Morgunblaðið - 21.01.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.01.1990, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 fram og áður voru eineggja tvíbur- ar oft álitnir tvíeggja af þeim sök- um. Nú á dögum kemur það varla fyrir enda hægt að ganga úr skugga um það með blóðrannsókn. Eineggja tvíburar eru alltaf af sama kyni og hafa fengið nákvæm- lega sömu litninga frá foreldrum sínum. Eins og maður nokkur orð- aði eitt sinn á dramatískan hátt: Þar hefur sama sálin búið um sig í tveimur líkömum. En nú kemur oft fyrir að ein- eggja tvíburar eru ekki alveg eins, þ.e. örlítill munur er á andlitsdrátt- um, og annar ef til vill þyngri en hinn. Jórunn segir að skýringin geti ef til vill verið sú, að þroskaskil- yrði hafi ekki verið hin sömu á fóst- urstigi, staðsetning við fylgju önnur og annar tvíburinn fengið meira blóðstreymi en hinn. Einnig geti orðið stökkbreyting eða litninga- breyting í öðru fóstrinu, þótt það sé reyndar fremur sjaldgæft. Tvíeggja tvíburar eru alltaf í tveimum sekkjum, hafa tvær fylgj- ur, og þurfa ekki að líkjast hvor öðrum meira en gengur og gerist meðal systkina, því þeir hafa ekki fengið sömu litningana frá foreldr- um sínum. í Bandaríkjunum og Þýskalandi hafa verið gerðar rannsóknir á því hversu mikil áhrif umhverfið hafi á eineggja tvíbura, og kom í ljós að umhverfisáhrif voru minnst hjá þeim sem töldust hafa meðalgreind. Þeir sem höfðu greind í minna lagi voru háðari umhverfinu, og hinir vel greindu áttu auðveldara með að nýta sér hina ýmsu möguleika sem umhverfið hafði upp á að bjóða. Tvíburaleikir En systkini eru oft ótrúlega lík þótt ekki séu tviburar, og þekkjast oft langar leiðir á hökunni eða göngulaginu. Á ættarmótum kemur oft margt skemmtilegt í ljós þegar menn fara að bera saman bækur sínar. í einni ættinni áttu t.d. karl- mennirnir allir stóra skapið „og bölvans nískuna" sameiginlega, og í annarri kom í Ijós að kvenfólkið varð allt ósköp svipað í útliti þegar árin færðust yfir þær. Fengu allar þetta mikla gráa hár og djúpu drættina frá nefi að munnvikum. Gölluðu genin Því miður er það ekki einungis ættarsvipurinn og skapmótið sem erfast mann fram af manni, sjúk- dómamir, eða gölluðu genin, fylgja einnig með. Gyðingar höfðu áttað sig á því löngu fyrir Kristsburð, að ekki var hægt að umskera alla drengi vegna i sér þótt hún sjálf sé heil- Meðferð dreyrasjúklinga er sú, að gefa þeim reglulega blóðþætti eða blóðhluta sem innihalda þann storkuþátt sem vantar. Eftir að al- næmissjúkdómurinn kom til sög- unnar er nú með erfðafræðilegum aðferðum farið að nota mannagen til framleiðslu á hreinu próteini. Erfðatækni Mikið vatn er því runnið til sjáv- ar frá því að austurríski munkurinn Gregor Mendel vann að tilraunum með plöntukynblöndun á árunum 1856 til 1864. En Mendel var frum- kvöðull á sviði erfðarannsókna og leiddi rök að því hvers kyns sér- kenni erfast með ákveðnum erfða- þáttum, og haldast óbreytt um fjölda kynslóða. Jórunn segir, að það hafi ekki verið fyrr en árið 1955 sem menn hættu á blæðingu, en vissu þó ekki hvað olli þessum sjúkleika hjá sum- um en öðrum ekki. Hér var um að ræða dreyrasýkina, en henni veldur galli í geni sem ákvarðar ákveðinn storkuþátt. Þessi sjúkdómur kom nokkuð við sögu evrópskra konungsætta og hafði Viktoría Bretadrottning í sér dreyrasýkigen, sem væntanlegá var tilkomið við stökkbreytingu, því veikin var óþekkt í forfeðrum henn- ar. Sjúkdómurinn erfist frá móður til sonar, og getur því konan borið í GENUNUM? gátu fyrst talið litningana i mönn- um, og upp úr 1970 fóru þær að- ferðir að þróast sem nú eru notað- ar. „Talið er,“ segir hún, „að í erfða- efni mannsins séu u.