Morgunblaðið - 29.12.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.12.1989, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 296. tbl. 77. árg. FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Liðsmaður byltingarinnar í Rúmeníu heldur á loft tveimur loðfeldum Elenu Ceausescu sem fundust í tveggja hæða glæsivillu hjónanna í Búkarest. Þar eru flest tæki gulli slegin og munaðurinn slíkur að milljarðamæringar á Vesturlöndum búa vart betur. Tékkóslóvakía: Dubcek kjörinn forseti þingsins Prag. Reuter. ALEXANDER Dubcek, sem fluttur var í járnum til Moskvu árið 1968 eftir innrás Varsjárbandalagsins, var í gær lgörinn forseti þings Tékkó- slóvakiu. Mun hann gegna því embætti þar til fijálsar kosningar fara fram í landinu um mitt næsta ár. Leikskáldið Vaclav Havel, einn þekkt- asti andófsmaður Tékkóslóvakíu í valdatið kommúnista þar, mun í dag, föstudag, sveija embættiseið forseta landsins Dubcek var kjörinn með 298 at- kvæðum en einn þingmaður sat hjá. Fulltrúar kommúnistaflokksins og stjórnarandstöðunnar höfðu gert með sér samkomulag um að Dubcek tæki við embættinu. Þingið tilnefndi Dubcek og 22 aðra menn til þingsetu í stað harðlínumanna sem höfðu ver- ið reknir af þingi. „Þetta verður staður þar sem ósk- um þjóðarinnar verður fullnægt og réttindi hennar haldin í heiðri,“ sagði Dubcek. Hann taldi kjörið marka framhald umbótastefnunnar frá 1968 eða „Vorsins í Prag.“ Dubcek var þá leiðtogi tékkneskra kommún- ista en herafli Varsjárbandalagsins réðst inn í landið og batt enda á umbótastefnu hans. Sovétmenn fóru fyrir innrás- arhemum, trúir þeirri kenningu Leoníds Brezhn- evs, þáverandi Sovétleiðtoga, að hemaðaríhlutun væri réttlætanleg ef kommúnisman- um væri ógnað í Austur-Evrópu. Núverandi valdhafar í Sovétríkjunum hafa nú hafnað kenningu þessari og telja margir fréttaskýrendur það for- sendu þeirra miklu breytinga sem átt hafa sér stað í kommúnistaríkjun- um á undanförnum vikum og mánuð- Dubcek Bráðabirgðasljórnin í Búkarest: Biðja Rúmena að hefiia sín ekki á kommúnistum Búkarest, Vínarborg, Búdapest. Reuter og Daily Telegraph. RUMENSK stjórnvöld höfðu í gær hendur í hári þriggja náinna ættmenna Ceausescu-hjónanna. Systir forsetans, Elena Barbulescu, var tekin með sem svarar fjórum milljónum króna í fórum sínum, einnig sonur hennar, Emil, og ein af mágkonum einræðisherrans líflátna. Sonur Ceausescus, Nicu, og dóttirin Zoia voru þegar í haldi. Skýrt var frá því í Vín að Marin Ceausescu, eldri bróðir forsetans, hefði fundist hengdur í kjallara húsakynna viðskiptasendinefhdar Rúmeníu. Bróðirinn hafði starfað í Vín síðastliðin 16 ár og er talið að hann hafi svipt sig lífi. Yfirvöld hvöttu í gær almenning til að gefa ekki reiði sinni lausan tauminn með því að ráðast á kommún- ista og handbendi Ceausescus. Heyrst hefur um aftökur án dóms og laga á nokkrum stöðum í landinu. væri allt með kyrrum kjörum í landinu. Erlendir stjórnarerindrekar „Við viljum ekki framhald á of- beldinu og harðræðinu," sagði í til- kynningu stjórnarinnar. Er frestur sem bráðabirgðastjórnin hafði sett liðsmönnum öryggissveita Ceaus- escus, Securitate, til að gefa sig fram rann út síðdegis í gær sagði sjón- varpið í Búkarest að víðast hvar Almenningur mun finna fljótt fyr- ir þessum hækkunum og sem dæmi má nefna, að nýir ávextir og græn- meti hækka um 55 ísl. kr. kílóið eft- ir áramót. Grænlandsverslunin er farin að huga að innkaupum annars staðar en í Danmörku og keypti nú í desember ávexti og pappírsvörur frá Kanada. Er skemmst frá því að segja, að vörurnar voru bæði góðar sögðust þó hafa heyrt um strjála skothríð í borgunum Sibiu og Cluj. Einhverjir liðsmenn