Morgunblaðið - 03.12.1989, Síða 28

Morgunblaðið - 03.12.1989, Síða 28
m ( MQRGUNBLAÐIÐ MIIM ,DESEMBER 1989 Minning: Guðjón Marteins- son, verksijóri Fæddur 21. ágóst 1922 Dáinn 12. október 1989 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Með Guðjóni Marteinssyni er genginn einn af svipmestu mönnum sem ég hef þekkt. kkar kynni hófust fyrir rúmlega þremur árum þegar ég kom til starfa hjá Síldar- vinnslunni í Neskaupstað. Það var því ekki langur tími, sem við Guð- jón áttum þess kost að starfa sam- an. Samt sem áður skilur sá tími eftir sig miklu meiri fyllingu en tímalengdin segir til um. Mér finnst ég ríkari fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast manni á borð við Guðjón Marteinsson. Guðjón var einn af þessum ein- stöku bjartsýnismönnum sem kvik- aði ekki fyrir erfiðleikunum og sá alltaf möguleikana þótt hart blési á móti. Það verða mikil viðbrigði fyrir Síldarvinnsluna að hafa hvorki Fædd 4. janúar 1914 Dáin 13. nóvember 1989 Tengdamóðir mín, Jónína Kristín Þorsteinsdóttir, lést á Borgarspítal- anúm 13. nóvember sl. Útför henn- ar fór fram í Fossvogskirkju 23. nóvember. Hennar veikindastríð er búið að vera langt og erfitt, þannig að hvíldin hefur án efa verið kærkom- in. Hún var þess meira en fullviss að endurfundir við mann sinn og aðra ástvini yrðu, er jarðvist hér lyki. Kristín var fædd í Ósbrekku í Ólafsfirði ásamt 10 systkinum. For- eldrar hennar voru Guðrún Jóns- dóttir og Þorsteinn Þorkelsson bóndi og hreppstjóri. Það liggur í augum uppi að verkefnin hafa verið ærið nóg á svo mannmörgu heim- ili, en vinnuhagræðing og stjórn- semi góð vom þar í fyrirrúmi og kom það fram í verkum hennar. Kristín var ein eftirlifandi af þess- um litríka og samheldna systkina- hópi, en óvenju stutt leið á milli láts síðustu fjögurra systkinanna. stjórnarmanninn Guðjón Marteins- son í sinni þjónustu né verkstjórann Guðjón Marteinsson. Frá því að Guðjón lét af viðburðaríkum ferli sem stýrimaður og skipstjóri fyrir ■um þremur áratugum og hóf störf í landi hefur hann helgað Síldar- vinnslunni alla sína starfskrafta. Hann átti sæti í stjóm og vara- stjórn Síldarvinnslunnar í samtals 29 ár eða allt frá árinu 1960, þrem- ur árum eftir stofnun félagsins. Guðjón var sjálfur einn af stofnend- um Síldarvinnslunnar og starfs- maður hennar nánast frá upphafi, fyrst sem útiverkstjóri í síldarverk- smiðju félagsins og síðar sem yfir- verkstjóri í saltfiskverkun. Guðjón hefur þannig frá byrjun verið einn af lykilmönnum á bak við upp- byggingu og vöxt Síldarvinnslunn- ar. Hann hefur átt ríkan þátt í að móta félag sem í fýrstu rak ein- göngu síldarverksmiðju en er nú alhliða útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtæki. Félag sem á síðasta ári var með mesta veltu íslenskra sjávarát- vegsfyrirtækja og eitt af lang- stærstu gjaldeyrisskapandi fyrir- tækjum í landinu. Það hlýtur að Þessi elskulega en harðgerða dugnaðarkona giftist ung Ólafi Ágústssyni, ættuðum frá Saurbæ í Eyjafirði, sérlegu ljúfmenni og öðl- ingsmanni. Ólafur lést fyrir 12 árum og minnist ég hans með.virð- ingu og þökk. Þau hófu búskap sinn í Olafsfírði _en fluttust þaðan til Akureyrar. Ólafur var lærður bif- vélavirki og vann lengst af við það. Þeim hjónum var sérlega Jagið að skapa gott andrúmsloft í kringum sig svo samhent sem þau voru í einu og öllu. Sex börn eignuðust þau, en son sinn Gunnar misstu þau af slysförum í barnæsku, og var það þeim djúp sorg. Börn þeirra eru, Jónína, starfar við bókband, búsett í Noregi, Þorgeir bifvéla- virki, Guðrún starfar hjá Flugleið- um, Ólöf starfar við verslunarstörf og Friðrik múrari og sundþjálfari. Kristín og Ólafur fluttu til Reykjavíkur árið 1946 og tókst þeim með sinni útsjónarsemi og nýtni að koma undir sig fótum þar, enda komu þau sér allstaðar vel. Þar vann Ólafur