Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990
GRIPINIVIGLÓÐVOLGUR
■ VESTFIRSKAR rokk-
sveitir hafa ekki verið áber-
andi síðan Grafík lagði upp
laupana snemma á síðasta
ári. Þar lifir þó rokkið eins
og annars staðar og til að
minna á það gaf Bjartsýni
nýverið út breiðskífuna
Vestan vindar með tíu vest-
firskum hljómsveitum og
flytjendum.
Aðstandandi plötunnar,
Herbert Guðmundsson
söngvari, sagði að enga
tímamótatónlist vera á plöt-
unni, „þetta er bara venju-
legt rokk með tilbrigðum".
Hljómsveitir og f lytjendur
sem lög eiga á plötunni eru
Æðruleysi frá Patreks-
firði, Dolby, RúnarÞór,
Reynir Guðmundsson og
Sigurgeir Sverrisson frá
ísafirði, Siggi Björns frá
Flateyri, Septa, Edda
Borg og Kan frá Bolung-
arvík og Rokkbændur frá
Ingjaldssandi.
■ELDRI söngkonur virð-
ast eiga upp á pallborðið
hjá tölvupoppurunum þessa
dagana. Mönnum er enn í
fersku minni samvinna Pet
Shop Boys o g þeirra Dusty
Springfield og Lisu Minelli,
að ógleymdum þeim Stock,
Aitken og Waterman, sem
sömdu fyrir Diönu Ross.
Nú hefur J.J. Jeczalik úr
The Art of Noise, tekið
höndum saman við Erthu
Kitt og hljóðritað hennar
nýasta lag, Primitive Man,
sem verður á væntanlegri
plötu hennar, I’m still here.
Geislabowie
DAVID Bowie sneri aftur í sviðsljósið á síðasta ári
með sveit sinni Tin Machine og hlaut blendnar við-
tökur. Hann þráast þó við og tók upp 25 lög með
sveitinni í Astralíu fyrir stuttu.
Ahugi fyrir eldri hljómplötum Bówies virðist öllu meiri
en á því sem Tin Machine er að gera og búast menn
við miklum handagangi þegar gömlu Bowie-plötumar
koma út á geisladiskum á næstunni.
Forsmekkur að þein-i útgáfu, sem verður í höndum
bandaríska fyrirtækisins Rykodisc, var kassinn
Sound and Vision, sem út kom fyrir jól og í
voru söfn af bestu lögum Bowies og óút-
gefnum lögum á þremur geisladiskum
og eitt lag á mynddisk. Fyrstu plöturnar
þijár verða síðan gefnar út á diskum í
þessum mánuði.
A hveijum disk verða fjögur aukalög
sem mörg hver hafa aldrei heyrst áður.
Þess má svo geta að fyrir stuttu stóðu
yfir samningar um að fá Bowie og blik-
kvélina hingað til lands til tónleika-
halds, en það getur sett strik í reikning-
inn að hann ku vera að velta fyrir sér
að fara einn í tónleikferð um heiminn í hai
Ásgeir Óskarsson trommuleikari og söngvari á tónleikum
Blámakvartettsins í Kjallara keisarans 11. janúar.
Asgeir Oskarsson hefur
um árabil verið einn
fremsti rokktrymbill landsins
og barið húðir með mörgum
af vinsælustu sveitum lands-
ins, s.s. Pelican, Stuðmönn-
um og Þursaflokknum; yfir-
leitt með fleiri en einni sveit
í einu. Ein af þeim sveitum
sem hann starfar með núna
er Blámakvartettinn, sem
hann skipar með Björgvin
Gíslasyni, Haraldi Þorsteins-
syni og Pétri Hjaltested. Ás-
geir er traustur á trommurn-
ar í þeirri sveit, sem vonlegt
er, en líklega kemur það
sumum á óvart að hann
syngur líka með sveitinni.
Þetta kvöld í Kjallara keisar-
ans söng hann ein þijú eða
fjögur lög, þar á meðal Zepp-
elin-slagarann Dazed and
Confused, og fórst það eink-
ar vel.
DÆGURTONLIST
Til hvers eru tónlistarmyndbönd't
LEIKINLOG
ÞAÐ fer varla framhjá neinum að tónlistarmyndbönd
hafa sótt mikið í sig veðrið seinni ár og ekki er gefin
út plata á íslandi án þess að myndband (eða mynd-
bönd) sé gert við eitthvert laganna. Sú tíð virðist þó
liðin þegar það eitt að komast í sjónvarpið dugði til
að selja plötur í þúsundatali.
Gott myndband, þegar
gert er leikið lag sem
undirstrikar boðskap texta
(ef einhver er) og dregur
fram hughrif í tóniistinni,
^mmmm^mmm er meira
en góð
auglýs-
ing.
Þannig
mynd-
bönd eru
sjaldséð,
því eins
og alltaf
eftir Áma
Matthíasson
þegar mikið fé er í húfi
sigla menn milli skers og
báru og velja þrautreynda
formúlur sem allir þekkja:
depurð og sorg vegna þess
að stúlkan/pilturinn hefur
fundið sér annan/aðra —
dularfull aðlaðandi stúlka
í fjarska sem söngvarinn
eltist við og fær að lokum
— töffarar á tónleikum. Á
árum áður var nóg að
bandmynd með tónlistar-
manni væri sýnd í sjón-
varpi til að salan tæki kipp
og kannski er besta dæmið
um það plata Meatloafs,
Bat out of Hell, sem til er
á hverju heimili á landinu
Meatloaf Fyrsta „mynd-
bandsplatan".
eða þar um bil. Áhrifamátt-
ur sjónvarpsins hefur þó
minnkað mikið því nú eru
slíkar myndir alvanalegar
og úti í heimi eru sjón-
varpsrásir sem sýna slíkt
allan sólarhringinn.
