Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990
Minna og Seagull — tveir þeirra báta sem undanfarið hafa verið að laxveiðum norðaustur af íslandi, en auk þeirra var færeyskur bátur
að veiða lax á þessum slóðum.
Einn laxabátanna í eigu pólska ríkisins
FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar kom að tveimur laxveiðibátum
utan við íslenska lögsögu í gær. Annar þeirra, Minna, reyndist
vera við ólöglegar veiðar, en að sögn skipstjóra bátsins er hann
í eigu pólska ríkisins. Hinn báturinn, Seagull, sem skráður er
í Panama, svaraði ekki ítrekuðu kalli Landhelgisgæslunnar.
Að sögn Sigurðar Steinars staddur var 35 sjómílur fyrir
Ketilssonar, skipherra í eftirlits-
flugi Landhelgisgæslunnar í
gær, kom vélin fyrst að einum
færeyskum bát, Pétri frá Rengi,
að laxveiðum 10 mflum innan
færeyskrar lögsögu. Síðan var
komið að öðrum bát, Minnu, sem
utan íslenska lögsögu, en ekki
reyndist unnt að greina þjóðerni
bátsins.
„Við höfðum samband við
skipstjórann, sem reyndist vera
danskur, og svaraði hann spum-
ingum okkar greiðlega,“ sagði
Sigurður Steinar. „Skipstjórinn
sagði að báturinn væri í eigu
pólska ríkisins, og að hann væri
á laxveiðum. Hann kvað þrjá
Pólverja vera í áhöfninni, og
báturinn hefði farið frá Færeyj-
um síðastliðinn sunnudag. Við
komum síðan að Seagull, sem
skráður er í Panama, og var
hann staddur 50 sjómílur utan
við íslenska lögsögu, en 85
sjómílur voru á milli bátanna.
Hann var á hægri ferð til suð-
austurs, og voru þrír menn að
vinna við dráttarrúllu á þilfari.
Báturinn svaraði ekki kalli okk-
ar, en ítrekað var reynt að ná
sambandi við hann á neyðar-
bylgjum.“
Sigurður Steinar sagði að til-
gangurinn með eftirlitsfluginu í
gær hafi verið að finna bátana
og taka af þeim myndir, en eng-
in fyrirmæli hefðu verið frá
íslenskum stjómvöldum um að
bera neins konar boð til þeirra.
Eskifjörður;
Bjargað eftir
nokkrar mín-
útur í sjónum
GUÐJÓN Gíslason, 62 ára trillu-
sjómaður á Eskifirði, féll í sjóinn
á milli tveggja báta í fyrradag,
en var bjargað nokkrum mínút-
um síðar og varð ekki meint af.
„Ég gekk heim á eftir og er
sprelllifandi, en þetta hefði ekki
verið neitt mál ef ég hefði kunnað
almennilega að synda,“ sagði Guð-
jón. Hann sagðist hafa verið að
fara í róður, en sem hann var að
teygja sig í bátinn við hliðina gaf
rekkverkið sig og hann datt fyrir
borð.
Guðjón taldi að hann hefði verið
um fimm mínútur í sjónum. Hann
náði taki á rafmagnssnúru og hélt
sér uppi á henni, en stúlka á leið
í skóla heyrði í honum og náði í
mann, sem hjálpaði Guðjóni upp
úr sjónum.
Morgunblað-
ið í 49.774
eintökum
Reglugerð um greiðslufrest á virðisaukaskatti í tolli;
Kemur í veg fyrir nauðsynlegar
verðhækkanir vegna kostnaðar
- segir Árni Reynisson framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna
Á TÍMABILINU september til
nóvember 1989 seldust að með-
altali 49.774 eintök af Morgun-
blaðinu daglega. Trúnaðarmað-
ur upplagseftirlits Verslunar-
ráðs Islands staðfestir þessar
sölutölur eftir að hafa sannreynt
þær í samræmi við reglur eftir-
litsins. Sömu mánuði árið 1988
var meðalsalan næstum sú sama,
eða 49.770 blöð á dag.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA gaf í gær út reglugerð um breytingu á reglu-
gerð um greiðslufrest á virðisaukaskatti í tolli. Samkvæmt breyting-
unni er létt af innflyfjendum þeirrí kröfu, að þeir þurfi að sefja banka-
ábyrgð fyrir greiðslufirest á virðisaukaskatti, að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum, meðal annars að innflyfjandi sé ekki í vanskilum með opin-
ber gjöld til ríkissjóðs.
