Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 Jórunn Ámadóttir Karlsson - Minning Fædd 22. febrúar 1944 Dáin 13. janúar 1990 Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Að kvöldi 13. janúar sl. barst okkur sú fregn frá Svíþjóð að Jór- unn, systurdóttir okkar, hefði látist þá um kvöldið á heimili sínu að Blomstergatan 7 í Kungshamn. Hetjulegri baráttu við illvígan sjúk- dóm er lokið, baráttu sem hófst fyrir tæpum þremur árum. Jórunn fæddist á Dalvík 22. febr- úar 1944, elst fimm barna hjónanna Áma Arngrímssonar og Báru Elías- dóttur. Hún var fyrsta barnabarnið í fjölskyldum foreldranna og sólar- geisli sem fagnað var af öllum. Jórunn ólst upp við leiki og störf á ástriku heimili og eftir þá skóla- göngu sem hægt var að njóta í heimabyggð lá leið hennar í Héraðs- skólann á Laugarvatni og einnig var hún einn vetur við nám í Hús- mæðraskólanum Ósk á ísafirði. Þar kom í ljós eðlislæg vandvirkni henn- ar og alúð við öll störf og sem ætíð einkenndi alla hiuti sem hún skap- aði, bæði til að fegra- heimili sitt og til að gleðja aðra með. Jórunn vann m.a. við skrifstofu- og verslunarstörf á Dalvík þar til haustið 1962 að hún átti þess kost að fara til starfa í Gravarne í Svíþjóð, sem nú heitir Kungshamn. Henni fannst það kærkomið tæki- færi til að sjá og kynnast þessu fallega landi og fólkinu sem þar býr. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, öðlingsmanninum Sture Karlsson, sem starfar nú sem um- sjónarmaður íþróttamannvirkja í Kungshamn. Þau gengu í hjóna- band á vordögum 1964 og byggðu sér heimili að Blomstergatan 7. Þau áttu sér fagurt heimili með gróður- sælum garði, sem ber glöggt vitni um samhug þeirra og samheldni, smekkvísi og dugnað. Sture reyndist einstök stoð og stytta Jórunnar í öllum hennar veik- indum og kom þá vel í ljós að hann var ,einn af þeim sem vaxa með hverjum vanda og sýna best hvem mann þeir hafá að geyma þegar mest á reynir. Þau eignuðust tvo syni, Jan Arne, sem fæddur er 27. september 1964, og Bjöm Gunnar, sem fæddur er 28. ágúst 1967. Jan Arne lauk námi í efnaverkfræði á liðnu ári og vinn- ur í Gautaborg, en Björn Gunnar er tæknifræðingur hjá Saab-verk- smiðjunum í Trollháttan. Báðir em synir þeirra miklir efnismenn-og góðir drengir og bera foreldrum sínum og heimili gott vitni í öllu dagfari. Það er margs að minnast frá liðn- um ámm, því oft kom fjölskyldan til íslands og það var sannarlega ánægjulegt að koma í heimsókn á Blomstergatan 7. Þar mætti gest- um ómæld gestrisni og hjartahlýja t Faðir okkar og sonur, BJARNI ÞÓR KJARTANSSON, lést í Landakotsspítala 25. janúar. Kjartan Þór Bjarnason, Birgir Bjarnason, Geir Bjarnason, Baldur Bjarnason, Ásta Bjarnadóttir. t Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SVEINN ÞÓRÐARSON trésmíðameistari, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á (safirði 24. janúar. Jarðarförin- verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Guðriður Guðmundsdóttir. t Ástkær eíginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, VALDHEIÐUR M. (HEIÐA) VALDIMARSDÓTTIR, Vesturbrún 10, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 23. janúar. Sigfús Jónsson, Margrét Sigfúsdóttir, Sigrún Sigfúsdóttir, Jón Sigfússon, Birna Jónsdóttir, Valdimar Sigfússon, Valgerður Hannesdóttir, Kristinn Sigfússon og barnabörn. t » Mððir_okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN BERGÞÓRStJÓTTIR . frá Hvdmmstánga, Vesturgötu 16, Keflavik, lést. á H1évangi 23. janúar. Alda Magnúsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólöf Magnúsdóttir, Þórir Magnússon, Hólmar Magnússon, Alexander Jóhannesson, Hermann Nfelsson, Stefán Þórarinsson, Jensína M. Leó, Guðrún R. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. hjónanna sem allt vildu gera til að gera gestum dvölina sem ánægju- legasta. Þau kunnu að gleðjast með glöðum, en líka tóku þau ríkan þátt í því mótdræga hjá vinum sínum. Það kom vel í ljós í veikindum Jór- unnar að hún átti marga góða vini, sem studdu hana og glöddu á marg- an hátt. Þegar hún heimsótti æsku- stöðvarnar á liðnu sumri bar hún í veskinu sínu fallega kveðju frá vin- um sínum í Kungshamn, sem birtist í bæjarblaðinu áður en hún kom hingað. Það duldist engum hvað þetta var henni mikils virði. Ferðin til íslands í sumar var mikill sigur fyrir Jórunni. Hún var búin að gangast undir stóra upp- skurði á miðju ári 1988, þar sem tvívegis var skipt um lifur, og sýna frábært þrek og æðruleysi í erfiðri læknismeðferð. í þau tuttugu og sjö ár sem hún bjó erlendis hafði hún aldrei þráð jafn heitt að koma heim eins og sl. sumar. Henni tókst það með dygg- um stuðningi fjölskyldu sinnar og lækna. Og heima var henni fagnað sem aldrei fyrr