Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 Tugir manna bíða bana í fárviðri sem gengnr yfír Evrópu Hvalveiðiráðstefiian í Árósum: Vilja hvalveiðiráð fyrir N-Atlantshaf Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. A lokadögum hvalveiðiráðstefnunnar í Arósum hafa bæði Græn- lendingar og Færeyingar látið í ljós óskir um að sett verði á laggirn- ar sérstakt Norður-Atlantshafsráð sem taki við hlutverki Alþjóða hvalveiðiráðsins (IWC) á þessu svæði, meðal annars að því er varðar hvalveiðimál. London. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 29 manns, þar af þrjár stúlkur, biðu bana í Bretlandi í gær þegar fárviðri gekk yfir landið. Minnst sex týndu lífí í Hollandi, jafn margir í Frakklandi og þar var þriggja saknað. Tré féllu í óveðrinu, þök Búlgaría: Bandamenn kommúnista vilja bráða- birgðastjóm Soflu. Reuter. Bændaflokkurinn í Búlgariu, sem var eitt sinn stærsti sljórn- málaflokkur landsins, lagði til í gær að mynduð yrði þegar í stað bráðabirgðastjóm, sem skipuð yrði fulltrúum sem flestra stjórnmálahreyfínga landsins. Þannig batt flokkur- inn enda á rúmlega fjörutíu ára undirgefni sína við kommúnista. Bændaflokkurinn hefur verið í stjóm með kojnmúnistaflokknum frá því sá síðamefndi braust til valda árið 1947. Leiðtogar hans hyggjast leggja fram frumvarp á þingi landsins um að bráðabirgða- stjóm sem flestra stjómmálaafla fari með völdin fram að fijálsum kosningum, sem kommúnistar vilja að fari fram í maí. Flokkurinn ætlar einnig að leggja tillöguna fram í viðræðum samninganefndar stjómarflokkanna og Samtaka lýðræðisaflanna, sem em regn- hlífarsamtök þrettán stjómarand- stöðuflokka. Stjómarandstöðuflokkamir vilja að kosningunum verði frestað til að þeim gefist nægjanlegt tóm til að skipuleggja starfsemi sína. Þeir segjast ekki ætla að halda viðræðunum við stjórnarflokkana áfram fyrr en stjómarandstaðan fái eigið dagblað, húsnæði og að- gang að útvarpi og sjónvarpi. hrundu og breiðþota fauk af flug- braut á Heathrow-flugvelli. Rafmagnslaust varð í 300.000 íbúðum í suðvesturhluta Englands þegar rafmagnslinur slitnuðu vegna fárviðrisins. Vegir, brýr og járn- brautir lokuðust í Suður-Englandi, meðal annars í London. Vindhrað- inn var allt að 195 km á klukku- stund og veðurfræðingar spáðu versnandi veðri. „Vörubílar lyftust upp og köstuð- ust til á veginum," sagði lögreglu- maður í Gloucester-skíri. Mannlaus Boeing 747-þota fauk af flugbraut á Heathrow-flugvelii og festist í aur. Flestir þeirra er biðu bana í Bretlandi urðu fyrir tijám. sem féllu á vegi frá Comwall-héraði í suð- vesturhluta landsins til Hertford- skíris norður af London. Að minnsta kosti fjórir týndu lífi þegar veggir féllu og tvær stúlkur létust í skólum sínum er þök þeirra hrundu. Skip áttu í erfiðleikum í Ermar- sundi og komust ekki til hafnar. Þá urðu átta manns innlyksa í hót- eli í Bretlandi er þak þess hrundi og björgunarsveitir gátu ekki bjarg- að þeim vegna þess að tré sem hafði fallið lokaði innganginum. 