Morgunblaðið - 23.01.1990, Síða 31

Morgunblaðið - 23.01.1990, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 31 Steingrímur Hermannsson: Ríkisstjórnin mun ekki aðstoða Sambandið RÍKISSTJÓRNIN hefiir ekki í hyggju að aðstoða Samband íslenskra samvinnufélaga með sérstökum fjárhagslegum aðgerðum, enda hefiir engin beiðni þar um komið inn á borð ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í máli Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra í utandag- skrárumræðu í sameinuðu þirigi i gær. Friðrik Sophusson (S/Rvk) hóf utandagskrárumræðuna í gær. Sagði hann ástæður umræðunnar vera annars vegar yfirlýsingar for- sætisráðherra og fjármálaráðherra um málefni Sambandsins í fjölmiðl- um og afskipti fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra af kaupum Landsbankans á hlut Sambandsins í Samvinnubankanum. Priðrik vitnaði til yfirlýsingar forsætisráðherra um að vandi Sam- bandsins væri grafalvarlegt mál fyrir þjóðarbúið allt; þjóðin mætti ekki við því að lán SÍS erlendis yrðu felld í gjalddaga, og þeirra ummæla fjármálaráðherra að yfir- lýsingar sínar um að stefndi í gjald- þrot Sambandsins stæðu. Friðrik gat þess einnig að stað- fest væri að fjármálaráðherra hefði fyrstur manna stungið upp á því við bankastjóra Landsbankans að fest yrðu kaup á Samvinnubankan- um. Einnig kvað Friðrik það hafa verið staðfest að Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefði annars veg- ar lofað því að beita sér fyrir því að bankaráð Landsbankans hækk- aði tilboð sitt um 60 milljónir og hins vegar boðið Búnaðarbankanum að kaupa þann hlut í Samvinnu- bankanum sem eftir stæði. Spurningar Friðriks voru svo- hljóðandi: 1. Ætlar ríkisstjórnin að aðstoða Samband íslenskra samvinnufélaga með sérstökum fjárhagslegum að- gerðum? 2. Hefur Sambandið óskað eftir ein- hvers konar afskiptum ríkisvaldsins við losun eigna? Hverjum? 3. Hafa forystumenn SÍS beðið um ríkisábyrgð á erlendum skuldum? 4. Hvers vegna hafði ríkisstjórnin afskipti af sölu SIS á hlut sínum í Samvinnubankanum? 5. Hvers vegna vill ríkisstjórnin kaupa meirihluta í Aðalverktökum? (Hérna benti Friðrik á að einokun Aðalverktaka á Keflavíkurflugvelii byggðist á ákvörðun ríkisins. Eign- ir væru mikils virði en viðskiptavild- in væri búin til af ríkinu.) 6. Verður frumvarp um það lagt fyrir þingið? (Benti Friðrik á í þessu samhengi að formaður fjárveitinga- nefndar, Sighvatur Björgvinsson hefði látið það álit í ljós að ekki þyrfti lagaheimild vegna kaupa ríkisins á hlut Regins hf. í Aðalverk- tökum. Kvaðst hann vera ósammála þessu, ummæli Sighvats væru byggð á þeim miskilningi _að ís- lenskir aðalverktakar væru hlutafé- lag. Svo væri ekki, um væri að ræða sameignarfélag.) 7. Hvaða ráðuneyti á að fara með hlut ríkisins í stjórn Aðalverktaka, ef af samningi verður? 8. Hve mikils virði eru eignir Aðal- verktaka metnar? Eng-in afskipti ríkisstjórnarinnar Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra svaraði fyrirspurn- um Friðriks, en gat þess fyrst að rétt væri eftir sér haft að hann teldi að fjárhagslegir erfiðleikar SÍS gætu valdið Landsbankanum gífurlegum erfiðleikum. Skuldir væru á bilinu 9-10 milljarðar og gæti það haft slæm áhrif á láns- traust íslendinga erlendis ef erlend- ar skuldir yrðu gjaldfelldar, enda væru þær skuldir án veðtrygginga. „Mér er tjáð að nú horfi til betri vegar hjá Sambandinu og að ekki muni koma til þessa; eignir væru til fyrir skuldum.“ Við fyrstu spurningunni sagði Steingrímur að ekki stæði til að aðstoða Sambandið enda hefði eng- in slík beiðni borist ríkisstjórninni. Við annarri spurningunni sagði Steingrímur að fulltrúar frá stjórn SIS hefðu hitt sig að máli ásamt fjármála- og viðskiptaráðherra og hefðu greint frá því að hlutur Sam- bandsins í Aðalverktökum væri fal- ur. „Var þeim tjáð að áhugi væri fyrir hendi af hálfu ríkisstjómarinn- ar.