Morgunblaðið - 03.12.1989, Page 36

Morgunblaðið - 03.12.1989, Page 36
MORGVSBLÁDID, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. DAGUR TIL JÓLA Lögreglustj órinn í Reykjavík: Sum svæði ekki örugg um helgar BÖÐVAR Bragason lögreglu- sljóri í Reykjavík segir að tilefn- islaust ofbeldi hafi færst i vöxt, og sum svæði borgarinnar séu ekki örugg um helgar. Hann seg- ir að lögreglan hiki við að senda menn inn á staði fáa saman ef ekki sé vissa um að þeir sleppi þaðan heilir á húfi. Böðvar segir lögregluna hafa fjarlægst fólkið, og ótækt sé að gahgandi lögreglumenn séu nán- ast horfnir af götunum. Nauðsyn- legt sé að fjárveiting fáist til að ráða fleiri lögregluþjóna til starfa til að létta á ástandinu, en mikið álag sé á starfsfólki lögreglunnar og þá einkum um helgar. Sjá viðtal við Böðvar Bragason á bls. 12 og 13. Sjómenn á loðnuflotanum halda til fimdar á Akureyri Kemur ekki til greina að leyfa þeim síldveiðar segir sjávarútvegsráðherra Þungt hald- inn eftir átök í miðbænum Trilla sökk eftir árekst- ur við ísjaka Neskaupstað. KRISTIN NK, sem er 3,5 tonna trilla, rakst á ísjaka í mynni hafn- arinnar á Neskaupstað klukkan fimm í gærmorgun. þegar hún var á leið til veiða. Gat kom fram- arlega á kinnung trillunnar og fylltist hún fljótlega af sjó. Einn maður var um borð í trill- unni, Steingrímur Kolbeins- son, og tókst honum að sigla henni upp í fjöru áður en hún sökk. Isjak- inn er talinn hafa borist með Norð- fjarðará í hlýindum sem verið hafa undanfarna daga. Agúst Morgunblaðið/Þorkell Framkvæmdir á Arnarneshæð í fullum gangi Mikið jarðrask er nú á Amameshæð vegna fyrirhugaðra brúarframkvæmda og mikið var um að vera þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að í gærmorgun. Á næstu mánuðum verður sprengt skarð í Arnar- neshæðina og Hafnarfjarðarvegur lagður í vikið, en Arnarnesvegur verður á brú yfir gjána. Einnig verður gerð ný brú á Kópavogslæk fýrir eystri akbraut Hafnarijarðarvegarins. Á þessum vegarkafia, sem um 20.000 bflar fara um á hverjum degi, hafa orðið fjölmörg slys. SAUTJÁN ára piltur lenti í al- varlegum átökum í miðbæ Reykjavíkur um kl. 1:40, að- faranótt laugardags, á gatna- mótum Pósthússtrætis og Aust- urstrætis við Reykjavíkurapó- tek. Pilturinn hlaut alvarlega höfuð- áverka og liggur meðvitund- arlaus á gjörgæsludeild Borg- arspítalans. Tildrög átakanna eru óljós og biður rannsóknarlögregl- an þá, sem einhverjar upplýsingar geta veitt, að gefa sig fram við rannsóknarlögreglu ríkisins. Skömmu fyrir átökin við Reykjavíkurapótek, var ráðist á mann í Grófinni með þeim afleið- ingum að hann var fluttur á slysa- varðstofuna og um kl. 4:30 kom til átaka milli fjögurra manna á Hótel íslandsplani í Austurstræti. Voru þrír fluttir á slysadeild Borg- arspítalans en einn í fangageymslu lögreglunnar. SKIPSHAFNIR á 37 loðnubátunum á miðunum fyrir norðan land hafa sent Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra, símskeyti þar sem þeir fara fram á að fá leyfi til síldveiða vegna þess að engin loðna finnst og verkefhaleysi blasir við flotanum næstu vikurnar. Bátarnir voru flestir á leið í land i gærmorgun og ætluðu loðnusjó- menn að reyna að halda fund á Akureyri í gærkvöldi, laugardag, vegna þeirrar stöðu sem upp er komin eftir árangurslausa loðnuleit og tillögu sjávarútvegsráðherra um að stöðva veiðarnar um sinn. Halldór Ásgrímsson segir að ekki komi til greina að fara að veiða meiri síld til bræðslu. „Það er búið að útluta síldinni til annarra skipa. Það hefur tekið 18 ár að byggja þennan sfldarstofii upp, og ekki kemur til greina að fara að eyðileggja þann árangur í ein- hverju óðagoti núna,“ sagði ráðherrann. „Okkur líst ekk- ert á þetta, en það er ekkert annað að gera. Loðnan er svo hrikalega smá að ekkert er hægt að veiða," sagði Svanur Zophanías- son, stýrimaður á Þórshamri GK 75, þegar hann var spurður hvernig honum litist á að þurfa að hætta loðnuveiðunum. Skipveijar á Þórs- hamri létu þá reka í mynni Eyja- ijarðar. Svanur sagði að menn sættu sig ekki við annað en að loðn- an væri til einhvers staðar