Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 23 Klerkar í klípuí Kópavogi Ungmennafélag Gnúpverja sýnir gamanleikritið Klerka í klípu í Félagsheimili Kópavogs í kvöld, kl.20.30. Leiklistardeild Ungmennafélagsins hefur sýnt Klerkana 7 sinnum við mikla aðsókn og góðar undirtektir víða á Suðurlandi. Síðustu sýn- ingar á Klerkunum verða síðan í Arnesi í Gnúpveijahreppi n.k. sunnudag 28.jan. kl.14 og mánu- daginn 29. jan. kl. 21. Það er Halla Guðmundsdóttir sem leikstýrir þessu kunna gaman- leikrtiti Philip King, en Ævar Kvar- an þýddi verkið. 9 leikarar taka þátt í sýningunni. Ráðsteftia um græðandi kyn- lífhaldin BANDARÍSKUR kvenlæknir, Roy Dittmann að nafni, hefiir flutt kynlífsfyrirlestra í vikunni og um helgina verður ráðstefiia í Kramhúsinu við Skólavörð- ustíg í Reykjavík, þar sem hann ræðir um getnað, fæðingu og græðandi kynlíf. Dittmann hefur sérstaklega kynnt sér austurlenskar kenningar og byggir á þeim. Aðspurður sagð- ist hann aðallega hafa áhuga á fijósemi jarðar og jarðarbúa og hvernig aukin þekking gæti af sér hraustari börn. Fólk þyrfti að gera sér grein fyrir utanaðkomandi áhrifum áður en getnaður færi fram og varast hættumar fram yfir fæðingu. „Eg legg áherslu á sanna ást og heiðarleika, en ekki fullnæg- ingu. I því sambandi er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir hvað kynin eru ólík og um þetta fjalla ég,“ sagði Dittmann. Verðlaun ísamkeppni grunnskólanemenda Morgunblaðið/RAX Svavar Gestsson menntamálaráðherra afhenti í gær verðlaun í sam- keppni sem efnt var til meðal grunnskólanema vegna bókmennta- viku og málræktarátaks á síðastliðnu ári. Fimmtán nemendur fengu viðurkenningu fyrir ljóð, ritgerðir og smásögur. Verðlaunin voru afhent á Kjarvalsstöðum í tengslum við afhentingu íslensku bók- menntaverðlaunaUna. Hafskipsmál: 4 áætlanir frá sama tíma gáfu gjörólíka útkomu TA-siglinga YFIRHEYRSLUM yflr Björgólfi Guðmundssyni fyrrum forsljóra Hafskips um fyrstu þrjá kafla ákæru í Hafskipsmáli lauk í gær. Yfir- heyrslurnar tóku fulla tvo daga en ekki einn, eins og áætlað hafði verið. Þær snerust í gær um annan kafla ákærunnar þar sem honum ásamt öðrum úr hópi forsvarsmanna Hafskips er gefið að sök að hafa veitt bankastjórn Utvegsbanka rangar eða villandi upplýsingar um líklega rekstraraíkomu Hafskips 1984 og 1985 mð ýmsum bréfum og að hafa á hluthafafundi þar sem hlutafjáraukning var til um- fjöllunar blekkt hluthafa um rekstrarafkomu 1984 og efnahagsstöðu félagsins í lok þess árs. INNLENT Björgólfur rakti í svari við spurn- ingum ákæruvaldsins, Jónatans Þórmundssonar sérstaks saksókn- ara og Tryggva Gunnarssonar hdl, aðdraganda þess að Hafskip réðist í Atlantshafssiglingar í október 1984. Hann sagði þá vinnu hafa hafist 1982 þegar bandarískt skipa- félag, American Coastal, hefði sett sig í samband við Hafskip og lýst áhuga á samstarfi. í tengslum við þær viðræður hefði mikið starf ver- FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 25. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 95,50 83,00 93,15 23,207 2.161.762 Þorskur(óst) 105,00 68,00 71,13 4,229 300.796 Þorskur(smár) 48,00 48,00 48,00 0,058 2.765 Ýsa 126,00 126,00 126,00 0,288 36.321 Ýsa(óst) 105,00 86,00 103,43 0,664 68.680 Karfi 49,00 42,00 43,85 59,529 2.610.609 Ufsi 45,00 45,00 45,00 0,115 5.175 Steinbítur 69,00 49,00 60,87 1,029 62.602 Langa 65,00 58,00 63,79 12,071 770.064 Lúða 450,00 190,00 242,13 0,368 88.983 Grálúða 58,00 58,00 58,00 0,179 10.353 Koli 79,00 79,00 79,00 0,007 553 Keila 38,00 38,00 38,00 0,534 20.292 Samtals 60,06 102,343 6.147.155 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 95,00 86,00 87,16 3,296 287.272 Þorskur(ósl.) 89,00 