Morgunblaðið - 08.11.1989, Page 22

Morgunblaðið - 08.11.1989, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1989 Vandi fyrirtækja: Framkvæmdasj óð- ur vanmegmigur TEKJIJR Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar á þessu ári eru 13,8 milljónir króna. Þetta kom fram í máli Heimis Ingimars- sonar bæjarfulltrúa Alþýðu- Trésmiðjan Vinkill sf. gjaldþrota Trésmiðjan Vinkill sf. var úr- skurðuð gjaklþrota á mánudag að beiðni stjórnenda fyrirtækisins. I síðustu viku var íyrirtækið innsi- glað vegna vangoídinna gjalda. Trésmiðjan Vinkill sf. var um það bil tíu ára gamalt fyrirtæki og hjá því störfuðu um tíu manng. Fyrirtæk- ið fékkst fyrst og fremst við innrétt- ingasmíði, svo sem eldhús- og bað- innréttingar og smíði fataskápa. í síðustu viku var fyrirtækið innsi- glað þar sem ekki hafði verið staðið í skilum varðandi opinber gjöld. Fyr- irtækið var ekki opnað aftur, en á föstudag lögðu forráðamenn þess inn beiðni hjá bæjarfógetanum á Akur- eyri um að fyrirtækið ýrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið var úr- skurðað gjaldþrota í fyrradag. Að sögn Arnar Sigfússonar skiptaráð- anda er ekki Ijóst hversu miklar kröf- ur eru í búið. bandalagsins á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar í gær. Arður frá Slippstöðinni sem rann til Framkvæmdasjoðs vai' 1,9 milljónir króna. Frá Útgerðarfé- lagi Akureyringa komu 6 milljónir króna og frá Krossanesi 3 milljón- ir. Fengnar afborganir lána námu 700 þúsund krónum. Heildartekjur sjóðsins nema 13,8 milljónum króna á þessu ári. Heimir sagði Framkvæmdasjóð vanmegnugan að mæta vanda fyr- irtækja. Hann sagði að ástandið væri þannig nú að fjölmargir þeirra sem skulduðu sjóðnum bæðu um niðurfellingu skulda eða nauðasamninga vegna skulda sinna. A fundi atvinnumálanefndar sem haldinn var í gær kom fram að afborganir lána til sjóðsins hafa verið mjög litlar og ráðstöfunarfé af skornum skammti, en það gerði nefndinni erfitt fyrir að veita að- stoð. Ljósmynd/EHB Ráðstefna ogsýningá vegum Lagnafélagsins Lagnafélag Islands stóð fyrir ráðstefnu og sýningu í Verkmenntaskólanum á Akureyri á laugardag- inn. Þar voru flutt átta erindi og alls tóku 15 fyrirtæki þátt í sýningu sem var í málmiðnaðarverk- stæði skólans. Þátttaka á sýningunni var aligóð. Að Lagnafélagi Islands standa pípulagningamenn, blikksmiðir, tækni- og verkfræðingar sem vinna á þessu sviði sem og innflytjendur og framleiðend- ur hér á landi. A myndinni eru firá vinstri Sigurður Hermannsson framkvæmdastjóri Verkfræði- stofu Norðurlands, Haukur Jónsson frá Verkmenntaskólanum og Kristján Ottósson framkvæmda- stjóri Lagnafélags Islands. Atvinnumál rædd á bæjarstjórnarfímdi: Krossanesdeilan: Samninga- fundur hald- inn í gær SAMNINGAFUNDUR í deilu Verkalýðsfélagsins Einingar og Krossanesverksmiðjunnar var haldinn í gær og í gærkvöldi var búist við að hann myndi standa fram á nótt. Sævar Frímannsson formaður Einingar sagði í gærkvöldi að engar ákveðnar tillögur hefðu verið lagðar fram, en menn væru að þreifa fyrir sér og leita leiða til lausnar á deil- unni. „Menn eru að velta ýmsu fyrir sér og mér sýnist á öllu að vilji sé fyrir því að leysa þessa deilu,“ sagði Sævar. Ekki verr í stakk búnir til að mæta erfiðleikum en aðrir segir Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar ATVINNUMÁL voru til sérstakrar umræðu á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar sem haldinn var í gær. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórn- ar hóf umræðuna sem hann sagði til komna m.a. vegna hækkandi at- vinnuleysistalna, gjaldþrots eins stærsta byggingafyrirtækis bæjarins, Híbýlis hf., og uppsagna allra starfsmanna Slippstöðvarinnar hf. Á fundinum lögðu fulltrúar Alþýðubandalags fram ályktun, sem sameinuð var ályktun atvinnumálanefndar, þar sem skorað var á stjórnvöld að móta stefnu í málefnum skipasmíða. Ályktunin var samþykkt samhljóða. Sigurður J. Sigurðsson hóf um- ræðu um atvinnumál og rakti hann þróun þeirra mála síðustu árin og ræddi hlutverk sveitarstjórna á hveijum tíma varðandi þátttöku í atvinnulífinu. Sigurður sagði að í nóvember á síðasta ári hefðu farið að koma fram tölur sem sýndu að atvinnuleysi væri að aukast, sérstak- lega í yngsta aldurshópnum, frá 18 til 30 ára. Hann sagði að í september- mánuði síðastliðnum hefðu um 2.100 manns verið án atvinnu, sem væri fjórfalt fleiri en á sama tíma árið 1987. Hvað Norðurland eystra varð- aði væri atvinnuleysi í fullu samræmi við landsmeðaltal þar um og væru fimm kjördæmi í landinu með hærri atvinnuleysistölu en er á Norðurlandi eystra. Sigurður sagði marga þætti spila þar inn í, m.a. hefði hagvöxtur farið minnkandi síðustu ár, kaup- máttur launa hefði lækkað og gert væri ráð fyrir að hann lækkaði enn Atvinnumálanefiid Akureyrarbæjar: Skorar á sljórnvöld að endurskoða tafarlaust reglur um skipasmíðaiðnað Borgarafimdur um atvinnumál haldinn eftir hálfan mánuð Á LÖNGUM fundi atvinnumálanefndar Akureyrar í gær var sam- andi. Á fundinn verða m.a. boðaðir þykkt ályktun þar sem bent er á alvarlega stöðu skipasmíðaiðnaðar bæjarfulltrúar og þingmenn kjör- í bænum og í landinu í heild. Þá var einnig lagt fram yfirlit um stöðu dæmisins. Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar, en atvinnumálanefnd hefur úr 10 milljónum króna að spila á þessu ári, en þegar er búið að ráð- stafa þeim. „Atvinnumálanefnd bendir á al- varlega stöðu skipasmíðaiðnaðar í bænum og landinu í heild. Nefndin skorar á stjórnvöld að endurskoða tafarlaust þær reglur sem snúa að skipasmíðaiðnaði, þannig að þær tryggi innlendum fyrirtækjum sam- keppnisgrundvöll, bæði hvað varðar nýsmíðar og viðgerðir." Þannig hljóðar ályktun sem samþykkt var á fundi atvinnumálanefndar Akur- eyrar í gær. Sigurður Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar hf. kom á fund nefndarinnar og skýrði frá stöðu mála og þeim verkefnum sem í gangi eru hjá stöðinni, en sem kunnugt er var rösklega 200 starfs- mönnum Slippstöðvarinnar sagt upp störfum í síðustu viku vegna verkefnaskorts. Á starfsmanna- fundi í Slippstöðinni síðastliðinn föstudag var skorað á atvinnumála- nefnd að efna til borgarafundar um atvinnumál á Akureyri og á fundi nefndarinnar í gær var ákveðið að halda slíkan fund í Sjallanum mið- vikudaginn 22. nóvember næstkom- Á fundi atvinnumálanefndar var lagt fram yfirlit um stöðu Fram- kvæmdasjóðs Akureyrarbæjar, en nefndin hefur úr 10 milljónum króna að spila á þessu ári. Hólm- steinn Hólmsteinsson formaður at- vinnumálanefndar sagði að á milli 16 og 18 fyrirtæki hefðu fengið lánafyrirgreiðslu úr sjóðnum á árinu og að það í'é sem til ráðstöfunar er hefði þegar verið notað, þannig að ekki sé svigrúm til að aðstoða fleiri fyrirtæki á yfirstandandi ári. Ilins vegar gæti nefndin veitt ráð- gjöf og gert úttekt á fyrirtækjum og væri töluvert um að leitað væri eftir slíki'i aðstoð. um 5-6% á næsta ári. Því mætti