“ Steingrímur svaraði þriðju spurn- ingunni neitandi og við hinni fjórðu sagði Steingrímur að ríkisstjórnin hefði engin afskipti haft af kaupum á hlut SÍS í Samvinnubankanum, fyrir utan það að bankamálaráð- herra hefði gætt almennra hags- muna í bankamálum. Við fimmtu spurningunni sagði Steingrímur að Aðalverktakar hefðu mjög víðtækt einkaleyfi og að í rekstri þeirra væri mikil hagn- aðarvon og því eðlilegt að ríkið ætti þar meirihluta. Steingrímur taldi ekki nauðsyn- legt að leggja fram frumvarp vegna kaupa á hlut í Aðalverktökum. Taldi forsætisráðherra ljóst að utanríkisráðherra myndi fara með hlut ríkisins í stjórn Aðalverktaka, en ekki vissi hann hve mikils virði eignir Aðalverktaka væru. Hagnaður Aðalverktaka í ríkissjóð Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra kvað ekki hafa liðið langan tíma frá því að hann hefði tekið við embætti, þar til hann hefði tilkynnt opinberlega um þá stefnu sína að auka hlut ríkisins í Islenskum aðalverktökum; um væri að ræða ríkisverndaða einokun á verktakastarfsemi á Keflavíkur- flugvelli; arðurinn af þessari starf- semi ætti að renna til samfélagsins en ekki til einstaklinga. „Þetta þarf ekki að þýða að ríkisvaldið sé eig- andi fyrirtækisins, ekki er útilokað að að breyta fyrirtækinu í almenn- ingshlutafélag.“ Varðandi spurningu Friðriks um það hvort frumvarp yrði lagt fyrir þingið vegna kaupa á hlut Regins hf. í Aðalverktökum, sagði Jón að ekki væri unnt að svara þeirri spurningu á þessari stundu, það færi eftir samningnum. Sagði Jón að ljóst væri að samráð yrði haft við fjárveitinganefnd Alþingis. Lúsinni valinn staður á líkamanum Þórhildur Þorleifsdóttir (SK/Rvk) velti þeirri spumingu upp hvaða tilgangi umræða þessi ætti að þjóna. Hvort hér væri um að ræða fjölmiðlasveiflu, eða hvort verið væri að gæta hagsmuna SÍS og starfsmanna þess eða hagsmuna ríkissjóðs. Þórhildur taldi erfiðleika Sam- bandsins af sama toga og erfiðleika annarra atvinnufyrirtækja; með réttu mætti kalla ríkið til ábyrgðar þegar fyrirtæki með svo víðtækt starfssvið ætti í erfiðleikum. Taldi Þórhildur ekki forsvaranlegt að láta fyrirtækið sigla sinn sjó, en ef lána ætti yrðu að fást tryggileg veð. Kvað hún Kvennalistakonur vera hlynntar samruna í bankakerfinu og hagræðingu og ekkert athuga- vert væri við þessi kaup ef þau væru hagstæð fyrir ríkið. Því yrði að treysta. Um Aðalverktaka sagði Þórhild- ur að engin heimild væri fyrir þess- um kaupum og að hún vildi ekkert af slíkum kaupum vita. Hagnaður fyrirtækisins væri blóðpeningar sem eitruðu þjóðarbúið; óværa á þjóðarlíkamanum. „Þessi umræða er líkt og að velja lúsinni stað á líkamanum." Hverjar eru eig-nir SÍS? Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) óskaði nánari skýringa af hálfu forsætisráðherra um eignir Sambandsins í tengslum við þá full- yrðingu að eignir þess dygðu fyrir skuldum. Guðmundur vakti athygli á því að hann hefði lagt fram frum- varp þess efnis að Sambandinu væri skylt að færa upp eignir eign- araðila í ársreikningum, þ.e.a.s. kaupfélaganna. „Ef frumvarpið hefði verið samþykkt, vissum við nú hveijar eignir Sambandsins væru.“ Birgir ísleifur Gunnarsson (S/Rvk) mótmælti því að annarleg- ar hvatir lægju að baki þessari umræðu; hér væri um mikilvægt mál að ræða sem snerti alla þjóð- ina. Birgir mótmælti yfirlýsingum þess efnis að ekki þyrfti að leggja fram frumvarp á Alþingi ef keyptur yrði hlutur í Aðalverktökum. Benti hann á frumvarp sem allir fjárveit- inganefndarmenn hefðu lagt fram fyrir jól, þar sem ráð væri fyrir því gert að kaup af þessu tagi yrðu að hljóta samþykki Alþingis. „Reyndar hefur þetta frumvarp ekki verið samþykkt, en að baki því liggur krafa um nýtt siðferði í ríkisfjár- málum.“ Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F/Ne) taldi út í hött að ætla að skylda Sambandið til þess aðjeggja fram samstæðureikning SÍS og' kaupfélaganna. Jóhannes kvaðst telja að að baki umræðunni stæðu eðlileg sjónarmið; eðlilegt væri að fyrsti þingmaður Reykjavíkur hefði Morgnnblaðið/Þorkell Þing kom saman að loknu jólahléi í dag. Hér má sjá þi^á þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Guðmund H. Garðarsson, Matthías A. Mathiesen og Þorstein Pálsson, ræða málin á kaffistofu Alþingis ásamt Sigur- birni Magnússyni, framkvæmdastjóra þingflokksins. áhyggjur af stöðu eins stærsta vinnuveitanda Reykjavíkur. Yfírlýsingar stangast á Þorsteinn Pálsson (S/Sl) taldi að fátt hefði orðið um svör hjá ráð- herrum í þessari umræðu. Yfirlýs- ingar þeirra um að allt væri nú í stöku lagi hjá Sambandinu stönguð- ust óneitanlega á við yfirlýsingar þeirra í fjölmiðlum um erfiða stöðu SÍS. Kvaðst Þorsteinn vona að meira væri að marka yfirlýsingarn- ar í þinginu. Þorsteinn sagði að vera kynni að ekkert óeðlilegt væri við það að ríkisvaldið aðstoðaði fyrirtæki, þó aðalreglan ætti að vera sú að þau stæðu á eigin fótum. „Alþingi getur ekki fallist á það að verið sé að pukra með þessi mál, né að engin umræða sé um mikilvægar ákvarð- anir á Alþingi.“ Þorsteinn kvaðst hafa átt von á skýrslu viðskiptaráðherra um þessi kaup og hefði hann orðið fyrir von- brigðum með það að hún lægi ekki fyrir, nú eftir jólahlé. ítrekaði hann beiðni um skýrsluna við forsætis- ráðherra. Til orðahnippinga kom undir for- merkjum þingskapaumræðu um það hvort ríkisstjómin hefði haft afskipti af sölu Samvinnubankans eða ekki. Jón Baldvin sagði Jón Sigurðssson engin óeðlileg afskipti hafa haft af málinu og að frum- kvæði í málinu hefði komið frá Sverri Hermannssyni. Friðrik taldi hins vegar kristaltært í ljósi þess sem að framan getur að um slík afskipti hefði verið að ræða og að frumkvæði hefði komið frá fjár- málaráðherra. Taldi hann lítið að marka yfirlýsingar forsætisráð- herra um afskiptaleysi ríkisstjóm- arinnar, þegar staðfest væm þessi afskipti fjármála- og viðskiptaráð- herra. * Odds Olafssonar minnst FORSETI sameinaðs þings, Guð- rún Helgadóttir, minntist við upp- haf þings í gær nýlátins þing- manns, Odds Ólafssonar læknis. Minningarorð forseta fara hér: Oddur Ólafsson læknir og fyrrum alþingismaður andaðist á Reykja- lundi að morgni fimmtudagsins 18. janúar. Hann var á áttugasta og fyrsta aldursári. Oddur Ólafsson var fæddur 26. apríl 1909 á Kalmanstjöm í Höfn- um, Gullbringusýslu. Foreldrar hans voru hjónin Ölafur bóndi og hrepp- stjóri þar, síðar í Óslandi, Ketilsson bónda í Kotvogi Ketilssonar og Steinunn Oddsdóttir prests í Grundavík, er fluttist síðar til Ameríku, Gíslasonar. Oddur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1929 og læknisfræði— prófi í Háskóla íslands 1936. Hann var við framhaldsnám í sjúkrahús- um í Reykjavík 1936-1937 og í Bandaríkjunum 1942-1943. Al- mennt lækningaleyfi hlaut hann árið 1940 og var viðurkenndur sér- fræðingur í berklalækningum 1943. Hann var aðstoðarlæknir á Vífils- stöðum mánaðartíma 1936 og síðan 1937-1942 og 1943-1945. Yfir- læknir Vinnuheimilisins á Reykja- lundi var hann 1945-1970, síðan starfaði hann sem ráðgefandi sér- fræðingur um ýmis málefni Reykja- lundar til júníloka 1972, og oft var hann jafnframt staðgengill héraðs- læknisins í Álafosshéraði í forföllum hans. Hann var læknir öryrkjastöðv- ar Sambands íslenskra berklasjúkl- inga í Múlalundi í Reykjavík frá stofnun hennar 1959 til 