33,00 111,88 0,896 100.240 Ýsa 121,00 121,00 121,00 0,170 20.570 Ýsa(óst) 129,00 116,00 125,84 0,259 32.592 Karfi 43,00 40,00 42,74 4,261 182.107 Ufsi 46,00 46,00 46,00 0,295 13.570 Langa+blál. 59,00 59,00 59,00 0,248 14.632 Lúða 330,00 300,00 309,51 0,041 12.690 Grálúða 64,00 64,00 64,00 0,279 17.856 Skarkoli 95,00 95,00 95,00 0,010 950 Rauðmagi 85,00 79,00 80,19 0,329 26.381 Samtals 70,29 10.Q84 708.860 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 110,00 75,00 81,84 25,153 2.058.471 Ýsa 120,00 78,00 101,36 6,138 622.126 Karfi 45,00 45,00 45,00 0,670 30.150 Ufsi 43,00 43,00 43,00 0,039 1.677 Steinbítur 60,00 55,00 58,89 0,237 13.928 Hlýri+steinb. 55,00 55,00 55,00 0,022 1.210 Langa 63,00 54,00 61,72 0,696 42.957 Lúða 400,00 385,00 392,50 0,076 29.830 Skarkoli 71,00 71,00 71,00 0,085 6.035 Keila 31,00 29,50 30,46 1,250' 38.075 Skata 78,00 78,00 78,00 0,136 10.608 Tindaskata 10,00 10,00 10,00 0,046 460 Lax 180,00 180,00 180,00 0,176 31.680 Samtals 79,78 39,627 3.161.628 ið unnið enda hefði áhugi Hafskips fljótlega beinst að því að kaupa sig inn í fyrirtækið. Öll mál þess hefðu verið könnuð nákvæmlega og af lað upplýsinga um alla kostnaðarþætti f tengslum við rekstur skipafélags í Bandaríkjunum. Björgólfur nafn- greindi fjölda innlendra en þó eink- um erlendra manna sem væru sér- fræðingar um kaupskiparekstur og starfað hefðu með Hafskip að þessu máli. Með skýrslu um þetta starf hefði verið lagður grundvöllur að mikilli þekkingu um allt jþað sem að. þessum rekstri vissi. Akvörðun um að hasla sér völl á Bandaríkja- markaði hefði hins vegar ekki verið tekin fyrr en í hálfþvingaðri stöðu snemma árs 1984 þegar flutningar fyrir Varnarliðið brugðust og að fengnum fullyrðingum stjórnvalda hérlendis um að íslensk skipafélög yrðu aðeins útilokuð frá þessum flutningum um skamman tíma. Björgólfur lýsti ítrekað þeirri skoðun sinni að allur undirbúningur og áætlanagerð, sem unnin hafi verið í samvinnu fjölmargra starfs- manna félagsins, hefði verið afar vandaður, svo vandaður að fátítt væri hérlendis. Skoraði hann hvað eftir annað á ákæruvaldið að sýna sér fram á að einhveijar forsendur og tölur í áætlunum félagsins væru rangar, beindi til þess ýmissa spurn- inga og krafðist þess að það kynnti sér ýmis gögn sem hann sagði vera til í skjölum Hafskips og styddu mál sitt. Vegna ítrekaðra áskorana og spurninga sem Björgólfur beindi til ákæruvaldsins gerði Jónatan Þórmundsson athugasemd á þá leið að Björgólfur ástundaði ótímabær- an málflutning í stað þess að svara spurningum um fyrirliggjandi gögn og staðreyndir. Hann sagði að sum þeirra gagna sem hann vísaði til hefðu ekki fundist og haldið hefði verið fram að sum þeirra hefðu verið eyðilögð. Þá sagði saksóknari að engu væri líkara en Björgúlfur vildi að reyna að snúa yfirheyrsl- unni upp í yfirheyrslu yfir ákæru- valdinu og sagði að sönnunarfærsla af þess hálfu biði málflutnings. Björgólfur var spurður hvemig stæði á því að frá sama tíma væru til fjórar áætlanir sem gerðu ráð fyrir mismunandi afkomu af Atl- antshafssiglingum. í einni væri gert ráð fyrir tapi en í öðrum væri ýmist gert ráð fyrir 495 þúsund dala, einnar eða þriggja milljóna dala hagnaði. í gögnum ákæruvaldsins væri aðeins að sjá að Útvegsbanka íslands hefði verið gerð grein fyrir tveimur hagstæðustu áætlununum. Björgólfur sagði að menn hefðu ávallt að átta sig á horfum í rekstr- inum út frá mismmwmdi forsendum og reynt að geta í eyður þar sem rauntölur skorti. Leiðréttingar hefðu verið gerðar eftir því sem vitneskjan jókst. Hann kvaðst telja víst að bankanum hefði verið gerð grein fyrir öllum umræddum fjórum áætlunum og sagði að bankanum hefði ávallt verið gerð grein fyrir öllum upplýsingum um stöðu fyrir- tækisins. Hann ítrekaði að einmitt upplýsingagleði Hafskipsmanna hefði orðið til þess að Útvegsbank- inn hefði ákveðið að stöðva fyrir- greiðslu til þeirra. Hann var beðinn um skýringar á því að þann 12. 