þ.b. 100.000 gen, en aðeins lítill hluti þeirra er þekktur enn sem komið er. Fram- farir eru þó örar, og nýjar aðferðir í erfðatækni gera mönnum kleift að einangra erfðaefnið DNA, búta það niður og einangra, og rannsaka einstök gen. Nú eru m.a. uppi áform um að kortleggja og raðgreina allt erfðaefni mannsins." Með þessari nýju tækni og að- ferðum er nú stöðugt unnið að því að rannsaka þau gen sem bera í sér sjúkdóma, með það fyrir augum að finna lyf gegn þeim sjúkdómum og gera sjúkdómsgreiningu ná- kvæmari þannig að meðferð verði árangursríkari. Hjá Krabbameinsfélaginu fer nú fram erfðatæknileg rannsókn á bijóstakrabbameini, bæði frumu- og erfðararinsóknir, og á geðdeild Borgarspítalans hefur í nokkur ár staðið-yfir erfðatæknileg rannsókn á sjúkdómnum „sehizophrenia“ (geðklofa). En hvernig getur nú hinn venju- legi maður nýtt sér upplýsingar erfðafræðinnar? Ef menn vita t.d. af hjarta- eða krabbameinssjúkdómum í fjöl- skyldu sinni, ættu þeir að geta var- ast þá þætti sem auka líkur á sjúk- dómnum með því að lifa heilbrigðu lífi. Láta tóbakið og kaffið eiga sig, gæta þess að fá nægan svefn, huga að matarvenjum sínum, forðast streituna og reyna að hreyfa sig örlítið úti í góða loftinu. Það er svo sem engin þörf á að „æsa“ gölluðu genin upp. Hið sama ætti þá senni- lega að gilda um geðræna sjúk- dóma. Til að þekkja sjálfan sig betur er sennilega vænlegra að rýna í genin og fjölskyldu sína, heldur en að spá í stjörnurnar. Enginn texti. Forsíða. Grunn- grafíkmynd? Fjölskyldumynd á bls.40-41 í bókinni I dagsins önn. Enginn texti. Forsíða. Mynd úr bókinni Scientifíc American, bls. 41. Litningar í einni frumu. Eineggja tvíburar hafa oft villt um fyrir mönnum og fara margar fróðlegar sögur af því. Oft eru þeir svo líkir að jafnvel foreldrar geta látið blekkjast á ákveðnum augna- blikum. Og þótt tvíburamir sjálfir séu ekki alltaf hrifnir af því að vera eins — „það er svo pirrandi að þessi manneskja skuli vera eins og ég“, hafði einn þeirra á orði — þá hafa þeir nú stundum notfært sér aðstöðu sfna, samferðafólki til mikillar mæðu. Þeir hafa stundum tekið próf hvor fyrir annan og gerðist það eitt sinn að tvíburi var slæmur í fæti daginn sem sundpróf átti að fara fram og lét þá tvíburasystur sína synda í tvígang. Enginn komst að svindlinu, en að prófinu loknu sagði sundkennarinn sposkur við tvíbu- rann sem synti: Jæja góða mín, þama er nú munur á ykkur systmn- um, þótt eineggja séuð. Hún systir þín náði helmingi betri. tíma áðan!“ Ekki fór það jafnvel hjá öðmm tvíburum sem voru að taka stúd- entspróf. Annar fór í prói fyrir hinn og enginn komst að hine sanna. En tvíbumnum sjálfum fann.’t þetta svo sniðugt að þeir gátu ekkl stillt sig um að segja einhveijum fra því og fór svo að annar var felldur á prófinu. Tvíburar .unnu eitt sinn saman á kaffiteríu og þar sem Iítið var að gera tylltu þær sér niður hlið við hlið innan við afgreiðsluborðið og spjölluðu saman. Drukkinn maður kom aðvífandi með frekju og bægslagangi og heimtaði af- greiðslu. Þá varð honum litið á tvíburana og var brugðið. „Er ég farinn að sjá tvöfalt?" tautaði hann miður sín. Tvíburarnir leiðréttu ekki þann misskilning og hvarf maður- inn af brott niðurbrotinn yfir ástandi sínu. Morgunblaðið/Árni Sæberg TVÍBURAR EF ANNA er andvaka þá er Lolla það líka. Þá hittast þær á bað- herberginu um hánótt og horfa með ásökun hvor á aðra. Viltu reyna að sofna svo ég geti sofið líka, hugsa þær báðar en hafa um það engin orð, því orð hafa alltaf verið óþörf i samskiptum þeirra. Tvíburamir Anna Marta og Lovísa Guðbjörg Ásgeirs- dætur, sem em að verða sautján ára, hafa aldrei verið aðskildar.. En næsta sumar skilja leiðir þegar önnur fer út á land að vinna og þá vandast málið. Hvor fær bláu buxurnar? Hvor á að taka brúna jakkann? Hvor fær að hafa bílinn sem þær ætla að kaupa sér saman? „Við höfum alltaf skipt öllu á milli okkar,“ segja þær þar sem þær sitja á móti mér. „Ef önnur fær meira kaup en hin þá skiptum við því þannig að báðar fái jafnt. Við kaupum okkur fatnað saman, og höfum því ekki hugmynd um hver á hvað, ekki einu sinni þegar um undirfatnað er að ræða! En í sumar verðum við í fyrsta sinn aðskiidar, og við emm strax farnar að ræða um hver eigi að hafa hvað, hvernig við eigum að skipta ilmvötnum og snyrtivörum á milli okk- ar, og bílnum, — þetta verður nú meira vesen- ið!“ Anna og Lolla, sem em eineggja tvíburar, era dætur Laufeyjar Eyjólfsdóttur og Ás- geirs Baldurssonar. Anna er að læra að verða þjónn og starfar á veitingahúsinu Oð- insvéum, en Lolla er í almennu námi í Iðnskó- lanum. Frá því þær voru í vöggu hafa þær verið „Eins og einhver segull sé á milli okkar.“ Anna Marta (t.v.) og Lovísa Guðbjörg Ásgeirs- dætur, eineggjatvíburar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.