Morgunblaðið - 23.01.1990, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990
Mongólar krefjast lýð-
ræðis í stað kommúnisma
Her Rúmeníu nýtur víðtæks
stuðnings — ekki kóngurinn
- samkvæmt fyrstu skoöanakönnuninni sem gerð er eftir M1 Ceausescus
60.000 manns innan sinna vébanda
að sögn talsmanna þess eða aðeins
30.000 færri en kommúnistaflokk-
urinn. Hafa stjórnvöld viðurkennt
hreyfinguna en þó með því skil-
yrði, að hún fari í öllu eftir stjómar-
skránni.
A-Þýskaland:
Sendiráðum
lokað í sparn-
aðarskyni
Pans. Reuter.
97% íbúa Rúmeníu styðja her landsins og 91% rúmensku þjóðarinn-
ar hefúr hafnað kommúnismanum, ef marka má fyrstu skoðanakönn-
unina sem gerð er í landinu frá því að Nicolae Ceausescu var steypt
af stóli í desembermánuði síðastliðnum.
Það var franska fyrirtækið BVA
sem gerði þessa könnun fyrir tíma-
ritið París Match. Samkvæmt niður-
stöðum könnunarinnar eru 78%
Rúmena á móti því að Michael, fyrr-
um konungur, taki við ríkiserfðum
á ný og 96% eru fullviss um að
lýðræði sé það stjómarfar sem ríkja
muni í Rúmeníu í framtíðinni.
Fulltrúar BVA sögðust hafa spurt
817 manns í Búkarest 11. og 12.
janúar. „Fólkið var tekið tali á göt-
um úti í höfuðborginni, en ekki
heima hjá sér, þar sem slíkt hefði
getað vakið tortryggni,“ sagði í
fréttatilkynningu BVA.
í könnuninni kom enn fremur
fram að 54% aðspurðra vildu fresta
kosningunum sem ákveðið hefur
verið að halda í aprílmánuði næst-
komandi. Aðeins örlítill minnihluti
trúði fréttum um að uppreisnin
gegn Ceausescu hefði verið undir-
búin og nærri 90% voru sánnfærð
um að atburðarásin hefði verið
sjálfsprottin.
Um 60% aðspurðra sögðust hafa
fundið á sér í nokkurn tíma að
hverju stefndi og uppreisnin því
ekki komið þeim algjörlega á óvart.
Nærri tveir þriðju hlutar trúðu því
að enn stafaði ógn af öryggisiög-
reglunni.
84% aðspurðra vom samþykk
skyndiréttarhöldunum yfir Ceaus-
escu og eiginkonu hans og aftöku
þeirra. Málsmeðferð sú var gagn-
rýnd víða utan Rúmeníu og sam-
kvæmt skoðanakönnuninni voru
14% Rúmena einnig andstæðir
henni.
Aðeins 3% aðspurðra sögðu að
þeir treystu enn rúmenska komm-
únistaflokknum, en 97% kváðust
styðja Þjóðarráðið sem nú fer með
stjórn í landinu, að sögn BVA.
Flestir aðspurðra aðhylltust
fjálst markaðskerfi, en örlítill
minnihluti kvaðst vilja að Rúmenía
yrði áfram í Varsjárbandalaginu.
Stjórnmálakreppan vex í Austur-Þýskalandi:
Fanjasuren Zorig, leiðtogi Mongólska lýðræðisbandalagsins, talar til
fólksins á fundinum á sunnudag. Sinntu fúndarmenn hvorki banni
yfirvalda né grimmdargaddi og kröfðust þess, að lýðræði yrði komið
á og sannleikurinn um blóði drifha sögu kommúnismans í landinu
sagður. X
Dætur Michaels, fyrrum Rúmeníukonungs, þær Margarita og Sophie
komu til Búkarest á fimmtudag og var myndin tekin á Otopeni-
flugvelli þar í borg. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1947 sem ein-
hver úr konungsfjölskyldunni heimsækir ættlandið.
