Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 38
3« MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 FOLX ■ HANS Guðmundsson, sem hefur leikið með spænska 2. deild- arliðinu Puerto Cruz Tenerife, er nú á heimleið. Hans hefur ekki fengið greidd laun í þrjá mánuði. ■ ÞORBERGUR Aðalsteinsson mun ekki leika með Saab í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik næstu vikur. Vöðvi í læri rifnaði. Saab er í þriðja sæti. H ÞORVALDUR Örlygsson, sem hefur staðið sig vel með Nott- ingham Forest að undanfornu, er kominn heim í stutt frí. Hann valdi frekar snjóinn á Akureyri, heldur en að flatmaga með félögum sínum á sólarströnd á Tenerife. ■ GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir og Sigrún Blomsterberg skoruðu sín átta mörkin hvor þegar Fram vann KR, 29:11, í 1. deildarkeppni kvenna í handknattleik í fyrrakvöld. ■ HALLDÓR Áskelsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu úr Val, er á leiðinni ti! Lokeren í Belgiu. Hann fer utan 3. feþrúar, dvelur þ'ar í tíu daga, æfír og tekur þátt í æfíngaleik með liðinu. „Liðið er um miðja deild og er enn með í bikarkeppninni. Sló stórliðið KV Mechelen út. Mér skilst að liðið sé ungt og hafí staðið sig mun betur í vetur en vonir stóðu til,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. ■ BJARNI Guðmundsson og samheþar hans í Wanne Eickel fengu stóran skell í botnslag v- þýsku úrvalsdeildarinnar í hand- _J^iattleik í fyrrakvöld. Þeir töpuðu þá fyrir Weiche Handewitt á úti- velli, 12:20. Lið Wanne Eickel er því í neðsta sæti.'tveimur stigum á eftir Handewitt. HANDKNATTLEIKUR / HM 1995 Morgunblaðiö/Þorkell Garðar Pétursson tekur við 300.000 króna verðlaunum sínum. Valur Arnþórsson, t.v.,_ afhenti honum peningana. Á myndinni má sjá Ólaf Jónsson, formann dómnefndar, Jón H. Magnússon, formann HSÍ, Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliða landsliðsins sem átti sæti í dómnefnd, og Héðin Gilsson landsliðsmann. Fléttar skemmtilega saman ártalid, handknattleiks- mann í sókn og kraft leiksins - sagði Ólafur Jónsson formaður dómnefndar um merkiHM ’95sem kynntvarígær NIÐURSTAÐA dómnefndar, sem valdi merki heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik á íslandi 1995, var kynnt í gær. Fyrir valinu varð merki Garðars Péturssonar, auglýsingateikn- ara á Auglýsingastofu Kristín- ar, og hlaut hann 300.000 krón- uríverðlaun. Alls bárust 124 tillögur í keppn- ina. „Tillögurnar voru mjög fjölbreyttar að gerð og báru með sér að höfundar höfðu lagt mikla alúð við gerð þeirra og flestar voru fagmannlega unnar, áhugaverðar og hugmyndaríkar," sagði Ólafur Jónsson, formaður dómnefndar, m.a. er hann kynnti niðurstöðuna í aðalbanka Landsbanka íslands í gær. Um verðlaunamerkið sagði Olafur: „Þetta er einfalt, myndrænt tákn og fléttar skemmtilega saman ártalið 1995, handknattleiksmann í FRAMTIB ATLANTSHAFS- BANDALAGSINS Hver verður framtíð Atlantshafsbandalagsins í Ijósi atburðanna í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum að undanförnu? Um þetta verður rætt á opnum fundi sem tímaritið Frelsið efnir til á Gauki á Stöng laugardaginn 27. janúar kl. 14.00. Gunnar Jóhann Birgisson lögfræðingur, flytur inngangsorð. Ræðumenn: Kjartan Gunnarsson, formaður Samtaka um vestræna samvinnu og Magnús Þórðarson framkvæmdastjóri. Fundarstjóri: Sigrún Traustadóttir. Allir velkomnir. Tímaritið Frelsið. sókn og kraft leiksins. Auk þess er merkið auðvelt í notkun.