Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD Meistaramir höfðu betur KEFLVÍKINGAR sýndu meist- aratakta þegar þeir unnu ná- granna sína frá Njarðvík í Keflavík í gærkvöldi 108:96. Njarðvíkingar náðu aðeins að veita þeim keppni framan af í fyrri hálfleik, en eftir það varð leikurinn að mestu eign Keflvíkinga sem léku mun bet- ur og enginn þó eins og Guðjón Skúlason. Hann var í strangri gæslu allan leikinn en náði þó að skora 29 stig, flest úr ákaf- lega erfiðum stöðum og þar af voru fimm 3ja stiga körf ur. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu eins og allir leikir þess- ara liða og áður en yfir lauk ÚRSLIT Þór-Reynir 107:59 íþróttahöllin á Akureyri, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtudaginn 25. janúar 1990. Gangur leiksins: 6:0, 18:6, 31:11, 45:25, 64:36, 78:48, 82:54, 107:59. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 31, Dan Kennard 22, Eiríkur Sigurðsson 12, Björn Sveinsson 12, Stefán Friðleifsson 8, Jón Orn Guðmundsson 8, Jóhann Sigurðsson 5, Guðmundur Bjömsson 5, Davíð Hreiðars- son 4. Stig Reynis: David Grissom 27, Einar Þór Skarphéðinsson 10, Jón Ben Einarsson 7, Sveinn Hans Gíslason 7, Anthony Stissi 2, Jón Guðbrandsson 2, Helgi Sigurðsson 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Helgi Bragason og dæmdu sæmilega. Áhorfendur: 97. ÍR-Haukar 65:83 íþróttahúsið Seljarskóla. Úrvalsdeildin í körfuknattleik, fímmtudagur 25. febrúar 1990. Gangur leiksins: 8:2, 8:10, 16:16, 22:29, 29:40. 33:49, 53:56, 56:69, 65:83. Stig ÍR: Jóhannes Sveinsson 23, Thomas Lee 19, Björn Steffensen 14, Lárús Amars- son 3, Sigurður Einarsson 2, Kristján Ein- arsson 2, Eggert Garðarsson 2. Stig Hauka: ívar Webster 19, Jónathan Bow 19, Jón A. Ingvarsson 18, ívar Ás- grímsson 11, Pálmar Sigurðsson 5, Henning Henningsson 4, Reynir Kristjánsson 4, Ingi- mar Jónsson 3. Áhorfendur: 30 (Fjórtán börn og sextán fuljofðnir). Dómarar: Pálmi Sighvatsson og Guðmund- ur S. Maríasson, sem dæmdu þokkalega. ÍBK-UMFN 108:96 íþróttahúsið í Keflavík, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtudaginn 25. janúar voru 8 leikmenn komnir af leikvelli með 5 villur - fjórir úr hvoru liði. Njarðvíkingar urðu að kalla til Helga Rafnsson enn eina ferð- ina þar sem tveir leikmanna þeirra voru meiddir, þeir Friðrik Ragnars- son sem brákaðist á hendi í síðasta leik og Kristinn Einars- son sem meiddist á æfingu fyrir leikinn. Þetta veikti lið þeirra greinilega og náði Helgi sem lítið hefur æft körfu- bolta í vetur engan vegin að fylla skarð þeirra. Njarðvíkingar byijuðu þó betur og um miðjan fyrri hálfleik leit út fyrir að Keflvíkingar væru komnir í villuvandræði. Þeir létu sér samt hvergi bregða og skiptu nýjum mönnum inná sem stóðu hinum í byrjunarliðnu lítt að baki. Smám saman komu yfirburðir Islands- meistaranna í ljós, leikur þeirra var mun öruggari og ekki hvað síst markvissari. Undir lok hálfleiksins náðu þeir upp 10 stiga forskoti sem þeir héldu af öryggi allan leikinn. Með sigri sínum hafa Kef lvíking- ar nú nánast gulltryggt sér sigurinn í sínum riðli, en allt bendir nú til þess að Njarðvíkingar verði að sætta sig við annað sætið í sínum riðli á eftir KR-ingum sem virðast ósigrandi um þessar mundir. Það bendir því flest til þess að Kef lvík- ingar fái Njarðvíkinga í heimsókn til að útkljá hvort iiðið komi til með að leika til úrslita um íslandsmeist- aratitilinn. Þór burstaði Reyni Reynismenn úr Sandgerði voru Þórsurum lítil hindrun á Akur- Björn Blöndal skrifar eyri. Heimamenn unnu stórsigur, 107:59. Þór tók forystu strax á upphafsmínútunum Reynir og um miðjan fyrri Eiríksson hálfleik var munur- skrifar inn orðinn 20 stig. Þá var strax ljóst að sigurinn var ekki í nokkurri hættu, þrátt fyrir að Þórsarar leyfðu þeim sem venjulega verma varamannabekkinn að spreyta sig talsvert. ÍR-ingar sprungu þegar Leefóraf velli Þegar Thomas Lee fór af leikvelli með fimm villur sprungu ÍR-ingar. Þá voru þeir búnir að saxa á forskot Hauka og ■^■■■1 munurinn aðeins FrostiB. þrjú stig, 53:56. Eiösson . Haukar náðu aftur skrifar góðum tökum á leiknum og unnu, 65:83, í baráttuleik. ÍR-ingar byijuðu betur, en Hauk- ar náðu síðan fljótlega öll völd á leiknum. Varnaríeikur Hauka var góður, en ÍR-ingar hittu illa körf- una. Morgunblaðið/Einar Falur Guðjón Skúlason átti stórleik með Keflvíkingum í nágranaslagnum. Hér er hann að senda knöttinn í körfu