Morgunblaðið - 08.11.1989, Page 2

Morgunblaðið - 08.11.1989, Page 2
2 G?ei ■mwm-fov. x fluoAGirawcgT* uuu, T*r/Mn?ov MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989 Saltsíldarsalan til Sovétríkjanna: Fullgerður samn- ing’ur stöðvaður SAMNINGUR um sölu saltsíldar til Sovétríkjanna, sem samninga- nef'nd Síldarútvegsnefndar hafði náð við innkaupastofhunina Sovrybflot síðastliðinn laugardag, var samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins stöðvaður í sjávarútvegsráðuneytinu þar eystra. Samn- ingurinn var háður samþykki ráðuneytisins og því ekki undirritað- ur þá og bíður hann frekari umfjöllunar stjórnvalda í Kreml að loknum hátíðahöldum vegna byltingarafmælisins. Samninganefndarmenn SÚN í Moskvu vörðust. allra frétta af gangi mála, þegar Morgunblaðið ræddi við þá í gær. Sömu sögu er að segja af nefndarmönnum í Síldarútvegsnefnd og því er hvorki vitað um hve mikið hefur verið samið né á hvaða verði. Líklegt er talið að samband náist við sjáv- arútvegsráðhérra Sovétríkjanna að loknu byltingarafmælinu eftir miðja viku, en það hefur ekki fengizt staðfest. í fyrra var samið um sölu á 150.000 tunnum af hausskorinni og slógdreginni síld og möguleika á sölu 50.000 tunna til viðbótar að fengnu samþykki stjórnvalda eystra. Það samþykki fékkst ekki þá, en söltun varð engu að síður mikil vegna aukningar söltunar fyrir önnur lönd. Síldarsöltun er nú í lágmarki, bæði vegna þess að lítið veiðist af stærstu síldinni og þess, að söltun upp í aðra samninga er langt komin. Staðfest undirritun samninga um saltsíldarsöluna hef- ur aldrei verið jafnseint á ferðinni og nú, og er víða uggur í saitend- um og öðrum þeim, er afkomu sína byggja á gjöfulli síldarvertíð vegna þess. Einstaka saltendur eru farnir að huga að uppsögn starfsfólks síns vegna þessa drátt- ar. Tillaga meirihluta 5i V:Liíi*. Wy- t * jjí,, __ „ : n I ';Í!! • 3Tí ” v»*«i S18«*s«i«tH 'IíiiiiliI«Tí.11111IL iiiii •Í ,:k! :: piif S.**!**-, iiiii , :: i«»:: ****>»" ${ „3] rrm w* - -«? j®L21 11 ’i . „ . . -------— —T UltS'SST.*» Meirihluti nefndar um sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík leggur til að Borgarspítalinn og Landakotsspítali verði sameinaðir undir nafninu Sjúkra- hús Reykjavíkur. nefiidar um sameiningu spítala: Þingsályktun- artillaga: Könnun á jarðgöng- um til Eyja Á ALÞINGI hefúr verið lögð fram þingsályktunartillaga Árna Johnsen og fímm ann- arra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins um að ríkisstjórninni verði falið að láta gera for- könnun á gerð tveggja ak- reina jarðganga milli Vest- mannaeyja og lands. Kannaðir verði tæknilegir möguleikar og hagkvæmni jarðganga- gerðar, og einnig fjárhagsleg arðsemi með tilliti til fólks- og vöruflutninga. í greinargerð með þingsálykt- unartillögunni kemur meðal annars fram að árlega férðast nálægt 20 þúsund manns milli lands og Eyja með flugvélum og skipum, en íbúar í Vestmanna- eyjum eru um fimm þúsund tals- ins. Vísað er til yfirstandandi forkönnunar á gerð jarðganga undir utanverðan Hvalfjörð, þar sem kostnaður sé áætlaður um þrír milljarðar króna fyrir fimm kílómetra berggöng, og svipað fyrir tveggja kilómetra stokk og fyllingar yfir fjörðinn, en milli lands og Eyja eru 10 kílómetrar milli stranda þar sem styst er. Borgarspítali og Landakot