Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 11
MQRGUNBLAÐIÐ SlJNjS'UDAGUR 3,-DESEMBER 1989 11 framgang Jafnréttisráðs, sem hefur stutt dyggilega við bak hennar í málum þessum og veitt sér ómetan- lega aðstoð, ekki síst hvað varðar lögfræðihliðina og er bjartsýn þrátt fyrir að nokkuð sé í land ennþá. Herdís Þorgeirsdóttir, stjórn- málafræðingur, er ritstjóri og út- gefandi tímaritsins Heimsmyndar. Telur hún störf Jafnréttisráðs eða lögin þar að lútandi hafi einhveiju breytt um stöðu kvenna? „í þessu þjóðfélagi sem öðrum viðgengst misrétti. Lögin eru afleið- ing hugarfarsbreytingarinnar en ekki orsök. Jafnréttisráð var sett á laggirnar til þess að sjá um að ákvæðum laga um atvinnutækifæri og fleira væri framfylgt. Auðvitað er engin leið að tryggja almennan framgang laganna með því að banna að auglýsa eftir öðru hvoru kyninu í laust starf. Ef vinnuveit- andi ætlar sér að ráða konu getur hann nær undantekningarlaust gert það og honum er í sjálfsvald sett hveija hann hækkar í stöðu. Jafn- réttisráð var einnig gert skylt með lögum að vera stefnumótandi aðili í jafnréttismálum og ég verð að játa að ég hef ekki tekið sérstak- Morgunblaðið/Þorkell NOKKDR DÆIRI. . ■ Kona, sem vinnur hjá Pósti og Síma, óskaði eftir að ráðið kannaði hvort ráðning fulltrúa hjá einu af póstútibúum stofnunarinnar væri brot á jafnréttislögunum. Báðir umsækjendur höfðu sömu menntun, en konan hafði mun lengri starfsreynslu — hafði verið í 18 ár við stofnunina — en karlinn, sem hafði fimm ára starfsreynslu. Hann hafði upphaflega verið settur I stöðuna og hafði gegnt henni í allmarga mánuði þegar hún var auglýst laus tii umsóknar. Starfsmannaráð stofnunarinnar og útibússtjóri höfðu bæði mælt með karlinum og voru meginrök stofnunarinnar þau, að kariinn hefði sýnt sérstakt frumkvæði í starfi, sérstaklega á sviði tölvutækni. Að mati ráðsins var sýnt fram á að karlinn hefði sérstaka hæfileika umfram konuna og því væri ekki um brot á lögunum að ræða. ■ Auglýstvareftir umsækjendum um stöðu þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. Sjö sóttu upphaflega um stöðuna, einn dró umsóknina til baka og einn óskaði nafnieyndar. Karl var ráðinn í stöðuna fram til næstu áramóta, en eina konan í hópi hinna fjögurra kærði. Athugun ráðsins leiddi í ljós að konan hafði magisterspróf í auðlindanýtingu og fjallaði lokaritgerð hennar um nýtingu þjóðgarða víða í heiminum, meðal annars á íslandi. Sá, sem stöðuna fékk, hafði háskólapróf en ekki í gfein, sem tengdist landvernd eða þjóðgarðsvörslu og hafði enga starfsreynslu á því sviði. Ráðið taldi hér um brot að ræða og beindi þeim tilmælum til ráðsins að konan yrði ráðin í stöðuna þegar ráðningasamningur karlsins rynni út. Hann situr enn. B Ábending barst til ráðsins um að skipun svonefndrar „ijölakyldunefndar" á vegum forsætisráðuneytisins, sem skila átti tillögum hvernig unnt væri að styrkja stöðu fjölskyldunnar, væri tæpast i anda jafnréttislaganna, þar sem allir fimm nefndarmenn væru konur. Jafnréttisráð tók undir þetta sjónarmið í bréfi til forsætisráðherra og sagði þar að þrátt fyrir að yfirleitt væri á konur hallað í nefndarskipan ríkisins, bæri að skipa baeði karla og konur í stjórnsýsiunefndum. ■ Ábending barst til ráðsins vegna myndar, sem birtist í leikjaskrá Ungmennafélags Njarðvikur, en í auglýsingunni dásamar allsnakin kona hæfni og hreysti handknattleiksdeildar UMFN. Stjórn ungmennafélagsins var send áminning vegna þessa, enda þótti ráðinu myndin mjög ósmekkleg. lega eftir því. En ábyrgðin á því sem miður fer liggur ekki hjá Jafnréttisráði heldur hjá almenningi. Það er hugarfarið sem skiptir öllu máli. Hið almenna viðhorf. Lögin eru aðeins rammi. Flestum finnst óhugsandi að fremja morð, en færri leiða hugann að því hvort lítilsvirðandi framkoma við konur sé óviðeigandi. Þannig birtist oft dagleg mismunun í garð kvenna. Það er að segja í framkomu hins gagnstæða kyns. En það lýsir frek- ar skorti á almennum mannasiðum en stöðu kvenna. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur í þessu þjóðfélagi til að skynja þann reginmun, sem er á aðstöðu kynjanna og almennum viðhorfum í garð kvenna — eða þeirra eigin viðhorfum í eigin garð. I öllum helstu ábyrgðarstöðum — og hér læt ég mikilvægi móður- hlutverksins liggja milli hluta — eru karlar. Frá því að kvennafrídagur- inn á íslandi vakti heimsathygli árið 1975, hafa aðeins tvær konur gegnt ráðherraembætti í sjö ríkis- stjórnum með um það bil 70 ráð- herrum. Það er engin kona banka- stjóri og þykir fréttnæmt ef þær eru settar^yfir útibú eða ráðnar til aðstoðar. Það er engin kona út- arsson í stöðuna frá og með 1. ágúst til eins árs. Um viku síðar barst Jafnréttisráði erindi frá Val- gerði Selmu Guðnadóttur, sem ósk- aði eftir rannsókn ráðsins á því hvort ráðherra hefði gerst brotlegur á jafnréttislögunum með setning- unni, en umsókn hennar og annarar konu var synjað. Valgerður Selma og Reynir Dan- íel luku bæði kennaraprófí árið 1973 og hafa kennt samfellt síðan, Valgerður Selma þar af verið yfir- kennari í níu ár, en Reynir Daníel í þijú, auk þess sem hann var skóia- stjóri Bankamannaskólans í eitt ár. Þá hafði Valgerður ennfremur há- skólanám í tölvufræði að baki. í fræðsluráði mælti meirihlutinn með Valgerði Selmu, en fræðslu- stjóri mælti hins vegar með setn- ingu Reynis Daníels. Var af þessum sökum óskað upplýsinga frá Menntamálaráðuneytinu um ástæð- ur setningar Reynis Daníels. Ráðherra lagði áherslu á að Reynir Daníel nyti eindregins stuðnings kennara og foreldrafé- lags Ölduselsskóla og sagði saman- burð á hæfni þeirra tveggja ekki hafa legið til grundvallar ákvörðun- inni, þar hefðu „sérstakar forsendur Reynis Daníels til þess að takast á verði og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið í íjölmiðlum að svo stöddu. Jafiirétti í pólitík „Það sem \ hægast gengur er framgangur kvenna í pólitíkinni," segir Ásdís. „Skilningur á þessum vanda er þó að aukast held ég. Þetta er einföld spuming um fylgi. Flokkur, sem ekki býður fram kon- ur í öraggum sætum — ungar kon- ur líka — hann fær bara minna fylgi. í öllum stjómmálaflokkum, sem mér era kunnugir, era konur í forvalinu. Svo er spurning hversu mikið konur eiga að vera að binda sig við kvennahreyfingarnar innan flokkanna. Þær hafa engu skilað konunum. Þær gerðu það á sínum tíma, en nú era tímar bara aðrir. Það segir sína sögu að meirihluti flokksbundinna sjálfstæðiskvénna í Reykjavík er ekki í Hvöt. „Oft er haft að viðkvæði að kon- ur séu konum verstar," segir Herdís um pólitíkina. „Það er mikið til í því. Ástæðan er ekki sú að konur vilji vera vondar hvor við aðra, held- ur sú einfalda staðreynd að hið óvenjulega er ögrun við hið hefð- bundna. Öfund og ótti haldast oft í hendur. Við getum ímyndað okkur m j\i\Rirns lögg jöf JÓHANNA SIGURÐARDÓTT- IR, félagsmálaráðherra, mun á þessu þingi leggja fram nýtt frumvarp til laga um jafna stöðu karla og kvenna. Frum- varpið var lagt fram á síðasta þingi til kynningar, en síðan munu einhverjar smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á því. Helstu nýmæli frumvarps- ins eru: Jafnréttisráð verður pólitískt skipað. Hlutverki Jafnréttisráðs verð- ur tvískipt, þannig að sjálft ráðið verður stefnumótandi í jafnréttismálum, sinnir rann- sóknarskyldu og fræðslu, en sjálfstæð kæranefnd sinnir kæram, sem berast til ráðsins. Réttarfarskaflinn breytist á þann veg að skýrari heimild verður til þess að dæma miskabætur vegna brota á lögunum. • Öfug sönnunarbyrði verði í kæramálum vegna stöðuveit- inga, þannig að hinn kærði þurfí að sanna með veralegum líkum að kynferði hafi ekki ráðið ráðningunni. • Gert er skylt að veita því kyn- inú, sem er í minnihluta í til- tekinni starfsgrein, forgang við ráðningu. • Félagsmálaráðherra leggi fjögurra ára-áætlun í jafnrétt- ismálum fyrir alþingi