Njarðvíkinga. Stjömuleikur á Sauðárkróki Stjömuleikur verður á Sauðár- króki í kvöld í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að meistara- flokkur körfuknattleiksdeildar Tindastóls lék sinn fyrsta leik. Tindastóll mun leika gegn úrvalsliði Úrvalsdeildarinnar og þá verður boð- ið upp á ýmsar skemmtilegar uppá- komur. Það voru áhorfendur í íþróttahús- inu á Sauðárkróki sem völdu úrvals- liðið sem leikur, en það er þannig skipað: Guðmundur Bragason, Grindavík, Teitur Örlygsson og ísak Tómasson, Njarðvík, Guðjón Skúlason og Sig- urður Ingimundarson, Keflavík, Ax- el Nikulásson og Páll Kolbeinsson, KR, Pálmar Sigurðsson, Henning Henningsson og ívar Ásgrímsson, Haukum. Liðsstjóri er Einar Bollason. Kol- beinn Pálsson, formaður KKÍ, verður heiðursgestur kvöldsins. Stjörnuleikurinn hefst kl. 20. BB KNATTSPYRNA / RUMENIA Nicu Ceausescu lét brjóta hendur markvarðar Steaua - vegna þess að sá, Helmut Ducadam, vildi ekki gefa honum bifreið sem hann hlaut sem besti maður úrslitaleiks Evrópukeppni meistaraliða 1986 HELMUT Ducadam, markvörður Steaua frá Búkarest og rúm- enska landsliðsins var á allra vörum miðvikudagskvöldið 7. maí 1986. Eftir markalausan úrslitaleik rúmenska liðsins og Barc- elona í Evrópukeppni meistaraliða, sem fram fór í Sevilla, gerði hann sér þá lítið fyrir og varði fjórar vítaspyrnur leikmanna Barc- elona ívítaspyrnukeppninni, og tryggði liði sínu sigur. Eftir síðustu fregnirfrá Rúmeníu má reikna með að markvörðurinn fyrrverandi verði á ný á allra vörum — ekki fyrir frammistöðu milli stanganna að þessu sinni heldur hroðalega meðferð útsend ara Nicu Ceausescu, sonar Nicolaes fyrrverandi forseta. Helmut Ducadam fagnar sigri Steaua í Evrópukeppni meistaraliða 1986. Hann var hetja liðsins. Fögnuður hans stóð ekki lengi yfir. 1990. Gangur leiksins: 0:2, 4:4, 10:11, 17:17, 25:25, 33:32, 43:47, 46:46, 56:46, 62:56. 70:60, 81:70, 88:70, 92:80, 99:85, 103:92, 108:96. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 29, Sandy Anderson 20, Magnús Guðfinnsson 16, Sig- urður Ingimundarson 12, Falur Harðarson 10, Nökkvi M. Jónsson 7, Einar Einarsson 6, Kristinn Friðriksson 6, Ingólfur Haralds- son 2. Stig UMFN: Patrick Releford 30, Teitur Orlygsson 17, Jóhannes Kristbjörnsson 13, Friðrik Rúnarsson 13, Helgi Rafnsson 11, Ástþór Ingason 6, Agnar Olsen 4, ísak Tómasson 2. Áhorfendur: Um 500. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Leifur S. Garðarsson sem skiluðu sínu hlutverki af stakri prýði. Guðjón Skúlason, ÍBK. Konráð Óskarsson, Þór. David Grissom, Reyni. Sandy Andersson, Magnús Guð- finnsson, IBK, Patrick Releford, UMFN. Dan Kennard, Jóhann Sigurðsson, Eiríkur Sigurðsson, Þór._ Jóhannes Sveinsson, Thomas Lee, ÍR. ívar Webster, Jónathan Bow, Jón A. Inp'arsson, Haukum. Falur Harðarson, Sigurður Ingimundarson, Nökkvi M. Jónsson ÍBK. Teitur Örlygsson UMFN. Itveimur v-þýskum dagblöðum sem gefin eru út í Köln, Staat- anzeiger og Express, var í gær greint frá örlögum Ducadams, en ■■■■■■ fljótlega eftir úr- FráJóni slitaleikinn í Sevilla Halldóri * hætti hann að leika. átti hann að hafa fengið einhvers konar sýkingu í hendurnar og því orðið að hætta að spila. Skv. frétt- um þýsku blaðanna, sem reyndar eru unnar upp úr frásögn tékkneska íþróttadagblaðsins Czéskosloven- sky Spórt, var ástæða skyndilegrar brottfarar Ducadams af sjónarsvið- inu allt önnur. Þannig er mál með vexti að rúm- enski markvörðurinn var valinn besti maður úrslitaleiksins. Hann hlaut að launum forláta Mercedez Benz bifreið og var hún flutt heim til Rúmeníu. A fyrstu æfingu Ste- aua liðsins eftir sigurinn í Evrópu- keppninni mætti sá sem sagður er öllu hafa ráðið hjá félaginu, sjálfur Nicu forsetasonur, sem nú situr á bak við lás og slá sem kunnugt er. Girntist hann mjög hina nýju bif- reið, og sagði við markvörðinn að hann hefði nákvæmlega ekkert með þesslags tæki að gera. „Þú ert bara bóndi og hefur ekkert með Benzinn að gera,“ á hann að hafa sagt við Ducadam. Markvörðurinn var ekk- ert á því að láta Benzinn af hendi og fór Nicu þá leiðar sinnar. Á næstu æfingu mættu hins veg- ar útsendarar Nicus, handtóku Ducadam og fóru með hann á brott. Mölbrutu þeir síðan báðar hendur markvarðarins og hefur hann ekki getað leikið síðan. Hann var 26 ára þegar þetta gerðist. Ducadam er nú aðstoðarþjálfari 3. deildarliðs í Búkarest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.