14 ára gamall nemandi lést þeg- ar veggur í skólahúsi í Frakklandi hrundi og ungabam beið bana eftir að glerbrot hafði fokið á það. Ava Gardn- er látin Los Angeles. Reuter. BANDARÍSKA leikkonan Ava Gardner, sem þekkt var fyrir leik sinn i Hollywood-myndum á sjötta áratugnum, lést í gær í London, 67 ára að aldri. Gardner var þekktust fyrir leik sinn í myndum eins og „Barefoot Contessa“ (Berfætta greifynjan), „Night of the Iguana (Nótt græn- eðlunnar) og „Mogambo". Hjóna- band hennar og söngvarans Franks Sinatra og ástarævintýri hennar með ýmsum frægum mönnum vöktu einnig mikla athygli um heim allan. Bæði grænlensku fulltrúarnir, Hans Pavia Rosing, þingmaður á danska Þjóðþinginu, og Pavia Niels- en, fulltrúi sjómanna og veiði- manna, og fulltrúi Færeyinga, Kjartan Hoydal fiskimálastjóri, lögðu þó áherslu á að æskilegast væri að koma á fót „auðlindaráði“ fyrir Norður-Atlantshaf. Það skyldi fara með úthlutunar- og eftirlits- vald yfir öllum auðæfum hafsins. Auk þeirra tóku til máls Milton Freeman frá Edmonton í Kanada, Sture Irberger, forseti IWC, Martyn Ibbotson frá Bretlandi, og Henrik Fischer sem fer með hvalveiðimál fyrir hönd dönsku ríkisstjórnarinn- ar. Sture Irberger, forseti IWC, sagði í samtali við Ritzau-frétta- stofuna að næsti fundur ráðsins sem haldinn verður í Hollandi í júlí- mánuði næstkomandi mundi ráða örlögum samtakanna. Hann sagði að til greina kæmi að leyfa hvalveið- ar í atvinnuskyni á nýjan leik. Þar yrðu staðreyndir um líffræðilegt ástand hvalastofnanna látnar ráða ferðinni. Milton Freeman sagði um þetta Albanía: Að sögn ATA, hinnar opinberu fréttastofu Albaníu, sagði Alia í að áframhaldandi bann við veiðum á stórum hvölum stríddi gegn anda Brundtland-skýrslunnar. Hann tel- ur að margar þjóðir séu að þessu leyti í mótsögn við sjálfar sig með því að styðja áframhaldandi hval- veiðibann, en vera jafnframt fylgj- andi því meginmarkmiði Brundt- Iand-skýrslunnar að nýta beri auð- lindir náttúrunnar svo framarlega sem þess sé gætt að ganga ekki of nærri þeim. ræðu á mánudag að minnka ætti miðstýringu í valdakerfinu og lét að því liggja að vera kynni að kosn- ingar yrðu leyfðar í landinu. Hét hann því og að matvælaframboð yrði aukið í Albaníu. Alia sagði að hrun kommún- ismans í Austur-Evrópu væri „harmleikur“ en hvatti menn til að örvænta ekki. Stöðugleiki væri á hinn bóginn ríkjandi í Albaníu þótt menn þyrftu ávallt að vera á varð- bergi. Lagði hann áherslu á að al- banskir kommúnistar hygðust ekki afsala sér forystuhlutverki sínu og kvað ' flokkinn einn geta tryggt framtíð sósíalismans og sjálfstæði landsins. ■ NUUK — Innan skamms verður lögð fram á grænlenska landsþing- inu tillaga um þjóðaratkvæða- greiðslu um áfengisskömmtun. Flutningsmaður tillögunnar verður Hendrik Nielsen, éinn af oddvitum Siumut-flokksins, og nýtur hún meðal annars stuðnings Hendriks Lunds, borgarstjóra í Quaqortog (Julianeháb) og þingmanns Siumut. Ekki er eining innan landstjórnar- innar um markmið og leiðir í áfeng- ismálunum. Emil Abelsen, sem fer með efnahagsmál, segir að óhjá- kvæmilegt sé að grípa til skömmt- unar. Jonathan Motzfeldt, formað- ur landstjórnarinnar, hefur verið þeirrar skoðunar að þessi vandamál verði ekki Ieyst með boðum eða bönnum. Grænlendingar verði að læra að lifa í nábýli við áfengi og þau vandamál sem það hefur í för með sér. Kanadamenn skera upp herör gegn ofveiði og smáfískadrápi Leita leiða til að verjast yfirgangi EB-ríkjanna utan 200 mílnanna Financial Times UM langan aldur hafa stórir flotar útlendra fískiskipa farið sínu fram