við iðn sína og Kristín fyrst og fremst á heimilinu vera ljúft að leggjast til svefns að kvöldi eftir að hafa skilað slíku dagsverki. Guðjón var kjörinn í aðalstjórn Síldarvinnslunnar árið 1970 en í desember sama ár kom fyrsti skut- togari íslendinga til heimahafnar í Neskaupstað, Barði NK-120. Guð- jón var þannig beinn þátttakandi í þeirri miklu umsköpun atvinnulífs hér á landi, sem skuttogaravæðing- in var. Margir voru vantrúaðir á þessa nýju útgerðarhætti og reynd- ar héldu sterk öfl í þjóðfélaginu á þessum tíma því fram að ekki væri að vænta neins frekara framlags af sjávarútveginum á komandi árum. Það bæri því að horfa til annarra átta í atvinnuuppbygging- unni og þá einkum til álverksmiðja hringinn í kringum landið í eigu erlendra aðila. Það átti hinsvegar eftir að koma í ljós að með tilkomu skuttogaranna og útfærslu land- helginnar í upphafí áttunda áratug- arins var lagður grundvöllurinn að einu mesta framfaraskeiði í sögu þjóðarinnar. Framfaraskeiði sem er hornsteinn þeirra lífskjara sem við nú búum við. Guðjón var einn þeirra sem alltaf trúðu á möguleika íslensks sjávarútvegs. Guðjón Marteinsson var mjög áhugasamur verkstjóri. Honum líkaði vel að hafa markmið til að stefna að og mér fannst honum líka best þegar mest var að gera. Hann var harðduglegur og gerði sem verkstjóri oft miklar kröfur til síns starfsfólks. Hann var mjög vel lið- inn af starfsmönnum sínum og sam- en síðar meir einnig utan heimilis. Kristín var trúuð kona og leitaði sér tráarstyrks í Guðsorði. Eftir lát manns síns bjó hún ein en naut samvista við böm sín og ástvini. Það var unun að sjá hana vinna, það er ekki alltaf að saman fer fljót- virkni og vandvirkni, en það lék í höndum hennar. Hún tregaði ætíð mann sinn, en vildi standa ein og stolt. Var hún alltaf með framréttar hendur ef einhver var hjálparþurfí. Ég kveð kæra tengdamóður og bið börnum hennar og fjölskyldum Guðsblessunar. Hulda Haraldsdóttir Blómastofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ðll kvöld tíl kl. 22,- einníg um helgar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur. starfsaðilum enda oftast sanngjam og innst inni mikill mannvinur. Ef skarst í odda var Guðjón fljótur til sátta. Umgengni við saltfískverk- unarstöðina var ávallt til sérstakrar fyrirmyndar jafnt innan dyra sem utan, enda Guðjón annálaður fyrir snyrtimennsku. Um leið og við kveðjum góðan dreng vil ég þakka Guðjóni sam- fylgdina og ómetanleg störf í þijá áratugi í þágu Síldarvinnslunnar. Við Sveinborg vottum Guðrúnu, Maríu og systram ásamt fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Finnbogi Jónsson Ekki hvarflaði það að mér þegar ég kvaddi Guðjón vin minn Mar- teinsson í byijun september að ég ætti ekki eftir að sjá hann aftur. Ég vissi að hann þurfti að gangast undir erfiða skurðaðgerð úti í Lon- don, en mér fannst svo sjálfsagt að hann myndi ljúka þessu verkefni með sama kraftinum og þrekinu og öllu öðru sem hann tók sér fyrir Fædd 3. febrúar 1918 Dáin 11. nóvember 1989 Björg Björnsdóttir frá Ytra-Hóli er látin. Hún var eftirminnileg kona, fulltrúi þeirrar kynslóðar sem átti sér djúpar rætur í íslenskri mold og menningarhefð. Björg var ættuð frá Örlygsstöð- um á Skagaströnd. Hún giftist Birni Björnssyni, bónda að Ytri-Hóli í Vindhælishreppi árið 1937 og bjó þar með honum til dauðadags. Þau hjón eignuðust sex börn. Tvö þeirra era nú látin, þau misstu elstu dótt- ur sína Sigríði, fermingarvorið hennar. Sonur þeirra, Ásgeir, lektor við Kennaraháskóla íslands, lést fyrir aldur fram, nú síðsumars. Eftirlifandi börn þeirra era; Sigríð- ur, húsfreyja í Þorlákshöfn, Sigrún, hjúkrunarfræðingur á Blönduósi, og Björg og Björn Þormóður sem bæði stunda bústörf á Ytra-Hóli. Það fór ekki hjá því að ég hitti Björgu, þegar hún kom suður í fyrravetur, til þess að