Morgunblaðið - 23.01.1990, Page 29
MORGÚNBLAÐIÐ VIÐSKIPTIAIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGÚR 23.i JANÚAR 1990
29
Efnahagsmál
Gengislækkun krónunnar
óhjákvæmileg á þessu ári
— að mati breska ráðgjafarfyrirtækisins Corporate Treasury
Consultants sem sent hefur frá sér álit um stöðu krónunnar
Peningamál
Þróun út- og inn-
\ánn í betrajafhvægl
SAMDRÁTTUR í efnahagslífiuu,
erfiðleikar í sjávarútvegi g til-
tölulega mikil verðbólga veldur
því að áfram verður þrýst á um
gengislækkun krónunnar. Þetta
er mat breska ráðgjafarfyrirtæk-
isins Corporate Treasury Con-
sultants sem sendir reglulega frá
sér mat á stöðu einstakra gjald-
miðla. í nýlegri umfjöllun fyrir-
tækisins um stöðu íslensku krón-
unnar er bent á að samkeppnis-
staða atvinnuveganna hér á landi
hafi batnað til muna á árinu 1989.
Gengislækkun krónunnar sé hins
vegar óhjákvæmileg á árinu 1990
en hún verði mun minni en á
árinu 1989.
Corporate Treasury Consultants
telur að vegna efnahagsástandsins
muni raunvextir halda áfram að
lækka á fyrri hluta þessa árs en
áhrif gengislækkana á verðlag geti
leitt til nafnvaxtahækkunar í skam-
man tíma. Nafnvextir muni hins
vegar lækka aftur um mitt árið.
Varðandi stöðu efnahagsmála
hér á iandi er bent á að verg lands-
framleiðsla hafi dregist saman um
nálægt 2,8% á síðasta ári vegna
samsvarandi minni einkaneyslu og
fjárfestingar. Vegna aukins at-
vinnuleysis og minni kaupmáttar
megi búast við frekari samdrætti á
árinu 1990. Samdráttur í fjárfest-
ingu verði viðvarandi en eygja megi
uppsveiflu í lok ársins. Reiknað er
með áframhaldandi samdrætti í
þjóðarframleiðslu á þessu ári en að
hann verði nokkru minni en verið
hefur.
Þá er því spáð að verðbólga verði
18-20% á þessu ári og að kaup-
máttur muni halda áfram að
minnka. Möguléiki sé á frekari
lækkun raunvaxta á fyrri helmingi
ársins en seinna á árinu megi búast
við að þensla vegna fjárlagahallans
og aukin eftirspurn valdi lítilháttar
hækkun raunvaxta. Vegna minni
verðbólgu muni nafnvextir ekki
hækka.
INNLÁN hjá innlánsstofnununi
jukust samtals um 26,9% á
síðasta ári eða 23,2 milljarða
samkvæmt bráðabirgðatölum
Seðlabankans. Útlán jukust um
21,8% eða 20,9 milljarða. Að
meðtöldu erlendu endurlánuðu
Iánsfé jukust útlán um 23,8%
eða 29 milljarða. Til saman-
burðar má neftia að innlán juk-
ust um 24,3% á árinu 1988. Útl-
án jukust þá um 31,2% en að
meðtöldum erlendum endurlán-
um varð aukningin 34,5%. Af
þessum tölum má því ráða að
betra samræmi var milli vaxtar
útlána og innlána á síðasta ári
en var árið áður.
Innlán í árslok __ voru samtals
109,4 milljarðar. Útlán að með-
töldu endurlánuðu erlendu lánsfé
voru 150,9 milljarðar en að þvi
frátöldu var staðan í árslok 116,4
milljarðar.
Auk innlána hafa innlánsstofn-
anir aflað verulegs ráðstöfunarfjár
með útgáfu bankabréfa. Útistand-
andi verðbréf sem útgefin voru af
bönkum, sparisjóðum og veðdeild-
um þeirra voru um síðustu áramót
12.702 milljónir. í ársbyijun var
þessi tala 8.865 milljónir þannig
að aukningin er 3.837 milljónir.
