Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 19 Þingkosningar í Ungverjalandi: Forsætisráðherrann ætlar í óháð framboð Búdapest. Reuter. MIKLOS Nemeth, forsætisráð- herra Ungverjalands, ætlar að ■ BÚDAPEST - Nú þegar Vest- urlönd veija miklum fjármunum til efnahagsaðstoðar við Austur-Evr- ópuríki er farið að bera á þeim ugg að þróunarríki beri skarðan hlut frá borði. Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu, sagði í gær að nú þegar þyrftu að fara fram viðræður til að tryggja að lýðræðisþróunin í Austur-Evrópu leiddi ekki til þess að fjárfestingar og verslun við fá- tækari ríki heims drægjust saman. Alatas sagði á fundi með kaupsýslu- mönnum og stjórnarerindrekum í Jakarta í gær að á meðan austrið og vestrið færðust nær hvort öðru ykist bilið milli ríkra og fátækra þjóða. Þótt efnahagur ríkja væri hver öðrum háður í vaxandi mæli væru það einkum ríku þjóðirnar sem græddu. Alatas minnti á að tæki- færi gæfist til að ræða málið 23.-27. apríl næstkomandi á fundi Sameinuðu þjóðanna um alþjóða- efnahagssamstarf. bjóða sig fram utan flokka í þingkosningunum 25. mars næstkomandi, að sögn ung- versku fréttastofunnar MTI. Nemeth hefiir átt í nokkrum útistöðum við flokksforystu só- síalistaflokksins sem reis úr rústum kommmúnistaflokks landsins í október síðastliðnum. Ekki er ljóst hvort Nemeth ætl- ar að segja sig úr sósíalistaflokkn- um. Nemeth hefur sætt gagnrýni flokksmanna fyrir aðhaldsaðgerð- ir í efnahagsmálum. Svo virðist sem margir félagar í flokknum ætli að bjóða sig sjálf- stætt fram til þess að eiga meiri möguleika á kjöri. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var á miðvikudag styðja einungis 16% kjósenda flokkinn. Lýðræðisvett- vangur nýtur fylgis 23% kjósenda samkvæmt könnuninnni og Fijáls- ir demókratar 14%. Um það bil fimmtíu aðrir flokkar bítast um afgang kjörfylgisins. Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, sótti Pólverja heim í gær og þaðan fór hann tif Ungverjalands. Hér sjást þeir Havel (t.h.) og Tadeusz Mazowiecki, forsætisráðherra Póllands. Walesa sagður móðg- aður við Havel AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÁL ÞÓRHALLSSON Lafontaine stefiiir ótrauð- ur á kanslaraembættið Kosningar í Saarlandi fyrsti prófsteinninn Jafnaðarmenn í Saarlandi í Vestur-Þýskalandi eru taldir eiga góða möguleika á sigri í fylkiskosningunum á sunnudag. Náið er fylgst með kosningunum því það veltur á úrslitunum hvort Oskar Lafontaine verður kanslaraefiii jafiiaðarmanna í þing- kosningunum í Vestur-Þýskalandi í desember. Jafnaðarmenn með Lafontaine í fararbroddi hafa nú hreinan meirihluta á fylkisþinginu í Saar- brúcken. Skoðanakannanir benda til þess að þeim takist að halda sínu þrátt fyrir fremur lélegt gengi á landsvísu og vinsældir leiðtoga kristilegra demókrata í Saarlandi, Klaus Töpfers, ráð- herra umhverfismála í ríkisstjórn Helmuts Kohls. Það sem helst gæti ógnað meirihluta Oskars Lafontaines væri að kjó'sendur gerðd sér grein.fyrir að hann sit- ur ekki langdvölum í Saarbrúcken nema hann tapi kosningunum. Tapi Lafontaine eru jafnaðar- menn í miklum vandræðum. Þá má telja útilokað að hann verði kanslaraefni þeirra. Bæði flokks- formaðurinn Hans-Jochen Vogel og Johannes Rau, flokksleiðtogi í Rheinland-Pfalz, hafa lýst því yfir að þeir hafi ekki áhuga á að etja kappi við Kohl öðru sinni en þeir fengu að spreyta sig 1983 og 1987 án árangurs. Aðrir sem kæmu til greina væru Björn Eng- holm, flokksleiðtogi í Slésvík- Holtsetalandi, og Walter Momper, borgarstjóri Berlínar. Allir