum um friðun héra, en Jpeir gerðu okkur þann óleik á þínginu í fyrra að afnema þau.“ í Washington var Morgunblaðinu í gær sagt að bréfið liefði verið ritað á meðan hvalveiðar voru enn stundaðar og fyrir mistök hefði það verið sent út. Bréf Greenpeace er undirritað af Peter Bahouth, yfirmanni Green- peace í Washington. Hann fer fram á fjárframlög, til að samtökunum sé unnt að halda áfram baráttu sinni gegn hvalveiðum og höfrungadrápi túnfiskveiðimanna. Þá segir að ein- mitt núna drepi skipaflotar Japana og íslendinga hvali þrátt fyrir al- þjóðlegt bann við hvalveiðum í hagn- aðarskyni. í bréfinu er fjallað um vísindaveiðar og sagt að það eina sem komið hafi út úr „rannsóknun- um“ séu milljóna dollara hagnaður íslendinga af sölu hvalkjöts til Jap- an. Á skrifstofu Greenpeace í Wash- ington fékk Morgunblaðið þau svör í gær, að Peter Bahouth væri ekki við. Hins vegar kannaðist starfsfólk skrifstofunnar við umrætt bréf og sagðist vita að staðhæfing um hval- veiðar Islendinga ætti ekki við rök að styðjast. Bréfið hefði hins vegar verið ritað á meðan hvalveiðar voru stundaðar, en ekki sent út fyrr en nú í haust. Mistökin hefðu upp- götvast fljótlega og aðeins fá bréf komist í umferð. Starfsfólkið sagði aðspurt, að þeim fyrirtækjum og stofnunum, sem hefðu fengið bréfið, hefði ekki verið send leiðrétting.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.