Morgunblaðið - 21.01.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.01.1990, Qupperneq 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1990 IGENUNUM? eftir Kristínu Marju Baldursdóttur UNGIMAÐURINN rakst á mynd af langafa sínum ungum og varð orðlaus um stund því maðurinn á myndinni hefði vel getað verið hann sjálfur. Sömu augun, íbogna nefið og ákveðna hakan. „ Ja, fjárinn,“ hugsaði hann, „maður skyldi þó ekki hafa erft skapið frá karlinum líka?“ Ekki er það útilokað, því í líkama mannsins sveima eldgöm- ul gen sem hafa meiri áhrif á einstaklinginn en nokkur annar þáttur. Og er það til lítils að sakast að eilífú við uppeldið þegar illa gengur, eða óhagstæð áhrif sljarnanna, — genin örsmáu ákvarða lundina og eru ef til vill lykillinn lífsgátunni miklu. E g er í krabbamerkinu,“ sagði konan alvarlega, „og er því feimin, en föst fyrir.“ Ekki datt henni þó í hug að skrifa rauða hárið eða stutta nefið á reikning stjörnumerkisins, enda augljóst af útlitinu hverra manna konan var og sá þáttur því tileinkað- ur foreldrum. En það er ýmislegt sem erfist þótt það sjáist ekki með berum augum. Oft undrast foreldrar hversu ólík börn þeirra eru innbyrðis, bæði hvað varðar útlit og eiginleika. Eiga þó sömu foreldra og hafa í flestum tilvikum fengið svipað uppeldi. Hér eru það genin umræddu sem bregða á leik. Gen og litningar Dr. Jórunn Eyfjörð erfðafræð- ing- ur starfar hjá Krabbameinsfélaginu og kennir einnig mannerfðafræði við Háskóla íslands. í samtali við hana kom fram, að gífurlegar fram- farir hafa orðið á sviði erfðafræð- innar síðustu tíu árin, og með nýrri tækni og aðferðum er nú hægt að einangra hvert gen fyrir sig, og skoða og rannsaka. í stuttu máli, þá er hver einstakl- ingur með 46 litninga, 22 litninga- pör frá föður og móður, auk tveggja litninga sem ákvarða kynið, X- eða Y-Iitning. Eru konur með tvo X-litninga og karlar með X- og Y-litning. Erfðaupplýsingum er komið fyrir á litningunum, í örmjó- um þráðum (sem samanlagt eru 1,8 metrar að lengd í hverri líkams- frumu!), og í þráðunum eru genin með erfðaeiginleikunum. Við kynfrumumyndun stokkast erfðaefnið upp með endurröðun, og afkvæmin fá mismunandi litninga frá foreldrum sínum. Gen sem eru mjög nálægt hvert öðru á litningn- um erfast oft saman, en litningur helst aldrei heiil, t.d. getum við ekki fengið heilan Iitning frá afa okkar eða ömmu. Á einfaldan hátt gæti dæmið lit- ið þannig út: Kona eignast dóttur og gefur henni 22 litninga auk X-litnings, sem innihalda útlit, skapgerð, og hæfileika. Frá föðumum fær dóttir- in aðra 23, og parast nú þessir 46 litningar. Nú eignast konan og maðurinn aðra dóttur sem fær auð- vitað sama litningafjöldann, en ekki alveg þá sömu og fyrri dóttirin. Yngri dóttirin getur því fengið breiðu höndina frá föður sínum og háa ennið frá móðurinni, en eldri dóttirin ekki. Og hið sama gildir um skapgerð og hæfileika. Og enn geta foreldramir eignast bam, sem hvomgu þeirra líkist í fljótu bragði, því uppstokkun erfðaefnisins er óendanlega fjölbreytt, og ekki alltaf „kveikt“ á sumum genum sem maðurinn ber í sér. Oft hafa snillingar