Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 Framsóknarfélag Reykjavíkur: Samþykktar viðræður um sameiginlegt vinstra framboð Kvennalistinn hafiiar viðræðum STJÓRN Framsóknarfélags Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við aðra minnihlutflokka í borgarstjórn um sameiginlegt framboð þeirra í borgarstjórnarkosningunum næsta vor að uppfylltum skilyrðuni. Stjórn fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verð- ur að sainþykkja viðræðurnar áður en af þeim getur orðið. Framsókn- arfélagið gerir það að skilyrði að ákvörðun um sameiginlegt fram- boði liggi fyrir ekki síðar en 15. febrúar næstkomandi. Kvennalistinn hefur hafnað slíkum viðræðum. Erindi Alþýðubandalagsins var tekið fyrir á félagsfundi Kvennalist- ans á miðvikudagskvöld. Að sögn Ingibjargar Hafstað hafa samtökin Tvær umferðir eru eftir á mótinu og í dag stýrir Margeir svörtu mönn- unum gegn Dokhoian sem er í 8.-9. löngu tekið þá ákvörðun að bjóða fram sérlista í Reykjavík og engar nýjar forsendur hefðu komið fram sem breyttu þeirri ákvörðun. Því sæti með 5’A vinning. í síðustu umferð mótsins teflir Margeir við Kuijf sem er í næstneðsta sæti. hefðu samþykkir fyrri félagsfunda verið ítrekaðar. Stjórn Framsóknarfélagsins setur þau skilyrði fyrir viðræðunum að allir minnihlutaflokkarnir taki þátt í þeim. Aðspurður um hvort forsend- ur fyrir þessum viðræðum væru ekki brostnar með afstöðu Kvennalistans sem hefur ákveðið að bjóða fram sérstaklega, sagði Alfreð Þorsteins- son, formaður' Framsóknarfélags Reykjavíkur: „Haldi Kvennalistinn fast við þá ákvörðun sína að bjóða fram sérstaklega tel ég það sjálfgef- ið að við munum ekki taka þátt í sameiginlegu framboði. Nú mun Kvennalistinn hugsanlega endur- skoða sína ákvörðun en það mun ekki standa á okkur að bjóða fram sameiginlega." Framsóknarfélagið gerir það einnig að skilyrði að auk málefna- samnings verði eðlileg hlutdeild flokkanna tryggð á sameiginlegum framboðslista og samkomulag verði um borgarstjóraefni. Tíunda jafhtefli Margeirs MARGEIR Pétursson gerði jafntefli við Hollendinginn Piket í 11. umferð alþjóðlega skákmótsins í Wijk aan Zee í Hollandi í gær. Mar- geir er í 6.-7. sæti á mótinu með 6 vinninga en Kortschnoi er efstur ásamt Nunn, Dlugy og Andersson með 6 'A vinning. VEÐURHORFUR í DAG, 26. JANÚAR. YFIRLIT í GÆR: Norðaustanátt um allt land, 6-8 vindstig á Vest- fjörðum og við Breiðafjörð en annars heldur hægari. Hiti var ná- lægt frostmarki. SPÁ: Norðaustanátt, allhvöss vestanlands en hægari annars stað- ar. Sunnanlands úrkomulaust en annars staðar él. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Norðaustanátt víða él norðan- og norö- austanlands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum. Frost 2-3 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Allhvöss suðaustanátt, slydda sunnan- og austanlands, en að mestu úrkomulaust annars staðar. Hiti um frostmark sunnanlands, en 1-3 stiga frost í öðrum landshlutum. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað SBk Alskýjað a Noröan, 4 vinastig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og flaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / r r / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda r * f * * * * * * * Snjókoma * * * ■j o Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir = Þoka Þokumóða > , ’ Súld OO Mistur —j. Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veöur Akureyri 1 snjóél Reykjavik 2 úrkoma Bergen 2 skýjað Helsinki 1 snjókoma Kaupmannah. 