verði Sjúkrahús Reykjavíkur MEIRIHLUTI nefhdar sem heilbrigðisráðherra skipaði um samein- ingu spítalanna í Reykjavík Ieggur til að Borgarspítalinn og Landa- kotsspítali verði sameinaðir undir heitinu Sjúkrahús Reykjavíkur, sem verði sjálfseignarstofhun. Lagt er til að langlegudeildir spítal- anna verði á Landakoti en öll bráðaþjónusta á Borgarspítalanum. Tveir nefhdarmanna, Árni Björnsson formaður læknaráðs Land- spítalans og Davíð Á. Gunnarsson lramkvæmdastjóri, leggja til að Landspítalinn og Borgarspítalinn verði sameinaðir, þar sem ekki sé grundvöllur fyrir að 250 þúsund manna þjóðfélag reki tvo háskólaspítala. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fiilltrúi Reykjavíkur- borgar í nefhdinni segir að sameining Borgarspítalans og Landspít- alans komi ekki til greina. „Þetta er tillaga að ályktun nefndarinnar sem meirihluti henn- ar leggur til,“ sagði Olafur Örn Arnarson formaður læknaráðs Landakots. „Landakotsspítali stendur að mörgu leyti á kross- götum. Hann hefur farið illa út úr fjárveitingum til rekstrar und- anfarin ár. Þær hafa verið naumt skammtaðar og erfitt að reka spítalann með eðlilegum hætti.“ Olafur Örn sagði að vegna þrengsla á lóðinni væru litlir möguleikar á stærra húsnæði þar og að mörgu leyti féllu þessir spítalar mjög vel saman. Sjúkra- hús Reykjavíkur yrði mjög skyn- samleg stærð, það sem annar hefði, skorti hinn. Sameining spítalanna kæmi til með að taka langan tíma. Augljós- lega þyrfti að byggja þær deildir upp á Borgarspítalanum sem flyttu af Landakoti, til dæmis skurðstofur og röntgendeild. „Við höfum áætlað að flutningur á rönt- gendeild muni koma til með að kosta um 1 til 1,5 milljarða króna,“ sagði Ólafur Öm. „Það er alveg ljóst að hvaða sameining spítala sem rætt er um mun ekki leiða til sparnaðar heldur þvert á móti verulegra útgjalda í upphafi og síðan er spurningin hvort sparnað- Alþýðusamband Islands: Ríkisstjórnin hefiir staðið illa við loforð vegna kjarasamninga MISBRESTUR hefur orðið á efndum á þeim fyrirheitum sem ríkis- stjórnin gaf Alþýðusambandi Islands í tengslum við gerð kjarasamn- inga í vor, að því er fram kemur í svari ASI við fyrirspurn frá Karv- eli Pálmasyni, alþingismanni, sem Karvel kynnti á Alþingi í gær og var hann þungorður í garð ríkissljórnarinnar. Sérstök athygli er í brélínu vakin á því að ítrekað hafi þurft að beita ríkisstjórnina sér- stökum þrýstingi til þess að hún stæði við loforð sín. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra, að hann hefði ekki kynnt sér efni bréfs ASl og vildi því ekki tjá sig um málið. í svari ASÍ er farið yfir bréf for- sætisráðherra í tengslum við kjara- samningana lið fyrir lið. Þar kemur meðal annars fram varðandi verð- lagsmál að ekki sé greinanlegt að ríkisstjórnin hafi staðið fastar gegn verðhækkun en áður hafi tíðkast, þrátt fyrir loforð þar um og að heildsöluverð rafmaghs frá Lands- virkjun hafi hækkað meira en for- sendur fjárlaga gerðu ráð fyrir. Rakið er hvernig ákvarðanir um hækkun á mjólk og bensíni í júní gengu til baka að hluta til eftir ur næst þegar fram í sækir, það er að segja ef ekki á að skera nið- ur þjónustu." Gert er ráð fyrir að langlegu- deildin í B-álmu Borgarspítalans verði flutt í Landakot og að bráða- þjónusta Landakots fái B-álmuna. Með þeirri skipan er