Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 5 Skákþing Reykjavíkur: Hannes er með forystu Hannes Hlífar Stefánsson er efstur á Skákþingi Reykjavíkur eftir 8 umferðir með 7 'h vinning. I öðru sæti er Þröstur Þórhalls- son með 7 vinninga og þriðji er Þröstur Arnason með 6 'h vinn- ing. Helstu úrslit í 8. umferð sem tefld var á miðvikudag urðu þau að Hannes Hlífar vann Héðin Steingn'msson og Þröstur Árnason vann Jón G. Viðarsson. Níunda umferð verður tefld í kvöld í hinu nýja félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og hefst hún klukkan 19.30. Þá eigast við tveir af efstu mönnum þeir Hannes og Þröstur Árnason. Þátt- takendur á Skákþingi Reykjavíkur eru 106. Tíunda umferð verður tefld Hannes Hlífar Stefánsson. á sunnudag og sú ellefta og síðasta á miðvikudag. í unglingaflokki eru þátttakend- ur 46. Tefldar hafa verið 6 um- ferðir af 9 og er Helgi Áss Grétars- son efstur með 6 vinninga. Húsbréfadeild Húsnæðisstofitiunar: Um tíu kauptil- boð berast á viku Biskup á heimsþing 1 Brasilíu BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, verður formaður íslensku sendinefiidarinnar, sem sækir 8. heimsþing hins rúmlega 40 ára Lút- erska heimssambands í Curitiba í Brasilíu dagana 29. janúar til 9. febrúar n.k. Þetta verður í fyrsta sinn, sem kirkjulegt heimsþing er haldið í Brasilíu. Aðrir fulltrúar íslensku kirkjunn- ar verða séra Dalla Þórðardóttir, sem verður einn af umræðustjórum þingsins, og séra Bernharður Guð- mundsson, fræðslustjóri kirkjunnar, sem annast utanríkismál af hálfu Biskupsstofu. Að auki verða Ebba Sigurðardóttir, biskupsfrú, og séra Þorbjörn Hlynur Árnason, stjórnar- maður Hjálparstofnunar kirkjunnar og nýráðinn aðstoðarmaður bisk- ups, gestir á þinginu. Þá verður Gunnbjörg Óladóttir, guðfræði- nemi, í hópi æskufólks, sem annast þjónustustörf á þinginu sem sjálf- boðaliðar. Um 1.000 manns frá hinum 105 aðildarríkjum heimssambandsins munu sækja þingið. Meginmál þess fjalla um frið, réttlæti og umhverf- isvernd, en Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs, verður aðalræðumaður í umhverfis- málum. Margs konar skipulagsmál liggja fyrir þinginu og þá verða málefni Austur-Evrópu til umræðu. HÚSBRÉFADEILD Húsnæðisstofiiunar ríkisins hefúr afgreitt 52 kauptilboð þar sem húsbréf fjármagna íbúðakaup að einhverju leyti. Alls hafa 220 umsóknir borist um húsbréfalán. Sigurður Geirs- son deildarstjóri húsbréfadeildar segir húsbréfakerfið vera að kom- ast á skrið og að nú berist um það bil tíu kauptilboð vikulega til deildarinnar. Húsbréfakerfið fór hægt af stað og segir Sigurður það vera eðlilegt og í samræmi við væntingar manna hjá Húsnæðisstofnun. Kerfið er ekki opið öðrum en þeim sem sótt höfðu um húsnæðislán fyrir 15. mars 1989 og hyggjast kaupa notaðar íbúðir. Þann 15. maí næstkomandi verður það hins vegar opið öllum sem kaupa notað íbúðarhúsnæði. „Á sínum tíma vissu menn ekk- ert hvernig viðbrögð við húsbréf- unum yrðu,“ segir Sigurður. „Þró- unin er hins vegar í samræmi við það sem við vonuðum, að fólk