Morgunblaðið - 21.01.1990, Page 25

Morgunblaðið - 21.01.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 C 25 MYNDLIST /Er að eiga ogað njóta endilega hið samaf SÍCILD TÓKUST/Endalok ástarinnar? LANDSMENN hafa mikinn og vaxandi áhuga á að njóta myndlistar, eins og rakið var í síðasta pistli. Þetta er auðvitað fagnaðarefni, og er greinilegt merki þess að fólk leitar nú í síauknum mæli eftir að sinna sínum andlegu þörfúm, en þar gegnir myndlistin einmitt mikil- vægu, jákvæðu hlutverki. Hins vegar er erfitt að segja um, hvort þessi aukni áhugi hefúr haft í for með sér aukna löngun almennings til að eignast Iistaverk; þar kemur nefúilega einnigtil efnaleg geta manna til listaverkakaupa. Þetta er illmögulegt að kanna svo að vel sé, þar sem helstu söluaðilar á þessu sviði (a.m.k. hvað varðar ný listaverk) eru listamennirnir sjálfir, og sveiflur í sölu hjá hverjum og einum geta byggst á sveiflum í vinsældum og smekk kaupenda engu síður en misjöfiium fjárráðum þeirra. 1 þeirri efnahagssveiflu, sem þjóðin hefúr búið við síðustu ár, væri eðlilegt að búast við nokk- urri lægð í þessum sölumálum, jafnvel þótt áhuginn á myndlist hafi aukist á sama tíma. En er rétt að spyrða áhuga á myndlist og sölu listaverka saman? Er endilega víst að þarna sé fylgni á milli — mik- ill áhugi, mikil sala — lítil sala, lítill áhugi? Það verður að teljast mjög vafasamt. Þessar hugleiðingar eru til kom- ar í tilefni af greinarkorni eftir Úlfar Þormóðsson, rithöfund og forstöðumann Gallerís Borgar, sem birtist í Morgunblaðinu um miðjan desember og var ritað vegna pistils um listaverkaupp- boð, sem var birtur viku fyrr. í grein- inni hefur Úlfar ýmiglegt við pist- ilinn að athuga, svo vægt sé til orða tekið, og tek- ur að sér uppeldishlutverk gagnvart þessum pistlahöfundi. Skal það þakkað náðarsamlegast, því að svo lærir sem lifir, og enginn óguðjegur nær fullkomnun í þessu lífi. Ýmsir punktar greinarkornsins eru vissu- lega þess virði að athuga nánar. eftir Eirík Þorláksson Þarfir mannsins eru miklar og margvíslegar, en í aðalatriðum má skipta þeim í tvennt: Nokkrar frum- þarfir (nægilegt og rétt fæði, klæði og húsaskjól a.m.k. á kaldari slóð- um) og síðan þörf fyrir lífsfyllingu, sem veitir þá hamingju, sem gerir manninum lífið bærilegt. Menn leita að sinni lífsfyllingu eftir margvís- legum leiðum, sem jafnframt sann- ar að svo er margt sinnið sem skinn- ið; sumir leita lífsfyllingar í vinnu, aðrir í trúarbrögðum, enn aðrir í barnaljöld og eflingu fjölskyldunn- ar; ýmsir leita lífsánægjunnar í eignasöfnun, þó nokkrir í útivist í faðmi náttúrunnar, og loks má nefna þann hóp sem sækir sína lífsfyllingu í menningarneyslu, s.s. í tónlist, bókmenntir, leiklist og myndlist. Flestir sinna mörgum af þessum þáttum, og finna það jafnvægi sem hentar hveijum og einum; lífsfylling eins getur verið öðrum byrði og þeim þriðja algjör óþarfi. Þannig nægir einum að geta gengið fijáls og óheftur um landið, á meðan annar vill eiga landskika fyrir sjálf- an sig; sumum nægir gott samband við fáa nákomna, en aðrir eru mikl- ar félagsverur og taka þátt í starfi fjölda félaga og hópa. Loks nægir mörgum að vera áhugafólk um list- ir og menningu, og njóta þess sem almenningi stendur til boða, en ýmsir vilja eignast hluti og verk, sem tengja þá listunum. í fyrrnefndu greinarkorni hnaut Úlfar sérstaklega um fullyrðingu í þeim pistli sem hann ritaði um, þar sem segir að „ ... engan vanhagar í raun um listaverk,...“. Með þessu er vísað til þess að þörfin fyrir að eignast hluti er ekki ein af frum- þörfum mannsins; og það er auð- velt að njóta myndlistar án þess endilega að eignast listaverk. Það er hægt að njóta tónlistar án þess að kaupa hljóðfæri eða eignast stórt safn af hljómplötum; til þess er framboð á góðri tónlist nóg á fjölda tónleika, í útvarpi og sjónvarpi. Það er hægt að hafa ánægju af bókmenntum án þess að kaupa allar áhugaverðar bækur; almenningsbókasöfn eru einmitt rekin til að gera slíkt mögulegt. Engum dettur í hug að unnandi „Listasöfn - Þau gera almenningi mögulegt að njóta myndlistar, án þess að eignarrétturinn þurfi að koma þar til.