Það kostar sitt að setja
saman gott myndband, því
ekki er hægt að fara af
stað fyrir minna en 200—
300.000 krónur og ef gera
á myndband af metnaði
þarf sjö stafa tölur. í ný-
legu vali á besta mynd-
bandi ársins innlendu í
Sjónvarpinu varð efst
myndbandið við Plánetu
Sykurmolanna, sem gert
er fyrir erlendan markað
og kostaði líklegajafn mik-
ið að gera og öll hin mynd-
böndin sem sýnd voru í
þættinum. Þetta þykir mik-
ið á íslandi, en úti í heimi
kveikja menn víst varla á
upptökuvélum fyrir slíka
smáaura. (í þessu sam-
hengi má benda á að heils-
íða f lit kostar uppí 275.000
krónur í dagblaði (með
vsk.).) Sá sem gefur út
plötu þarf því að gera ráð
fyrir í það minnsta 200.000
krónum til myndbanda-
gerðar; um 10% af heildar-
kostnaði.
Fyrir síðustu jól var mik-
ið sýnt af myndböndum
með íslenskum plötum, en
ekki er gott að segja hvað
þau myndbönd höfðu að
segja þegar viðskiptavinur-
inn kom í plötubúðina til
að kaupa jólagjöfina. Sölu-
hæsta platan varð plata
Bubba Morthens, Nóttin
langa; fyrir þá plötu var
gert eitt myndband. Neðar
á sölulistanum voru plötur
sem höfðu fleiri myndbönd
til kynningar og við eina
voru gerð fjögur (sem
reyndar voru ekki öll sýnd
fyrir jól). Sú plata varð
sjötta söluhæsta plata árs-
ins. Það er því ekki nóg
að gera myndband; tónlist-
in skiptir mestu máli. Ekk-
ert myndband getur selt
f . , ‘ J ^
y ,| .j (i '
! * sýjÍ -j\ ■
, '/w'j'm-
LJó3mynd/Björg Sveinsdóttir
Sykurmolarnir Besta og dýrasta innlenda myndband ársins.
lélega plötu, sama hve vel
það er gert, en því er ekki
að neita að gott myndband
getur aukið sölu á vinsælli
plötu, líkt og vinsælt lag.
Eftir nokkur ár verða
líklega flestir geislaspilar-
ar einnig búnir til að spila
mynddiska, sem eru jafn-
stórir og venjulegir geisla-
diskar. Þegar er nokkuð
framboð af slíkum diskum
ytra og nokkrir hafa sést
hér á landi. Það bendir því
flest til þess að mynd-
bandagerð verði æ snarari
þáttur í plötuútgáfu hér á
landi sem og annars staðar.
ENIM HRELLIR
JERRY LEE
JERRY Lee Lewis er kominn af léttasta skeiði, orðinn
54 ára gamall, en áhugi á tónlist hans hefur ekki ver-
ið meiri í langan tíma. Keppast fyrirtæki um að gefa
út gamlar upptökur með kappanum og hann er hvar-
vetna eftirsóttur til tónleikahalds.
Brasilíubyrne
Ekki fyrir löngu átti að
taka upp tónleika Jerr-
ys í Bretlandi á myndband
og var ætlunin að ýmsar
poppstjörnur kæmu á svið
til skrauts. Nokkurn tíma
tók fyrir Jerry að koma sér
til Bretlands, en þegar hann
gekk inn á svið og sá kvik-
myndatökuvélarnar, breytti
hann. tónleikdagskránni
óforvarandis og hóf tónleik-
ana á sveitatónlistarlagi
sem enginn í stuðnings-
sveitinni virtist kunna.
Stjörnurnar streymdu á
svið, Dave Davies, Brian
May, John Lodge og Stuart
Jerry Lee Lewis;
dráparinn
Adamson, en komu allar af
fjöllum þegar Jerry viðraði
gömul Hank Williams-lög
og ámóta. Ekki bætti úr
skák að þegar þeir voru
búnir að fóta sig í einhverju
lagi breyttist það í annað lag
í miðju kafi, líkt og Whole
Lotta Shakin’ sem varð að
Me and Bobby McGee. Jerry
átti það líka til að hætta í
miðju lagi til að skamma
meðspilarana; hætti í miðj-
um einleikskafla ef honum
leiddist og lék sum lög á
tvöföldum hraða. Þegar
Brian May flýtti sér á svið
til að taka sóló hrasaði hann
um hljóðnemastand og varð
frá að hverfa að sinni, en
Jerry endurtók lagið til að
gefa honum annað tæki-
færi.
DAVID Byrne úr Talking
Heads hefiir sent firá sér
enn eina sólóplötuna og
eins og fyrri daginn leitar
hann fanga í fjarlægum
löndum. Rei Momo nefnist
gripurinn og inniheldur
fimmtán lög sem öll eru
samin í suður-amerískum
anda og ákaflega vel til
þess fallin að stíga dans
við.
David Byrne til aðstoðar
er fjöldi brasilískra og
bandarískra tónlistarmanna
og texstasmiða, þar sem
hluti plötunnar er sunginn
á portúgölsku. Upptöku-
stjóri er Steve Lillywhite
(U2, Simple Minds) en hann
tók einnig upp síðustu plötu
Talking Heads, Naked. Þá
syngur eiginkona Lillyw-
hites, söngkonan Kirsty
MacColl, bakraddir á Rei
Momo.