Ulan Bator. Reuter.
UM 7.000 Mongólar virtu að vettugi bann yfirvalda við útifúndum
og söfnuðust saman á aðaltorginu í Ulan Bator á sunnudag. Var
þess krafist, að landsmenn fengju að njóta lýðræðis eftir að hafa
verið undir kommúnisma í 69 ár.
Leiðtogi andófshreyfingarinnar,
háskólakennarinn Fanjasuren Zor-
ig, sagði á fréttamannafundi að
fundinum loknum, að hreyfingin
berðist fyfir fjölf lokkakerfi og sjálf-
stæðu efnahagslífi og fyrir því, að
sannleikurinn um blóði drifna sögu
kommúnismans í landinu yrði sagð-
ur.
Fundarmenn létu ekkert á sig fá
þótt frostið væri hart og fögnuðu
ákaflega þegar Zorig og aðrir
ræðumenn fordæmdu stjórnina.
„Forsætisráðherrann og aðstoðar-
forsæti'sráðherrann bera mesta
ábyrgð á þvf skelfilega ástandi, sem
hér ríkir,“ sagði Zorig og fundar-
menn kröfðust þess, að hinn kom-
múníski aðall yrði sviptur forrétt-
indunum.
Mongólska lýðræðisbandalagið,
aem Zorig er í forystu fyfir, hefur
Hef undir höndum upplýsing-
ar um valdaránsáform Stasi
segir þingmaður á vestur-þýska þinginu í samtali við Bild
VESTUR-þýski stjórnmálamaðurinn Eduard Lintner, talsmaður þing-
flokks kristilegra demókrata og Kristilega sósialsambandsins í mál-
efnum Þýskalands, sagði í gær að hann hefði upplýsingar undir
höndum um valdaránsáform í Austur-Þýskalandi. Kom þetta fram í
samtali við vestur-þýska dagblaðið Bild í gær, sem birtist í blaðinu
í dag, þriðjudag. í gærmorgun höfðu ráðamenn í Austur-Þýskalandi
vísað frétt Bild þessa efnis á bug. Lintner segir að fyrrum félagar
í Stasi hafi hist reglulega til að undirbúa valdarán og hafi þeir vopn
undir höndum sem yfirvöldum sé ekki kunnugt um.
Við upphaf hringborðsviðræðna
stjómar og stjómarandstöðu í Aust-
ur-Þýskalandi í gær vísaði Hans
Modrow forsætisráðherra á bug
fréttum í Bild þess efnis að úrvals-
sveitir öryggislögreglunnar (Stasi)
og liðsmenn úr hemum undirbyggju
nú valdarán. Theodor Hoffmann,
vamarmálaráðherra landsins, lét
svo ummælt að fréttin væri alger-
lega úr'lausu lofti gripin.
Hans Modrow hvatti stjórnarand-
stöðuna til að setjast í ríkisstjóm í
gær, að sögn Reuíers-fréttastof-
unnar. Ríkisstjórn Modrows varð
fyrir enn einu áfallinu í gær þegar
fjármálaráðherra landsins sagði af
sér vegna fjármálahneykslis.
Ibrahim Böhme, leiðtogi jafnað-
armanna í Austur-Þýskalandi,
sagði að þjóðstjóm kæmi til greina
fram að kosningunum 6. maí til að
að glíma við neyðarástandið í
landinu. Best væri að aðilar að
hringborðsviðræðunum tækju við
stjórn landsins því langar stjórnar-
myndunarviðræður gerðu bara illt
verra.
Jafnaðarmannaflokknum bættist
liðsauki um helgina þegar Wolf-
gang Berghofer,
Dresden, og 39
borgarstjóri í
stuðningsmenn
hans sögðu sig úr kommúnista-
flokki landsins og gengu til liðs við
jafnaðarmenn. Berghofer, sem nýt-
ur almennra vinsælda í heimalandi
sínu, hafði verið nefndur sem hugs-
anlegur arftaki Gregors Gysis,
formanns kommúnistaflokksins.
