Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 C 29 f,Ég vissi nánast ekkert um landið og þekkti engan sem hafði komið hingað. Það var kait í Keflavík en það þurfti ekki að koma mér á óvart; nafnið á landinu gefur það til kynna.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Michael Holiins, handlangari frá London. Joakim Eriksson Morgunblaðið/Sverrir Alain Roos Morgunblaðið/Sverrir fiskur væri dýr. Annars væri útilok- að meta af nokkru viti lífskjör í löndum nema viðkomandi hefði búið þar og starfað um hríð. Þann- ig væri hægt að kynnast meira en yfirborðinu sem margir ferðalangar létu sér nægja. Michael er spurður hvort hann muni mæla með því við kunningja sína að heimsækja ísland að vetrariagi. „Bara þá sem mér er illa við,“ svarar hann hlæjandi en bætir við að eitt sé afbragðsgott hér; allar sundlaugarnar og aðstað- an þar. Hins vegar hafi hann sann- færst um að sumarið sé rétti ferð- atíminn á íslandi. Þorsteinn Magnússon og Hulda Jónsdóttir hafa unnið árum saman á heimilinu þar sem gestir leigja I ódýr svefnpláss í kojum. Veitingar eru engar, nema morgunverður á sumrin, en gestir geta fengið að matbúa í eldhúsinu og nýta sér það margir. „Eldhúsið er samkomustað- urinn,“ segir Þorsteinn. „Þar er stundum fjöldi fólks á morgnana, alls staðar að úr heiminum, og meðan beðið er eftir að vatnið sjóði er tilvalið að rabba saman. Oft sjáum við allan hópinn síðan halda af stað í gönguferð um borgina eins og þetta séu allir vinir frá barn- æsku. Aðstæður hér auka sam- kennd á hjá fólki, enginn getur verið alveg út af fyrir sig.“ Þor- steinn man eftir 87 ára gömlum ferðalang frá Bandaríkjunum. Sá var alveg eldhress og fannst ekkert mál að vinda sér upp í efri koju! Myrkrið er þrúgandi Á Hernum voru tveir dæmigerðir túrhestar auk annarra gesta. Alain Roos er 19 ára gamall, frá Brussel í Belgíu, og ætlar að vera hér í tvær vikur. Hann sagði að skemmti- legast væri að kynna sér ólíkar og fjarlægar þjóðir og hann þekkti engan sem hefði verið á íslandi. Satt að segja væri kaldara en hann hefði vænst. Það hlyti að vera vind- urinn sem yki á ónotin. Annars væru þessar löngu nætur verri en kuldinn, myrkrið væri þrúgandi og auk þess gæfist lítill tími til að skoða sig um á daginn. Dýrtíðin væri líka mikil hérna. „Ég reyni yfirleitt að ferðast utan aðal-ferðatímans, þá er ekki eins mikið af fólki alls staðar. Um dág- inn fór ég austur á Kirkjubæjar- klaustur og svaf eina nótt á venju- legum sveitabæ. í Belgíu er alls staðar byggð og bílar, þess vegna eru það óskapleg viðbrigði að sjá öll þessi auðu svæði héma, hraun- breiður og eyðimerkur svo langt sem augað eygir. Líklega er best að koma til íslands á sumrin." Joakim Eriksson frá Svíþjóð er heimspekistúdent við Uppsalahá- skóla. Hann sagðist hafa séð mynd um landið í sjónvarpinu þegar hann var tíu ára, lesið síðar Gísla sögu Súrssonar og séð kvikmynd Ágústs Guðmundssonar, lesið fleiri íslend- ingasögur og hafa mikiiin áhuga á öllum norrænum málum. Veturinn 1986 vann hann nokkrar vikur í frystihúsi á ísafirði. „Það er tilviljun að ég kem aftur að vetrarlagi, ég átti smáfn' og farmiðarnir eru ódýr- ir núna. Ég er búinn að skoða Þjóð- minjasafnið, Háskólann, Norræna húsið og Landsbókasafnið. Í dag fór ég í Bláa lónið, það var stórkost- legt! Á morgun fer ég að sjá Gull- foss,“ sagði Joakim og bætti við að lokum að hann vonaðist til að koma næst að sumarlagi svo að hann gæti skoðað sig betur um og heimsótt sögustaði Njálu og Eglu. Margt smátt gerir eitt stórt Til Velvakanda. • • Ollum þeim, sem stutt hafa kirkjubygginguna, með gjöf- um, áheitum eða á annan hátt færi ég innilegustu þakkir. Ég veit að Guð mun launa það ríkulega og blessa þinn hag, því „Guð elskar glaðan gjafara“ 2. Kor. 9:7. Ég lofa og vegsama Guð fýrir það sem unnist hefir. Verkinu miðar örugg- lega framávið, þó mikið sé eftir. Því minnum við alla velunnara á að reikningsnúmer kirkjunnar er 5782 í Landsbankanum á ísafirði. Þar er tekið á móti áheitum og gjöf- um einstakiinga, skipshafna eða félagasamtaka. Það er markmið vort að þarna rísi veglegt Guðshús við hæfi þessa bæjar til blessunar fyrir marga yngri sem eldri. Kjör- orð okkar er „Enginn getur séð guðsríki nema hann endurfæðist“, Jóh. 3:3, og „En í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir Jesúm Krist“, Jóh. 17:3. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“, Jóh 3:16. (Lúther kallaði þetta vers Litlu Biblíuna.) Svo er það hin sígilda bæn Hallgríms Péturssonar, er við ger- um að okkar bæn. Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði. Um landið hér, til heiðurs þér, helst mun það blessun valda. Meðan þín náð, lætur vort láð, lýði og byggðum halda. Athugið að við tökum á móti öll- um öl- og gosdrykkjaumbúðum, úr gleri, plasti og áli, fyrir kirkjubygg- inguna. „Margt smátt gjörir eitt stórt.“ Sigfiis B. Valdimarsson Þorrablót félagsins verður haldið í Skútunni, Dalshrauni 15, Hafnarfirði, laugardaginn 27. janúar. Miðasala í Skútunni fimmtudaginn 25. janúar frá kl. 17.00-19.00. Mætum sem flest. Stjórnin. ifandi tónlist í kvöld Dansaðtil kl. 1 NAOST RESTAURANT S í M I 1 7 75 9 Ávallt úrvalsréttir á matseðlinum BORGARKRADI Taktu þátt og láttu einn góðan fjúka og fáðu dómnefnd til að brosa. & & \e> & \S~- . & & Fyrstu verðlaun; Fyrir að ná fullbros- andi dómnefnd er öl fyrir alla. Önnur verðlaun: Fyrir að ná tveimur dómurum í fullt bros er öl fyrir allar stúlkur í húsinu. Aðgangseyrir aðeins kr. ÍOO,- Ath. Nýr matseðill frá kl. 18-21. Arshátíðir eru okkarfagJ Þríréttaður árshátíðarmatur kr. 2.700,- eða úrvals þorramatur kr. 1.700,- Dansleikur að hætti Óperukjallarans fyrir smærri fyrirtæki og hópa. f (f)p6rukjallútrmn Sími18833 • • - Oðruvísi staður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.