Morgunblaðið - 03.12.1989, Page 30

Morgunblaðið - 03.12.1989, Page 30
Ekki allir rúm- lega hjálplegir Hafi ég einhverntímann sagt eitt- hvað miður um íslenskan karl- mann þá segi ég nú líkt og ráðher- rann forðum: „Æ, æ, þetta voru bara mannleg mistök," Á íslandi búa slikir höfðingjar að það hálfa teldist frambærilegt á er- lendum mörkuð- um. Þessir sem nú verður fjallað um heita Guðmundur og Ólafur. Eins og lömuð settist ég inn í rút- una á leið minni frá Helsingborg til Kastrupflugvallar. Handtaskan mín varð eftir i bílnum sem ók mér niður að rútunni, og i henni peningar, vegabréf og allt sem tilheyrði ungbarninu. Flugvélin átti að fara eftir tvo klukkutíma. Best að tala við Svíann sem ók rútunni. „Má ég fá far og borga seinna?“ Þetta gera Svíar alls ekki svo að hann varð að hafa samband við yfirvöldin. Þetta stúss tók um 25 mínútur. Almáttugur minn, augna- ráð farþeganna meðan beðið var nálgaðist mannréttindabrot. Ég var þó að minnsta kosti með ungbarn. Nú grét sonur minn hærra og meira en nokkru sinni áður síðan hann fæddist. Hún er að minnsta kosti ekki sænsk, hugsuðu farþegarnir, því sænskar konur reyna ekki að komast neitt ókeypis, og fara því litið og sjaldan. Jæja, yfirvöldin aumkuðu sig yfir konuna með barnið og þau fengu að fljóta með. Ég klöngraðist með barnið framhjá óþolinmóðum farþegum og settist í fyrsta lausa sætið sem ég sá. Maðurinn við hlið- ina á mér var eins önugur og karl- menn geta verið þegar þeir eru hvorki ríkir né sexý. Hann sýndi hvorki mér né barninu minnsta áhuga. Skitt veri með mig, en fólk scrn brosir ekki til ungbarna þarf á verulegum stuðningi að halda. Hinum megin við ganginn sat maður sem brosti til barnsins svo að ég bað hann að halda á barna- stólnum meðan ég klæddi mig úr kápunni. Ég settist síðan hjá nátt- úruleysingjanum við hliðina á mér og tók við organdi barninu. Svona, svona, láttu nú ekki svona. Mamma er svo hræðilega stressuð núna, hún þarf að komast til íslands í dag og er ekki með krónu. „Ertu ekki Jónína?" Orðin komu frá manninum hinum megin við ganginn. Var mig að dreyma eða gat þetta verið? Sat ég við hliðina á íslendingum? Ó já, og það ekki af verri endanum. Þarna voru á ferð Guðmundur og Ólafur í viðskiptaferð. Nú var Svensyni öllum lokið, Guðmundur bauðst til þess að borga fyrir mig ferðina og fór til bílstjórans. Augnaráð fólksins breyttist úr hneykslanlegu í synd- samlegt; jæja, daman bara búin að redda sér strax! Þar sem eru íslenskir karlmenn er konan aldrei ein. Þessir höfðingjar báru mig á örmum sér alla leiðina. Ólafur hélt á barninu í feijunni yfir sundið og Guðmundur bauð í kaffi. Þú þarft að hafa einhverja peninga, sögðu þeir og létu mig fá íslenska og danska seðla. Nú var fólkinu öllu lokið,.þetta var of mikið af því góða. „Hvað var konan eiginlega að selja?“ Var hún ef til vill í leyniþjón- ustunni? Hverjir voru mennirnir sem svo auðmjúkir tíndu í hana pentnga? Við komum öll út á völl. Jú, auð- vitað var enginn í Flugleiðabásnum til að láta mig hafa miðann. Guð- mundur kom með mér. Loksins kom strákurinn í básinn. „Borga trygg- ingu fyrir barnið." Guðmundur borg- aði en á meðan beið Ólafur með barnið og ferðatöskurnar. „Hann er nú afalegur," sagði Guðmundur og brosti. Sennilega er vandræðaminna að vera fósturafi en fósturfaðir barns sem þú hefur aldrei séð áður og það með auralausri, vegabréfalausri konu á ferðalagi. Þó var bara eftir að hiaupa með barnið út í vélina. Þeir sýndu ekki á sér neitt brottfararsnið. „Til hvers komuð þið út á völl?