Morgunblaðið - 29.12.1989, Page 4

Morgunblaðið - 29.12.1989, Page 4
4 MORGUNBLABIÐ FÖSTUÐAGUR 29. DESEMBER .1989 VEÐUR Forsetinn vígir nýja skoðun- arstöð Bifreiðaskoðunar hf. . Fyrsti bíllinn sem fær skoðun í nýju stöðinni, embættisbíli forseta íslands nr.l. á öryggi í umferðinni, þar sem hún gefur kost á að skoða öryggisbúnað bíla, sem enginn kostur var á að skoða áður. Hægt er að taka inn sex minni bíla samtímis og einn vörubíl eða rútu. í stöðinni er hægt að mæla út- blástursmengun, kanna ítarlega hjólabúnað bíla og mæla hemlun- arátak hvers hjóls, svo eitthvað sé nefnt. Karl segir, að mest muni um aðstöðuna varðandi skoðun vörubíla og rútubíla. Hann segir yfirgnæf- andi líkur á að bilanir, eins og þær sem síðastliðið sumar ollu slysum við akstur tveggja rútubíla, komi í ljós við athugun í nýju stöðinni. Því fylgi reyndar, að hans sögn, jafn- framt að líkur séu á að allmargir stórir bílar verði teknir úr umferð, þar sem ekki hefur áður verið hægt að kanna til hlítar ástand þeirra og sitthvað muni efalaust koma í ljós. Hin nýja skoðunarstöð kostaði um 200 milljónir króna með öllum tækjabúnaði. Hún verður opnuð til almennrar skoðunar 2. janúar næst- komandi. í dag verða bifreiðar skoðaðar á gamla staðnum við Bíldshöfða. Nýja skoðunarstöðin er á Hestshálsi 6-8 í Reykjavík. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, klippir á borðann og tekur þar með hina nýju skoðunarstöð Bifreiðaskoðunar íslands hf. í notkun. Við hlið Vigdísar stendur Karl Ragnars forstjóri Bifreiðaskoðunar. FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, vígði í gær nýja skoð- unarstöð Bifreiðaskoðunar Is- lands hf. Hún kom með bifreið forsetaembættisins til skoðunar og er það fyrsti bíllinn sem skoð- aður er í hinni nýju stöð. Karl Ragnars, forstjóri Bifreiða- skoðunar, segir stöðina auka mjög / DAG kl. 12.00: / / / / / / / / / / Heimild: Veðurstofa l'slands / / (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFURIDAG, 29. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Við Hvarf er 955 mb lægð sem þokast norðnorð- austur, en víðáttumikil 1023 mb hæð yfir Suður-Skandinavíu. Veð- ur fer heldur hlýnandi, einkum sunnan- og vestanlands. SPÁ: Sunnan- og suðaustanátt, víða stinningskaldi eða allhvasst. Skúrir eða slydduél á Suðvestur- og Vesturlandi, en rigning á Aust- ur- og Suðausturlandi. Á Norðurlandi verður líklega úrkomulítið.. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan- og suðaustanátt og víðast frost- laust. Slydda eða súld ó Suðvestur- og Vesturlandi, en annars þurrt. HORFUR Á GAMLÁRSDAG: Suðaustanátt og milt veður um land allt. Súld eða rigning við suður- og austurströndina, en víðast þurrt annars staðar. TÁKN: Heiðskírt Léttskyjaö Hálfskýjað Skyjað Alskyjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * •JQ Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V E' == Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur [y Þrumuveður Seyðisfjörður: Bæjarbúar leitast við að endurreisa atvinnulíf Tfl, VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 1 alskýjað Reykjavík 4 slydda Bergen vantar Helsinki 0 þoka Kaupmannah. 