Morgunblaðið - 23.01.1990, Síða 34

Morgunblaðið - 23.01.1990, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) f?*$ Þér veitist létt að tjá skoðanir þínar í dag, en sumum þeirra sem þú umgengst hættir til að ýkja. Taktu með fyrirvara því sem þér berst til eyma. Reiddu þig aðeins á heilbrigða skynsemi. Naut (20. apríl - 20. maí) M. Annað hvort ykkar hjóna eyðir of miklu fé í dag. Reyndu að forð- ast óhófseyðslu. Einbeittu þér að því að koma fjármálum þínum á heilbrigðan grundvöll. Tviburar (21. maí - 20. júní) Ef þú beitir þér of harkalega núna gæti það sett einhvem út af laginu. Þetta er ekki rétti tíminn til að ýta fast á eftir mál- um eða vera of kröfuharður. Veittu öðru fólki svigrúm til að sýna hvað í því býr. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HIS Þú ert afkastamikill fyrri hluta dags, en slakar á síðdegis. Reyndu að hafa betra jafnvægi á því hvemig þú notar tímann, starfsorku þína og hæfileika. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Vinur sem er uppi í skýjunum eins og stendur getur reynt svo- lítið á þolrifin í þér. Þú ættir að skemmta þér og sinna frístunda- málunum. Rómantíkin er einnig innan seilingar. Meyja (23. ágúst - 22. september) éi Sinntu verkefnum sem biða úr- lausnar heima fyrir. Vertu raun- sær. Haltu þig frá öllu glæfra- spili eða með öðrum orðum: Láttu hagsýnina ráða ferðinni. Vog (23. sept. - 22. október) Þú ert ákveðnari en venjulega. Þú kannt að eiga við einhvern sem á erfitt með að taka ákvörð- un. Sýndu þolinmæði. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér geta áskotnast peningar í dag, en þeir geta jafnframt horf- ið samdægurs. Forðastu óhóflega eyðslu og karpaðu ekki um pen- inga við annað fólk. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Þú ert mikill fyrir þér.og fullyrð- ingasamur núna. Þú verður að gæta að þér ef þú óskar þess að aðrir fylgi þér að málum. Einhver lofar þér meiru en hann getur staðið við. Steingeit (22. des. - 19. janúar) ** Þér lætur best að vinna á bak við tjöldin. Nú verður þú að treysta á sjálfan þig og láta hend- ur standa fram úr ermum ef þú ætlar að koma einhveiju fram. Vatnsberi (20. janúar - 18. febi-úar) ðh Þú hittir gamla vini. Forðastu karp. Ýtni getur komið illa við þig. Vertu hófsamur í selskapslíf- inu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú finnur hvöt hjá þér til að ná árangri og ættir að fylgja því eftir með atorku. Þú lætur eitt- hvað sitja á hakanum heima við. AFMÆLISBARNIÐ nýtur þess að vera önnum kafið. Það hefur góða athyglisgáfu og er ævinlega að virða fyrir sér mannlífið. Það hefur glöggan skilning á mann- legu eðli og yrði því frábær ráð- gjafi eða sálfræðingur. Það er frumlegt og djarft og hneigist oft til starfa við skriftir e<"a ieiklist. Því verður að lærast að fylgja málum eftir. Oft byijar það frísklega á einhveiju verkefni, en verður síðan óþolinmæðinni að bráð ef árangur lætur á sér standa. Stjörnuspána á a<) tesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. GRETTIR FERDINAND i. 1I1 * SMÁFÓLK HEV, MANA6ER, I TH0U6HT IT MI6HTINCREA5E ATTENPANCE IF WE HAP A '"MA5KEP marvel" on our team.. I can see tme "MA5KER" BUT UUHAT AB0UT THE "MARVEL"?.1 r^r Heyrðu stjóri, ég hélt að það gæti aukið aðsóknina ef við hefð- um grímbúið undur í liðinu. Ég sé grímuna en hvar er undrið? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Ekki er langt síðan rætt var um „sniðglímu“ í þessum dálki; þá spilamennsku að halda hættulega mótheijanum úti í kuldanum. Hér er fallegt dæmi: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁK108 VKD952 ♦ K42 ♦ 2 Vestur Austur ♦ 5 4G9763 ¥ÁG V 10864 ♦ D9873 ♦ G10 ♦ ÁK1097 ♦ 65 Suður ♦ D42 V73 ♦ Á65 + DG843 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: lauftía. Suður tekur fyrsta slaginn á drottninguna heima og spilar strax hjarta, gosinn frá vestri. Það er á þessu andartaki sem örlög samningsins ráðast. Sjáum hvað gerist ef suður drepur á drottningu blinds. Hann fer heim á spaða og spilar hjarta aftur. Vestur skilar tígli og þegar hjartað brotnar 4-2 er engin leið að sækja níu slagi — vörnin verð- ur fyrri til að ná í fimm, þar eð austur kemst inn á hjartatíu til að spila laufi. Lausnin er auðvitað sú að dúkka hjartagosann og gefa vestri tvo slagi á hjarta. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Reggio Emilia á Ítalíu um áramótin kom þessi staða upp í skák þeirra Kirils Georgievs (2.590), Búlgaríu, sem hafði hvítt og átti leik, og Ana- tolíjs Karpovs (2.755), Sovétríkj- um. Tveir hrókar eru yfirleitt nokkru betri en drottning og Búlg- arinn á því undir högg að sækja, en hann tryggði sér jafntefli með laglegum leik: 53. g6! (Hugmyndin er sú að eft- ir 53. — fxg6 54. Dxg6-I— Hxg6 er hvítur patt!) 53. — HÍTi 54. De5 og hér var samið jafntefli, því eftir 54. — fxg6 55. De7+ þrá- skákar hvítur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.