Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 21.tbl. 78. árg. FOSTUDAGUR 26. JANUAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Azerbajdzhan: Hóta Gorbatsjov öðru Afeanistan Moskvu. Reuter. EINN af forystumönnum Þjóðfylkingarinnar í Azerbajdzhan sagði í gær, að yrði „hernámsliðið" ekki á brott, yrði ekki komist iijá borgara- styrjöld í landinu. Þá sagði hann, að engu skipti þótt azerskir kommún- istar hefðu kosið sér nýjan formann því að flokkurinn ætti sér ekki framar viðreisnar von. Armenar og Azerar hafa samið um vopnahlé í átökum á landamærum Armeníu og sjálfstjórnarhéraðsins Nakítsje- „Átökin halda áfram og verði herinn ekki kallað burt mun bijótast út skæruhernaður um allt landið. Vilji Míkhaíl Gorbatsjov verða sér úti um annað Afganistan þá finnur hann það hér í Azerbajdzhan," sagði Ekhtibar Mamedov, einn af forystu- mönnum azersku Þjóðfylkingarinn- Engin hætta afVarsjár- bandalaginu London. Reuter. Varsjárbandalagið er búið að vera sem eiginlegur andstæðing- ur vestrænna ríkja og kröfur sumra Austur-Evrópuríkja um brottflutning sovéska herliðsins eru síðasti naglinn í líkkistuna. Byltingarnar í Austur-Evrópu á síðasta ári og lýðræðisþróunin, sem þar er hafin, svipti í raun Varsjár- • bandalagið titgangi sínum, sem var að standa vörð um hið kommúníska stjórnarfar. „Nú,“ segir John Cross, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóða- herfræðistofnunarinnar í London (IISS), „eru alls engar líkur á, að nokkurt Austur-Evrópuríkjanna léti Sovétmenn skipa sér fyrir verkum." Á Vesturlöndum hefur þessari þróun verið fagnað en innan Atlants- hafsbandalagsins vilja menn þó ekki sjá á bak Varsjárbandalaginu alveg strax. Það er nefnilega eini eiginlegi viðsemjandi NATO um afvopnun og fækkun í herjum. ar, á fréttamannafundi í Moskvu. „Azerar munu berjast gegn her- námsliðinu til síðasta manns.“ TASS-fréttastofan sagði í gær, að leyniskyttur hefðu skotið á sov- éska hermenn í Bakú og nágrenni og á miðvikudag féll einn hermaður og annar særðist. Alisheijarverkfall er enn í borginni og einnig í Gyandzha, annarri stærstu borg í Azerbajdzhan. Ayaz Mutalibov forsætisráðherra var í gær kjörinn formaður komm- únistaflokksins í Azerbajdzhan í stað Abdul-Rakhmans Vezirovs en talsmenn Þjóðfylkingarinnar sögðu, að fyrir Azera skipti f lokkurinn engu máli lengur. Reuter Barnsfæðingu forsætisráðherra fagnað Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, ól í gær stúlkubarn á sjúkrahúsi í Karachi, stærstu borg tandsins, og er þetta í fyrsta sinn sem leiðtogi ríkisstjórnar fæðir barn á embættistíma sínum. Stuðningsmenn Bhutto fögnuðu þessum tíðindum ákaft, dreifðu sælgæti og dönsuðu eftir trumbuslætti á götum borgarinnar. Barn- ið var tekið með keisaraskurði og heilsast mæðgunum vel. Belgískt herlið í V-Þýskalandi: Brottflutning- ur í samráði við NATO-ríki Brussel. Reuter. GUY Coeme, varnarmálaráð- herra Belgíu, sagði í gær, að líklegt væri, að belgíska herliðið í Vestur-Þýskalandi yrði kallað heim en lagði síðan áherslu á, að það yrði aðeins gert í samráði við bandamenn Belga í Atlantshafs- bandalaginu. í viðtali við tvö belgísk dagblöð, De Standaard og Le Soir, sagði Coeme, að „vegna þróunar mála í Evrópu er brottflutningur belgíska herliðsins frá Vestur-Þýskalandi ' ekki ólíklegur" en í yfirlýsingu, sem hann sendi belgískri fréttastofu síðar í gær, sagði, að um brott- flutning yrði ekki að ræða nema í samráði við önnur NATO-ríki. Mark Eyskens, utanríkisráðherra Belgíu, sagði í gær um þetta mál, að brottflutningur belgíska herliðs- ins frá Vestur-Þýskalandi hefði aldrei komið til umræðu í ríkis- stjórn. Bandaríska öidungadeiidin: Umdeild ákvörðun um kín- verska námsmenn staðfest Vantaði