Morgunblaðið - 03.12.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.12.1989, Qupperneq 1
112 SIÐUR B/C/D 277. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS A HEIMLEIÐ Bush og Gorbatsjov við Möltu: Veðríð veldur storma- sömum stórveldafundi Valletta. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRSTI fundur Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, og George Bush, Bandaríkjaforseta, var haldinn um borð í sovéska skemmtiferðaskipinu Maxím Gorkí í Birzebbuga-höfn við Pretty Bay á Möltu í gærmorgun. Fundurinn átti að vera um borð í sovéska herskipinu Slava en var fluttur vegna hvassviðris. Bush sigldi í úfhum sjó af bandaríska herskipinu Belknap, þar sem hann sagðist hafa sofið vel, yfir á Gorkí. Þykja þessi vandræði vegna storma í andstöðu við friðsam- legt andrúmsloft milli forsetanna. Gorbatsjov-hjónin búa um borð í Gorkí ásamt sovésku fylgdarliði. Þau komu til Möltu frá Milanó seint á fostudagskvöld og seink- aði for þeirra vegna óveðurs á flugvöllum. Kjúklingur með silfurfyllingu Lundúnum. Daily Telegraph. BRESKT bókaforlag hyggst gefa út „Matreiðslubók fútúristans“ eftir ítalska skáldið Filippo Marinetti, sem orti í anda framtíðarstefnunnar eða fútúrismans á fjórða áratugnum. Skáldið var lítt hrifið af pasta-réttum og vildi breyta matar- venjum landa sinna. Því kenndi hann þeim að elda rétti eins og „stálkjúkling" - ofnsteiktan kjúkling sem fylltur er með 200 kg af silfúrpeningum. Hann lagði einnig áherslu á Iistrænt borðhald og vildi að menn nytu máltiðanna með öllum skynfærunum. Hann mælti til að mynda með því að fingurnir yrðu látnir leika við sandpappir, silki eða flauel meðan réttanna væri neytt. Bókaforlagið hyggst efha til veislu í tilefhi af útkomu bókar- innar í vikunni og verður þá boðið upp á snittur að hætti fútúristans. Þeir von- ast til þess að einhveijir sjái sér fært að mæta. Þrettán ára útlegð Biermanns lokið Leipzig. Reuter. AUSTUR-þýski andófsmaðurinn og söngvarinn Wolf Biermann kom til heimalands síns á föstudag eftir þrettán ára útlegð. Um 5.000 aðdáendur hans í Leipzig hlustuðu á hann flytja háðsádeilu um Egon Krenz og fleiri leiðtoga kommúnista- fiokksins. Þetta eru fyrstu tónleik- ar Biermanns í Austur-Þýskalandi frá því á árinu 1965 er stjórnvöld bannlýstu verk hans vegna þess þau höfðu verið gefin út í Vestur- Þýskalandi. Noregur: Útiloka ekki leng- ur tollabandalag Ósló. Frá Itunc Timberlid, fréttaritara Morgun- blaðsins. NORSKA ríkisstjórnin hefur fallist á að halda möguleikanum á því að Fríverslun- arbandalag Evrópu (EFTA) geri tolla- bandalag við Evrópubandalagið (EB) opn- um. Það voru Verkamannaflokkurinn og Framfaraflokkurinn sem knúðu ályktun þar að lútandi í gegnum Stórþingið á fostu- dagskvöld en ríkisstjórn borgaralegu flokkanna hafði hafhað tollabandalagi fram til 1993 a.m.k. Stórþingið hefur nú fyrir sitt leyti rutt öllum hindrunum úr vegi fyrir samningaviðræðum EFTA og EB. að tók að hvessa illilega á Möltu að- faranótt laugardags. Oldurnar brotn- uðu á herskipunum á Pretty Bay. Vindur- inn fór upp í 42 hnúta. Skipin léttu akker- um en í fréttatilkynningu Hvíta hússins segir að enginn um borð hafi verið í hættu. Starfsmaður upplýsingaþjónustu Sovét- manna sagði Morgunblaðinu að Gorbatsjov hefði ekki orðið var við veðrið. „Hann er hraustur maður,“ sagði hann. Veðrið hefur sett strik i dagskrá leið- toganna og varpað skugga á Möltu. „Þetta er hroðalegt," sagði ítalskur blaðamaður og horfði út í suddann. „Birtan á íslandi var svo falleg.“ Starfsmenn fréttamiðstöðv- arinnar lögðu þunga áherslu á að það væri ekki svona leiðinlegt veður á Möltu nema 3 til 4 daga á ári. Raisa Gorbatsjova hætti við skoðunar- ferð í gær vegna veðurs. Hún ætlar að heimsækja skóla á miðri eyjunni í dag, samkvæmt frétt vikublaðs Verkamanna- flokksins. Nemendurnir þurfa að mæta í skólann á sunnudegi af því tilefni. Aðdragandi leiðtogafundarins hefur ver- ið sögulegur. George Bush þurfti að taka mjög 'erfiða ákvörðun á leiðinni til Möltu þegar Corazon Aquino, forseti Filippseyja, bað um hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna við að kveða niður uppreisn í landinu. Gorb- atsjov á nú við þjóðernissinna heima fyrir að etja. Armenska þingið samþykkti á föstudagskvöld að stefna að sameiningu við Nagorno-Karabak-hérað og gengur sú ákvörðun þvert á vilja ráðamanna i Moskvu. Á blaðamannafundi í Mílanó á föstu- dagskvöld var Gorbatsjov meðal annars spurður álits á innrás Sovétríkjanna og bandamanna þeirra í Tékkóslóvakíu árið 1968. Gorbatsjov lýsti yfir aðdáun sinni á „vorinu í Prag“ og viðurkenndi að viðbrögð Kremlveija hefðu ekki verið „við hæfi“. Hann gekk þó ekki svo langt að fordæma innrásina í Tékkóslóvakíu sem batt enda á umbótatilraunir Alexanders Dubceks. Gorbatsjov sagði að skoða yrði innrásina í samhengi; taka tillit til hinna óeðlilegu samskipta austurs og vesturs á þeim tima. Lögreglan hefur fjarlægsl fólliló Böðvar Bragason lögreglustjóri 12 RIKIR JAFNRÉTTI Á ÍSLANDI? 1F0TSP0R AIÐAR DJÉPÍlÐGlJ/iO fiSONGATIÐ MEÐ STÆRSTA MÓTI í HAUST Guðmundur G. Bjarnason eðlisfræðingur segir Islend- ingagetahaft frumkvæði að mælingum ósonlaginu LIFUR NÝTT LÍF Tólfára gömulgekk Gudrún Tryggvadóttir undir lifrarskipti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.