“ spyr ég. „Við! Jú, konurnar okkar komu með flug- vélinni áðan (fyrir klukkutíma) og við ætluðum að ná í þær.“ „Fyrirgef- ið, þær hafa þá þurft að bíða í óra- tíma?" „Heyrðu, hafðu ekki áhyggjur af því. Þetta reddast." Umburðarlyndar konur, hugsa ég og veifa tíl þeirra í rúllustiganum. Ég gleymi aldrel Guðmundi og ÓI- afi. eftir Jónínu Benediktsdóttur IK<Ö'áÖÓÍÍÖÍÁfíÍílFÓLK Í FRÉ f ¥0R/flSÍNlD^yC1íbEBiMBER!,19SS 1 iti Ir.- ■■■ V'' ■' '&&&■%-„„ i LEIKLIST Glitrar á Perluna Leikhópurinn Perlan hefúr starfað frá 1982 og eru síður en svo þreytumerki á honum. I leikhópnum eru 13 nemendur úr Brautarskóla í Fossvogi, en það er framhaldskóli fyrir þroskahefta, 18 ára og eldri. Skólann sækja um 190 nemendur. Nú er að ljúka einu tilþrifamesta leikári hópsins, en hópurinn er þegar farinn að æfa næsta verkefiii, sem vonir standa til um að sýningar hefjist á skömmu eftir áramót. Til þess að fregnast nánar um starf hópsins var rætt við Sigríði Eyþórsdóttur, leikstjóra og kennara, en hún leikstýrir hópnum. 1~> erlan hefur flutt tvö leikrit á skopmyndateiknarann James Thur- rT árinu, annars vegar Síðasta ber og hins vegar Sólina og vind- blómið eftir bandaríska skáldið og inn, sem byggt er á alkunnri dæmi- UTVARP Gat ekki sætt mig við að vera annað en stjórnandi „Það var mjög stór ákvörðun fyrir mig að taka að mér mannaforráð á Aðalstöðinni og bera ábyrgð á rekstrinum, en ég fékk góðan umþóttunartíma til að hugleiða þetta starf. Hinsvegar gaf ég ekki færi á mér á Aðalstöðina öðruvísi en að fá einhverju ráðið þar. Ég vildi ekki vera óbreyttur liðsmaður því ég hef svo ákveðna skoðun á því hvernig á að reka útvarp. Ég gat því ekki sætt mig við að vera annað en stjórnandi," sagði Bjarni Dagur Jónsson, útvarpsstjóri Aðalstöðvarinnar, í samtali við Morgunblaðið. Eg sá svo marga ágalla á Bylgj- unni, Rás 2 og Stjörnunni sem ég var viss um að mætti bæta. Ég sá fyrir mér að ef ég færi að vinna á Aðalstöðinni sem óbreyttur dag- skrárgerðarmaður og hugmyndir mínar um útvarp næðu ekki fram að ganga, yrði ég bara óánægður og ekki góður liðsmaður. Aðalstöðin er núna næstum því nákvæmlega eins og ég vil hafa hana. Hinsvegar skortir okkur einfaldlega fé til að vera stórtækari svo sem í ráðning- um starfsmanna, auknum plötu- kaupum, dagskrárgerð og fleira," sagði Bjarni Dagur. „Við höfum fengið góðan meðbyr frá hlustendum. Þegar auglýsendur átta sig á því að fullorðið ábyrgt fólk hlustar á okkur, hljótá þeir að sjá að við erum þess verðir að vera styrktir fjárhagslega. Það eina, sem veldur mér hugarangri, er að ríkið er einskonar baggi á okkur. Við erum látnir borga menningarsjóðs- gjald og söluskatt af auglýsingum Sæfararnir Unnur og Þorbjörn. SÆFARAR Fimm ára hnattferð og enn skal siglt vSæfarar ársins“ voru kjörnir á sextánda þingi Siglingasambands Islands fyrir skömmu. Titilinn hrepptu þau Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon, en fímm síðustu árin hafa þau verið í ævintýralegri hnattsiglingu. Farkostur þeirra er skútan Kría sem þau smíðuðu sjálf og bíður hún nú áhafnar sinnar í Sydney í Astralíu, því að ferðinni er alls ekki lokið þó löng sé orðin. Þau Unnur og Þorbjörn eru hins vegar stödd hér á landi vegna bókar um reisu sína, „Kjölfar _ Kríunnar". Síðan halda þau til Ástralíu, ferma fley sitt og halda áfram. Þau hafa víða komið á siglingu sinni. Til dæmis lá leiðin suður með strönd Evrópu til Kanaríeyja, Grænhöfðaeyja og upp Casamanec- fljót í Senegal. Síðan tók við þriggja vikna úthafssigling með staðvind- um yfir Atlantshaf til Karíbahafs og óbyggðra eyja við strönd Ve- nesúela. Þaðan gegn um Panama- skurð með viðkomu hjá Kúna- indj- ánum og á Galapagoseyjum. Síðan áfram yfir Kyrrahaf til Marquesa- eyja, Tahiti, Tonga og Fiji svo eitt- hvað sé nefnt. og háa leigu fyrir afnot af tækni- búnaði Pósts og síma. Við veitum fólki vinnu og borgum opinber gjöld. Aftur á móti ef við tökum Álþýðublaðið sem dæmi. Þá fær það ríkisstyrki og gífurlega mikið af auglýsingum frá hinu opinbera sem enginn sér.