Morgunblaðið - 29.12.1989, Page 18

Morgunblaðið - 29.12.1989, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989 Margeir gerðijafti- tefli á Ítalíu MARGEIR Pétursson gerði jafn- tefli í 36 leikjum við bandaríska stórmeistarann DeFirmian í fyrstu umferð stórmótsins í Reggio Emil- ia á Italíu í gær. Margeir hafði svart. Mótið er jþriðja sterkasta mót ársins og er það í 16. styrk- leikaflokki Alþjóðaskáksam- bandsins, FIDE. Ellefti stórmeist- arar leiða þar saman hesta sína og er meðaltal skákstiga þeirra 2.620. Önnur úrslit í fyrstu umferð urðu sem hér segir: Önnur úrslit urðu þau að Ehlvest vann Gurevich. Skák Anatolíjs Karpovs, og Ulf Andersons fór í bið. Karpov er með peð yfir en Anderson á jafnteflismöguleika. Jafntefli gerðu Portiseh og Georgiev, Ribli og Ivantsjúk. Beljavskíj sat yfir í fyrstu umferð. Önnur umferð verður tefld í dag og situr Margeir yfir. Á morgun hefur hann hvítt gegn Ivantsjúk. Minnkandi kostnaður vegna tjóna Teikning af Hvaleyrarskóla fullbyggðum. Hafiiarfj örður; Kostnaður við fyrsta áfanga Hvaleyrarskóla er 76,6 millj. króna TVÖ flmm ára börn tóku fyrstu skóflustungumar að Hvaleyrar- skóla í Hafharfirði í gær. Fullbyggður verður skólinn 3.360 fer- metrar og er áætlað að í honum verði um 550 nemendur. Tvær bekkjardeildir í árgangi frá forskóla til níunda bekkjar. Fyrsti áfangi skólans, sem er níu kennslustofur, verður að hluta tekinn í notkun næsta haust. Er um að ræða 1.261 fermetrar. Áætlað er að þá hefji um 150 bön nám við skólann, frá forskóla til fjórða bekkjar. Skólahverfi Hvaleyrarskóla er öll núverandi byggð sunnnan Ás- brautar og nýbyggingarsvæði á Suður-Hvaleyrarholti. í þessu hverfi er nú um 1.220 íbúar, þar af u.þ.b. 230 á grunnskólaaldri. Á næstu árum mun íbúafjöldi þre- faldast og verður um 3.600 manns þegar hverfið er fullbyggt. Efnt var til alútboðs í ágúst og voru sex verktakar valdir til þátt- töku. Fyrir valinu varð tillaga Ormars Þórs Guðmundssonar, arkitekts. Verktaki er ístak hf. Kostnaður við fyrsta áfanga er 76,6 millj. króna og er áætlað að unnið verði fyrir 55 milljónir á næsta ári. Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarsljóri í Hafnarfirði, t.v., horfír á tvo tilvonandi nemendur Hvaleyrarskóla, Ólaf Hilmarsson og Aðalheiði Sigfúsdóttir, fímm ára, taka fyrstu skóflustungurnar. á skipum „KOSTNAÐUR vegna tjóna á skipum hefur minnkað hlutfalls- lega á undanförnum árum, þannig að iðgjöld, sem hlutfall af vátrygg- ingarverðmæti skipanna, hafa far- ið Iækkandi,“ sagði Bjarni Þórðar- son, framkvæmdastjóri íslenskrar endurtryggingar, í samtali við Morgunblaðið. „Svokallaðir alskaðar hafa verið fáir á undanfömum árum. Einungis einn slíkur var á þessu ári, tveir í fyrra, einn árið 1987 en enginn 1986 og sem betur fer hafa þetta verið frekar ódýr skip,“ sagði Bjami Þórð- arson. Hann sagði að fyrstu skuttog- ararnir hefðu verið keyptir hingað fyrir um 20 árum en einungis einn þeirra, Sjóli, hefði verið úrskurðaður ónýtur og bættur sem alskaði en hann brann árið 1985. „Fyrstu nýsköpunartogararnir komu hingað árið 1947 en