Morgunblaðið - 08.11.1989, Side 1

Morgunblaðið - 08.11.1989, Side 1
40 SIÐUR B 255. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mitterrand ánægður með fundinn Morgunblaðið/Sverrir „Fundurinn á íslandi tókst mjög vel,“ sagði Francois Mitterrand Frakk- landsforseti við blaðamann Morgunblaðsins um leið og hann steig upp í bíl sinn eftir að hafa kvatt Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands síðdegis í gær. Myndin er tekin er Frakklandsforseti kom frá viðræð- um sínum við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra og Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Veifar for- setinn brosandi til frönskunema úr Kvennaskólanum sem fögnuðu honum sérstaklega. Islenskir viðmælendur Mitterrands lýstu sérstakri ánægju sinni með viðræðurnar. Sjá fréttir á baksíðu og miðopnu. Byltingarafmælið í Sovétríkjunum: Hersýningu aflýst vegria mótmæla þjóðernissinna Moskvu. Reuter. AFLÝSA varð hersýningu í Sov- Svíþjóð: Verulegar skattkerfis- breytingar Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR margra mánaða samn- ingaviðræður er nú loksins Ijóst, að verulegar breytingar verða á sænska skattkerfinu á næsta ári. Náðist um þær sam- komulag milli Jafhaðarmanna- flokksins, Þjóðarflokksins og Miðflokksins en Hægriflokkur- inn kom hvergi nærri þar sein honuni þótti ekki nógu langt gengið. Meginbreytingin er sú, að hæsta skattþrepið verður 50% í stað 72% áður og af tekjum upp að rúmlega 1,7 milljónum ísl. kr. verður aðeins greitt útsvar, eng- inn tekjuskattur. Er tekjutap ríkisins af þeim sökum áætlað 572,3 milljarðar ísl. kr. Ætla stjórnvöld að bæta sér það upp að hluta með hækkun annarra skatta, til dæmis eignar- skatta og skatta á hótel- og veit- ingarekstur, en þó aðallega með verulegri hækkun bensínverðs. Hækkar bensínlítrinn um rúm- lega 14 kr. ísl. og mun þá kosta i'úmar 58 kr., sem verður eitt hæsta bensínverð í Evrópu. Að auki verður virðisaukaskatt- ur af öðrum orkugjöfum hækkað- ur og hafa forsvarsmenn fyrir- tækja gagnrýnt það harðlega. Segjast sumir tilbúnir til að flytja reksturinn til íslands eða Frakk- lands þar sem líklegt er, að raf- magnsverð verði skaplegt í framt- íðinni. Stjórnvöld hafa hins vegar til- kynnt, að á næsta ári verði hafist handa við að lækka skatta á fyrir- tækjum úr 52% í 40%. Sænskir hagfræðingar fögnuðu skattabreytingunum í gær og sögðu að með þeim færðust Svíar nær ríkjum Evrópubandalagsins, sem þeir eru þó ekki aðilar að, í skattamálum. Nokkrir hagfræð- ingar létu þó í ljós ugg um að tekjuskattslækkun gæti haft í för með sér verðbólgu. Austur-þýska stjórnin hefur í raun verið valdalítil og fyrst og fremst haft það hlutverk að hrinda í framkvæmd ákvörðunum valda- stofnana kommúnistaflokks lands- ins. Umbótasinnar höfðu krafist afsagnar stjórnarinnar á mótmæla- fundum að undanförnu. Fjöldi stjórnmálamanna hefur tekið undir kröfur þeirra en ekki var búist við étlýðveldinu Moldavíu í tilefni af 72 ára afmæli byltingar bolsévíka í gær er moldavískir þjóðernis- sinnar áttu í átökum við lögreglu og klifruðu upp á skriðdreka. Róttækir uinbótasinnar efndu til sjálfstæðrar göngu um Moskvu afsögn fyrr en í fyrsta lagi eftir fund miðstjórnar flokksins, sem hefst í dag. Þar verður fjallað um þá pólitísku og efnahagslegu kreppu sem_ nú ríkir í Austur- Þýskalandi. Á fundinum verður að líkindum gengið frá meiriháttar breytingum á stjórnmálaráði flokksins. Menntamenn kröfðust þess í gær og hvöttu til