af foreldrum, ætt- ingjum og vinum. Foreldrum sem dvöldu hjá henni síðasta mánuðinn og gátu notið jólahelgarinnar og áramótanna með henni og fjölskyld- unni. Við vitum að fyrir þennan tíma eru þau öll þakklát. Læknum og hjúkrunarfólki á Sahlgránska sjúkrahúsinu í Gauta- borg, serru stunduðu hana af kost- gæfni, svo og öllum þeim sem sýndu henni kærleika og vináttu {veikind- um hennar var hún innilega þakklát og forsjóninni fyrir þann tíma sem hún fékk eftir aðgerðimar. Fjölskyldur okkar og háöldruð amma kveðja öll Jórunni með sökn- uði að leiðarlokum og þakka henni alla elskusemi og tryggð. Og víst hefðum við viljað fylgja henni síðasta spölinn, en hugur okkar allra verður hjá henni í dag. Ástríkum eiginmanni hennar, sonum, foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum, vottum við innilega samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Minningu elskulegrar frænku geymum við í hugum okkar alla tíð. Bjarki Elíasson, Björn Elíasson, Þórunn Elíasdóttir. Ásgeir Ásgeirsson, Haiharfírði — Miiming Fæddur 23. nóvember 1910 Dáinn 18. janúar 1990 Tengdafaðir minn, Ásgeir Ás- geirsson, er til grafar borinn í dag. Ásgeir fæddist á ísafirði 23. nóvem- ber 1910 og ólst_ þar upp í hópi systkina. Foreldrar hans voru Re- bekka Hjaltadóttir og Ásgeir Jóns- son. Leiðir okkar Ásgeirs lágu sam- an er konuefnið mitt leiddi mig inn á heimili foreldra sinna, þeirra Ás- geirs og Jónu Pétursdóttur, fyrir nær þrjátíu árum. Allt frá þeim degi bundumst við vináttuböndum sem aldrei rofnuðu. Ásgeir var sterkur persónuleiki með ákveðnar skoðanir sem hann var ófeiminn að gefa upp þegar það átti við. Hann var mikill mannkosta- maður og hafði tamið sér eigin- leika, sem prýddu hann og hver maður varð betri af að kynnast. Ásgeir var dagfarsprúður og heið- arleiki og snyrtimennska ásamt reglusemi á öllum sviðum var mjög einkennandi fyrir hann. Alltaf var gott að koma til hans, við fjölskylda mín fundum það ekki síst þegar við, skömmu eftir lát Jónu, þurftum að hverfa frá heimili okkar í Vest- mannaeyjum vegna eldgoss. Þá opnaði Ásgeir heimili sitt fyrir okk- ur hjónin og íjögur böm okkar. Þó að þröngt væri urðum við aldrei vör við, að honum fyndist að sér þrengt og ég vissi að þegar við fórum í okkar eigin íbúð, nokkrum vikum síðar, þá saknaði hann þess að hafa börnin ekki lengur á heimilinu. Sínum bestu árum eyddi Ásgeir að miklum hluta á sjónum, þar sem hann var vélstjóri, en eftir að ijöl- skyldan fluttist frá ísafirði til Hafn- arfjarðar vann hann daglaunastörf og sagt hafa mér menn sem með honum unnu, að þau störf vann hann af þeirri einstöku samvisku- semi sem ég kynntist svo vel í fari hans. Nú allra síðustu ár var Ás- geir sjúklingur, ekki virtist það samt há honum við að treysta fjöl- skylduböndin sem honum var svo umhugað um að ekki rofnuðu. Ég sé ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um lífshlaup Ásgeirs, en hans nánustu ættingjar og við hin, sem bárum gæfu til þess að kynn- ast honum, vitum að honum var ætlað pláss á góðum stað, eins og hann verðskuldaði, og þar munu þau sæmdarhjón Jóna og Ásgeir aftur hafa náð saman. Halldór Svavarsson Guðmundur Magnús- son - Kveðjuorð Fæddur 28. apríl 1913 Dáinn 19. janúar 1990 Síðastliðinn föstudag bárust okk- ur þær fregnir hingað til'Noregs að afí væri dáinn. Þessar fregnir komu okkur ekki á óvart því að afi hefur átt við sjúkdómserfiðleika að stríða síðastliðin ellefu ár. Um jólin vorum við heima á Islandi og þegar við kvöddum afa þann 5. janúar grunaði okkur að það væri hinsta kveðja. Þrátt fyrir þennan óljósa grun fyllir söknuður huga okkar þessar stundir. Hugurinn leitar til afa okkar sem við áttum svo marg- ar góðar stundir með og minning- una um hans jákvæða og hlýja við- mót varðveitum við um ókomin ár. „Því lffið er ekki þeir dagamir sem eru liðnir, heldur dagamir sem við munum.“ (Paulenko.) t Maðurinn minn, ÓSKAR SIGURÐSSON skipstjóri, Eyjaseli 1, Stokkseyri, andaðist í sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 24. janúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Jóna Kristjánsdóttir. t GUÐBJARNI SIGMUNDSSON frá ívarshúsum, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist að morgni 24. janúar í sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Elsku tengdamamma og amma Svava. Við vildum gjarnan vera hjá þér á þessari stundu og erum það í huganum. Herdís Páldsdóttir og Dóra, Björg og Svava K. Þórhallsdætur CMC CMC kerfi «r serstaklega hannad Hhngið eftir fyrir loflplötur frá Armstrong frekan upplysingum. la^ |sm CrfikMimboá á lilindl £8 Þ. ÞQRGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykavfk - sími 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.