Morgunblaðið - 29.12.1989, Page 17

Morgunblaðið - 29.12.1989, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989 17 fæðing og móðir mín kom óvenju hart niður, þó hún nyti frábærrar umönnunar móður sinnar, Elínborg- ar, sem tók á móti mér. Mamma var svo mikill sjúklingur eftir fæðinguna að Guðmundur móðurbróðir minn í Skarðstöð og ráðskona hans Stef- anía Þórðardóttir, frænka mín í föð- urætt, buðust til að taka mig í fóst- ur. A hinu umsvifamikla heimili þeirra ólst ég upp til ellefu ára ald- urs. Fóstra mín var ströng eins og þá tíðkaðist en líka afskaplega blíðlynd. Mér þótti mjög vænt um hana. Það var þvi erfitt fyrir mig að fara frá henni þegar brann í Skarðstöð og þau urðu að koma sér fyrir í Frakkanesi og héldu ekki heimili upp frá því. Foreldrar mínir létu Guðrúnu systur mína sækja mig á hestum og ég man að við gistum á Kleifum í Gilsfirði á leiðinni frá Frakkanesi að Stað í Steingríms- firði. Ég þekkti fólkið mitt harla lítið þegar ég kom þangað vestur. Föður minn hafði ég þó stundum séð og einnig Jónas bróður minn. Hann var elstur okkar systkinanna og var orð- inn uppkominn þegar þarna var komið sögu, hafði gefið út ljóðabók. Hann var afskaplega fallegur og myndarlegur maður og við systumar vorum mjög stoltar af honum. Þegar ég kom að Stað voru eldri systur mínar enn heima og ég kynntist nú þeim og yngri bömunum, bræðumir Guðmundur og Kristján voru yngst- ir, Ólöf var heldur yngri en ég, en Kristín, sem fæddist á eftir henni, hafði dáið í bamæsku. En fljótlega voru höggvin enn stærri skörð í systkinahópinn. Tvær eldri systur mínar, Elínborg og Þórdís, dóu árið 1912. Ingibjörg, sem var næst á undan mér, dó sumarið 1914 og Jónas bróðir minn árið 1916. Öll vom þau falleg og myndarleg og í blóma síns aldurs. Harmur foreldra minna var sár. Faðir minn orti ljóð um látin böm sín, þetta m.a. um Jónas: Tíðum flýgur muni minn marga nótt og daga svalgeims stígu, sorgþrunginn, suður á Vendilskaga. Ég tel að heildarkvótanum eigi að skipta þannig ef á annað borð er verið að skipta honum, en það er nú annað mál: Kvótanum sé skipt niður á ákveð- in tímabil á árinu. Við gætum skipt árinu í 2 eða 3 tímabil. Togaraflot- inn fengi ákveðinn hundraðshlutá og bátaflotinn hinn. 80% væri skipt á milli skipa, en 20% yrðu fijáls og mætti veiða úr ef viðkomandi skip hefur lokið við úthlutaðan kvóta. Ef skip nær ekki að veiða úthlutað- an kvóta yrði hann afturkallaður og endurúthlutaður eftir fyrri reglu og þá fyrir greiðslu sem rynni til markaðsleitar, hafrannsókna og al- mennrar fiskileitar eða til styrktar tilraunaveiðum. Greinargerð. Það er ekki nema eðlilegt að greint sé á milli togaraflotans og bátaflotans. Besta veiðivon bátaflot- ans er vertíðin janúar-maí, en hjá togaraflotanum er veiðitímabilið breytilegt. 20% eru frjáls. Hér er ætlast til að góðir fiskimenn og vel útbúin skip fái að njóta sín. Það stuðlar að því að útgerðarmenn haldi skip- um sínum við og búi þau vel að tækjum og veiðarfærum. Að lokum vil ég banna allt framsal á óveiddum fiski nema það sé í skiptum fyrir, annan fisk. Er flotinn of stór? Oft hefur verið rætt um að flotinn sé of stór. Ég er engan veginn sam- mála því. Hann er kannski of stór, þegar tekið er mið af hinum hefð- bundnu veiðum, en ekki þegar við lítum út fyrir þann ramma. Skulum við staldra við og skoða -nokkur dæmi. Tilraunaveiðar hjá togurum á út- hafskarfa lofa góðu, og er nauðsyn- legt að við tökum þátt í þeim í rikari mæli. Lúðuveiðar áhafnar mb. Binna í Gröf VE benda okkur á verkefni fyrir 10-15 báta, ef Norðmönnum og Færeyingum verður meinað að stunda þær veiðar. Kolmunnaveiði er ekki sinnt sök- um þess að við höfum ekki átt nógu