2 alskýjað Narssarssuaq +2 úrkoma Nuuk + 1 léttskýjað Osló +3 skýjað Stokkhólmur 1 þoka Þórshöfn 7 skýjað Algarve vantar Amsterdam 2 súld Barcelona 14 skýjað Berlín +1 þokumóða Chicago r4 alskýjað Feneyjar 4 þokumóða Frankfurt 1 alskýjað Glasgow 4-1 þokumóða Hamborg 1 þokumóða Las Palmas 19 skýjað London 7 alskýjað Los Angeles 14 skýjað Lúxemborg +2 hrímþoka Madríd vantar Malaga 16 Skýjað Mallorca 14 skýjað Montreal 4-21 snjókoma New York +6 snjókoma Orlando vantar París vantar Róm vantar Vin vantar Washington vantar Winnipeg 4-11 snjókoma Episstöðum. A fjölmennum borgarafúndi á Seyðisfirði slx fimmtudag kom fram eindreginn vilji fundar- manna til að leggja fram hlutafé í nýtt almenningshlutafélag til endurreisnar fiskvinnslu á staðn- um. Gert er ráð fyrir að hlutafé í þessu fyrirtæki þurfi að vera að lágmarki 150 milljónir króna. Með stofnun sliks fyrirtækis telja menn að unnt verði að koma atvinnumál- um Seyðfirðinga í fyrra horf. Mikil óvissa hefur ríkt í atvinnu- málum á Seyðisfirði í haust eftir að Fiskvinnslan hf. varð gjaldþrota. Hjá fyrirtækinu störfuðu um 120 manns eða 30% vinnuafls í bænum. Megnið fólkinu fékk stopula vinnu við síldar- verkun hjá Gullbergi hf. sem hafði eigur þrotabúsins á leigu til ára- móta. Nú eru 74 atvinnulausir á Seyðisfirði og ekki eru horfur á að sá fjöldi minnki á næstunni takist ekki að koma fiskvinnslunni af stað. Nefndin, sem bæjarstjórn skipaði til lausnar þessum vanda, vill beita sér fyrir stofnun almenningshlutafé- lags með 150 milljóna króna hlutafé. Hlutafélag þetta kaupir togara á staðinn ásamt hluta af eigum þrota- bús Fiskvinnslunnar hf. en leigi aðr- ar. Með þessu móti fáist nægur kvóti til að halda uppi öflugri fiskvinnslu í bænum. Á Seyðisfirði er nú 6.200 tonna kvóti í þorskígildum sem tveir togarar hafa ásamt smábátum. Ann- ar togarinn, Gullver, hefur eingöngu landað afla heima, en hinn togarinn, Otto Wathne, hefur eingöngu landað erlendis. Fáist þriðja skipið til bæjar- ins telja nefndarmenn að unnt verði að fá um 5.000 tonn af bolfiski til vinnslu i landi. Á borgarafundinn sem nefndin hélt mættu um 200 manns. Þar kom fram eindreginn vilji bæjarbúa til að leggja hlutafé í þetta nýja fyrirtæki enda sé hér um líf eða dauða að tefla fyrir íbúa Seyðisfjarðar. - Björn * Isafjörður: Flugleiðavél hlekktist á TF-FLM, Fokker skrúfúþotu Flug- leiða, hiekktist á í lendingu á Isa- Qarðarfiugvelli í gærmorgun. 38 farþegum sem í vélinni voru varð ekki meint af. Stél flugvélarinnar rakst niður á flugbrautina eftir að klossi, sem á að taka við höggi við lendingu, gaf sig. Flugvélin er enn á Isafjarðarflug- velli. Skemmdir voru ekki fullkann- aðar fyrir myrkur en áætlað er að fljúga vélinni til Reykjavíkur án far- þega í dag. Kópavogshæli: Fyrrum starfsmaður játar á sig fjárdrátt FYRRUM gjaldkeri Kópavogs- hælis hefur játað að hafá dregið sér liluta vasapeninga sem vist- menn frá greidda til eigin nota úr almannatryggingakerfinu en Kópavogshælið hefúr reiður á. Hver vistmaður fær nálægt fimm þúsund krónum mánaðarlega. Halldór V. Sigurðsson ríkisend- urskoðandi staðfesti þetta í gær- kvöldi. Hann vildi ekki tjá sig um hve miklar upphæðir starfs- maðurinn hefði dregið sér. Málið kom upp í tengslum við innri endurskoðun á vegum skrif- stofu Ríkisspítala. Ríkisendurskoð- un tók við rannsókn bókhaldsins að beiðni Ríkisspítala og liggur nú fyrir að um fjárdrátt starfsmanns- ins hafi verið að ræða. Að sögn ríkisendurskoðanda verður málið væntanlega sent RLR fljótlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.