vildu Lilju kveðið hafa Þessir þykja þó vart eiga eins mikla möguleika á að leiða flokk- inn til sigurs í desember eins og Lafontaine. Ljóst er að aðalkosn- ingamálið verða samskipti þýsku ríkjanna. Á þeim vettvangi hefur Lafontaine þegar kvatt sér eftir- minnilega hljóðs. Nokkrum vikum eftir að Berlínarmúrinn var rof- inn, á meðan flestir vestur-þýskir stjórnmálamenn voru enn í sam- einingarvímu, lagði Lafontaine til að Austur-Þjóðveijum yrði gert erfiðara fyrir að notfæra sér þjón- ustu sem Vestur-Þjóðveijum njóta eins og atvinnuleysisbóta og ellil- ífeyris. Hann sagði að ella héldi straumurinn vestur á bóginn áfram með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum í báðum þýsku ríkjun- um. Þessar hugmyndir þóttu í fyrstu fáheyrð ósvífni og ókurteisi við Austur-Þjóðveija. Nú nokkr- um vikum síðar vildu allir Lilju kveðið hafa; ríkisstjórn Kohls er farin að huga að ráðstöfunum til að draga úr f lóttamannastraumn- um og vaxandi óánægju gætir meðal almennings með húsnæðis- vanda og atvinnuleysi sem af hon- um hlýst. Tekist á um framtíð Þýskalands Kosningarnar í Saarlandi á sunnudag er upphafið að miklu kosningaári í Þýskalandi þar sem tekist verður á um framtíð þess. Fari svo að Lafontaine vinni kosn- ingarnar á heimavelli á sunnudag blasir við þrautin þyngri, að hnekkja veldi Helmuts Kohls. Efnahagur Vestur-Þýskalands hefur aldrei verið blómlegri og Lafontaine hefur skorað nokk- ur mörk í Þýskalandsmálinu. Kohl þykir hafa staðið sig vel í embætti eftir að skriðan fór af stað í Austur-Þýskalandi. Stefna Kohls og Lafontaines í Þýska- landsmálum er gerólík. Kohl hefur reynt að höfða til kjósenda sem dreymir um sameinað Stór-Þýska- land og ekki viljað gefa afdráttar- lausar yfirlýsingar um vestur- landamæri Póllands. Lafontaine er hallur undir alþjóðahyggju og hefur með semingi tekið undir í sameiningarsöngnum. Athyglis- vert er að hinn mikli Evrópusinni Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra úr flokki Fijálsra demókrata, hefur gefið til kynna að tímabært kunni að vera fyrir flokkinn að segja skilið við kristi- lega demókrata og hefja stjórnar- samstarf með jafnaðarmönnum í upphafi næsta árs eftir átta ára hlé. Varsjá. Reuter. ÞAÐ kom nokkuð á óvart að Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, vant- aði þegar Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, snæddi hádegisverð með Samstöðumönnum, þ.á.m. Tadeusz Mazowiecki, forsætisráð- herra, í Varsjá í gær. Heimildarmenn innan Samstöðu segja að Walesa hafi með þessum hætti viljað láta í ljós óánægju með að Havel skyldi hafa farið í fyrstu opinberu heimsókn sína til þýsku ríkjanna í byijun þessa mánaðar en ekki Póllands. í stað þess að mæta í hádegis- verðinn fór Walesa til heimaborgar sinnar Gdansk þar sem hann tók þátt í útifundi Samstöðu. „Ég vil ekki trufla forsetann og forsætis- ráðherrann," var haft eftir Walesa í Gdansk. Heimildarmenn innan Samstöðu segja að Walesa sé þeirr- ar skoðunar að Havel hefði átt að fara í sínu fyrstu opinberu heim- sókn til Póllands til að þakka Pól- veijum fyrir að verða fyrstir austan- tjaldsþjóða til að hristá af sér hlekki kommúnistastjórnar. Einnig er sagt að Walesa hafi viljað að Havel heimsækti sig í Gdansk en tékk- neski forsetinn hafi ekki haft tíma til þess. Þegar Havel fór til Austur- og Vestur-Þýskalands í byijun mán- aðarins bar nokkuð á gagnrýni á pólsk yfirvöld í þarlendum fjölmiðl- um fyrir að hafa ekki orðið fyrst til að bjóða Havel í heimsókn. ÚTSALA Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.