dg gerðu sér vonir um að hún væri undir ísnum út af Vestfjörðum og skjóti svo upp kollihum einhvers staðar. Maron Bjömsson, skipstjóri á Guðmundi Olafi ÓF 91, var sama sinnis, sagðist hafa trú á því að loðnan skilaði sér. „Menn trúa þessu innst inni þó útlitið sé ekki björgu- legt. Loðnan hefur platað okkur oft íslendingar mæli ósónlagið ÓSÓNGATIÐ yfir Suðurskauts- landinu er með stærsta móti. Fyrir mánuði bárust þær fréttir af nýjustu mælingum að í haust hefði þetta gat á ósonlaginu verið jafin stórt og það var 1987, þegar það var stærst. Þetta kemur fram í viðtali við Guð- mund G. Bjarnason, eðlisfræð- ing og sérfræðing í lofthjúps- fræðum, í blaðinu í dag. Einnig upplýsir hann að útfjólublá geislun á Suðurskautslandinu hafi mælst mjög há, á sama tíma og ósónlagið er að þynnast þar. jf Iviðtalinu segir Guðmundur að íslendingar hafi mælt heildar- magn ósóns fyrir ofan okkur síðan 1957. Veðurstofan hefur annast þær mælingar, sem eru taldar meðal bestu mælinga á ósóni á norðurhveli. Niðurstöður hafa far- ið í gagnabanka í Kanada og er heildarúrvinnsla enn í gangi. Tel- ur Guðmundur að nú, þegar ný tæki hafa verið keypt til mælinga í háloftunum með loftbelgjum frá Keflavíkurflugvelli, þurfi ekki annað en að bæta við þau einum ósónnema, til að mæla ósónlagið og breyt.ingar á því. Telur hann að íslendingar eigi að hafa þarna frumkvæði vegna þess hve góðar Reykjavíkurmælingarnar á ósón- magninu hafa verið og vegna æskilegs samanburðar á þeim og ósónlaginu eftir hæð frá jörðu. Sjá viðtal á bls. 16. áður. En menn eru auðvitað ugg- andi vegna þess hversu langt er lið- ið á vertíðina,“ sagði hann. Maron sagði að lítið væri hægt að segja við því þó veiðarnar væru stöðvaðar á því svæði sem þeir hefðu verið á, þar sem torfurnar væru mjög blandaðar smáloðnu og lítið hægt að veiða. Hann taldi þó ekki veij- andi að loka öðrum svæðum sem bátarnir hefðu ekki haft aðstöðu til að kanna enda væri ekki nóg að hafa 3-4 skip við leit næsta hálfa mánuðinn. í gærmorgun þegar Morgun- blaðið ræddi við Maron var Guð- mundur Ólafur að koma inn í höfn- ina á Ólafsfirði. Sjómennirnir ætl- uðu að fara til Akureyrar á fund loðnusjómanna ef af honum yrði. „Okkur langar að fá að vita um möguleika okkar til að lifa. Það er margt fólk sem hefur framfæri sitt af þessu og allir eru búnir að skrifa upp á loðnuvíxilinn. Bjart útlit var fyrir þessa vertíð, t.d. fengum við stærsta byijunarkvóta sem úthlutað hefur verið en svo er grundvellinum kippt undan okkar á einum degi,“ sagði Maron. Hann sagði að loðnu- skipin hefðu stundað ýmsar aðrar veiðar, til dæmis bolfiskveiðar og ekki síst síldveiðar. Nú væri búið að taka þetta allt af þeim og loðnan átt að duga. Við núverandi aðstæð- ur vildu menn kanna möguleikana á að endurheimta eitthvað af þeim veiðiheimildum sem tapast hefðu. Maron sagði að áhafnir 37 loðnu- skipa sem voru á miðunum síðast- liðinn fimmtudag hefðu sent Hall- dóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráð- herra símskeyti og farið fram á að fá að veiða síld. Hann sagði að þeir teldu að mikið væri af síld og vildu fá að nota bátana til þeirra veiða fram til jóla. „Við erum með sérútbúin nótaveiðiskip og getum hafið síldveiðarnar nú þegar án nokkurs aukatilkostnaðar," sagði Maron. Bremerhaven; Ráðizt á íslenzkan sjómann með hnúajárnum RÁÐIZT var á íslenzkan sjó- mann í Bremerhaven fyrir nokkrum dögum og hann meiddur illa. Lítur út fyrir að árásarmennirnir hafi not- að hnúajárn. Maðurinn er á batavegi. Að sögn Ludwigs Janssen, ræðismanns íslands í Bre- merhaven, er ekki fulljóst með hvaða hætti árásin átti sér stað og vinnur lögreglan ennþá að rannsókn málsins. Allt bendir til þess að maðurinn hafi lent í átökum við hóp manna fyrir utan skemmtistað. Að sögn ræðismannsins 'er kona sjómannsins nú komin til hans og heilsa hans fer batn- andi. Janssen sagði að þetta væri í fyrsta sinn, sem íslenzk- ur sjómaður yrði fyrir slíkri árás í borginni svo hann myndi eftir, en hann hefur verið ræðis- maður frá 1971.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.