Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990
15
Átök um atvinnuþróun á íslandi
1900-1940. Hún varpar bæði ný-
stárlegu og frumlegu ljósi á
samtímasögu okkar og er því að
henni mikill fengur. Einnig birti
hann merkar fræðilegar greinar í
tímaritunum Nýrri sogu og Sögn-
um. Auk þess skrifaði hann nokkuð
í blöð um þjóðmál.
Það neistaði stundum af heitum
umræðum um þjóðfélagsmál þegar
Ólafur lagði allan sannfæringar-
kraft sinn í skoðanir sínar og rök-
studdi þær. Hálfvelgja var ekki að
skapi Olafs, hann hafði unun af
rökræðum og vildi að menn töluðu
tæpitungulaust. Hann lagði heldur
ekki einhvern fræðilegan hlutleysis-
mælikvarða á þjóðmál líðandi
stundar, sannfæring hans og sam-
viska leyfði það ekki.
Ég hef leitast við að lýsa þeim
manni sem ég kynntist og sá í
Ólafi. Hann var heilsteyptur maður
og var hverjum þeim sem kynntist
honum eftirminnilegur. Hann lifði
lífinu lifandi, honum var mikið gef-
ið og hann fékk notið hæfileika
sinna. Hvers er hægt að óska sér
fremur? Samt er fráfall hans svo
sárt hveijum þeim sem þekkti hann.
í einkalífí var hann farsæll, eignað-
ist konu og saman áttu þau tvö
börn sem enn eru ung að árum.
Ég votta eiginkonu Ólafs, Ragn-
heiði Guðjónsdóttur, börnum og
aðstandendum öllum innilega sam-
úð mína.
Halldór Bjarnason
Fleiri minningargreinar
um Ólaf Ásgeirsson birtast
í blaðinu næstu daga.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Músli frá OTA
Sólmúsli
Heildsölubirgöir
H. Ólafsson & Bernhöft
Vatnagörðum 18, s. 82499.
BIFREÐA
HLUNNINDI
Endurgjaldslaus afnot launamanns af bifreið launagreiðanda eru staðgreiðsluskyld
og skulu þau metin honum til tekna þannig:
Af bifreið sem tekin var í notkun á
árunum 1988 og 1989 eða tekin verður í
notkun á árinu 1990 skal meta 20% af
kostnaðarverði bifreiðarinnar sem hlunn-
indi til tekna. Af eldri bifreið skal meta 15%
af kostnaðarverði sem hlunnindi til tekna.
Kostnaðarverð er skilgreint sem stað-
greiðsluverð samkvæmt verðlista á sams
konar bifreið nýrri af árgerð 1990, að með-
töldum kostnaði vegna hvers konar auka-
og sérbúnaðar. Verðlisti fæst hjá skattstjór-
um og RSK. Hafi launamaður greitt hluta af
verði bifreiðar skal lækka verð bifreiðarinn-
ar til hlunnindamats um þá fjárhæð sem
launamaðurinn sjálfur greiddi.
Séu endurgjaldslaus afnot launa-
manns takmörkuð við ákveðinn kílómetra-
fjölda þannig að hann greiði launagreið-
anda sínum fyrir ekna kílómetra umfram
umsamið hámark skal reikna honum full
mánaðarleg hlunnindi til tekna uns
umsömdu hámarki er náð. Eftir þau tíma-
mörk skal draga greiðslu launamanns frá
fjárhæð mánaðarlegra hlunninda og falla
þau niður sé greiðsla launamanns jafnhá
þeim.
Mánaðarleg hlunnindi teljast 1/12 af
hlunnindamati bifreiðar. Ef afnot launa-
manns eru takmörkuð við hluta af mánuði
skal meta bifreiðahlunnindi hans í réttu
hlutfalli við þann dagafjölda í mánuðinum
sem hann hefur afnot af bifreiðinni.
Greiði launamaður eldsneytiskostnað
(og smurningu) skal lækka hlunnindamat
um 4 prósentustig, þ.e. í 16% eða 11 % eftir
aldri bifreiða.
Heimilt er að lækka hlunnindamat ef
launamaður greiðir annan rekstrarkostnað
enda afhendi launamaður launagreiðanda
sínum kvittanir frá þriðja aðila fyrir slíkum
kostnaði og fái hann ekki endurgreiddan.
Greiði launamaður launagreiðanda
sínum fyrir afnot af bifreið endurgjald sem
er lægra en hlunnindamat, skal mismunur-
inn teljast launamanni til tekna.
Launamanni, sem hefur takmörkuð
not af bifreið launagreiðenda, skal meta til
hlunninda 14 kr. per ekinn km. Petta á þó
ekki við akstur milli heimilis og vinnustaðar
ef slíkur akstur er honum ekki til hagsbóta.
Endurgreiddur kostnaður til launamanns vegna afnota launagreiðanda
af bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, er metinn þannig:
Kílómetragjald undir viðmiðunarmörkum:
Fyrir 1-10.000km 23.65pr.km.
Fyrir 10.001-20.000km 21.20pr.km.
Fyrir 20.001 km. -> 18.70pr.km.
Þar sem kílómetragjald er lægra fyrir akstur umfram 10.000 km þarf launagreiðandi
að fylgjast með heildarakstri launamanna í hans þágu.
Fái launamaðurgreitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra,
sem miðast við „sérstakt gjald“ eða „torfærugjald" sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður,
má hækka viðmiðunarfjárhæðir sem hér segir:
Fyrir 1 -10.000km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 3.75 kr. pr. km.
— torfœrugjald hœkkun um 10.85 kr. pr. km.
Fyrir 10.001-20.000km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 3.30 kr. pr. km.
— torfœrugjald hœkkun um 9.65 kr. pr. km.
Umfram 20.000km akstur-sérstaktgjald hœkkun um 2.95 kr. pr. km.
— torfœrugjald hœkkun um 8.50 kr. pr. km. •
Skilyrði fyrir niðurfellingu staðgreiðslu vegna kílómetragjalds er að færð sé reglulega
akstursdagbók eða akstursskýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin
vegalengd, aksturserindi, kílómetragjald greitt launamanni, nafn og kennitala
launamanns og einkennisnúmer ökutækis.
rsk
RÍKISSKATTSTJÓRI