“ Ieiklistar þurfi að eignast nokkurn skapaðan hlut; viðkomandi þarf ein- faldlega að geta sótt leiksýningar. Allur fjöldi listunnenda sækir sýningar einstakra listamanna, samsýningar o.s.frv. án þess finna hjá sér sérstaka löngun til að kaupa neitt. Listasöfn þjóna þeim tilgangi að gera almenningi mögulegt að njóta myndlistar, án þess að eignar- rétturinn þurfi að koma þar til. Þess vegna má vera ljóst, að „engan vanhagar í raun um lista- verk“; það er auðveldlega hægt að sinna listþörfinni án þess að gera listina að eign sinni, og það er er óþarfi að hneykslast á því að þetta mjög svo sósíalíska viðhorf sé sett á prent. — Hitt ætti að vera jafn- augljóst, að enginn verður afbrigði- legur fyrir það eitt að vilja hafa listaverk í sinni persónulegu eigu, þó að Úlfar vilji túlka fyrrgreind orð á þá vegu. Sem betur fer eru söfnin ekki einu kaupendur lista- verka, því margir vilja eiga lista- verk á heimilum sínum; og þau verk verða um leið mjög persónu- legar eigur, og tengjast fjölskyldu og einstaklingum meir en nokkurt verk á safni. Um það er gott eitt að segja, því að myndlistin hefur þess meiri möguleika á að veita mönnum lífsfyllingu, þeim mun víðar sem hana er að finna; en að eiga og að njóta eru eftir sem áður tvær sagnir ólíkrar merkingar. Fleiri punktar í greinarkorni Úlf- ars eru athyglisverðir, og verður ef til vill fjallað um þá síðar. Öll umræða um myndlist er af hinu góða, og ósköp væri lífið nú leiðin- legt ef allir væru sífellt sammála; það væri næstum eins leiðinlegt og ef allir væru fullkomnir! Malarastúlkan fagm MALARASTÚLKAN fagra eftir Schubert og Miiller hefúr heillað margan uppúr skónum og annað kvöld gefst okkur sunnlonding- um að njóta þessarar fögru tón- listar í flutningi þeirra Gunnars Guðbjörnssonar tenórsöngvara og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara, en þeir félagar frumfluttu verkið í heild sinni í gær á Akureyri. Gunnar Guð- björnsson sat fyrir svörum hjá mér um Malarastúlkuna fögru. Jónas fór þess á leit við mig að við myndum taka þennan ljóða- flokk, en það hefur lengi blundað í mér að syngja allan flokkinn. Ég hef hlustað á hann af upptökum bæði með tenórum og baritónum og er einn þeirra sem er heillaður uppúr skónum af tónlist- eftir Jóhönnu V. Þórhallsdóttur — Finnst þér þetta frekar vera tenórljóðaflokkur? „Já, mér finnst það, Schubert skrifaði þetta fyrir tenór og liturinn er meiri tenórlit- ur, alveg eins og Vetrarferðin var skrifuð fyrir baritón. Það hljómar fallegar þannig. Ljóðin henta mér mjög vel, Malarastúlkan íjallar um unggæðisástina. í upphafi gengur sveinninn um sveitina í föruneyti læksins sem er vinur hans og sá sem hann spyr ráða. Og þótt lækn- um verði fátt um svör þá leiðir hann sveininn að myllu einni, þar sem hann hittir dóttur malarans, — malarastúlkuna fögru. í upphafi fella þau hugi saman en þó fer svo að veiðimaður nokkur vekur meiri áhuga stúlkunnar en sveinninn ungi og ijallar síðasti hlutinn um sorg- ina. Sumir vilja ganga svo langt Gunnar - Heillaðist uppúr skón- um. að líta á að sveinninn fremji sjálfsvíg, en það má líka líta á lok- in sem endalok ástarinnar.“ — Hefur farið langur tími í und- irbúning? „Ja, þó að maður hafi þekkt þennan ljóðaflokk lengi og sungið sum ljóðanna, þá hafa farið svona tveir, þrír mánuðir í undirbúning. Og samstarfið hjá okkur Jónasi hefur gengið mjög vel, hann skynj- ar tónlistina og er músíkalskur í alla staði.“ Tónleikarnir verða í Hafnarborg í Hafnarfirði, annað kvöld, og helj- ast klukkan hálf níu. Gunnar er síðan aftur á förum til Englands þar sem hans bíða ekki einungis æfingar í óperum heldur líka söngur í óratóríum og ljóðatónlist. helgina 20.til21. jan. ki.13-17 Okkur er tnikil ánægja að geta nú loks frum- OPEL VECTRA hefur hlotið fjölda viður- sýnt einn markverðasta fólksbíl síðari tíma. kenninga fyrir frábæra útlitshönnun, rými, OPEL VECTRA er tímamótabifreið, þar sern aksturseiginleika óg tækninýjungar. Opgl verksmiðjurnar hafa stigið stórkostlegt OPEL VECTRA er afgerandi leiðtogi í bíla- skref í tæknilegri hönnun bitreiða. hönnun. Kynning á ROYAL CROWNCOLA w Sgils B i BÍLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 IB4 RGYKJAVÍK 5ÍMI 687300 Innbyggð hátækni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.