aðeins fjögnr atkvæði til að neitunarvaldi Bush yrði hnekkt Washington. Reuter. VIÐ atkvæðagreiðslu í öldunga- deild Bandaríkjaþings í gær vantaði fjögur atkvæði til að hnekkja neitunarvaldi George Bush Bandaríkjaforseta, er hann Reuter Ofsaveðurí Vestur-Evrópu Mikið fárviðri gekk yfir England og vestanvert meginlandið í gær og var vitað um 29 manns að minnsta kosti, sem týnt höfðu lífi. Áttu mörg skip í erfiðleikum suður af Englandi og á Ermarsundi en mynd- in er af fiskiskipi, sem komið var upp í kletta á Frakklandsströnd. Sjá „Tugir bíða á bls. 18 beitti gegn frumvarpi um land- vistarleyfi kínverskra náms- manna. Fulltrúadeildin hafði áð- ur ómerkt neitunarvald forsetans og í gær hafði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins uppi stór orð um afleiðingar þess fyrir samskipti ríkjanna ef niður- staðan yrði sú sama í öldunga- deildinni. Frumvarpið var samþykkt á þingi í nóvembermánuði en það kveður á um að kínverskum námsmönnum skuli heimilað að dvelja áfram í Bandaríkjunum er dvalarleyfi þeirra þar rennur út, óttist þeir að sæta ofsóknum í heimalandi sínu. Þingmenn Demókrataflokksins, sem hefur meirihluta í báðum þing- deildum, lögðu frumvarpið frani í þeim tilgangi að vernda kínverska námsmenn í Bandaríkjunum en stjórnvöld í Kína hafa skorið upp herör gegn leiðtogum námsmanna er stóðu fyrir mótmælunum á Torgi hins himneska friðar á síðasta ári sem lyktaði með miklu blóðbaði. Bush forseti beitti neitunarvaldi gegn frumvarpinu en hann hefur, leynt og ljóst, beitt sér fyrir auknum samkiptum við Kínveija og sætt gagnrýni sökum þess í Banda- ríkjunum. Þá ákvörðun sína að beita neitunarvaldi rökstuddi forsetinn með tilvísun til þess að aukin ein- angrun Kínverja á alþjóðavettvangi myndi einungis verða til að tefja fyrir umbótum í lýðræðisátt. Þess- ari röksemdarfærslu höfnuðu þing- menn fulltrúadeildarinnar og hnekktu neitunarvaldi forsetans með 2A hlutum atkvæða. Lengi þótti líklegt, að öldungadeildin gerði slíkt hið sama og því þykir niðurstaðan verulegur sigur fyrir hann. Við atkvæðagreiðsluna í gær vildu 62 hnekkja neitunarvaldi for- setans en 37 voru á móti og vant- aði því fjögur atkvæði upp á aukinn meirihluta, sem þurfti til. Sögðu repúblikanar, að fyrir andstæðing- um forsetans hefði aðeins vakað að koma höggi á hann en demó- kratar svöruðu og sögðu, að frum- varpið snerist um mannréttindi og væri um leið áfellisdómur yfir af- stöðu Bush til stjórnvalda í Kína. Evrópubandalagið: Aðgangur að fiskimiðum fyrir aðgang að markaði Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JAN P. Syse, forsætisráðherra Noregs, átti í gær viðræður við fúlltrúa úr framkvæindastjórn Evrópubandalagsins (EB) í Brussel um samskipti Noregs og EB. Samkvæmt heimildum í Brussel lagði Manuel Marin, sem fer með sjávarútvegsmál innan fram- kvæmdastjórnarinnar, áherslu á, að bandalagið væri ekki tilbúið til að hverfa frá þeirri reglu, að fyrir aðgang að mörkuðum EB fyrir sjávarafurðir fengi bandalagið veiðiheimildir fyrir fiskveiði- flota aðildarríkjanna. Heimildir Morgunblaðsins herma, að Marin hafi lýst því yfir, að við væntanlega endurskoðun fiskveiðistefnunnar árið 1992 væri þess alls ekki að vænta, að frá þessari reglu yrði horfið enda væri hún einn af hornsteinum hinnar sameiginlegu fiskveiði- stefnu. Norðmenn hafa af þessu nokkrar áhyggjur vegna versn- andi ástands fiskstofna í norskri fiskveiðilögsögu en þeir hafa á liðnum árum gert samninga við EB á grundvelli þessarar reglu. Syse sagði, að á fundinum hefði verið rætt m.a. um samningavið- ræður EFTA og EB um sameigin- legt evrópskt efnahagssvæði og um mögulega aðild Norðmanna að gjaldeyrissamstarfi EB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.