Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 Leikfélag Akureyrar: Góð aðsókn á Eyrna- langa og annað fólk Á MILLI 15-1600 manns hafa séð barna- og fjölskylduleikritið Eyrna- langa og annað fólk eftir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur sem sýnt er lyá Leikfélagi Akureyrar. Leikritið hefur verið sýnt að jafn- aði þrisvar í viku, um helgar og þá hefur ein sýning verið á f immtudög- um einkum fyrir skólafólk úr ná- grannabyggðarlögunum. Ragna Garðarsdóttir, miðasölustjóri hjá LA, sagði að aðsókn á sýningarnar hefði verið góð, en ellefta sýning var í gær og hana sáu m.a. börn úr Hafralækjarskóla og barnaskó- lanum á Laugum. Ragna sagði að skólabörn framan úr Eyjafirði hefðu þegar séð sýninguna og börn úr utanverðum firðinum væru væntanleg. Þá væri einnig væntan- legur hópur úr Húnavallaskóla í Húnavatnssýslu. Næsta verk sem sýnt verður hjá LA er Heill sé þér þorskur eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur og verður það frumsýnt 10. febrúar næstkom- andi og verða þá báðar sýningarnar í gangi samhliða, en fyrirhugað er að sýna Eyrnalanga eitthvað fram í febrúar. Nýsmíðaskipið: Byggðastofiiun greiði fyrir sölusamningimi Á FUNDI atvinnumálane&idar Akureyrar í vikunni var samþykkt álykt- un þar sem því var beint til stjórnar Byggðastofhunar að hún greiði fyrir samningi um sölu á nýsmíðaskipi Slippstöðvarinnar. „Atvinnumálanefnd beinir þeim tilmælum til stjórnar Byggðastofn- unar að stofnunin greiði fyrir samn- "^hgi milli Slippstöðvarinnar hf. og Meleyrar hf. um kaup á nýsmíða- verkefninu B-70. Samningur þessi er mjög mikilvægur til að tryggja áframhaldandi störf í skipasmíðaiðn- aði á Akureyri," segir í ályktuninni. Ályktun þessi var send Guðmundi Malmquist, forstjóra Byggðastofn- unar. Morgunbláðið/Rúnar Þór Hópurinn sem að uppbyggingu salhaðarstarfsins stendur. Dögun ’90: Hugmyndir um að reisa or- lofshúsabyggð í Búðargili Vélsleðamaður hylltur Vélasleðamenn efndu til hópferðar að heimili Tómasar Eyþórs- sonar í tilelhi af fhnmtugsafmæli hans í fyrradag, 24 janúar. Tómas er kunnur vélsleðamaður og einn stærsti innflytjandi vélsleða hér á landi. Vélsleðamenn umkringdu heimili hans, tendruðu blys og sungu aímælissöng. Að lokum færðu vélsleða- menn aftnælisbarninu viðurkenningarskjöld í tilefhi dagsins. Samkomur í Glerárkirkju RAÐSAMKOMUR verða haldn- ar í Glerárkirkju um helgina og eru þær liður í saíhaðarátaki sem nú stendur yfir í sókninni og kallast Dögun ’90. Sérstakur gestur á samko- munum verður Hollendingurinn Teo Van der Weele, en hann er menntaður í sálar- og félags- fræðum og er sérgrein hans sálgæsla. Á Teo Van der Weele. samkomunum mun hann halda fyrirlestra, sungnir verða léttir söngvar og í lokin verður boðið upp á fyrirbæn. Samkomurnar hefjast kl. 20.30 á föstudags- og laugardagskvöld, en kl. 14.00 á sunnudag. Fjögur næstu föstudagskvöld verða síðan samkomur í kirkjunni og hefjast þær kl. 20.30. Samstarfsnefhd skipuð fhlltrúum úr skipulagsnefnd annars veg- ar og atvinnumálanefnd hins vegar, sem hafði það hlutverk að fjalla um staðsetningu orlofshúsabyggðar á eða í námunda við Akureyri, hefur komist að þeirri niðurstöðu að ofanvert Búðargil gæti komið til greina fyrir slíka byggð. Málinu hefur verið vísað til neftidanna til frekari umfjöllunar, en atvinnumálaneftid hefur þegar fallist á þessa niðurstöðu. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar í skipulagsnefhd. Umræður um sérstaka orlofs- húsabyggð á eða í námunda við Akureyri hafa verið í gangi um nokkurra ára skeið og um tíma var rætt um að reisa slíka byggð í Hamraborgum ofan Akureyrar. Þá var hugmyndin sú að þar yrði reistur þjónustukjarni, jafnvel sundlaug og fleira sem tilheyrir orlofshúsabyggðum. Frá slíkum hugmyndum hefur nú verið fallið og er nú rætt um að tengja orlofshúsabyggðina nú- verandi byggð og þjónustu í bæn- um. Arkitektastofunni við Ráðhús- torg var falið að vinna frumdrög að orlofshúsabyggð í Búðargili og í þeim er gert ráð fyrir tveimur möguleikum, annars vegar stökum húsum og hins vegar raðhúsum og yrðu íbúðirnar á bilinu 18-40 eftir því hvor kosturinn yrði valinn. Á því svæði sem um er að ræða eru nú gripahús og samkvæmt deildiskipulagi