Morgunblaðið - 03.12.1989, Page 20

Morgunblaðið - 03.12.1989, Page 20
MORGUNBLApifl ^jNNUDAG)J^,3. DESEMBEft 1988-,, 22______________ Vestur-Þýskaland: Verður Bonn háskóla- og ráðstefnuborg? Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins EFTIR því sem umbæturnar í Austur-Þýskalandi ganga hraðar og hraðar fyrir sig velta æ fleiri Vestur-Þjóðverjar þeirri spurn- ingu fyrir sér, hvort sá langþráði draumur kunni senn að rætast, að þýsku ríkin tvö sameinist á ný. Helmut Kohl kanslari Vestur- Þýskalands kynnti á þriðjudag áætlun sína um það efni. marga milljarði vestur-þýskra marka og unnið er að stórframkvæmdum, m.a. við nýtt þinghús, sem munu kosta nokkra milljarða til viðbótar. Einn þingmanna Kristilegra demó- krata (CDU) hefur ritað forseta sam- bandsþingsins bréf þar sem hann fer fram á að öllum framkvæmdum við hið nýja þinghús verði frestað þegar í stað. Rökstyður hann þessa beiðni sína með því að á þeim tímum sem steypan sem skipti Þýskalandi í tvennt sé að hverfa eigi menn ekki að vera að steypa aðra hluti sem kunni að hvetja til þess að ríkin sam- einist ekki. Þeir eru þó fáir sem mælast til þess að öllum fram- kvæmdum verði hætt. Hans Daniels, borgarstjóri Bonn, telur ólíklegt að borgin verði skilin eftir í sárum þótt hún verði ekki höfuðborg í framtí- ðinni. „Sambandslýðveldið mun ekki skilja við Bonn eins og yfirgefna herbækistöð fulla af hálfkláruðum byggingum," hefur Daniels sagt. En þeirri spurningu er samt enn ósvarað hvað eigi að gera við bygg- ingarnar, hálf- og fullkláraðar, ef af sameiningu Þýskalands verður. Ric- hard Stúcklen, varaforseti Sam- bandsþingsins, sér borgina fyrir sér sem helstu háskólaborg Þýskalands og gæti nýi „þingsalurinn“ þjónað sem „auditorium maximum", þ.e. sem einskonar aðalfyrirlestra og hát- íðarsalur, eða jafnvel sem salur þar sem forseti lýðveldisins yrði kosinn. Annar af varaforsetum sambands- þingsins, Júlíus Cronenberg, telur að Bonn sé tilvalin funda- og ráðstefnu- borg, á milli Berlínar og Brussel. Þegar að þessu er hugað vaknar spurningin hvað eigi eiginlega að gera við Bonn, 2000 ára gömlu borgina við Rínarfijót, sem byggð var upp sem höfuðborg sambandslýð- veldisins. Engum dettur annað í hug en að Berlín, hin forna höfuðborg Þýskalands, verði höfuðborg hins nýja sameinaða ríkis. Við Rín stæði þá ónotuð höfuðborg með ölium þeim stjórnarbyggingum sem slíkri borg tilheyra. Þetta veldur mörgum áhyggjum þar sem á síðustu áratug- um hefur verið fjárfest þar fyrir Lafði Arran að leggja upp í met- siglinguna. Sú gamla er ekkert að súta það LAFÐI Arran, 71 árs gömul greif- ynja með hraðann í blóðinu, tókst nýlega að koma landi sínu, Bret- landi, aftur á blað með því að setja met í hraðbátssiglingu við heldur erfiðar aðstæður. * Arið 1980 varð lafði Arran fyrst manna til að sigla hraðbáti á 100 mílna hraða á sjó en nú hefur hún sett hraðamet á rafknúnum bát og náði 50 mílunum. Fyrra metið var 45 mílur á klukkustund. Gljáhvíti báturinn An Stradag, sem þýðir neisti á gelísku, er sér- staklega kynntur sem draumur allra sannra umhverfisverndarmanna, hijóðlátur, duglegur og mengunar- laus, en hann er hins vegar fremur léttur og lafði Arran átti í nokkrum erfiðleikum með að halda stefnunni enda strekkingsvindur. I bátnum eru 12 rafhlöður, sem framleiða 140 volta straum, og þær verður að end- urhlaða nokkuð oft. Lafði Arran fékk því tækifæri til að hressa sig á rommi á meðan. „Rommið gerði gæfumuninn," sagði hún. „Mér var svo kalt, að ég gat varla ýtt á hnappinn tii að stöðva vélina. Annars er báturinn eins og hugur manns.“ Lafði Arran hefur farið með 2,5 milljónir ísl. kr. í bátinn en bátssmið- urinn er Lome Campbell, einn kunn- asti bátahönnuður í heimi. Metið, sem lafði Arran setti á dögunum, er að sínu leyti eins og lokakafli í langri siglingasögu hennar en hún er þó ekki á því að setjast alveg í helgan stein. „Kannski kemst ég hraðar á næsta ári,“ segir hún. „Ég finn aldrei til aldursins og ég elska hraðann. Mér finnst hann hvílandi þótt ég fái vafa- laust nóg af honum einhvern dag- inn.“ -PAUL HOYLAND Látum börnin ekki gjalda þess hvar þau fæðast í þennan heim. Þau eiga öjl sama rétt til lífsins. Neyðin er víða mikil en ábyrgðin okkar allra. Þitt framlag vegur þungt í markvissu hjálparstarfi. Svona kemst þitt framlag til skila: Viö höfum sent söfnunarbauk og gíróseðil inn á flest heimili landsins. Auk þess fylgir bæklingur meö þar sem viö kynnum fólki nýjan möguleika á því aö I gerast styrktarmeðlimir Hjálparstofnunarinnar. | Þá peninga sem fjölskyldan hefur í sameiningu I safnaö í baukinn má senda meö gíróseðlinum í SJÓVÁLjj^ALMENNAR styrkti landssöfnunina með því aö kosta birtingu þessarar auglýsingar. næsta banka, sparisjóð eða póstafgreiðslu. Einnig má skila söfnunarbaukum og fjárframlögum til sóknarpresta og á skrifstofu Hjálparstofnunar kirkjunnar, Suðurgötu 22 í Reykjavík. braud ■ handa <Gír V3C/ HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.