talið að ná megi eðlilegri nýtingu á báðum húsunum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leggur til að komið verði á sam- starfsnefnd milli Sjúkarhúss Reykjavíkur og Landspítalans. Þannig megi ti-yggja samstarf þessara tveggja spítala og hag- kvæmustu lausn hveiju sinni, en öll umfjöllun um verkaskiptingu hefur verið í algeru lágmarki und- anfarin ár. mótmæli fólks meðal annars á fjöl- mennum fundi á Lækjartorgi sem samtök launþega stóðu fyrir. Þá hafi hækkun mjólkurvara í septem- ber einnig gengið til baka að hluta eftir mótmæli samtaka launafólks. Þá kemur einnig fram að ekki hafi verið haft samráð við samtök launafólks um úrbætur í skattamál- um eins og lofað hafi verið, né sé ASÍ kunnugt um að ríkisstjórnin hafi látið kanna skattlagningu líf- eyrisiðgjalda með tilliti til tvískött- unar. Ekki hafi ASÍ heldur verið gefin kostur á að fylgjast með und- irbúningi virðisaukaskatts. Tillögur um aðstoð við loðdýrarækt: Jarðasjóði verði auð- veldað að kaupajarðir SAMKVÆMT tillögum nefndar sem fjallar um vanda loðdýra- ræktarinnar er talið nauðsynlegt að Jarðasjóði ríkisins verði auð- veldað að kaupa jarðir þeirra loðdýrabænda, sem ekki geta setið þær vegna áhvílandi skulda, og Stofnlánadeild landbúnaðar- ins verði gert kleyft að taka þátt í nauðarsamningum við loðdýra- bændur, án þess að koma þurfi til nauðungaruppboða jarða þeirra áður. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins stóð til að kynna tillögurnar á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær, en því var frestað um sinn. Tillögur nefndarinnar munu vera hugsaðar sem almennar aðgerðir fyrir búgreinina, og miða að því að auðvelda einstökum loðdýrabænd- um að taka ákvarðanir varðandi framhald búskaparins. Gert er ráð fyrir að skuldbreyt- ingar lausaskulda verði með ríkis- ábyrgð vegna þess að bændur geta í flestum tilfellum ekki lagt fram fullnægjandi veð vegna skuldbreyt- ingalána. Miðað verði við lífdýra- stofn eins og hann var í ársbyrjun 1988, og verði lánaðar 7.700 krón- ur á hverja refalæðu og 5.000 krón- ur á minkalæðu. Gert er ráð fyrir að lánin verði verðtryggð með 5% vöxtum, en lánstíminn verði 12 ár, og án afborgana fyrstu þijú árin. Rekstrarstyrkir fyrir næsta ár, samtals um 100 milljónir króna miðað við óbreyttan lífdýrastofn, eru miðaðir við að bændur fengju fjármagn fyrir framleiðslukostnaði án vaxta og afskrifta. Gert er ráð fyrir samskonar rekstrarstyrkjum árið 1991. íslandslax: Greiðslustöðv- un lýkur í dag Greiðslustöðvun íslandslax hf. í Grindavík lýkur í dag, og sat stjórn fyrirtækisins á fiindi fram á kvöld í gær, þar sem fjallað var um stöðu þess. Að sögn Axels Gíslasonar stjórnarformanns voru ekki teknar neinar ákvarðanir á fundinum, og var honum frest- að til dagsins í dag. íslandslaxi hf. var veitt greiðslustöðvun til þriggja mán- aða í byrjun júní, og 8. septem- ber var heimildin framlengd um tvo mánuði. Heildarskuldir fyrir- tækisins voru taldar um 800 milljónir í júníbyijun, og eigið fé neikvætt um 60-70 milljónir. Við bráðabirgðauppgjör í lok júní kom síðan í ljós að skuldirn- ar voru um 970 milljónir. ís- landslax er að 51 hundraðshluta í eigu SÍS og dótturfyrirtækja þess, en 49% eru í eigu norska fyrirtækisins Noraqua.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.