til þings- ályktunar. varpsstjóri eða sjónvarpsstjóri, há- skólarektor eða ritstjóri dagblaðs. Það er engin kona formaður eða varaformaður stjórnmálaflokks eða formaður ungliðasamtakanna innan hinna hefðbundnu flokka. En það er kona forseti lýðveldisins og sýnir það að afkomendum Auðar djúp- úðgu er ekki alls varnað." Asdís J. Rafnar, formaður Jafn- réttisráðs telur að vissulega hafi náðst árangur í jafnréttismálum þrátt fyrir að stundum finnist mönnum hægt miða. „Með því að eiga framkvæði að því að ríkisstofnanir og ráðuneyti géri jafnréttisáætlanir og með sam- skiptum við aðila vinnumarkaðsins hefur ráðið vitaskuld haft áhrif á stöðu mála og víða hefur gott starf verið unnið, se_m e.t.v. hefur ekki farið svo hátt. Á hinn bóginn sjáum við allt of oft að orð og gerðir fara ekki saman, t.d. hjá pólitískum valdherrum. Ölduselsskóli Síðastliðið vor var auglýst laus til umsóknar staða skólastjóra Öld- uselsskóla í Reykjavík, en hinn 30. maí setti Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, Reyni Daníel Gunn- við þann mikla vanda, sem skapast hefði í Ölduselsskóla,“ skipt sköp- um, en þar vísar ráðherra til deilna um setningu Sjafnar Sigurbjarnar- dóttur í stöðuna árið áður. Jafnréttisráð benti á að Valgerð- ur Selma hefði ívið meiri menntun en Reynir Daníel, en auk þess hefði hún mun meiri stjórnunarreynslu en hann. Taldi ráðið að lagaákvæð- ið, um ráðningu einstaklings af því kyni, sem er í minnihluta í viðkom- andi starfsgrein, eitt og sér nægja til þess að Valgerði Selmu hefði borið setningin. Ráðið féilst ekki á þá röksemd að aðstæður á vinnustað gætu tal- ist sérstakur hæfileiki eins umsækj- andans og sagði ekkert hafa komið fram, sem benti til þess að sá um- sækjandi, sem hefði mesta stjórn- unarreynslu, gæti ekki komið á góðu skólastarfi í Ölduselsskóla. Var þeim tilmælum beint til ráð- herra, að Valgerður Selma yrði þegar sett í stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla, eða í síðasta lagi þegar setningartíma Reynis Daníels lyki hinn 1. ágúst, 1990. Valgerður Selma hefur ekki tekið ákvörðun um hvert áframhald máls- ins frá hennar bæjardyram séð Morgunblaðið/AM hver áhrif það hefði á Hvatarfund í Valhöll ef inn stormaði kvenkyns De Gaulle — eða nútíma John Locke gengi í Framsóknarflokkinn — eða íslensk Margaret Thatcher kæmi á grasrótarfund hjá Kvennalistanum með hattpijóninn einan að vopni. Þeim yrði ekki tekið opnum örmum. En þetta eru nú gerendurnir, sem láta sig litlu varða hvað þeir era uppnefndir, en væra gersamlega óvirkir ef þeir hefðu ekki aðra til að styðjast við. Jafnréttisbaráttan á ekki að fæða af sér einstaklinga, sem allir eru sama sinnis. Hún á að leiða til þess að hver og einn fái tækifæri til þess að njóta sín, á eigin forsend- um.“ Jafhrétti á villigötum? Steinunn Bjamadóttir, sem var einn stofnenda Kvennaathvarfsins og starfaði þar fyrstu árin, hefur hefur mjög ákveðnar efasemdir um reynsluna af jafnréttislöggjöfinni. „Það sem voru í upphafi stórir draumar og fagrar hugsjónir hafa leitt konur á villigötur. ■ Fram- kvæmdin á ,jafnrétti“, þessu út- þynnta hugtaki, sem fer afskaplega í taugamar á mér, hefur verið upp og ofan, en ég held að konur hafi fómað of miklu fyrir það. Ég vil ekkert jafnrétti fyrir konur. Ég vil annan rétt fyrir konur. Að þær fái að vera konur og haldi sínum sér- málum. Karlmenn ganga ekki með börn — þeirra hlutverk í fjölskyld- unni er einfaldlega annað. Það er þetta dýra djásn, móður- hlutverkið, sem við misstum úr hendi okkar. Ég bara skil ekki að konur skuli sjálfar hafa stuðlað að þessu slysi.“ Hér skal ekki lagður á það dóm- ur hvort jafnrétti karla og kvenna hafi verið slys eður ei. En hafí jafn- rétti verið markrhiðið er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að vel hafi miðað á leið, þrátt fyrir að leiðarendi sé ef til vill ekki enn í augsýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.