styðja son sinn í veikindum hans. Ásgeir var einn af nánustu samstarfsmönnum mínum og vinum við Kennarahá- skólann allt frá því að ég kom þang- að fyrst til starfa árið 1971. Mikill gestagangur var á heimili Ásgeirs þetta haust og vetur, enda var hann bæði vinmargur og vinafastur. Stóð Björg og yngsta dóttir hennar og nafna fyrir veitingum. Ég fann fljótt að þessi smávaxna, fíngerða kona bjó yfir óvenjulegum sálar- styrk, bjartsýni og ríkri kímnigáfu. Björg var greind kona, næm á feg- urð náttúrunnar og hrynjandi máls- ins. Hún minnti oft á unga stúlku er hún hljóp við fót eða gleymdi sér við skemmtilega frásögn. Örlög sonarins gengu nærri henni, en ég heyrði hana aldrei kvarta. Þvert á_ móti miðlaði hún okkur vinum Ásgeirs óspart af bjartsýni sinni og kímni. Mér er í hendur og birtast síðan aftur kátur og hress með spaugsyrði á vör. En nú er hann'allur og við kvödd- um hann hinstu kveðju fyrsta vetr- ardag. Og nú er víða skarð fyrir skildi. Ég kynntist Guðjóni fyrst fyrir rámum 25 áram þegar ég var ný- fluttur aftur til Neskaupstaðar eftir nokkurra ára fjarvera og tók að mér formennsku í Þrótti. Hann var einn af fyrstu mönnum sem bauð aðstoð sína og þá sem nú reyndist hann æskunni og íþróttunum hauk- ur í homi. Stuttu seinna lágu leiðir okkar saman innan Alþýðubandalagsins. Guðjón var í hópi þeirra sem lögðu granninn að meirihluta sósíalista í Neskaupstað og hann átti sinn stóra þátt í að viðhalda honum. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og málefnum bæjarfélagsins og það var ætíð hlustað þegar hann tók til máls á fundum, hvort sem það var til að átelja menn fýrir aðgerðar- leysi eða hvetja til dáða. Hann var líka kjörinn til ábyrgðarstarfa fyrir bæjarfélagið og sat m.a. um langt árabil í heilbrigðisnefnd. Guðjón var tengdur Sfldarvinnsl- unni hf. allt frá stofnun hennar, lengst af sem yfirverkstjóri í salt- fískverkuninni. Árið 1960 var hann kjörinn varamaður í stjórn SVN, en aðalmaður 1970 og sat þar til dauðadags. Þar störfuðum við Guð- jón saman síðustu sjö árin og frá því samstarfi á ég fjölda góðra minninga. Bjartsýni hans og trá á félaginu og byggðarlaginu var ein- læg og smitandi og þó stundum hvessti þá duldist engum sú um- hyggja er að baki bjó. Vinir og félagar Guðjóns sakna hans sárt. Og við þökkum honum best samstarfíð og vináttuna með því að halda áfram hátt á lofti því merki sem hann fylkti sér undir. Bára og ég vottum Guðránu, dætrum þeirra og fjölskyldu dýpstu samúð. Kristinn V. Jóhannsson minni þegar ég heimsótti Björgu á sjúkrahús í Reykjavík síðastliðið vor. Hun var alvarlega veik og hafði verið flutt suður í sjúkraflugvél. Við gengum að rámi hennar, tvær konur úr Kennaraháskólanum, mið- ur okkar vegna enn einnar óvæntu leikfléttu örlaganna. Björg fagnaði okkur vel, gerði lítið úr veikindum sínum, ýtti súrefnisgrímunni sem hún bar upp á enni og tók að segja okkur frá spaugilegu atviki sem hafði gerst á ferðalaginu. Þessi léttleiki og hetjulund era dæmigerð fyrir Björgu. Hún átti sér líka djúpa tóna sorgar og vonar, sem hún þó flíkaði lítið. Hvert sem hún fór bar hún með sér umhyggj- una fyrir bónda sínum, börnum og bamabörnum. Missir þeirra er mik- ill. _ Ég er full þakklætis að hafa kynnst Björgu, þótt í litlu væri og bið eiginmanni hennar, börnum og barnabörnum blessunar. Dóra S. Bjamason t Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá ísafirði, Hrauntungu 43, Kópavogi. Sigriður Pétursdóttir, systkini og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR JÓNSSONAR frá Læknisstöðum á Langanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Signý Guðbjörnsdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. Jónína K. Þorsteins- dóttir - Minning Björg Björnsdóttir, Ytra-Hóli - Minning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.