reikna með að botninum væri enn ekki náð og líklegt að atvinnuleysi ykist enn á næsta’ári. Sigurður sagðist svara þeirri spurningu hiklaust neitandi, að at- vinnumál á Akureyri væru með öðr- um hætti en hjá öðrum sveitarfélög- um, sem og einnig því að fyrirtæki í bænum væru verr stödd en annars staðar. Almenn rekstrarskilyrði fyr- irtækjanna væru hins vegar ekki góð og því hefðu nokkur þeirra þegar fallið. „Hjól atvinnulífsins eru víða þegar að stöðvast vegna lélegrar afkomu og mörg fyrirtæki eru að fækka starfsfólki. Eg tel að bæjar- stjórn geti haft tímabundin áhrif á þann veg að hjólin fari að snúast á ný,“ sagði Sigurður. „Eftir að hafa íhugað málið tel ég að Akureyri sé ekki á neitt hátt verr í stakk búin til að mæta þeim erfiðleikum sem við atvinnulífinu blasa. Með sam- stilltu átaki getum við fundið leiðir út úr vandanum og við verðum að beijast fyrir því að Akureyri verði öflugt mótvægi við höfuðborgar- svæðið.“ Sigríður Stefánsdóttir (G) benti á að árið 1983 hefðu 81 verið á at- vinnuleysisskrá í október á Akur- eyri, en í síðasta mánuði hefðu 190 verið á skrá. Hún sagði ástandið vissulega alvarlegt, en sagðist vilja forðast að upphefja svartsýnisum- ræðu sem áberandi hefði verið fyrir nokkrum árum; á slíkum þyrftu menn síst á að halda. Sigurður Jóhannesson (B) gagn- rýndi meirihluta bæjarstjórnar og sagði hann hafa nítt niður atvinnulíf bæjarins á tímum síðasta meirihluta, en þó hefði atvinnuleysi aldrei verið í líkingu við það sein nú væri. Hann sagði það ekki á valdi meirihluta bæjarstjórna hveiju sinni hvernig atvinnulífið gengi, heldur spiluðu þar inn í fjölmargir aðrir þættir. llann sagðist þó ekki nota tækifærið nú til pólitískra upphlaupa og kosta málefnum Akureyrarbæjar til. Freyr Ófeigsson (A) mótmælti málflutningi Sigurðar og sagði að hann hefði harkalega gagnrýnt at- vinnumálastefnu síðasta meirihluta, sem dregið hefði úr framkvæmdum bæjarfélagsins um leið og lægð varð í þjóðfélaginu. „Á sínum tíma bar mest á atvinnuleysi í byggingaiðn- aði, en ég tel að á samdráttartímum beri að auka framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins og að mínu viti er jafnvel réttlætanlegt að auka útlán nokkuð til að halda uppi atvinnu," sagði Freyr. Að loknum umræðum um atvinnu- mál samþykkti bæjarstjórn sam- hljóða ályktun þar sem segir að at- vinnumálanefnd og bæjarstjórn Ak- ureyrar skori á stjórnvöld að móta stefnu í málefnum skipasmíða. Nauð- synlegt sé að viðhalda og auka þá kunnáttu sem þegar er í landinu á þessu sviði. „Tafarlaust þarf að end- urskoða þær reglur sem snúa að skipasmíðaiðnaði, þannig að þær tryggi innlendum fyrirtækjum sam- keppnisgrundvöll bæði hvað varðar nýsmíðar og viðgerðir." Sundlaug Sólborgar: Fimm buðu í lokaáfangann FIMM tilboð bárust í lokaáfanga sundlaugarbyggingar við vist- heimilið Sólborg á Akureyri, en t.ilboðin voru opnuð í gær. Um er að ræða innréttingar, klæðningu í loft, vinnu við hcitan pott og lok- afrágang þannig að unnt verði að taka sundlaugina í notkun. Þau fyrirtæki sem buðu í verkið eru: Gíbó byggingaverktakar sem bauð 8.711.134, Fjölnismenn hf. bauð 8.615.830, Pan hf. bauð 6.736.185, Raf hf. bauð 9.020.554 og SJS verktakar bauð 7.483.622. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 7.105.400. Lægsta tilboðið, frá Pan hf., var 94,8% af kostnaðaráætlun, en það hæsta, frá Raf hf., var 27% umfram kostnaðaráætlun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.