Morgunblaðið - 29.12.1989, Side 32

Morgunblaðið - 29.12.1989, Side 32
HaaMagaa js íiuoAauTsöa aiöAjaMUDaoM 'MORGUNBLAÐIÐ' PÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989 88 32 Amalía Líndal Webb — Minning Nýlega lést í Guelph, Ontario í Kanada, frú Amalía Líndal Webb. Hún var fædd í Cambridge, Mass- achussetts, 19. maí 1926, dóttir Edwards Gourdins, hæstaréttar- dómara og Amalíu Ponce Gourdins. Amalía var áður gift Baldri Líndal, efnaverkfræðingi, en þau kynntust er hann stundaði nám í heimabæ hennar. Árið 1949 fluttu þau til Islands. Þá var miklu meiri munur á aðstæðum og lifnaðarháttum í Bandaríkjunum og á íslandi, heldur en nú er. Það hlýtur að hafa verið erfitt að koma úr fjölmennu borg- arasamfélagi og setjast að í litlu ættarsamfélagi sem var fyrst og fremst fiskveiða- og landbúnaðar- þjóðfélag, en Amalía var kona sem ávallt tókst á við örðugleika ef ein- hveijir voru, og yfirsteig þá. Hér settist hún að. Þau Baldur eignuðust fimm börn. Voru það Tryggvi Valtýr, Ríkharð- ur, Eiríkur, Jakob og Ánna. Öll gengu þau menntaveginn og eru fjögur þeirra búsett hérlendis, en Ánna býr í Kanada. Amalía var lærður blaðamaður. Á meðan börnin voru að vaxa úr grasi var hún heimavinnandi, en jafnframt fréttaritari Christian Science Monitor og skrifaði oft greinar um ísland í það og önnur blöð. Þá skrifaði hún einnig bók sem bar titilinn ^Ripples from Iceland" (Gárur frá Islandi). Lýsti hún þar reynslu sinni af að koma til lands- ins og setjast að hér. Ennfremur lífsháttum og hvernig þeir og þjóð- in komu henni fyrir sjónir. Sú bók opnaði augu margra fyrir því, að sjá mátti íslenskt þjóðfélag frá öðr- um sjónarhól en þeim hefðbundna. Enn þann dag í dag hefur bókin gildi, og þá einkum til að sýna það Island sem var fyrir fjörutíu árum, og hve margt hefur breyst. Nokkrum árum síðar, árið 1967, hóf Amalía útgáfu kynningartíma- rits um íslands, á enskri tungu. Heiti þess skírskotaði til legu lands- ins og hét það „65 Degrees". Fræddi það margan erlendan les- anda um land og þjóð og er ekki ólíklegt að þó nokkur fjöldi ferða- manna hafi lagt leið sína hingað þessvegna. Engu að síður var áskrifendafjöldi tímaritsins ekki ■ nægur til þess að það bæri sig og varð Amalía að hætta útgáfu þess um 1970. Um líkt leyti slitu hún og Baldur samvistum. Vann Amalía þá áfram á íslandi um tveggja ára skeið, meðal annars á Hagstofunni. Þó fór svo að hún flutti sig enn um set og fór til Kanada með yngri börnin. Enn þurfti hún að byija nýtt líf í nýju landi. Hún tókst á við vandann sem fyrr. í Kanada vann hún ýmis störf og var síðast í fastastarfí sem blaðafulltrúi Sam- bands sykursjúkra í Kanada. Þá kenndi hún námsgreinar um smá- sagnagerð við háskólann í Toronto og háskólann í Guelph. Ennfremur fór hún að nýju að gefa út tímarit sem hét „Readers Choice". Þá gift- ist hún aftur í Kanada og var Fred- erick W. Webb seinni eiginmaður hennar. í sumar sem leið kom Amalía í heimsókn hingað til lands og heils- aði upp á gamla vini og kunningja. Var hún þá komin með þann sjúk- dóm sem varð hennar banamein, en ræddi um hann með stillingu og æðruleysi sem hveija aðra stað- reynd. Hún lést 29. nóvember síðastliðinn. Amalía var dugmikil kona með sterkan persónuleika. Hún skilur eftir sig spor í þremur löndum. Ágúst Valfells Mig langar að minnast tengda- móður