1972. Hann var kosinn þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi 1971 og sat á Alþingi til 1979, á 10 þingum alls, var forseti samein- aðs Alþingis á haustþinginu 1979. Á allsheijarþingi sameinuðu þjóð- anna sat hann 1971 og 1973. Oddur Ólafsson var einn af stofn- endum Sambands íslenskra berkla- sjúklinga haustið 1938, sat í stjórn frá 1940 og var kjörinn formaður þess 1988. Hann átti sæti i stjórn- skipaðri nefnd til þess að vinna að stofnun vinnuheimilis berklasjúkl- inga frá 1942 þar til það tók til Oddur Ólafsson. starfa undir forustu hans, og hann var síðar stjórnarformaður þess 1982-1988. í stjórn Rauða kross íslands var hann 1952-1958, for- maður framkvæmdaráðs hans 1952-1955. Hann var í stjóm Ör- yrkjabandalags íslands frá stofnun þess 1961, formaður stjórnarinnar fyrstu árin. Árið 1986 baðst hann undan setu í stjóminni áfram og var þá kjörinn heiðursformaður banda- lagsins. Stjómarformaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins var hann frá stofnun sjóðsins 1966. Hann átti lengi sæti í stjórn Berklavarnasam- bands Norðurlanda, fyrst 1949, var í stjórn Alþjóðasambands bijósthols- sjúklinga 1960-1965 og í stjórn Öyrkjasambands Norðurlanda 1962-1982. Árið 1957 var hann skipaður í úthlutunarnefnd bifreiða til fatlaðs fólks, var formaður nefnd- arinnar 1963-1971. Árið 1959 var hann kosinn í nefnd til að athuga starfsskilyrði aldraðs fólks og í milli- þinganefnd um málefni öryrkja. Árið 1970 var hann skipaður for- maður endurhæfingarráðs, var skipaður 1971 í endurskoðunar- nefnd tryggingakerfisins og aftur í nýja nefnd um almannatryggingar árið 1975. Árið 1971 var hann einn- ig skipaður í nefnd til að auðvelda fötluðum umferð. Oddur Ólafsson hlaut þau örlög að veikjast af berklum á námsámm sínum í Háskóla íslands og tefjast nokkuð í námi af þeim sökum. Hin sára reynsla hans af hælisvist berklasjúklinga virðist hafa mótað ævistarf hans að nokkru. Hann gerðist berklalæknir og hann skip- aði sér í lið hugsjónamanna, sjúkra og heilbrigðra, sem unnu að því í sameiningu að veita sjúklingum á batavegi aðstöðu til að njóta starfs- krafta sinna í umsjá læknis. Með stofnun þessara samtaka, Sam- bands íslenskra berklasjúklinga, var grunnurinn lagður að gifturíku starfi Odds Ólafssonar á Reykja- lundi. Hin miklu nefnda- og félags- störf hans, sem getið hefur verið hér, sýna hve mikilvirkur hann var og jafnframt hve mikils trausts hann naut. Flest störf hans tengdust að- stoð við sjúka og fatlaða, bættri aðstöðu þeirra til að njóta sín. Vinnuheimilið á Reykjalundi hefur jafnan verið talið frábær stofnun og oft verið sýnt sem slík erlendum gestum, meðal annars mörgum gestum Alþingis. En Oddur Ólafsson lét ekki staðar numið við fram- kvæmdir þar. Hann var hvatamaður að Múlalundi, vinnustofnun öryrkja, og Múlabæ, dagstofnun aldraðra í Reykjavík, í samstarfi við aðra að- ila. Undir forustu hans í Öryrkja- bandalagi íslands voru reist á höfuð- borgarsvæðinu stórhýsi með íbúðum handa öryrkjum, og öryrkjaíbúðum var komið upp víða um land. Við allar þessar framkvæmdir lögðu að vísu margir hug og hönd að verki og styrkir komu víða að þegar ríku- legur árangur af frumkvæði hug- sjónamannanna í forustusveitinni kom i ljós. Oddur Ólafsson var kominn á sjö- tugsaldur þegar hann hóf störf á Alþingi. Af störfum hans hér ber hæst forgöngu í velferðarmálum sjúkra og fatlaðra og öðrum heil- brigðismálum. Með hógværð, sann- girni og festu vann hann málum sínum framgang hér sem annars staðar. Við lok þingferils síns var hann orðinn aldursforseti Alþingis. Ég vil biðja. háttvirta alþingis- menn að minnast Odds Ólafssonar með því að rísa úr sætum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.