4 skýjað Narssarssuaq +18 heiðskírt Nuuk vantar Osló 1 léttskýjað Stokkhólmur 2súld Þórshöfn 5 léttskýjað Algarve 16 léttskýjað Amsterdam 11 rigning Barcelona 15 mistur Berlfn 6 rigning Chicago 3 skúr Feneyjar 5 þokumóða Frankfurt 8 rigning Glasgow 2 slydda Hamborg S rigning Las Palmas 20 léttskýjað London 10 skúr Los Angeles 11 heiðskírt Lúxemborg 9 rigning Madrid 11 alskýjað Malaga 18 léttskýjað Malloica vantar Montreal 2 skýjað New York vantar Orlando vantar París vantar Róm vantar Vín 9 skýjað Washington vantar Winnipeg +10 snjókoma Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir Lögreglustöðin í Grundarfirði þykir ekki stór, en þangað er m.a. fyrirhugað að flytja fanga frá Stykkishólmi. Lögregluvarðstofunni í Stykkishólmi lokað VINNUEFTIRLITIÐ lokaði lögregluvarðstofunni í Stykkishólmi um hádegið í gær, fimmtudag, að sögn Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra í Stykkishólmi. Sturla sagði í samtali við Morgunblaðið að lögreglan í Stykkishólmi hefði fengið aðstöðu í sýsluskrifstofunni þar. „Eg tel að hún sé að engu leyti betri kostur en það sem fyrir var, þar sem skrifstofa sýslumanns er í mjög þröngu húsnæði og öll starfsaðstaða þar hin versta. Það er furðulegt af dómsmálaráðuneytinu að gera þessar ráðstafanir." Sturla Böðvarsson sagði að flytja þyrfti fanga frá Stykkishólmi í fangaklefa í öðrum byggðarlögum. Fyrirhugað er að flytja þá m.a. til Grundarfjarðar sem er um 50 km frá Stykkishólmi. Hann sagði að Stykkishólmsbær hefði boðið hús- næði fyrir lögregluna í kjallara undir bæjarskrifstofunum en Vinnueftirlitið hefði talið húsnæðið ófullnægjandi. „Hér þarf að byggja nýja lög- reglustöð og hús fyrir sýsluskrif- stofumar og ég veit að dómsmála- ráðherra hefur fullan hug á því,“ sagði Sturia. „Það er búið að gera frumdrög að húsi og við erum óformlega búnir að úthluta lóð und- ir það. Oskað var eftir fjárveiting- um til þessa verkefnis í ár en þær fengust ekki. Við erum mjög óánægðir með þessa framvindu og þingmenn hefðu átt að átta sig á þessari stöðu við afgreiðslu fjárlaga í stað þess að ijúka upp til handa og fóta núna,“ sagði Sturla Böðvarsson. Málfiindur um framtíð Atlantshafsbandalagsins TÍMARITIÐ Frelsið, sem verið hefur einn öflugasti málsvari frjálshyggju á íslandi, og Kallinn á kassanum, málfundur um frjálslyndar hugmyndir, halda fund undir yfírskriftinni: Framtíð Atlantshafsbandalagsins, laugardaginn 27. janúar kl. 14. Fundur- inn verður haldinn á Gauk á Stöng við Tryggvagötu. Framsögumenn verða: Gunnar Jóhann Birgisson lögfræðingur, Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri og Magnús Þórðar- son framkvæmdastjóri. Atburðarásin í Austur-Evrópu hefur verið ótrúlega hröð og eiga menn erfitt með að átta sig á þýðingu hennar. Fjörbrot sósíalis- mans er staðreynd, en það rangl- áta hugmyndakerfi virðist vera að líða undir lok. Ef Austur- Evrópuríkin taka upp lýðræðis- lega stjómarhætti og fjölflokka- kerfi verður þar staðreynd mun þá ekki valdajafnvægið í Evrópu breytast? Hvert verður hlutverk Atlantshafsbandalagsins í framt- íðinni? Mun Evrópubandalagið sjá um að tryggja öryggishagsmuni lýðræðisríkjanna í framtíðinni? Hefur þörfin fyrir öflugt varnar- bandalag aldrei verið meiri en nú? Þessum spurningum og ýmsum öðrum verður reynt að svara á fundinum. Boðið verður upp á ódýrar kaffiveitingar. Fundarmenn eru hvattir til þess að mæta tíman- lega til að tryggja sér sæti. Rætt um samruna samvinnuverslunar BREYTT fyrirkomulag samvinnuverslunar í Reykjavík hefur verið rætt undanfarið með það fyrir augum að ná fram meiri hag- kvæmni. Meðal annars hafa verið skoðaðir möguleikar á nánari sam- vinnu eða jafiivel samruna verslunardeildar Sambandsins, Kaup- félags Reykjavíkur og nágrennis og Miklagarðs. Þröstur Ólafsson stjórnarformað- ur KRON sagði að þessar viðræður hefðu verið í gangi síðan í haust og ýmsu verið velt upp. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur m.a. verið rætt um að stofna sér- stakt hlutafélag um KRON, versl- unardeild Sambandsins og Mikla- garð, en Þröstur sagðist ekki geta staðfest að þetta yrði líkleg niður- staða. Þegar Þröstur var spurður hvort slæm fjárhagsstaða KRON þrýsti ekki á að niðurstaða næðist fljót- lega, sagði hann að staða beggja fyrirtækjanna ýtti undir athugun á því hvort þeim famist ekki betur í nánari samvinnu. Ólafur Friðriksson framkvæmda- stjóri verslunardeildar Sambandsins sagði að verið væri að ræða um breytt fyrirkomulag samvinnuversl- unar í Reykjavík með það fyrir augum að ná fram meiri hag- kvæmni. Ólafur sagði að aðilar hefðu rætt saman í gær og myndu halda því áfram, en engin niðurstaða væri sjáanleg í þeim viðræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.