þess að alræði kommúnistaflokksins yrði af- numið. Er þetta í fyrsta sinn sem efnt hefur verið til slíkrar göngu í tilefni af byltingarafmælinu í Sovétríkjunum frá því Jósef Stalín komst til valda í lok þriðja áratugarins. að miðstjórnin boðaði til auka flokksþings fyrir áramót til þess áð gera stórbreytingar á starfsháttum og skipulagi flokksins. Sögðu þeir leiðtoga hans vera fáfróða hroka- gikki. Nefnd austur-þýska þingsins hafnaði í gær frumvarpsdrögum ríkisstjórnarinnar um verulegar slakanir á ferðahömlum til útlanda. í tilkynningu nefndarinnar sagði að frumvarpsdrögin stönguðust á við stjórnarskrána. Frá því á laug- ardag hafa rúmlega 31 þúsund manns flúið frá Austur-Þýskalandi og 194 þúsund á árinu. Júrí Roshka, talsmaður Þjóð- fylkingar Moldavíu, sagði að nokkr- ar þúsundir Moldava hefðu átt í átökum við lögreglu og klifrað upp á skriðdreka sem voru á leiðinni á Lenín-torgið í Kíshínjev, höfuðborg Sovétlýðveldisins. Nokkrir hefðu orðið fyrir meiðslum í átökunum. Hersýningu, sem fyrirhuguð var á torginu, var frestað og leiðtogar kommúnistaflokks lýðveldisins fóru í flýti af torginu. Um 10.000 manns tóku þátt í göngu, sem róttækir umbótasinnar efndu til í Moskvu. Um leið fór fram hersýning og skrúðganga með hefð- bundnum hætti á Rauða torginu í um þriggja km íjarlægð. „Afnemum alræði Kommúnistaflokksins," „72 ár til einskis," „Október-valdaránið - harmleikur Rússlands," og „Ör- eigar allra landa - afsakið" stóð meðal annars á . borðum göngu- manna. Margir þeirra héldu á rauð- um, hvítum og bláum fána Rúss- lands frá því fyrir byltinguna. Svartir borðar héngu á fánunum og virtust þeir sorgartákn. „Þetta er sögulegur dagur,“ sagði vísindamaðurinn og rithöf- undurinn ígor Zotíkov. „Slíkt var óhugsandi fyrir ári,“ bætti hann við. Fremstir gengu nokkrir róttækir I umbótasinnar, sem sæti eiga á full- trúaþingi Sovétríkjanna. „Ný lýð- ræðisalda er hafin,“ sagði einn þeirra, Telman Gdljan, við þátttak- endur fyrir utan ólympíuleikvang- inn í Moskvu er gangan hafði stað- ið í þijá tíma. „Hvers konar fjöl- ræði er þetta hjá þeim á Rauða torginu þegar þeir gefa okkur ekki tækifæri til að tjá skoðanir okkar? Þetta er ef til vill það lýðræði sem hentar þeim en það hentar okkur ekki,“ bætti hann við. Margir göngumenn sögðu við fréttamenn að engin ástæða væri til að halda upp á byltingarafmælið vegna vöruskorts, verkfalla og vax- andi verðbólgu í landinu. Margir gagnrýndu Míkhaíl Gorbatsjov og þykir það endurspegla vaxandi óvinsældir Sovétforsetans á meðal landsmanna. Náttúruverndarsinnar í Kaz- akhstan tóku þátt í skrúðgöngu í höfuðborg lýðveldisins, Alma Ata, til að mótmæla kjarnorkutilraunum stói'veldanna. Ungmenni í Vilnius í Litháen reyndu að stöðva _ skrið- dr'eka sem óku um borgina. I Arm- eníu og Georgíu fóru hvorki fram hersýningar né skrúðgöngur í til- efni af byltingarafmælinu. Hópur unginenna í Jerevan, höfuðborg Armeníu, kveiktu í sovéska fánan- um, að -sögn borgarbúa. Austur-Þýskaland: Stjórnin segir öll af sér Austur-Berlín. Reuter. RÍKISSTJÓRN Austur-Þýskalands sagði af sér í gærkvöltli en hún mun sitja við völd þar til austur-þýska þingið hefur kosið nýja stjórn. Talsmaður stjórnarinnar hvatti landsmenn til að sýna stillingu. Afar illa horfir nú í austur-þýsku eíiiahagslífi þar sem starfsemi flestra fyrirtækja og stofnana er Iöniuð vegna fólksflótta til Vestur-Þýska- lands að undaníornu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.