Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 3 Ráðherrar hafa fjórum sinnum brotið jafiiréttislögin: Svavar Gestsson brotlegur þrisvar AF þeim fjórum úrskurðum sem Jafnréttisráð hefiir fellt yfir ráð- herrum um brot á jafnréttislög- um við embættisveitingar, varða þrír Svavar Gestsson, núverandi menntamálaráðherra. Þetta kom fram í svari Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráð- Loðnuskip- in mokveiða LOÐNUSKIPIN hafa mokveitt að undanförnu. Frá miðnætti til klukkan 16.30 í gær, fimmtudag, höfðu 19 íslensk skip tilkynnt samtals 12.190 tonna afla. Skipin lönduðu flest á Aust- fjarðahöfnum, enda töluvert þróar- rými þar eftir brælur fyrr í vik- unni. Einnig var landað í Eyjum, Grindavík og Njarðvík. Slysum borð í Tý SLYS varð við varðskipið Tý í mynni Eskifjarðar í gær, þar sem það lá við akkerisfestar skammt frá bænum. Skipveiji brotnaði illa á handlegg. Slysið varð með þeim hætti að vír slitnaði þegar verið var að sjósetja gúmbát með þeim afleiðingum að báturinn féll úr um sex metra hæð í sjóinn. Fjórir menn voru um borð í bátnum þegar hann féll, þar af tveir kafarar, sem hugðust kafa að bógskrúfu skipsins vegna viðhalds. Annar kafar- inn féll ofan á bátsmann, sem var í skut bátsins, með þeim. afleiðingum að hann hand- leggsbrotnaði. herra við fyrirspum Geirs H. Haarde í sameinuðu þingi i gær. Jafnréttisráð var sett á laggirn- ar árið 1976. Á þeim tíma hefur ráðið úrskurðað fjórar embættis- eða starfsveitingar ráðherra brjóta í bága við jafnréttislög. Fyrsta tilvikið var veiting lyf- söluleyfis á Dalvík, en þar var Svavar Gestsson, sem þá var heil- brigðis- ráðherra, talinn hafa brot- ið jafnréttislögin. Annað tilvikið var skipan í lekt- orsstöðu við heimspekideild Há- skóla íslands, en þá var Sverrir Hermannsson, þáverandi mennta- málaráðherra, talinn hafa brotið gegn jafnréttislögum. Þriðja málið varðaði setningu í starf skólastjóra við Ölduselsskóla og fjórða málið varðaði skipan yf ir- kennara við Víðistaðaskóla. í bæði skiptin braut Svavar Gestsson, núverandi menntamálaráðherra, lögin um jafnrétti kynjanna, að mati Jafnréttisráðs. Sjá umræður á þingsíðu bls. 25. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Eldhús íbúðarhússins er gjörónýtt. Reynir Valgeirsson er á innfelldu myndinni. „Það var ekkiannað að gera en forða sér“ Selfossi. „Það var ekkert vit í öðru en að koma sér út og loka ‘hurðum,“ sagði Reynir Valgeirsson pípu- lagningameistari, eigandi íbúðar- hússins Hjarðarholti 5 á Selfossi, en hús hans skemmdist mikið af eldi og reyk aðfaranótt 25. janúar. Eldurinn kom upp í húsinu um tvöleytið um nóttina. Reynir og 18 ára sonur hans, Valgeir, voru heima. Reynir var ekki sofnaður og segist hafa fundið reykjarlykt. Er hann kannaði málið og opnaði dyrnar úr svefnherbergisálmu hússins inn í stofuna var þar allt fullt af reyk og bál logaði upp af uppþvottavélinni og eldavélinni í eldhúsinu. Hann sagði þá syni sínum að hringja í lög- regluna. A meðan hljóp Reynir út í bílskúr eftir slökkvitæki, en það virk- aði ekki þegar á reyndi. „Ég held ég hefði ráðið við þetta ef tækið hefði verið í lagi, en þegar það brást var ekki annað að gera en forða sér,“ sagði Reynir. Slökkviliðið kom á vettvang tíu mínútum síðar og réð niðurlögum eldsins. — Sig. Jóns. Andri I fær ekki sérstakan þorskvinnslukvóta: Niðurstaðan er meiri von- brigði en nokkur orð fá lýst Athugað hvort kolavinnsla getur haldið útgerðinni á floti, segir Haraldur Haraldsson einn eigenda Andra STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum ákváðu í