sveitanna gáfust upp eftir að tilkynnt var um frestinn en óljóst er hve margir þeir voru. Óttast er að margir Securitate-liðar og verulega ódýrari en í Danmörku og því má vænta stóraukinna við- skipta við Kanadamenn. Flugfargjöldin eiga að hækka um 8% 3. janúar nk. og kostar þá ferðin fram og til baka milli Kaupmanna- hafnar og Narssarssuaks 7.380 dkr. eða nærri 68.000 ísl. kr. SAS, sem flýgur til Syðri-Straumfjarðar, hækkar fargjöld um 4,5%. hyggist vera í felum og lifa á ýmiss konar glæpastarfsemi. „Rúmenar geta þurft að berjast við hryðjuverka- menn í mörg ár,“ sagði vestrænn stjómarerindreki. Einn af forystu- mönnum byltingarinnar, Silviu Bruc- an, sagði í viðtali við BBC í gær að milli 30 og 40 velþjálfaðir liðsmenn Securitate væru enn í Búkarest og hygðust myrða félaga í bráðabirgða- stjórninni. Hann sagði ráðherrana ferðast um borgina í brynvörðum vögnum. Pólski Samstöðuleiðtoginn Lech Walesa sagði í gær að Pólveijar myndu styðja Rúmena af öllum mætti en varaði við skyndiaftökum á staðnum án réttarhalda og átti við hótanir stjómvalda um að Secur- itate-menn yrðu umsvifalaust drepn- ir ef þeir gæfu sig ekki fram áður en fresturinn rynni út. Furðu lostinn almenningur fékk í gær að skoða íburðarmikla, tveggja hæða glæsivillu Ceausescu-hjónanna í Búkarest, með gulli slegnum vatns- hönum, sjónvarpstæki í hveiju her- bergi, marmaragólfum og rándýmm listaverkum. Herbergi eru um 40 og gnægð var af matvælum í kæliskáp- um, þ. á m. kjöti og ávöxtum. Fjöldi erlendra tískutímarita og vestræn myndbönd lá eins og hráviði um húsið. Athygli vakti að sérstök íbúð Elenu Ceausescu var nauðalík vistar- verum Imeldu Marcos í forsetahöll- inni í Manila á Filippseyjum, auk þess sem sjá mátti módelskó, skreytta demöntum, frá París. „Það er erfitt að átta sig á þessu. Ég vona að þessu verði breytt í safn bijálseminnar,“ sagði herforingi sem sýndi fréttamönnum dýrðina. Erlendur sendiherra segir matar- skortinn i landinu hafa verið slíkan undanfarinn áratug að uppvaxandi kynslóð væri minni vexti en fyrri kynslóðir. Sjá einnig fréttir á bls. 20 og 21. um. Þingmenn samþykktu jafnframt í gær að gera breytingar á embættis- eið forseta landsins og fella út setn- ingu, sem kvað á um þá skyldu hans að standa vörð um hagsmuni sósíal- ismans. Leikskáldið þekkta, Vaclav Havel, mun í dag, föstudag, sveija embættiseið forseta en hann sætti margvíslegum ofsóknum er komm- únistar voru einráðir í landinu og sat síðast í fangelsi í maímánuði á þessu ári. Havel tekur við embættinu af harðlínumanninum Gustav Husak sem sagði af sér þann 10. þessa mánaðar. Verður þetta í fyrsta skipti frá árinu 1948, er kommúnistar náðu völdum í landinu, sem forseti Tékkó- slóvakíu kemur ekki úr röðum þeirra. Reuter Við leiði Marx Ferðamaður virðir fyrir sér legstein Karls Marx, föður kommúnismans, í Highgate-kirkjugarðinum í Lundúnum. Kommúnisminn er nú hvarvetna á undanhaldi eftir að hafa verið grundvöllur stjómskipulags víða um heim í áratugi. Byltingarástand ríkir í Austur-Evrópu þar sem kenningar Marx höfðu náð hvað tryggastri fótfestu. í legsteininn eru grafin orðin: Öreigar allra landa, sameinist. Andófsmenn í Austur-Evrópu hafa snúið út úr þessum orðum og breytt þeim í: Öreigar allra landa, afsakið. Miklar verðhækk- anir í Grænlandi Kuupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaösins. Grænlenska flugfélagið Grönlandsfly heftir fengið leyfi landsstjórnar- innar og danska samgönguráðuneytisins til að hækka fargjaldið á milli Kaupmannahafnar og Narssarssuaks. Vöruflutningar verða einnig dýr- ari, jafnt með flugvélum sem skipum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.