Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 Ast er... .. .að setja í jólasokkinn hennar. TM Reg. U.S. Pat Oft.—all rights reserved c 1989 Los Angeles Times Syndicate ÍAjcf Þetta er alþjóðlegt merkjamál. Því ekki að nota það ef við eigum að sleppa lifandi? HÖGNI HREKKVÍSI Lausapabbar og lífsbáráttan Til Velvakanda. Ég vil taka undir bréf Ragnars Halldórssonar, sem birtist í Morg- unblaðinu 19. janúar. Ég er honum hjartanlega sammála um það, að meðlag sem feður borga með börn- um sínum er allt of lágt. Eins og fram kemur í bréfi hans er upphæð- in sem þeir borga með hveiju bami nú um 6.000 kr. Ef að yfirvöld ætla að sú upphæð sé helmingur á móti því sem móðirin leggur fram, er það alrangt. Mér segir svo hugur á þessum síðustu og verstu tímum, að það barn sem ætti að láta 12.000 kr. nægja fyrir öllum sínum þörfum hvað varðar fæði og klæði, myndi á skömmum tíma veslast upp úr hungri eða verða innkulsa. Ég spyr fylgist löggjafinn ekki með dýrtíð- inni? Sem dæmi má nefna að barna- úlpa fæst ekki fyrir minna en 5.000 kr., gæsla á skóladagheimili hálfan daginn kostar 5.000 kr. og svona mætti lengi telja. Hvernig í ósköp- unum á einstæð móðir, kannski með fleiri en eitt barn, að standa undir þessum útgjöldum með svona lágt meðlag? Það má vera að tilgangslaust sé að agnúast út í þetta, ísland er og verður karlaveldi. Það er staðreynd að 99% .allra einstæðra foreldra hér á landi eru konur. Þetta 1% karla sem af einskærri „góðvild og hjarta- gæsku“ taka sín eigin börn að sér er hampað eins og um þjóðhetjur væri að ræða. Hinir, þ.e. helg- arpabbarnir, eru firrtir allri ábyrgð. Ef viðkomandi helgarpabbi er ekki að upplagi með ábyrgðartilfinningu gagnvart sínum börnum, verður þjóðfélagið örugglega ekki til þess að vekja hana hjá honum. Því til staðfestingar má nefna að eftir að þessum „elskum" hefur tekist að geta 3 börn aðstoðar við ríkið við að borga meðlög með þeim sem eftir kunna að koma. Jafnvel þótt þau 3 sem áður eru komin séu yfir- leitt í umsjón mæðra sinna. Ekki má ríkið verða til að setja hömlur á eðlilegar hvatir karlmanna þrátt fyrir hugsanleg aukaútgjöld fyrir það. Þrátt fyrir ítarlega leit að laga- bókstaf sem kveði á um að konum skuli sérstaklega launað fyrir þau börn umfram þijú, sem þær fæða af sér, fann ég engan slíkan. Flokk- ast þetta ekki undir misrétti? Er ekki meiri ástæða til að létta undir með mæðrum sem eru 3 eða fleiri börn heldur en feðrum sem borga bara meðlagið? Má líta svo á að um leið og feð- urnir hafa greitt sínar 6.000 kr. séu þeir lausir allra mála og ekki sé þörf frekari aðstoðar eða umhyggju af þeirra hálfu? Það má gera því skóna að sú kona sem teldi nægja að borga 6.000 kr. mánaðarlega og sinna svo barni sínu lítið eða jafnvel ekkert eftir það, þætti frem- ur kaldlynd eða allavega með af- brigðum ábyrgðarlaus. Allt of margir karlmenn líta svo á að um leið og þeir hafi undirritað tékkann sé þeirra föðurskyldum lokið. Kannski er ástæðan sú að eitthvað sem kostar mann ekki meira en 72.000 kr. á ári hlýtur að flokkast undir ódýrt „hobby“ í því dýrtíðar- þjóðfélagi sem við búum í. Hlýtur maður að ætla svo, að fylgni sé á milli ástundunar og verðgildis, hjá þessum mönnum. Ekki vil ég al- hæfa í þessu sambandi og eflaust finnast helgarpabbar sem gera sér grein fyrir þörfum barna sinna, en dæmin eru of mörg um feður sem borga sín meðlög og síðan ekki söguna meir. Maður skyldi ætla að eftir því sem konum