gær, að Andra I BA yrði ekki veittur sérstakur þorskvinnslukvóti undan strönd- um Alaska á þessu ári. Hins veg- ar væri skipinu heimilt að stunda vinnslu á kola. Sljórnendur ÍSÚF, útgerðar Andra, íhuga nú verð á dilkakjöti frá afurðastöðv- um um 7-9%. Hámarksverð á dilkakjöti í heilum og hálfum skrokkum hækkaði um 6% í bytjun desember, en sú hækkun fór hins vegar ekki að hafa áhrif í verslun- um fyrr en eftir áramót, þar sem verslanir kappkostuðu að vera með óbreytt verð á kjöti í desember. Þetta veldur því að verðlækkun vegna endurgreiðslu virðisauka- skatts á dilkakjöti kemur fram með öðrum hætti en áætlað var, eða sem nemur 2-3% í smásölu- verði. Nokkrar verslanir voru ein- göngu með dilkakjöt frá haust- slátrun 1988 til sölu í desember- mánuði. í janúar hafa þessar versl- anir hins vegar hafið sölu á kjöti frá síðastliðnu hausti, sem er dýr- ara en það fyrmefnda, en verð- lækkun frá afurðasölu endurspegl- ast hins vegar í smásöluverðinu. Verðlagsstofnun varð þess vör í einstaka verslunum að 2-3% verð- lækkun sem verða átti frá því verði sem í gildi var fyrir 1. desember síðastliðinn kom ekki fram, en í þeim tilvikum hefur í raun orðið 2-3% hækkun smásöluálagningar á dilkakjöti. Fyrstu daga janúarmánaðar hækkaði fiskur í verði á fiskmörk- uðunum, og Ieiddi það til allnokk- urrar hækkunar á fiski í verslun- um. Talið er að endurgreiðsla á virðisaukaskatti hafi komið fram í minni hækkun en ella hefði orð- ið, en þar sem innkaupsverð fisk- verslana er misjafnt, auk þess sem það er breytilegt frá degi til dags, telur Verðlagsstofnun erfitt að meta áhrifin af endurgreiðslu virð- isaukaskattsins á smásöluverðið. Verð á fiskmörkuðum fer nú lækk- andi og mun Verðlagsstofnun fylgjast með áhrifum þess á smá- söluverðið. Verð á innlendu grænmeti og kartöflum lækkaði um 9% hjá heildsölufyrirtækjum í byijun jan- úar, og einnig lækkaði verð á þess- um vörum í flestum verslunum. Þess eru dæmi að verð á kartöf lum frá einstökum framleiðendum hafi ekki lækkað, og hafa viðkomandi framleiðendur, sem hafa verið með lágt verð fyrir, hækkað verðið um síðastliðin áramót. Niðurfelling söluskatts hjá likams- og heilsuræktarstöðvum átti að lækka verð þeirra um 20%, og munu þær allar hafa lækkað verðið, en mismikið þó. Algengt mun hafa verið að stofurnar hækk- uðu ekki verðið að fullu þegar söluskattur var lagður á í upphafi ársins 1988, og hafi þær því ekki lækkað að fullu nú. Guðmundur Sigurðsson sagði að Verðlagsstofnun mundi áfram fylgjast með verðlagi á vöru og þjónustu, og kanna hvort virðis- aukaskattur komi til með að hafa önnur áhrif en honum er ætlað.. framhaldið, hvort mögulegt verði að halda skipinu út með vinnslu á flatfiskinum. „Þessi niðurstaða veldur mér meiri von- brigðum en orð fá lýst,“ segir Haraldur Haraldsson, einn eig- enda Andra. Hann segir útgerð- ina þó ekki enn hafa lagt árar í bát og reynt verði til þrautar að halda útgerðinni á floti. Málið var rætt utan dagskrár i samein- uði þingi í gær. Kom þar meðal annars frarn sú skoðun að ríkis- stjórnin hafi blekkt Alþingi til að samþykkja skráningu skipsins hér heima og að hugsanlega ættu stjórnvöld bótakröfii yfir höfði sér vegna þessa. Þá var farið fram á skýrslu um gang þessara mála hvað varðar afskipti hins opinbera. í fréttatilkynningu bandarískra stjórnvalda segir meðal annars að íslendingum, eins og öðrum erlend- um þátttakendum í samvinnuverk- efnum, hafi bæði árið 1988 og 1989 verið úthlutað kvóta til vinnslu á Kyrrahafsþorski. Hins vegar hafi útgerðin ekki náð að nýta sér þann möguleika. Engum