Berghofer segist ósáttur við að
kommúnistaflokkurinn hafi ekki
verið leystur upp þjóðinni til góða
og til að þess að axla ábyrgð á
stalínískri fortíð sinni. Berghofer
segist þó ekki ætla að bjóða sig
fram fyrir jafnaðarmenn.
Flokksforysta kommúnista þing-
aði um helgina og ákvað að víkja
Egon Krenz og 13 öðrum sam-
starfsmönnum Erichs Honeckers,
fyrrum leiðtoga landsins, úr flokkn-
um. Krenz sem tók við flokksforys-
tunni af Honecker mótmælti þess-
ari ákvörðun og sagðist hafa af-
stýrt blóðugum átökum á sex vikna
valdaferli sínum.
Austur-Berlín. Reuter.
OSKAR Fischer, utanríkisráð-
herra Austur-Þýskalands, sagði
í gær að loka ætti 18 austur-
þýskum sendiráðum og ræðis-
mannsskrifstofúm erlendis í
sparnaðarskyni.
Að sögn Fischers eru 16 af þess-
um 18 sendiráðum og ræðismanns-
skrifstofum í Þriðjaheims-ríkjum.
Heinz-Dieter Winter, aðstoðarut-
anríkisráðherra Austur-Þýska-
lands, sagði í samtali við dagblaðið
Neue Zeit, sem birtist í gær, að
einungis yrði lokað skrifstofum í
ríkjum þar sem stjórnmálaleg sam-
skipti væru lítil.
Starfsmaður sendiráðs Austur-
Þýskalands á íslandi sem leitað var
til í gær hafði ekki heyrt um þessa
ákvörðun og í pósti sem barst til
sendiráðsins í gær var ekki minnst
á hana.
Borgarstjóri Washington
hyg’g’st leita sér lækninga
Washington. Reuter.
MARION Barry, borgarstjóri Washington, höfúðborgar Bandarikjanna,
lýsti yfir því á sunnudag að hann hygðist leita sér lækninga en Barry
var handtekinn á fimmtudag, grunaður um fikniefnamisfcrli. Barry
staðfesti ekki að hann hefði neytt eiturlyfja og lét ekkert uppi um
hvort hann hygðist segja af sér borgarstjóraembættinu.
Reut«r
Marion Barry, borgarstjóri Washington, heldur í hönd konu sinnar,
Effi, skömmu eftir að hann hafði lýst yfir því að hugur hans væri
sjúkur sem og líkami hans og sál og því hefði hann afráðið að leita
sér lækninga.
Barry lét þessi orð falla í kirkju
einni í borginni á sunnudag. Hann
sagðist hafa afráðið að leita sér
lækninga og kvað huga sinn sjúkan
sem og sálu sína og líkama. Hefði
hann ákveðið að horfast í augu við
mannlegan veikleika sinn. Hann
minntist hins vegar ekki á hvort rót
þeirra meinsemda sem hann htjáðu
væri neysla eiturlyfja. Barry sagði
m.a. í ávarpi sínu að hann hefði eink-
um beint kröftum sínum að því að
hjálpa öðrum og ekki hugsað nóg
um sjálfan sig. í gærkvöldi barst
síðan sú frétt að Barry hefði haldið
í meðferð fyrr um daginn.
Barry var handtekinn á hóteli í
vafasömu hverfi í Washington seint
á fimmtudagskvöld að staðartíma.
Talsmaður ákæruvaldsins sagði að
tekið hefði verið upp á myndband
er borgarstjórinn keypti eiturlyfið
hættulega „krakk“ af dulbúnum
starfsmanni alríkislögreglunnar, FBI
og þá hefði það einnig verið fest á
band er hann neytti eitursins.
Hartford Brookings biskup í Was-
hington sagði fréttamönnum að
borgarstjórinn hefði tjáð sér að hann
hygðist leita sér lækninga því hann
væri háður áfengi og eiturlyfjum.