utan 200 mílnanna við austurströnd Kanada og eru enda langt komnir með að eyðileggja fískstofnana og lífsafkomu tug- þúsunda manna á Nýfundnalandi og Nýja Skotlandi. Kanadísk stjórnvöld hafa horft upp á þessar aðferir með vaxandi gremju en nú hafa þau loks ákveðið að grípa til harðra aðgerða. Búist er við, að á næstu dögum verði skýrt frá nýjum veiðita- kmörkunum og eiga þær annars vegar að taka til útlendra togara, sem sakaðir eru um skefjalausa rányrkju utan 200 mílnanna, og hins vegar til kanadískra fiski- manna og útgerðarfélaga. Er þess- um aðgerðum ekki síst beint gegn Spánveijum og Portúgölum, sem stunda jafnt ofveiði sem smáfiska- dráp á helstu uppeldissvæðunum, á þeim hluta Miklagrunns (Grand Banks), sem er utan 200 mílna lögsögunnar. Spánveijar og Portúgalar gengu í Evrópubandalagið árið 1986 og síðan hefur EB ekkert tillit tekið til kvótaákvarðana Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar. Á þeim tíma, sem liðinn er, hafa togarar EB-ríkjanna veitt fimm sinnum meira en nefndin lagði til og nú fyrir skemmstu úthlutaði EB sér sjálft sínum kvóta á Kanadamiðum, 50.000 tonnum í stað 15.000, sem nefndin ákvað, Hingað til hafa Kanadamenn reynt að vekja athygli á rányrkj- unni eftir diplómatískum leiðum en með litlum árangri og þar kom seint á síðasta ári, að þeim fannst mælirinn fullur. Þá var ákveðið, að Alan Beesley, kunnur starfs- maður utanríkisþjónustunnar og lagasérfræðingur, skyldi taka við nýju sendiherraembætti, sem hefði það eina verksvið að vinna að auk- inni fiskvernd. Beesley hefur að undanfömu verið að kanna með hvaða ráðum stjómin í Ottawa getur látið til sín taka utan 200 mílnanna án þess þó að færa lögsögumörkin út og hafa ráðherramir tillögur hans til athugunar nú þessa dagana. Hefur því verið fleygt, að Spánveijar og Portúgalar verði beittir efnahags- legum refsiaðgerðum að því marki, sem það er á valdi Kanadamanna, en heldur þykir þó ólíklegt, að svo langt verði gengið. Kanadastjóm hefur einnig gert menn út af örkinni til að kynna ríkisstjómum innan EB eyðilegg- inguna, sem spánskir og portúg- alskir togarar hafa valdið, og kannski með þeim árangri, að kvót- inn, sem EB skammtaði sér sjálft á þessu ári, er „aðeins" rúmlega þrisvar sinnum meiri en fiskveiði- nefndin gerði tillögu um. Meðal þeirra ráðstafana, sem Kanadastjórn ætlar að grípa til, er að auka möskvastærðina og banna veiðar á smáfiski en auk þess á að setja skorður við vexti fiskiðnað- arins í landi, takmarka stærð nýrra skipaog herða verulega eftirlit með útgáfu veiðileyfa. Þá á að stór- strönd Kanada. hækka sektir við brotum á fisk- veiðilöggjöfinni. Þessar aðgerðir munu að sjálf- sögðu koma hart niður á kanadísk- um sjómönnum en samt njóta þær mikils stuðnings í austurstrand- arríkjunum. Sjómennimir vita, að framtíðin er fólgin í því að bjarga fiskstofnunum og gera sér um leið grein fyrir, að það verður ekki gert á einu ári eða tveimur. Takmarkaðar um- bætur boðaðar Vínarborg. Reuter. RAMIZ Alia, leiðtogi albanska kommúnistaflokksins, hefúr boðað hægfæra breytingar í umbótaátt í landinu. Þykir þetta sýna að leið- togar landsins hafí áhyggjur af þróun mála í Austur-Evrópu en í Albaníu er að fínna síðasta vígi stalínismans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.