komið frá ósköp venjulegum fjölskyldum, og hafa t.a.m. ættir Goethes oft valdið bókmenntafræðingum heilabrotum. Forfeður hans voru vínkaupmenn og virtist ekkert benda til skáld- hneigðar á þeim bæjum. En hver veit nema „skáldagenið" hafi haft hægt um sig í langan tíma en síðan ákveðið að láta til skarar skríða í hinum unga Goethe. Dvergar geta til dæmis borið í sér gen fyrir háan vöxt og eignast börn sem hafa fullkomlega eðlileg- an líkamsvöxt, og mongolítar gen sem ákvarða góða greind. Þeir eiga þó sjaldnast afkvæmi. Genin erfast því mann fram af manni, bæði heilbrigð og gölluð, og stundum orðin mörg þúsund ára gömul. Áhrif erfða Sálfræðingar telja að erfðir hafi oftast um 40 til 60 prósent áhrif á námshæfni einstaklingsins, annað megi teljast til umhverfisáhrifa. Ekki eru allir erfðafræðingar sam- mála þessu og telja áhrif erfða mun meiri, og segja að umhverfið hafi áhrif á þá eiginleika sem við höfum. Slæmur aðbúnaður í æsku hafi t.d. áhrif á suma, en aðra ekki. Margir hafa t.d. velt því fyrir sér hvort afbrotahneigð sé arfgeng, en Jórunn Eyfjörð segir að ekkert barn erfi afbrotahneigð. Aftur á móti geti það erft erfiða skapgerð og ef umhverfisáhrif eru neikvæð árum saman, þá eru þeir möguleikar fyr- ir hendi að einstaklingurinn hneig- ist til afbrota. Fyrir u.þ.b. 25 árum voru karl- menn með auka Y-litning rannsak- aðir, en þeir eru oft mjög hávaxnir. Rannsóknin var gerð í skoskúfang- elsi og beindist einkum að greindar- skertum mönnum sem voru dæmdir fyrir ofbeldisverk. Reyndust þeir margir hafa auka Y-litning og settu fræðimenn umframkarlmennsku- gen þeirra í samband við afbrota- hneigð og árásargimi. Morðingjar voru jafnvel úrskurðaðir ósakhæfir og komust hjá lífláti vegna auka Y-litningsins. En síðar hefur komið í ljós, að auka Y-litninginn má ekki síður finna hjá fullkomlega löghlýðnum og eðlilegum borgurum, og sýnir, eins og Jórunn bendir á, að allar kannanir beri að taka með gagn- rýni. Sama sálin Eineggja tvíburar hafa löngum verið vinsælt rannsóknarefni erfða- fræðinga og sálfræðinga, og þá einkum ef þeir hafa ekki alist upp í sama umhverfi. Eineggja tvíburar geta bæði ver- ið í einum sekk eða tveimur, eftir því hvenær aðskilnaður hefur farið Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Hannes Pétursson yfirlæknir geðdeildar Borgarspítalans og Jón Brynjólfsson læknir, sem unnið hafa að erfðarannsókn á geðklofa. 6EBKL0H UFGENGUR Á GEÐDEILD Borgarspítalans hafa þeir Hannes Pétursson yfir- læknir geðdeildarinnar og Jón Brynjólfsson læknir unnið að rannsókn á „schizophrenia" (geðklofa) og sýnt fram á að í ákveðnum tilfellum er sjúkdómurinn orsök afbrigðilegra erfða- þátta á 5. litningi og gengur í erfðir. Rannsóknin hefúr staðið yfir i sex ár og er unnin í samvinnu við breska lækna við Midd- lesex-sjúkrahúsið annars vegar og Lundúnaháskóla hins vegar. Sjö íslenskar og breskar fjölskyldur hafa verið rannsakaðar og fyrir tveimur árum birtu þeir Hannes og Jón fyrstu niðurstöð- ur rannsóknar sinnar hér á landi. Rannsóknin hefur vakið mikla athygli erlendis og verið fjallað um hana í erlendum dagblöðum