Morgunblaðið - 08.11.1989, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 1989
29
fclk í
fréttum
VOGAR
Gaf handavinnu
til styrktar ung-
mennafélaginu
Ungmennafélagið Þrótt-
ur í Vogum hóf nýlega
söfnun á dósum og flöskum
í þeim tilgangi að afla fjár í
ferðasjóð vegna þátttöku fé-
lagsins í íslandsmóti í knatt-
spyrnu á næsta ári.
Magnús Hlynur Hreiðars-
son formaður Þróttar sagði
í samtali við Morgunblaðið
að félagið hefði fengið mjög
góðar móttökur við söfnun-
ina þau tvö skipti sem hún
hefur farið fram. Hann sagði
einnig að Vilborg Gunnars-
dóttir sem býr í Vogum hafi
haft samband við sig vegna
fréttabréfs sem félagið gaf
út, þar sem meðal annars var
minnst á dósasöfnunina. Hún
vildi styrkja félagið með öðr-
um hætti. Síðan bauð hún
Magnúsi í heimsókn og gaf
félaginu muni sem hún hafði
unnið í hándavinnu. Fyrst
gaf hún 12 muni sem ruku
út við sölu, en þá gaf hún
fleiri Rluti eða alis 60—65
hluti sem voru síðan seldir.
Þessu var mjög vel tekið og
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundssón.
Vilborg Gunnarsdóttir ásamt áhugasömum knatt-
spyrnudrengjum sem seldu handavinnumuni er hún gaf
félaginu.
seldist fyrir tæp 15 þúsund
krónur. Magnús sagði að
Vilborg hefði sagt að hún
gæfi þetta meðal annars í
minningu föður síns sem var
mikill ungmennafélagsmað-
ur.
UngmennaféJagið ætlar í
fyrsta skipti að senda lið til
keppni í íslandsmótið í knatt-
spyrnu á næsta ári. Það
verður 5. flokkur drengja og
hugsanlega í flokki stúlkna.
- EG
BÓKASÖFN
Barnabókavika í Vestmannaeyjum
Bókasafn Vestmannaeyja stóð barna-
bókaviku fyrir nokkru í tilefni af 100
ára afmæli Félags íslenskra bókaútgef-
enda.
í vikunni var öllum börnum af dagvist-
arheimilum bæjarins boðið í heimsókn á
bókasafnið þar sem fram fóru sögustund-
ir. Um 220 börn af dagvistarheimilum
heimsóttu bókasafnið í vikunni.
í lok vikunnar var síðan opnuð sýning
á bókakápum sem börn á aldrinum 10 til
13 ára höfðu útbúið. Valdar voru bestu
bókakápurnar og veitt verðlaun fyrir þær.
í lok barnabókavikunnar var mikið um
að vera á bókasafninu. Þá voru þar tveir
sagnamenn sem sögðu sögur og fylgdist
fjöldi fólks með þessari uppákomu.
Nanna Þóra Áskelsdóttir, forstöðumað-
ur bókasafnsins, sagði að barnabókavika
þessi hefði tekist vel og yrði eflaust til
þess að efla áhuga á íslenskum barnabók-
um.
Grímur
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Börn af dagvistarheimili í Eyjum í sögustund á bókasafhinu.
MÁLRÆKT
Söng’ur o g móðurmálskennsla
Björg Baldursdóttir
skólastjóri grunnskóla
ísafjarðar fór fyrir göngu
milli 5 og 6 hundruð nem-
enda skólans og um 40 kenn-
ara um götur ísafjarðar á
föstudag. Þrátt fyrir kulda-
nepju söng hersingin af
krafti íslensk ættjarðarlög
og marsa. Eftir hringferð um
bæinn undir íslenskum fána
og trumbuslætti endaði
gangan á grunnskólalóðinni
þar sem sungin voru 18 er-
indi úr kvæðinu um Ólaf
Liljurós.
Að sögn Valgerðar Jóns-
dóttur kennara var tilgang-
urinn að ljúka eftirminnilega
móðurmálsviku sem haldin
er í öllum grunnskólum
landsins. Unnið var að ýms-
um verkefnum, farið yfir
ambögur og slettur sem ungt
fólk vill oft nota. Móður-
málstímar voru ítarlegri og
þar sem verkefnið féll al-
mennt í góðan jarðveg voru
lögð drög að ýmsum áfram-
haldandi verkefnum. Val-
gerður sagði að athyglisvert
hefði verið hve nemendur
mættu vel og að eldri nem-
endur hefði sýnt hinum yngri
gott fordæmi þegar til kast-
anna kom. - Úlfar
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Hópgang'a grunnskólanema á Isafírði og kennara þeirra í tilefni af íslenskri inálræktarviku.
FIMMTUDAGSKVOLD
kl. 21-01
LÚDÓ SEXTETT
0G STEFÁN
Miðaverð kr. 500,-
Opnum kl. 19 fyrir matargesti.
Margrómaður matseðill.
Borðapantanir í síma 29098.
UM HELGINA
Satifá,
Júlíus Saga
Brjánsson Jónsdóttir
Bessi Kjartan
Bjarnason Bjargmundsson
sýning laugardagskvöld
HUÓMSVEITIRNAR:
DÉ LÓNLÍ
BLÚ BOJS
rokksyeít
RÚNARS JÚLÍUSS0NAR
LÚDÓ SEXTETT
OG stefAn
SVEITIN MILLI
SANDA
HALDA UPPIFJÖRIÁ 4 HJEBUM
Staður í uppsveiflu