margir þeirra strönduðu eða sukku. Tjónum vegna veðurs hefur hins vegar fækk- að. Kvótakerfið hefur áhrif á það hvemig menn sækja á miðin, þannig að menn draga úr úthaldi skipa á þeim tíma, sem er óhagstæðastur veðurfarslega. Þó varð eitt slæmt ístjón í fyrra, þegar Þorsteinn EA lenti í ís,“ sagði Bjami. Trúnaðarmál má aðeins ræða á bankaráðsfundum - segir Þórður Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlits um fyrirætlan Kvennalista að skipa ráð til að starfa með bankaráðsfulltrúa ÞÓRÐUR Ólafsson, forstöðumað- ur bankaeftirlits Seðlabankans, telur engan vafa á því að það bijóti í bága við ákvæði banka- laga um bankaleynd ræði einstak- ir meðlimir bánkaráða málefiii banka og viðskiptavina hans utan ráðsins. Það kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær að ráð á vegum Kvennalistans muni vinna með fulltrúa sínum í bankaráði Landsbankans að stefiiumótun varðandi afstöðu fiilltrúans í bankaráðinu. Slíkt verði gert án þess að ijúfa bankaleynd. „Ákvæði bankalaga em mjög skýr að þessu leyti; bankaráðsmönnum ber eins og starfsmönnum banka að gæta fyllsta trúnaðar varðandi þau Morgunblaðið/Sverrir Steinbarn Nýtt íslenskt sjónvarpsleikrit, Steinbarn verður fmmsýnt í Sjón- varpinu á nýársdag, 1. janúar 1990. Handritið að myndinni hlaut verðlaun í samkeppni Evróp- skra sjónvarpsstöðva fyrir tæpum tveimur árum, en höfundar þess erú Vilborg Einarsdóttir og Kristj- án Friðriksson. Þau eru á með- fylgjandi mynd, sem tekin var við forsýningu á Steinbami í gær, ásamt leikstjóranum Agli Eðvars- syni. málefni sem fjallað er um í bankar- áðinu og sem eðli sínu samkvæmt eiga að fara leynt,“ sagði Þórður Ólafsson. „Reyndar er það svo að ekki era öll viðfangsefni bankaráð- anna trúnaðarmál, en um þau mál sem era trúnaðarmál og rætt er um á bankaráðsfundum má ekki fjalla um annars staðar og skiptir þar engu hvort um er að ræða trúnaðar- ráð á vegum þess aðila er skipar bankaráðsmanninn. Bankaleynd væri rofin um leið og trúnaðarmál væru borin upp í slíku trúnaðarráði." 25. gr. laga um viðskiptabanka fjallar um bankaleynd en þar segir að bankaráðsmenn, bankastjórar og starfsmenn banka séu bundnir þagn- arskyldu um allt það sem varði hagi viðskiptamanna bankans og um önn- ur atriði sem þeir fái vitneskju um í starfi sfnu og leynt skuli fara sam- kvæmt lögum, fyrirmælum yfirboð- ara eða eðli máls samkvæmt. Þagn- arskylda helst þótt látið sé af starf i. Um málefni bankaráðs Lands- bankans og fulltrúa Kvennalistans þar sagði Þórður að engin beiðni hefði komið til bankaeftirlitsins um athugun, né heldur hefðu menn þar á bæ farið náið ofan í lagaleg atriði varðandi það. Sagði Þórður málið háð vissum túlkunarerfiðleikum, þar sem engin skýr ákvæði væru í bankalögum um hæfiskröfur bank- aráðsmanna. í 2.mgr. 33.gr. bankalaganna eins og þau líta út eftir breytingu með lögum 32/1989, segir að bankaráðs- menn skuli ekki taka þátt í meðferð máls er varði viðskipti þeirra sjálfra eða fyrirtækja sem þeir eiga hlut í, sitja í stjórn hjá, era fyrirsvarsmenn fyrir eða að öðru leyti verulegra hagsmuna að