“ Hvað menntun varðar státar Bjarni Dagur .af unglingaprófi frá unglingaskóla. Síðan lá leiðin í Myndlista- og handíðaskólann þar sem hann lærði auglýsingateiknun og myndlist. Svo hefur hann verið í lífsins skóla og lært þar vel, að eigin sögn. Áður en Bjarni Dagur Bjarni Dagur Jónsson TONLIST Einn þeirra tónlistarmanna sem senda frá sér plötu fyrir þessi jól er Hafnfirðingurinn Jón Rafti. Hann er vel þekktur í sínum heimabæ var unglingur, í skólahljómsveitum Lækjarskóla, Víðistaðaskóla og Flensborg. Jón Rafn átti lag í sönglagakeppni sjónvarpsins árið 1981, lagið „Ég syng fyrir þig“, og gaf það síðan út á hljómplötu, sem náði talsverðum vinsældum, A seinni árum hefur hann hefur hann aðallega verið einn á ferð með gítarinn og í tvö og hálft ár söng hann fyrir gesti veitingahússins A. Hansen í Hafnarfirði. Þar fæddist hugmyndin að þessari hljómplötu sem nú er komin út undir nafninu „Lög fyrirþig". T ón Rafn segir að fyrrum eigandi A. Hansen, Sigurður Óii Sig- urðsson, hafi hvatt sig til að leggja út. í plötugerðina. „Þetta var hans hugmynd upphaflega og hann lagði fram fé í fyrirtækið, en ég efnivið- inn og vinnuna," sagði Jón Rafn. Sjálfur semur hann öll lög og texta, syngur og leikur svolítið líka ásamt hópi valinkunnra hljómlistarmanna. Auk þess annaðist hann sjálfur út- setningar og upptökustjórn og hljóðblöndun ásamt Gunnari Smára hjá Hljóðrita. Síðan hannaði hann sjálfur plötuumslagið og eftir að platan kom út hefur hann sjálfur staðið í kynningu og dreifingu. Jón Rafn sagði að það væri erf- itt að standa í svona útgáfu einn á báti því stóru hljómplötufyrirtækin litu slíka sjálfsbjargarviðleitni hom- auga, en þau nánast einokuðu hljómplötuverslanir á höfuðborgar- svæðinu og dreifingarkerfin. „Stóru hljómplötufyrirtækin eiga flestar verslanir á þessu svæði og í útstill- ingum sínum eru þau ékkert að flíka þeim tónlistarmönnum sem eru ein- ir á báti og ekki gefa út á vegum viðkomandi fyrirtækis. Ég hef sjálf- ur staðið í þvi að dreifa plötunni og það hefur í sjálfu sér gengið ágætlega. Ég á hins vegar ekki von á að platan verði á mest áberandi stað í búðunum hér á höfuðborgar- svæðinu," sagði Jón Rafn. En þar með er sagan ekki öll sögð. Eftir áramótin mun væntan- lega koma út tveggja laga plata í Bandarikjunum, með lögum og enskum textum eftir Jón Rafn. „Tildrögin voru þau að ég var að syngja suður á Keflavíkurflugvelli við góðar undirtektir. í framhaldi af þvi komst ég í samband við dreif- ingaraðila í Bandaríkjunum og sendi þeim spólu með tveimur lög- um, sem þeim leist vel á. Það var svo ákveðið að drífa í þessu og í sjálfu sér hef ég engu að tapa. Þetta eru tvö lög af plötunni minni og upptökurnar eru því til. Það þurfti því ekki annað en að setja enska texta á lögin og pressa svo út tveggja laga skífu sem þessir aðilar í Bandaríkjunum munu svo dreifa í verslanir þar og útvarps- stöðvar,“ sagði Jón Rafn, sem verð- ur nefndur John Raven á listabraut- inni í hinni stóru Ameríku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.