minnar með örfáum orðum. Okkar kynni voru stutt og eftir- læt ég öðrum að lýsa lífshlaupi hennar. Ég man þegar við hittumst fyrst fyrir átta árum. Þá kom hún hingað til lands frá Kanada til að vera við brúðkaup sona sinna Eiríks og Jakobs. Ég man hvað óörugg og kvíðin ég var að hitta tilvonandi tengdamóður í fyrsta skipti, en sá kvíði var ástæðulaus. Amalía var ekki nein hversdagsleg kona með lífið í föstum skorðum, heldur lífsglöð og viljasterk kona sem ávallt hafði valið þá leið í lífinu er hún taldi vera rétta þrátt fyrir að þær gætu kostað hana erfiði. Hún var ávallt viss um að framtíðin kæmi með ný og spennandi verk- efni að glíma við. Maður fylltist bjartsýni í návist hennar. Ég vil minnast yndislegs sumars 1987 er við dvöldum á heimili Amalíu og eiginmanns hennar í Toronto. Þar var allt gert til að okkur liði sem best. Þegar Amalía kom til íslands í sumar hefðu fáir trúað því að hún ætti skammt eftir ólifað. Amalía var alltaf vongóð á að framtíðin gæfi henni tíma til að fullvinna þau verk er ólokin voru. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast henni. En það er erf- itt að sætta sig við að hún sem trúði á morgundaginn skuli ekki vakna fleiri morgna. Ég votta börnum hennar og eig- inmanni samúð mína. Dóra í byijun aðventu drögum við gjarnan upp penna og skrifum vin- um okkar og-vandamönnum erlend- is nokkrar línur um leið og við ósk- um þeim árs og friðar. Ég var ein- mitt að heíjast handa við þessar skriftir, þegar mér barst sú fregn, að ein af þeim vinkonum mínum, sem ég hef sent jólabréf, Amalía Líndal-Webb væri látin. Illkynja sjúkdómur, sem hún gekk með og tekist hafði að halda í skefjum um hríð, tók sig upp og varð ekki leng- ur við hann ráðið. Amalía fæddist þann 19. maí 1926 í Massachussetts, Banda- ríkjunum og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Edward 0. Gourdin, hæstaréttardómari og kona hans, Amalía fædd Ponce. Hún gekk í menntaskóla og háskóla í Boston og lauk prófi í blaðamennsku frá Boston University 1949. Um þenn- an hluta ævi hennar er mér fátt kunnugt annað en það, að á há- skólaárunum kynntist hún fyrri eig- inmanni sínum, Baldri Líndal, íslenskum námsmanni, sem farið hafði út í heim að afla sér og landi sínu þekkingar á sviði efnaverk- fræði. Þegar þau höfðu lokið há- skólaprófum sínum héldu þau til íslands árið 1949 og stofnuðu þar heimili. Ég kynntist Amalíu ekki fyrr en eftir 1960. Þau hjón bjuggu þá í Kópavogi og höfðu eignast fimm mannvænleg börn, fjóra syni og eina dóttur. En Amalía átti sér draum um sjálfstæðari tilveru en annir við barnauppeldi og heimilis- störf gátu veitt henni. Hún ætlað sér að nýta hæfileika sína og menntun til ritstarfa. Henni tókst líka með ótrúlegri elju að fást við ritstörf af og til þrátt fyrir heimilis- annir og árið 1961 kom út bók eft- ir hana, Ripples from Iceland, sem nýlega var endurútgefin. í þessari bók lýsir hún á hreinskilinn hátt ýmsu í íslensku" þjóðlífi, sem kom henni á óvart. Sjálfsagt hefur flutn- ingur milli svo ólíkra þjóðfélaga sem Bandaríkin og Island voru þá, orðið henni allsár reynsla. Hún fann líka alla tíð fyrir þeirri féiagslegu ein- angrun, sem konur hér bjuggu við, ef þær reyndu að hasla sér völl á hefðbundnu starfsviði karlmanna. Á sviði ritstarfa gerði það henni að sjálfsögðu erfíðara fyrir, að hún náði ekki