gæta í. Sama gildir um þátttöku bankaráðsmanna í með- ferð máls er varðar aðila sem þeim eru tengdir, persónulega eða fjár- hagslega. I greinargerð með lögunum frá 1989 er á það bent að ekki séu al- mennt lögfestar í íslenskum stjórn- arfarsrétti reglur til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, gagnstætt því sem eigi við um dómstóla. Rétt þyki nú að gera í lögum strangari kröfur um svo mikilvægar stofnanir sem banka, þar sem hagsmunaá- rekstrar geti haft meiri afleiðingar en oft endranær og því mikilvægt að tryggja óháðar ákvarðanir. Þórð- ur Ólafsson taldi ekki útilokað skoða mætti skipan Kristínar Sigurðar- dóttur í bankaráð Landsbankans með hliðsjón af þessu ákvæði eða almennum reglum stjórnarfarsrétt- arins. Aðspurður um hvort varamennska Davíðs Björnssonar, deildarstjóra í Landsbréfum, verðbréfafyrirtækis Landsbankans, í banka-ráði Seðla- bankans bryti í bága við lög, sagði Þórður að skoða mætti af þessu til- efni hvort meintir sambærilegir hagsmunaárekstrar kynnu að vera víðar í skipan bankaráða. „Að mínum dómi þarf að beita sömu mælistiku á önnur hugsanleg tilvik." Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins sat Davíð fundi bankaráðs Seðlabankans á síðasta ári, en hætti að mæta á fundi þess á þessu ári vegna gagnrýni samflokksmanna hans í Alþýðuflokknum á hugsan- lega hagsmunaárekstra. Enginn hef- ur þó verið skipaður í hans stað. Þess ber að geta að við ákvörðun um peningastefnu er bankaráð Seðlabankans fremur valdalítið í samanburði við bankaráð viðskipta- bankanna, er það í raun aðeins ráð- gefandi aðili. Ákvarðanir eru í hönd- um bankastjórnar, en ákvarðanir í öllum mikilvægum málum er haft samráð við bankaráðið. Banka- stjórnin er mun háðari viðskiptaráð- herra í ákvörðunum sínum. Ný Vestmannaeyjaferja: Smíði á minna skipi í athugun RÍKISSTJÓRNIN hefur nú til skoðunar tillögur samgönguráðherra um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Ráðherra segir að kannaðir hafí verið möguleikar á að smíða minna skip, en núverandi áætlan- ir eru um. Slíkt skip fengist á talsvert hagstæðara verði, og einnig væri raunhæfara að skoða möguleika á smíði þess innanlands. Vestmannaeyingar hafa látið teikna um 80 metra langa feiju og á grandvelli þeirra teikninga hafa þeir leitað tilboða í smíði feijunnar. Kostnaður við smíði skipsins er áætlaður 1,2 milljarðar króna. Steingrímur Sigfússon sam- gönguráðherra sagði við Morgun- blaðið, að gera mætti sér raun- hæfar vonir um að smíðaverð lækki um 300 milljónir króna, ef skipið væri um 10 metrum styttra. „Minna sjcip væri einnig raun- f hæfara hvað það snertir, að minnsta kosti kanna möguleika á smíði hér innanlands. Það eru ákveðnar tíl- lögur frá mér, á þessum grund- velli, til skoðunar í ríkisstjórninni,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að það væru allir sammála um að taka þyrfti ákvörð- un fljótlega um að endurnýja Vest- mannaeyjafeijuna. „Ég mun fylgja því fast eftir að sú ákvörðun verði tekin sem allra fyrst,“ sagði Steingrímur Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.