Rétt er að benda á að hluti af
þeirri aukningu er uppfærsla
vegna verðbólgu.
Samkvæmt nýlegri skýrslu frá
Seðlabankanum var betra jafnvægi
í peningamálum á síðasta ári en
um nokkurt skeið þar sem þróun
inn- og útlána var í betra samræmi
innbyrðis og gagnvart tekju- og
verðlagsbreytingum. Mikil aukn-
ing innlána og verðbréfaútgáfu
umfram vöxt útlána hefur endur-
speglast í bættri lausafjárstöðu
innlánsstofnana sem er um þessar
mundir óvenjulega góð miðað við
árstíma. Að mati Seðlabankans eru
þó einhver merki um þensla sé að
fara í gang nema brugðist sé við.'
Eitt merki um það er meiri útlána-
aukning á síðustu mánuðum ársins
en næstu mánuði á undan.
Markaðsmál
Norrænir
markaðsdagar
PÓSTSTJÓRNIRNAR fimm á
Norðurlöndum eftia 1. og 2.
febrúar nk. í fyrsta sinn til Norr-
ænna markaðsdaga, sem haldnir
verða í Stokkhólmi. Með þessu
sameiginlega framtaki vilja póst-
stjórnirnar finna nýja farvegi
fyrir markaðssetningu á Norð-
urlöndum og leggja sitt af mörk-
um til að Norðurlönd verði eitt
markaðssvæði, en markviss
markaðssetning er forsenda þess
að fyrirtæki geti haslað sér völl
á samnorrænum markaði. Slíku
samstarfi verður haldið áfram
og verða Norrænir markaðs-
dagar framvegis haldnir til skipt-
is í höfúðborgum Norðurland-
anna á tveggja ára fresti.
Á Norrænum markaðsdögum
verður hvort tveggja, sýning og
námstefna, þar sem meira en 65
viðurkenndir aðilar kynna nýjar
hugmyndir um markaðssetningu og
greina frá framvindu mála víða um
lönd á því sviði. Meðal leiðbeinenda
' eru ýmsir sérfræðingar, auk þess
sem ýmsir auglýsinga- og markaðs-
menn skýra frá reynslu sinni og
árangri og spá fyrir um þróun
mála á næstu árum. Meðal fyrirles-
ara er Ólafur Stephensen, en hann
mun segja frá markaðssetningu á
íslensku vodka í Bandaríkjunum.
Kynntar verða nýjungar hvað
varðar tölvuunnar auglýsingar og
veittar upplýsingar um nám á sviði
beinnar markaðssetningar. Síðast
en ekki síst verða sýnd verk þeirra
auglýsinga- og markaðsstofa, sem
hafa komist í úrslit í samkeppninni
um Gullstimpilinn, verðlaun sem
verða veitt fyrir árangursríka sölu-
og auglýsingaherferð á sviði beinn-
ar markaðssetningar á Norðurlönd-
unum.
Þátttaka tilkynnist til markaðs-
eða póstmáladeilar Pósts & síma
fyrir 25. janúar nk., þar sem enn-
fremur fást nánari upplýsingar.
DETTU I
LUKKUPOTTINN!
SKYNDISALA VEGNA
HAGSTÆÐRA SAMNINGA
- ALLT AD
50% AFSLÁTTUR Á
VATNSRÚMUM!
Vegna hagstæðra samninga verður
stórkostleg skyndisala - meðan birgðir
endast.
Þetta ereinstakt tækifæri, sem býðst
vart aftur í bráð, til að eignast vatnsrúm
fyrir Ittið. Eingöngu rúm með hitastillan-
legum dýnum - og gott úrval af þeim.
Dæmi um verð og afslættl:
Verð áður: Verð nú:
118.770,- 59.395,-
72.695,- 58.160,-
99.500,- 49.750,-
Það er vissara að hafa hraðann á.
Fyrstir koma - fyrstir fá.
<7-
Vatnsrum hf
SKEIFUNNI 11 ■ SlMI 688466