nægilegu valdi á málinu til að geta skrifað á íslensku, þó að hún talaði hana ágætlega. Hins vegar tókst henni á árunum 1970-’72 að gefa út tímarit á ensku, 65 gráður, sem fjallaði aðallega um ísland og íslenskt þjóðlíf. Loks ákvað hún árið 1972 að flytjast til enskumælandi lands og varð Kanada fyrir valinu. Þau Baldur höfðu þá slitið samvistum. í Kanada biðu hennar enn erfíðleikar innflytj- andans. Með sömu óþijótandi elj- unni og fyrr tókst henni að fá vinnu við ýmiss konar störf til að fram- fleyta sér og aðstoða böm sín við nám. Alltaf voru ritstörfin með og þar kom upp úr 1980 að henni tókst á ný að hefja útgáfu tímarits í þetta sinn með smásögum, sem hún safn- aði frá öðru fólki. Var þetta mjög mikil vinna og fjárfrekt fyrirtæki, og fór svo, að hún hætti útgáfu þessa tímrits eftir 3 ár. Um þetta leyti hafði hún kynnst seinni eigin- manni sínum, Fred Webb, sem er af ensku bergi brotinn. Settu þau saman heimili í Toronto og studdi hann hana með ráðum og dáð við útgáfu tímaritsins. Síðustu tvö áíin hafa þau búið í eigin húsi í Guelph, lítilli borg í nánd við Toronto. Amalía hefur undanfarin ár kénnt smásagnagerð fyrst við háskólann í Toronto og nú síðast í Guelph. Þegar hér var komið sögu, börnin öll uppkominn og háskólamenntuð og hún búin að eignast notalegt heimili og lífsförunaut, kom váboð- inn í febrúar 1987, krabbamein, aðgerð, langvinn meðferð. Hún skrifaði mér langt bréf þetta vor, eins konar uppgjör við fortíðina og greinilega nokkuð áleitnar hugleið- ingar um möguleika á því, að þau hjón gætu flust til Islands. Hér höfðu þá þijú börn hennar sest að: Tryggvi, þjóðfélagsfræðingur, Eiríkur, sálfræðingur, kváentur Halldóru Gísladóttur kennara, og Jakob, arkitekt, kvæntur Sigríði Nönnu Sveinsdóttur, skrifstofu- manni og hjá þeim komið fyrsta barnabarnið. I Kanada eru Ríkharð- ur, sálfræðingur og Anna, tal- meinafræðingur. í síðasta jólabréfi Amalíu til mín fyrir ári kemur enn skýrt fram, að Island átti .mikil ítök í henni, eigin- lega eins og henni finnist, að þar eigi hún helst heima. Henni auðnað- ist að koma hingað í stutta heim- sókn í sumar og átti ég með henni ánægjulega stund einn eftirmiðdag í júlí. Hugrekki hennar gagnvart sjúkdómnum virtist óbilandi, þó að hún vissi, að hann væri farinn að breiðast út. Tilfínningar hennar til íslands hafa vafalaust ráðið því, að hún bað um að verða jarðsett hér, þegar hún fann að hveiju fór. Þetta land, sem bæði veitti henni gleði og olli henni sárindum, tekur nú á móti henni til hinstu hvfldar. Hvíli hún í friði og hafí hún þökk fyrir allt sem hún gaf þessu fósturlandi sínu. Megi minningin um merka konu, sem stöðugt hafði þrek og þor til að synda á móti straumnum ylja aðstendendum hennar um ókomna tíð. Kristín Jónsdóttir Látin er í vesturheimi Amalía Líndal Webb, fyrrum húsfreyja og ritstjóri á íslandi. Hún fæddist 19. maí 1926 í borginni Cambridge í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Foreldrar hennar voru Edward Gourdin hæstaréttardómari og kona hans Amalía fædd Ponce. Amalía yngri, sem hér er minnst, sótti menntaskóla í Boston og lauk síðar námi í blaðamennsku frá há- skóla sömu borgar. Þar urðu þau atvik í lífi hennar að á fundi i alþjóðlega stúdentafé- laginu hitti hún ungan ágætan ís- lending, sem bar mjög fyrir bijósti hag lands síns og þjóðar. Þetta