“ Það var Valur Amþórsson, einn bankastjóra Landsbankans, sem afhenti Garðari verðlaunin. Tvær tillögur að auki fengu sérstaka við- urkenningu; merki Lofts Ólafs Leifssonar og Bjöms H. Jónssonar. Hlaut hvor 50.000 krónur. í dómnefnd voru Ólafur Jónsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur- borgar og varaformaður HSÍ, Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, Þorgils Óttar Mathiesen, viðskiptafræðing- ur og fyrirliði landsliðsins í hand- knattleik, Ólöf Árnadóttir, auglýs- ingateiknari og Ottó K. Ólafsson, auglýsingateiknari. Trúnarmaður og ritari nefndarinnar var Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Bygg- ingaþjónustunnar. Öll merkin sem send voru inn í samkeppnina hanga uppi í aðal- banka Landsbankans í Áusturstæti. Þau verða þar til sýnis þar til 2. febrúar nk., þann tíma dagsins sem bankinn er opinn. Þess má geta að Landsbankinn gefur verðlaunaféð, en bankinn er aðalstuðningsaðili Handknattleiks- sambandsins vegna HM 1995. KNATTSPYRNA Merki heimsmeistarakeppninnar í handknattleik 1995 á íslandi. Opið hús í Laugardal mr Íþróttasamband íslands verð- ur 78 ára á sunnudaginn. ÍSÍ var stofnað 28. janúar 1912. Af þessu tilefni verður opið hús f íþróttamiðstöðinni í Laugardal á sunnudaginn kl. 15-17. Þang- að eru velkomnir félagsmenn og velunnarar sambandsins í kaffí og meðlæti. Ufám FOLK ■ STEFFI Graf leikur til úrslita gegn bandarísku stulkunni Mary Joe Fernandez á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Graf vann Helenu Sukova frá Tékkósló- vakíu, 6:3, 3:6, 6:4, í undanúrslit- um. Graf tapaði sinni fyrstu lotu á ástralska í sex ár, eða síðan hún tapaði, þá 14 ára, fyrir Wendy Turnbull 1984. Fermamdez vann v-þýsku stúlkuna Claudia Porwik, 6:2, 6:1, í hinum undanúrslitaleikn- um. ■ ADRIAN Moorhouse frá Eng- landi jafnaði heimsmet sitt í 100 m bringusundi á móti í Auckland. Tími hans var 1:01.49 mín. ■ JOHN Sillett, framkvæmda- stjóri Coventry, snaraði peninga- buddunni á borðið í gær og keypti skoska landsliðsmanninn Kevin Gallacher frá Dundee United fyr- ir 900.000 pund, sem er metupphæð sem Coventry hefur borgað fyrir leikmann. Stefán ráðinn fram- kvæmdastjóri KSÍ STEFÁN Snær Konráðsson var í gær ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands ís- lands. Sökum starfs síns sem framkvæmdastjóri íþrótta- hátíðar ÍSÍ í sumar getur hann ekki hafið störf fyrr en henni lýkur, eða 1. júlí. Stefán Snær er 31 árs, giftur Valgerði Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn. Hann er kunnur landsliðsmaður í borðtennis og margfaldur íslandsmeistari. Stefán lauk námi í Osló sem íþróttastjóm- unarfræðingur og samtímis því stundaði hann nám í skrifstofu- stjómunarfræði. „Þetta er spennandi starf og jafn- framt erfítt. Knattspyrnusamband- ið er langstærsta sérsambandið inn- an ÍSÍ. Það tekur örugglega góðan tíma að aðlagast þessu starfí. Ég mun Ieggja mesta áherslu á að efla samskipti við félögin og endur- skipuleggja skrifstofustarfíð," sagði Stefán Snær í stuttu spjalli við Morgunblaðið í gærkvöldi. Stefán sagði að hann gæti ekki hugsað mikið um starf sitt hjá KSI fyrr en Íþróttahátíð ÍSÍ lýkur. „Þá mun ég yfirgefa mjög góðan vinnu- stað. Það hefur verið mér mikil reynsla að starfa hjá íþróttasam- bandi Islands," sagði Stefán Snær Konráðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.