fari sér hægt og kynni sér málin vel, að kerfið fari sígandi af stað. Það virðist ætla að ganga nákvæmlega eins og að var stefnt, að það ein- faldi fjármögnun á þann hátt að óhagstæðari lánum er létt af íbúð- unum og eftir standa einungis húsbréfalán og eldri húsnæðislán." Sigurður Var spurður hvort ein- hver áhrif húsbréfakerfisins væru merkjanleg á íbúðaverð. „Mín til- finning er sú, að húsbréfin hafi ekki leitt til hækkunar kaupverðs og ég veit um dæmi þess að keypt hafi verið, með húsbréfum, á lægra verði en sett var upp fyrir íbúðirn- ar,“ segir hann. Húsbréf, sem seljandi fær í hendurnar, getur hann selt sam- dægurs á skráðu gengi bréfanna á Verðbréfaþingi íslands. Hins veg- ar segir Sigurður að það geVi ekki allir. Sumir noti bréfin sem gjald- miðil í áframhaldandi íbúðavið- skiptum og einhverjir ætli að eiga þau. „Eg veit með vissu um tvo sem ætla að geyma bréfin og einn aðili óskaði eftir að fá þau í smærri einingum, því að hann ætlaði að nota þau til gjafa. Sum- ir ætla að geyma þau tímabundið og nota þau síðar,“ segir Sigurður Geirsson. Garðabær: Lóðir undir 103 íbúðir til úthlutunar Á NÆSTU mánuðum verð- ur úthlutað lóðum undir 103 íbúðir í Garðabæ. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar bæjarstjóra, hefur þá verið úthlutað lóðum undir sam- tals 223 íbúðir á yfirstand- andi kjörtímabili eða tæp- lega 60 íbúðum á ári að meðaltali. Um síðustu áramót hafði verið úthluta lóðum undir 120 íbúðir á kjörtímabilinu og voru flestar í fjölbýlishúsum. Lóð- irnar 103, sem úthlutað verður á næstunni, eru í Hæðarhverfi og í Bæjargili. Um er að ræða lóðir undir einbýlis-, raðhús og fjölbýlishús og verða lóðirnar byggingarhæfar í sumar. Um- sóknarfrestur rennur út 2. mars, en rúmlega 20 umsóknir hafa þegar borist. Eldey og Atlantslax fá lengda greiðslustöðvun GREIÐSLUSTÖÐVUN Atlantslax, sem er að byggja upp stóra strand- eldisstöð vestan Grindavíkur og er með seiðaeldi í Sandgerði, hefúr verið framlengd um einn mánuð frá miðvikudeginum að telja. Útgerðarfélaginu Eldey hefur frá sama tíma verið veitt eins mánað framlenging á sinni greiðslustöðv- un, sem áður hafði staðið í þijá mánuði. Það fyrirtæki var stofnað af ýmsum aðilum á Suðurnesjum til að hamla gegn samdrætti í út- gerð á svæðinu. Bæði félögin sóttu um framleng- ingu til tveggja mánaða en skipta- ráðandi veitti eins mánaðar fram- lengingu. Aðeins þetta eina sinn fyrir aöeins 2.500 krónur í Glym 2. febrúar nk. Upplifiö íslenskt þorrablót meÖ RÍÓ allt kvöldið, Reyni Jónassyni, harmónikuleikara, söngkvartettinum BARKABRÆÐRUM ogfélög- um úr kvœöamannafélaginu IÐUNNI. TakiÖ þátt í vísnasamkeppni. BorÖi hver eins og hann getur isig látiö. Hinfrábœra hljómsveit UPPLYFTINGleikurfyrirdansi. Allt þetta og meira tilfyrir aðeins 2.500 kr. Hinn landsþekktiþorramaturfrá Múlakaffi á boðstólnum! Borðapantanir í sima 77500 milli kl. 13-16 Húsið opnað kl. 19. Athugið: Aðeins þetta eina sinn! Hópar og smáir vinnustaðir - þetta er ykkar mál!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.