var skylt áhugamálum hennar og varð meðal annars til þess að leiða hugi þeirra saman. Svo réðst að hún ákvað samkvæmt helgri bók — hvert sem þú ferð, þangað fer ég — að fylgja honum til íjarlægs ættlands hans, lands, sem hún hafði hvorki séð né heyrt. í ritum Amalíu má sjá að henni er frá upphafi ljós vandinn við að yfírgefa átthaga og gerast þegn nýs lands. Hún lýsir reynslu þess sem kemur frá alls ólíku heims- horni til dvalar á íslandi. Hún ber nokkum kvíðboga fyrir umskiptun- um. „Það er eins og að fæðast í annað sinn.“ Hún vitnar í orð skáld- konu sem dvalið hafði í nítján ár í Kína, og hugleiddi hvernig fínna mætti samastað í tilverunni. Efnis- lega svo: Til þess að festa rætur í nýju umhverfi verður að finna sér hlutverk, finna stað þar sem verða megi meðbræðrum að liði. Öllu máli skiptir að hæfileikar manns séu metnir, teknir gildir og þegnir í nýja samfélaginu. Ámalía gerist nú húsfreyja og móðir á íslandi, en fínnur sér auk þess nýtt hlutverk — gerist frétta- ritari Christian Science Monitor. Hún ritar greinar einkum um ísland og íslensk málefni. Síðar leggur hún þetta til hliðar og tekur til við nýj- ung á íslandi: Hún hefur útgáfu ársfjórðungsrits á ensku til kynn- ingar á íslensku landi, lýð, atvinnu- háttum og bókmenntum. Ritið nefn- ir hún 65°, með vísan til hnattstöðu íslands. Forseti landsins Ásgeir Ásgeirs- son ritar ávarpsorð og árnaðar- óskir. Honum er ljóst að í mikið er ráðist. Hér var brautryðjandi að verki. Höfundanöfnin vekja athygli. Sigurður Nordal prófessor,_ Jón Magnússon fréttastjóri, Olafur Jensson læknir, Kristján Bersi síðar skólastjóri. Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Róbert Arnfínnsson leikari. Auk útgáfu þessa rits lýkur Amalía við a.m.k. þijár bækur, blaðagreinar um ýmis efni og smá- sögur. í öllu þessu birtist hin kapp- samlega leit hennar að eigin hlut- verkí á sviði samtímans. Orð mér af orði orðs leitaði verk mér af verki verks leitaði. Svo er lýst í fornu kvæði þroska- sögu hins leitandi, starfandi manns. Þótt nokkur starfi sé nú upptalinn verður barnmargt heimili samt aðal vettvangur hennar á nýja landinu. Hún eignast fímm mjög svo mann- vænleg börn, sem öll hafa lokið háskólanámi: Elstur er Tryggvi fé- t Hjartkaar móðir mín, SIGRÍÐUR LÁRA JÓHANNSDÓTTIR, Kleppsvegi 6, lést í Vífilsstaðaspítala 26. desember. Lára Jóhannsdóttir. t JÓHANNES KRISTINN STEINSSON, Silfurtúni 18, Garði, lést 24. desember. Lltför fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 30. desember kl. 14.00. Kristfn Ingólfsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN INGJALOUR JÚLÍUSSON, Grensásvegi 60, lést 27. desember. Sigrfður Sölvadóttir og börn. t Systir min, MARY A. ERIÐRIKSDÓTTIR frá Gröf, Vestmannaeyjum, sem andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 23. desember verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, föstudaginn 5. jan- úar. Fanný Friðriksdóttir og aðrir vandamenn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS MAGNÚSSON blikksmiður, Skólagerði 44, Kópavogi, sem lést að morgni 23. desember verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju þann 29. desember kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á systrasjóð St. Jósepsspít- ala í Hafnarfirði. Margrét Karlsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.