öflug skip til að stunda þær með Minn þar sonur sefur á svæfli grafarinnar. Dánar vonir honum hjá hvíla æsku minnar. Nú ðtu strengir hörpu hans hrokknir af dauðans völdum, en nafnið lengi listamanns lifir á söguspjöldum. En þrátt fyrir þung áföll hélt lífið áfram sinn gang og smám saman tók fjölskylda séra Guðlaugs og Margrétar gleði sína. Systumar fimm og bræðumir tveir sem eftir lifðu hleyptu heimdraganum og fóru suður til Reykjavíkur og jafnvel alla leið til Danmerkur til að læra og forframast, eins og það hét þá. Öll giftust þau og tóku að eiga böm og frá þeim Guðlaugi og Margréti er stór ættbogi kominn. Öllu því fólki er Theódóra Guðlaugsdóttir afar hjartfólgin. Varla er haldin svo fjöl- skyldusamkoma að hún skipi þar ekki heiðurssæti og svo var einnig um systur hennar Jóhönnu sem lést í sumar sem leið 95 ára. Milli þeirra systra var mikil og fögur vinátta sem gladdi ekki aðeins þær sjálfar heldur auðgaði líf okkar allra sem skyld þeim eru eða tengd. Ef ég ætti mér eina ósk til handa þessu fólki öllu þá væri hún sú að við fengjum hvert og eitt að eldast eins og þær. Halda ævinlega fullri reisn og virðingu og vera aldrei upp á aðra komin heldur jafnan veitandi fremur en þiggjandi. í dag klukkan 17 halda böm The- ódóra og Óskars, þau Hulda og Marinó, móður sinni samsæti á Hót- el Loftleiðum. Þar tekur Theódóra á móti gestum. Þriðja bam hennar, Gréta, er illa fjarri góðu gamni, en hún býr í Ohio í Bandaríkjunum ásamt manni sínum og dótturinni Lísu. En synir Huldu, Þorsteinn og Óskar og dætur Marinós og konu hans, Ingiríðar Ömólfsdóttur, þær Ama og Theódóra, munu ugglaust samfagna þar ömmu sinni ásamt uppeldisbömum hennar, þeim Agn- ari Breiðfjörð Kristjánssyni og Maríu Krístjánsdóttur, svo og öðru skyldu- liði. Guðrún Guðlaugsdóttir nokkrum árangri. Norsk-íslenski síldarstofninn er á uppleið. Við þurfum að taka á móti honum ef hann skyldi sækja á ný inn fyrir íslenska landhelgi. Við skulum skoða ástand loðn- unnar nú. Hvað veldur? segja menn. Auðvitað er það vegna vissra skil- yrða í hafinu. Þau skilyrði geta valdið því að veiðin standi yfir miklu skemmri tíma en undanfarin ár. Það getur leitt til þess að loðnuflotinn sé of lítill til að flytja þann kvóta, sem úthlutað hefur verið, að landi. Markaðsleit Einhver sagði, að við íslendingar værum svo uppteknir við að fiska og framleiða, að við hefðum ekki tíma til að kanna hvort við gætum selt vöruna. Þetta er satt. Við höldum okkur við úreltar vinnsluaðferðir, og svo er grátið yfir útflutningi á ferskum fiski. Það gleymist að skoða vilja neytenda, sem gera ríkari kröfur til að fá ferskan fisk. Enda er verð á ferskum fiski erlendis oft jafnhátt og það verð sem við fáum fyrir unna vöru út úr frystihúsi. Við eigum auðlind sem okkur ber að vernda. Úr þessari auðlind megum við ekki taka nema við séum vissir um að geta selt á góðu verði. Allt það sjófang, hveiju nafni sem það nefn- ist, er best geymt í hafinu, þar til við getum selt það. í banka hafsins eru borgaðir hærri vextir en í nokkrum öðrum banka. Allt það sjófang sem tekið er úr sjó áður en það selst safnar á sig allskonar kostnaði, sem við þurfum að greiða. T.d. geymslu- kostnaði. Það er kostnaður sem aldrei fæst til baka. Auk þess er þá alltaf hætta á að selja þurfi vör- una á útsöluverði. Hér þarf að verða hugarfars- breyting. Við þurfum að stofna eina nefndina enn, sem eru bankastjórar hafsins. Þeir eiga að meta markað- inn og gefa síðan grænt ljós til veiða þegar markaðurinn gefur tilefni til. HOfundur er akipstjóri. HEffiM Stórir og kraftmiklir flugeldar á sölustöðum hjálparsveitanna. Æ l.H.S FLUGELDAMARKAÐIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.