erlendum aðil- um samvinnuverkefna hafi verið úthlutað vinnslukvóta á bolfiski á þessu ári. Hins vegar sé þessum aðilum mögulegt að vinna kola. Þar segir ennfremur að árið 1990 sé heildaraflakvóti í Beringshafi tvær milljónir tonna. Megnið af því sé Alaskaufsi eða 1,2 milljónir tonna. Fiskveiðiráð Kyrrahafsins hafi ákveðið að þorskkvótinn á árinu verði 227.000 tonn, en því hafi borizt umsóknir frá innlendum fyr- irtækjum um veiði upp á samtals 343.000 tonn. Því hafi verið ákveð- ið að úthluta aðeins til bandarískra fyrirtækja, engu til eriendra sam- starfsaðilja. „Þessi niðurstaða veldur okkur meiri vonbrigðum en orð fá lýst,“ segir Haraldur Haraldsson, stjórn- arformaður ÍSÚF, útgerðar Andra I BA. „Við höfum þó ekki lagt árar í bát. Okkur stendur opinn mögu- leiki á kolavinnslu, en með kolanum fylgir ætíð svokallaður aukaafli, sem verður væntanlega að miklu leyti þorskur. Fyrir okkur liggnr nú að reikna út mögulega arðsemi kolavinnslu. Við myndum þá heil- frysta hann að miklu leyti en hand- flaka líka svo ekki þarf að skipta um vinnsluvélar um borð. Þær nýt- ast við þorskvinnsluna. Við höfum heldur ekki gefið upp vonina um þorskvinnslukvóta síðar á árinu. Geti þetta haldið okkur á f loti, höld- um við áfram þarna fyrir vestan. Væntanlega höldum við stjórnar- fund strax í dag, föstudag, til að ræða málin nánar," sagði Haraldur. Haraldur sagði það ákaf lega leið- inlegt að svo skyldi fara um fyrstu tilraun til samvinnu íslendinga og Bandaríkjamanna á sviði sjávarút- vegs, samvinnu sem fæli í sér miðl- un þekkingar til bandarísku sam- starfsaðiljanna. Stuðningur íslenzkra stjórnvalda við útgerðina hefði verið mikill og góður og yrði svo vonandi áfram. Verkefni af þessu tagi væru mikilvæg fyrir þjóðina, að færa út kvíarnar með nýtingu þekkingar okkar á fjarlæg- um slóðum. Aðspurður hvers vegna svo væri komið málum, sagðist hann ekkert um það vilja segja. „Leit að sökudólgi bætir ekkert,“ sagði Haraldur. Guðmundur H. Garðarsson, Sjálfstæðisflokki, lét svo ummælt í utandagskrárumræðu í sameinuðu þingi í gær, að mistök íslenskra stjórnvalda varðandi veiði- og vinnsluheimildir Andra BA gætu hugsanlega leitt til bótaábyrgðar islenskra stjórnvalda. Skúli Alex- andersson, Álþýðubandalagi, sagði í sömu umræðu að ríkisstjórnin hefði blekkt Alþingi til þess að sam- þykkja kaupin á skipinu. Það kom og fram hjá utanríkisráðherra, að samningur íslands og Banda- ríkjanna frá 1984 veiti íslendingum aðeins heimild til að sækja um kvóta í bandarískri landhelgi. Sjá frásögn af umræðum á Alþingi, bls. 25. Arnarflug: Rætt við erlenda aðila um fjárhagsvandann Forsvarsmenn Arnarflugs hafa undanfarið átt í viðræðum við ýmsa erlenda aðila í tengslum við fjárhagsvanda fyrirtækisins. Stefiit er að því að finna raunhæfan rekstrargrundvöll undir fyrirtækið í síðasta lagi fyrir 1. apríl næstkomandi. Hörður Einarsson stjórnarfor- maður Arnarflugs er í Amsterdam, þar sem hann hefur meðal annars rætt við hollenska f lugfélagið KLM um samstarf félaganna. Hörður sagði við Morgunblaðið, að lítið væri að frétta af þeim viðræðum að svo stöddu. Kristinn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri Arnarflugs kom í gær frá Bandaríkjunum. Þar hefur hann átt viðræður við Aviation Sal- es um að losa Arnarflug undan leigusamningi um Boeing-þotu, þótt 2 ár séu eftir af samningstímanum. Kristinn sagði við Morgunblaðið, að viðræðum um þetta væri ekki lokið. Til greina kæmi að Arnarflug leigði aðra þotu, með öflugri vél, af Aviation Sales.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.