'desember 1984 hefði í bréfi til Útvegsbankans ver- ið sagt að áætlað rekstrartap fé- lagsins það ár væri 50-60 milljónir en tveimur dögum síðar hefði end- urskoðandi félagsins í bréfi til for- ráðamanna þess vísað til gildandi rekstraráætlunar sem gerði ráð fyr- ir 90 milljón króna tapi. Hann sagð- ist telja að hvort um sig hefði verið rétt á þeim tíma sem upplýsingarn- ar hefðu verið gefnar enda hefði þá staðið yfir vinna að því að taka ákvarðanir um ýmis atrði í tengsl- um við reikningsskil félagsins, svo sem verðbreytingafærslur, auk þess sem ný gögn hefðu stöðugt verið að berast um afkomu félagsins. Ný vitneskja og ákvarðanir hefði jafn- óðum verið notuð til að leiðrétta fyrri spár, sem hann margítrekaði að hefðu verið gerðar í samvinnu fjölmargra starfsmanna úr öllum deildum félagsins og að hann teldi að það starf hefði verið unnið eftir bestu vitund miðað við fyrirliggj- andi vitneskju á hveijum tíma. í löngu máli var rætt um Atlants- hafssiglingar, áætlanir þeim við- komandi og forsendur þeirra. Björ- gólfur sagði að forsendur allra áætlana hefðu staðist en hins vegar hefði of seint komið í ljós að rekstri félagsins í Bandaríkjunum hefði verið ábótavant, þar hefði kostnað- areftirlit og skil á upplýsingum og gögnum ekki verið sem skyldi og þrátt fyrir fundi og daglegt sam- band hefði þetta ekki komið í ljó^ Hann sagði að sér hefði orðið Ijóst upp úr miðju ári 1985 að tap væri á Atlantshafsleiðum félagsins. Hann sagði það dæmigert fyrir að langt og flókið ferli væri að baki því að gera nákvæma mynd af jafn- flóknum rekstri, sem hefði að hálfu leyti farið fram vítt og breitt um Bandaríkin. Hann sagði að jafn- skjótt hefði hafist starf til að leið- rétta grunninn; það hefði borið árangur og tekist hefði að tryggja grundvöll undir framtíðarrekstri á þessum leiðum. Hann sagði að þetta starf hefði verið unnið undir stjórn bandarísks sérfræðings, sem hann nafngreindi, lögmanns og dómara við verslunardóm í New York, sem ráðinn hefði verið til félagsins. Sá hefði náð tökum á vandanum og fyrir hefði legið samstarfsamningur við sænskt skipafélag þegar Haf- skip hefði verið tilneytt að lýsa sig gjaldþrota. Björgólfur var spurður hvort hann kannaðist við að fyrirsvars- menn félagsins hefðu ákveðið að eyða hluta áætlunargagna félagsins f tengslum við viðræður um samein- ingu félagsins við Eimskipafélagið. Hann sagðist aldrei hafa staðið að slíku, né ahfa vitneskju um slíkt enda hefði það einungis orðið til að veikja félagið. Fram kom að hann hefði verið andvígur viðræð- um um sameiningu við Eimskipafé- lagið en sagðist hafa tekið þátt í tveimur fundum með forstjóra Eim- skips í því skyni að sameina Atl- antshafssiglingar félaganna. Um- svif Hafskips erlendis hefðu verið mun meiri en umsvif Eimskips á þessum tíma. Björgólfur Guð- mundsson sagði að Hafskip hefði verið orðið eitt af tíu stærstu fyrir- tækjum landsins. Hann vitnaði til fréttar í DV á árinu 1985 þar sem sagt hefði verið réttilega að velta Hafskips væri orðin meiri en velta Eimskips. „Þessi fyrirsögn varð okkur dýrkeypt," sagði Björgólfur Guðmundsson. Veijandi Björgólfs, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl, spurði hann meðal annars um afstöðu til ákæra um blekkingar gegn hluthöfum og bankastjórn. Björgólfur sagði ákærur rangar enda hefði þá verið um stórkostlega sjálfsblekkingu að ræða '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.