og vísindaritum. Breska ríkisútvarpið BBC hefur óskað eftir viðtölum og umfjöllun um þetta mál, einkum með þátt Islendinga í huga, en íslendingarnir verið treg- ir til, þar eð þeim er umhugað um að vinna að áfram- haldandi rannsókn í kyrrþey. I samtali við Jón kom fram að litlu væri við fyrri niður- stöður að bæta að svo stöddu, en rannsókninni væri hald- ið áfram af fullum krafti. Lengi var vitað að sjúkdómurinn gæti gengið í erfðir en ekkj með hvaða hætti. Með nýrri tækni í erfðavísind- um hefur nú í fyrsta sinn tekist að sýna fram á að líffræðilegur orsakaþáttur erfist. Sýnt hefur verið fram á erfðafræðileg tengsl milli ákveðins erfðaþáttar og sjúk- dómsins, en ekki nákvæmlega hvar sá erfðaþáttur er. Nú þegar búið er að sanna að sjúkdómurinn erfist vonast menn til að geta einangrað þennan erfðaþátt og staðsett hann nákvæmlega, á næstu fimm til tíu árum. Mun það gefa möguleika á stórbættri meðferð í formi sérhæfðrar lyfjameðferðar. , Margir hafa velt því fyrir sér hvort eitthvað skaðlegt í umhverfi eða uppeldi kynni að vera orskök sjúkdóms- ins, og ættu þessar niðurstöður að leiða til breyttrar og bættrar afstöðu til geðsjúkdóma, þar sem komin er fram ákveðin skýring á þeim. ERFÐARANNSQKN Á BRJÓSTAKRABBAMEINI í NÝRRI rannsóknarstofú Krabbameins- félagsins vinna sjö konur merkilegt starf í þágu kvenna. Dr. Jórunn Eyfjörð erfðafræð- ingur sljórnar þar rannsókn á brjósta- krabbameini, sem bæði er frumurannsókn og erfðarannsókn. Dr. Helga M. Ögmunds- dóttir læknir og ónæmisfræðingur er for- stöðumaður rannsóknarstofúnnar og auk þeirra vinna tveir líffræðingar og þrír meinatæknar að rannsókninni. Verkefnið er unnið í samvinnu við Rannsóknarstofú háskólans í frumulíffræði og hefúr staðið í tæp tvö ár. Erfðarannsóknunum má skipta í tvennt,“ sagði Jórunn í sam-_ tali við Morgunblaðið. „í fyrsta lagi leitum við að erfðabreytileika, sem gæti valdið því að sumum einstaklingum er hættara við að fá bijóstakrabba- mein en öðrum, og safnað hefur verið sýnum úr fjölskyldum þar sem bijóstakrabbamein er al- gengt. í öðru lagi leitum við að breyt- Morgunblaðið/EmeKa B. Bjömsdóttir Dr. Jórunn Eyfjörð erfðafræðingur, sem stjórnar rann- sókn á bijóstakrabbameini. ingum á kjarnasýrum í krabba- meinsæxlum. Slíkar breytingar geta gefið mikilvægar upplýsing- ar um það hvernig æxlin mynd- ast, en auk þess geta þær haft forspárgildi um framvindu sjúk- dómsins. Lýst hefur verið breytingum í tvenns konar genum í sambandi við myndun krabbameins. Svo- kölluð æxlisgen eru orðin vel þekkt, m.a. vegna nýlegrar veit- ingar Nóbelsverðlauna. Breyting- ar á þessum genum geta valdið æxlisvexti. Einnig eru að koma fram upp- lýsingar um svonefnd bæligen. Minna er um þau vitað enn sem komið er, en þau virðast geta hindrað æxlisvöxt. Við höfum þegar fundið breytingar í tveimur genum í æxlunum. Annars vegar fjölgun á æxlisgeni, hins vegar úrfellingu eða tap á bæligeni.“ Þessar rannsóknir hafa mikla þýðingu fyrir konur í framtíðinni, því þær gera sjúkdómsgreiningu nákvæmari og meðferð árang- ursríkari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.