fjölgar á þingi fengju þessi mál mem umfjöllun, en raun- in er önnur. Ég vil með skrifum þessum, fyrst og fremst hvetja þær konur sem sitja á Alþingi, og gætu haft áhrif til bóta, að láta nú til sín taka og beita sér fyrir málefnum kynsystra sinna. Því víða er pottur brotinn í þessum efnum. Brynhildur Barðadóttir Yíkverji skrifar Víkverji hefur oft gert íslenzkt mál að umfjöllunarefni í dálki sínum og reynt að benda á ýmis- legt, sem betur mætti fara. Ef til vill hefur athyglinni frekar verið beint að því, sem miður fer, en hinu, sem vel er gert og ei- sem betur fer miklu algengara. A borð Víkverja barst fyrir skömmu skýrsla verkefnisstjórnar mál- ræktarátaksins, sem menntamála- ráðherra beitti sér fyrir á síðast- liðnu ári. í niðurlagi skýrslunnar kveður við jákvæðan og bjartsýn- an tón og hvetur Víkverji fólk til að tileinka sér þann hugsunar- hátt, sem þar kemur fram. xxx erkefnisstjórnin kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástandið jafnsvart og gefið var í skyn er málræktarátakið var haf- ið. „Þjóðin virðist hafa mikinn og einlægan áhuga á máli sínu. Ef mæla má styrk í liðsafla er málið á grænni grein. Þó er ljóst að ýmislegt virðist órætt og ógert í íslenzkri málrækt og margt leitar á hugann í lok málræktarátaks," segir í skýrslunni. „Þegar rætt er um nauðsyn málræktar eru rökin oftast neikvæð. íslenzk tunga er talin á heljarþröm, flest er illa sagt á vondu máli. Mál fjölmiðla er vont. Mál barna og unglinga er vont. Öllu fer aftur í málfars- efnum. Afar sjaldan er talað um fallegt mál og hvað það sé gaman að komast skemmtilega að orði.“ x x x skýrslu málræktarmanna er bent á að oft sé klifað á því að margt fari úrskeiðis í máli barna og unglinga, en minna sé um það rætt hver annist málupp- eldi þessa hóps. Höfundar leggja til að áróðri og fræðslu verði í auknum mæli beint til fólks á aldr- inum 20 til 50 ára, þar sem þessi aldurshópur hafi mest áhrif á börn, og hafi einnig mest áhrif í atvinnulífinu. „Telja verður nauð- synlegt að fræða foreldra um mál og máluppeldi. Þá þyrftu félög atvinnurekenda og launþega að sameinast um að gefa fólki sínu færi á að rækta mál sitt með ýmsu móti. Það mun skila sér vel í starfi,“ segja málræktarmenn. Þeir leggja jafnframt áherzlu á málefnalega og uppbyggjandi umfjöllun um móðurmálskennslu, sem oft hefur sætt gagnrýni, og að menn hafi athuganir eða rann- sóknir í höndum, ætli þeir að út- húða móðurmálskennslu í skólun- um. xxx Loks er í skýrslunni vikið að hlut fjölmiðla. „Fjölmiðlar eru oft sakaðir um að spilla málinu. Sjálfsagt er sumt réttmætt í þess- um ásökunum og ekki má gleyma því að fjölmiðlar eru þær stofnan- ir sem nota málið mest allra stofn- ana og eru þjóðinni fordæmi í þeim efnum. Ékki verður því á móti mælt að þar er margt sagt á góðu íslenzku máli. Við verðum að gæta okkar á að nota ekki fjöl- miðla sem blóraböggul og firra okkur ábyrgð á málinu. Margt má betur fara í fjölmiðlum og fjöl- miðlafólk þarf að vera sér mun betur meðvitað um ábyrgð sína. Fjölmiðlar verða að gera meiri kröfur til sjálfra sín, einkum verða þeir að sinna betur þjálfun starfs- fólks en þar er einnig komið til kasta menntakerfisins. Ungt fólk sem hyggur á nám í fjölmiðlun verður að eiga kost á góðu námi á íslandi. Fólk sem notar fjölmiðla þarf einnig að læra að gera rétt- mætar kröfur til þeirra. A þann hátt getur það haft áhrif á þá.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.