Innbæjarins, sem í gildi er, er umrætt svæði svokallað grænt svæði eða útivistarsvæði, en kveðið er á um að húsin megi standa þarna til bráðabirgða, en nánari tímasetning er ekki til- greind. Ef um það verður tekin ákvörðun að reisa skuli á þessu svæði orlofshúsabyggð verður að breyta skipulagi og hanna svæðið að nýju. Þorleifur Þór Jónsson, ferða- málafulltrúi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um á hvern hátt staðið yrði að fram- kvæmdum, en ef skipulagsnefnd tæki jákvætt í þessar hugmyndir yrði væntanlega farið að vinna meira í málinu, m.a. skipulags- og sölumálum. Hvar er þjónustan keypt? Atvinnumálanefhd Akureyrar hefúr falið starfsmönnum Iðnþró- unarfélags Eyjafjarðar að gera könnun á meðal fyrirtækja í bæn- um á því hvar þau kaupa þjón- ustu af ýmsu tagi, þ.e. hvort þjón- ustan er keypt í bænum, í Reykjavík, eða annars staðar. Yfirskrift könnunarinnar er: Hvar er þjónustan keypt? Átak til uppbyggingar safiiaðar- starfs við Glerárkirkju að hefjast DOGUN ’90 er yfirskrift átaks sem er að hefjast í sa&iaðarupp- byggingu við Glerárkirkju. Það er um 20 manna hópur nemenda og starfsmanna Biblíuskólans á Eyjólfsstöðum á Fljótsdalshéraði sem hafa staðið að undirbúningi átaksins, en hópurinn verður á Akureyri í 6 vikur. Höfúðáhersla verður lögð á innra starf kirkjunnar. Þorsteinn Kristiansen, leiðtogi átaksins, sagði að séra Pálmi Matt- híasson, fyrrverandi sóknarprestur í Gierárkirkju, hefði haft á því áhuga að auka og efla safnaðar- starfið og óskað eftir að Biblíuskól- inn tæki verkefnið að sér. Þráðurinn hefði síðan verið tekin upp við séra Pétur Þórarinsson er hann tók við störfum sóknarprests. Hópurinn kom til Akureyrar í byijun janúar og hefur síðan verið unnið að undir- búningi átaksins. „Það er ósk okkar að sjá kirkjuna sinna öllum aldurshópum og að hún komi til móts við mismunandi þarf- ir fólks í nútímasamfélagi," sagði Þorsteinn. Um helgina verður boðið upp á samkomur með nokkuð breyttu sniði í Glerárkirkju og næstu föstudagskvöld verða einnig samkomur í kirkjunni og sagði Þor- steinn að þar yrði boðið upp á létt- ari tónlist en áður hefur tíðkast í kirkjum og frjálsari tilbeiðslu. Þá verður gefið út safnaðarbiað sem dreift verður í öll hús í sókn- inni og hópurinn mun einnig gera skoðanakönnun meðal 320 sóknar- barna þar sem viðhorf þeirra til kirkjunnar og trúarlífs verður kann- að. Hugmyndin er að niðurstöður könnunarinnar nýtist til safnaðar- uppbyggingar í framtíðinni. Það eru samtökin Ungt fólk með hlutverk sem standa að Biblíuskól- anum á Eyjólfsstöðum og sögðu tveir nemenda hans, þau Guðrún S. Gísladóttir og Magnús Jónsson, að starfið við safnaðaruppbygging- una í Glerárkirkju væri liður í starfsþjálfun þeirra. „Ég hef alltaf haft áhuga á þessum málum og fór í skólann til að læra meira úr Biblí- unni. Þetta nám er góður undirbún- ingur fyrir starf með æskulýðs- félögum eða í sunnudagaskólum," sagði Magnús. Guðrún sagði að hún hefði verið óráðin hvað gera skyldi eftir að hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. „Mér þótti þetta gott tækifæri til að kynnast Biblíunni betur og því ákvað ég að fara i þennan skóla. Þetta hefur verið dýrmætur tími,“ sagði Guðrún. Sú þjónusta sem um verður spurt í könnuninni er lögfræðiþjónusta, rekstrarráðgjöf, bókhald, endur- skoðun, tækniþjónusta, verkfræði- þjónusta, tölvuþjónusta, auglýs- ingagerð og prentun. Athugað verður í hversu miklum mæli fyrirtæki í bænum kaupa þjón- ustu utan Akureyrar og segir Hólm- steinn Hólmsteinsson, formaður at- vinnumálanefndar, að einnig verði athugað hvers vegna fyrirtæki leiti út fyrir bæinn með kaup á þjónustu af þessu tagi. Komi í ljós að for- svarsmenn fyrirtækja séu óánægðir með þá þjónustu sem í boði er í bænum sé nefndin tilbúin til að koma því á framfæri við viðkom- andi aðila og athuga hvort ekki megi ráða þar á einhverja bót, þann- ig að fyrirtæki beini viðskiptum sínum til aðila í heimabyggð. Hólmsteinn sagði að með svörin yrði farið sem trúnaðarmál og að nöfn fyrirtækjanna sem þátt tækju í könnuninni kæmu hvergi fram. „Við vonum að sem flest fyrirtæki svari þannig að könnunin verði marktæk,“ sagði Hólmsteinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.