Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 19 Skákmótið í Wijk aan Zee: Margeir vann Hollending MARGEIR Pétursson vann Hol- lendinginn Nijboer í 7. umferð skákmótsins í Wijk aan Zee, og á síðan jafnteflislega biðskák við Mikhaíl Gúreviljs úr 8. umferð. Viktor Kortsjnoj er efstur á mót- inu með 5 'A vinning og John Nunn er í 2. sæti með 5 vinninga. Nigel Short, Maxim Dlugy, Viswanathan Anand og Lajos Portisch eru í 3.-6. sæti með 4 ‘A vinning og Margeir er í 7. sæti með 4 vinninga og biðskák. Margeir teflir við Kortsjnoj í 9. umferð í dag. Hann á svo eftir að tefla við Short, Piket, Dokhojan og Kujiv. Virðisaukaskattur: Umboðslaun verðbréfasala undanþegin UMBOÐSLAUN í viðskiptum bera virðisaukaskatt, ef undan eru skil- in umboðslaun verðbréfasala og erlend umboðslaun í innflutningi, en þessi umboðslaun eru undan- þegin skattinum samkvæmt virð- isaukaskattslögum. Umboðslaun fasteignasala báru 12% söluskatt fyrir áramót, en eftir áramotin er lagður á þau 24,5% virð- isaukaskattur. Umboðslaun bílasala bera sömu- leiðis 24,5% virðisaukaskatt frá síðustu áramótum að telja. Morgunblaðið/Þorkell Bankastjórar og framkvæmdastjórar Islandsbanka hf. í skrifstofu Vals Valssonar í nýju höfuðstöðvunum. Frá vinstri Ragnar Önundar- son, Kristján Oddsson og Jóhannes Siggeirsson framkvæmdastjórar, Björn Björnsson, Tryggvi Pálsson og Valur Valsson bankastjórar. Einn framkvæmdastjóranna, Guðmundur Hauksson, var fjarstaddur. Islandsbanki hf.: Stjórnendur flytja í Hús verslunarinnar BANKASTJÓRAR og framkvæmdastjórar íslandsbanka hf. fluttu í gær í nýjar höfuðstöðvar bankans sem eru í Húsi verslunarinn- ar, Kringlunni 7, í Reykjavík. Stjórnendurnir voru áður staðsettir í höfuðstöðvum bankanna sem sameinuðust í Islandsbanka, Al- þýðubankanum Laugavegi 31, Iðnaðarbankanum Lækjargötu 12, Útvegsbankanum Austurstræti 19 og Verslunarbankanum Banka- stræti 5. í hinum nýju höfuðstöðvum ís- landsbanka verður aðsetur flestra deilda bankans, en nokkrar deildir verða þó á öðrum stöðum. Þar verða tæknideild, lánadeild, lögfræðideild, reikningshald, áætl- anadeild, fjárreiðudeild, markaðs- deild, þjónustudeild útibúatengsl og gæðastjórnun. í Ármúla 7 verða gjaldeyris- deild, erlend samskipti, starfs- mannahald og fræðsludeild. í nýju höfuðstöðvunum verður ennfremur rekið útibú bankans, kallað Útibú Kringlunni 7, kennt við staðsetningu eins og öll önnur útibú íslandsbanka. Alls rekur bankinn 37 útibú á öllu landinu, þar af eru 23 í Reykjavík, Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi. Að sögn Vals Valssonar banka- stjóra eru um þessar mundir 853 stöðugildi við Islandsbanka og gegna tæplega þúsund manns þeim störfum. Ungverjaland: Hittir systur sína í fyrsta skipti í 33 ár ELÍSABET Alexandersdóttir er fædd og uppalin í Ungveijalandi og kom hingað til lands ásamt fleiri löndum sínum er sovéski herinn braut á bak aftur uppreisnina þar í landi 1956. Elísabet er gift Jónasi Klimits Jónassyni og eiga þau eina dóttur, Evu. Elísabet segir að breytingarnar í Ungveijalandi séu stórkostlegar en að enn muni taka mörg ár fyrir þjóðina að jafna sig eftir al- ræði kommúnista, jafnt í fjárhagslegu sem pólitísku tilliti. Elísabet heldur til Ungveija- lands á sunnudag og hefur hún nýlega fengið leyfi ungverskra stjómvalda til að heimsækja syst- ur sína sem hún hefur ekki séð frá því hún flutti til íslands fyrir 33 árum. „Maður hennar heitinn var hátt- settur í ungverska hernum og ég hef ekki mátt hitta hana hingað til. Nú er miklu auðveldara um öll samskipti við vini og ættmenni í gamla heimalandinu," sagði Elísabet. Ellsabet, sem starfaði áður sem hjúkrunarkona I Búdapest, hefur farið átta sinnum til Ungveija- lands frá því hún flutti hingað. Hún kvaðst alltaf hafa forðast að ræða um stjórnmál í heimsóknum sínum. „Ég var í Ungverjalandi síðastliðið sumar og ég vissi varla hvernig ég átti að bregðast við þegar 'fólk ræddi opinskátt um stjórnmál og framtíð landsins og var bara hálfsmeyk. Það hefur orðið gífurleg breyting á hugar- fari almennings og stjórnvalda," sagði Elísabet. Elísabet hitti ungverska sendi- ráðsfulltrúa að máli er þeir voru staddir í Reykjavík á síðasta ári og eftir þann fund kvaðst hún hafa séð að viðhorfin hefðu breyst á meðal ráðamanna. „Ég var einmitt úti þegar útför Imre Nagys var gerð og ég á ekki til orð til lýsa því hve vel mér leið vegna breytinganna sem hafa átt sér stað.“ „Ég verð aldrei hundrað prósent íslendingur,“ sagði Elísabet en bætti því síðan við hún matreiði þó íslenskan mat og taki slátur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Elísabet Alexandersdóttir er fyrir miðju. Með henni á myndinni er eiginmaður hennar, Jónas Klimits Jónasson, og dóttir þeirra, Eva Elísabet Jónasdóttir. íeádéOilUsJ HIQH-DESERT BL0MAFRJÓK0RN 15% afsláttur út febrúar Myndatöhur frá kr. 6.500.- Ljósmyndastofurnar: Myndarfólk Keflavík, sími: 92-14290 Mynd Hafnarfirði, sími: 54207 Barna og Fjölskylduljósmyndir, sími: 12644 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími: 43020 Öllum okkar tökum fylgja tvær prufustækkanir 20x25 cm. KYOLIC Eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn. 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn líka i veröldinni. Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaður 250 sinnum á framleiðslutímanum. Á að baki 30 ára stöðugar rann- sóknir japanskra vísindamanna. Lifrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eða skordýraeiturs. Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar hitameðferð. Hiti eyðileggur hvata og virk efna- sambönd í hvítlauk og ónýtir heilsu- bætandi áhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Það gerír gæfumuninn KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja- • verslunumogvíöar. Heildsölubirgðir L0GALAND, heildverslun. Símar 1-28-04.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.