í fyrri reglugerð, sem er frá 29.
desember síðastliðnum, eru ákvæði
þess efnis að til að njóta greiðslu-
frests þurfi innflytjandi að skila inn
ábyrgð frá banka, sparisjóði, trygg:
ingarfélagi eða ábyrgðarfélagi. í
hinni nýju reglugerð segir að víkja
megi frá kröfunni um sjálfskuldar-
ábyrgðina að uppfylltum þeim skil-
yrðum að innflytjandi hafi leyfi til
einfaldari tollmeðferðar samkvæmt
reglum nr. 367/1984, eða flytji inn
Sandkoli unnimi um
borð í Andra IBA
Gjaldþrot fyrirtækisins ekki yfírvof-
andi segir Haraldur Haraldsson
HARALDUR Haraldsson, sfjórnarformaður íslenska úthafsútgerðarfé-
lagsins, segir að gjaldþrot fyrirtækisins sé alls ekki yfirvofandi þótt
bandarísk stjórnvöld hafi neitað Andra I BA um þorskvinnslukvóta á
þessu ári. Á sfjómarfundi ÍÚF í gær var ákveðið að hefja sandkola-
vinnslu til reynslu um borð í Andra I, en bandarísk sfjórnvöld hafa
veitt ÍÚF heimild til að hefja vinnslu á sandkola strax og tilskilin
gjöld hafa verið greidd.
„Allt það fjármagn sem bundið
er í útgerð Andra I er lagt fram af
okkur, eigendum skipsins, og við
höfum ekki sótt neina fyrirgreiðslu
í opinbera sjóði. Við höfum ekki
kennt neinum um hvernig þetta mál
hefur farið, og úr því sem komið er
þá er ekkert annað að gera en vinna
úr þessu á þann máta sem best hent-
ar,“ sagði Haraldur. Hann kvað það
alveg vera ljóst að kolavinnslan
kæmi ekki til með að skila hagnaði;
einungis væri hugsanlegt að hún
gæti staðið undir sér. „Þar sem við
viljum ekki trúa því að öll nótt sé
úti varðandi vinnslukvóta á þorski,
þá viljum við fara þessa leið á með-
an við bíðum og sjáum til hver fram-
vinda málsins verður. Við eigum
eftir að kanna þetta allt saman bet-
ur á næstu vikum, en það er einnig
Ijóst að fleiri möguleikar eru til fyr-
ir þetta skip. Það er hægt að setja
veiðarfæri um borð, og ef við óskuð-
um eftir þá gætum við farið að veiða
utan við 200 mílumar þama, en við
óskum nú helst ekki eftir að þurfa
að gera það,“ sagði hann.
Er Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra var spurður álits á
kröfum um að ríkissjóður beri tap
þeirra, sem standa að útgerð Andra,
sagði hann að eins og málið sneri
við sér væri hér um fyrirtæki að
ræða, sem hefði sjálfttekið ákvörðun
um að fara í þessa útgerð og yrði
sjálft að taka áhættuna, sem því
fylgdi. „Mér finnst engin ástæða til
að ríkið sé að hlaupa þar undir bagga
eða skattborgarar í landinu þótt for-
svarsmenn þessa fyrirtækis hafi tek-
ið of mikla áhættu. Ég vona hins
vegar að vandi þeirra leysist og þeir
geti rekið þetta fyrirtæki með arð-
vænlegum hætti,“ sagði Ólafur
Ragnar. „Það er eigenda fyrirtækj-
anna sjálfra að ganga úr skugga
um að þeir hafi möguleika á þeim
veiðiheimildum sem talað var um.“
vömr flokkaðar sem hráefni til iðn-
aðar. Ennfremur að innflytjandi sé
ekki í vanskilum með opinber gjöld
til ríkissjóðs þegar beiðni um
greiðslufrest er borin fram og loks
að innflytjandi hafi haft verslunar-
eða iðnaðarleyfi í að minnsta kosti
þijá mánuði áður en beiðni um
greiðslufrest er borin fram.
í frétt frá fjármálaráðuneytinu
um þessa reglugerðarbreytingu seg-
ir meðal annars: „Eðlilegt var að öll
fyrirtæki lytu sömu reglum þegar
nýja skattkerfið var tekið upp. Eftir
að mánaðarreynsla er komin á virðis-
aukaskattskerfið er hins vegar talin
ástæða til að gefa traustum innflytj-
endum kost á viðurhlutaminni af-
greiðslu í tolli, og tengja greiðslu-
frestinn um leið þeim aðgerðum sem
fjármálaráðuneytið hefur að undan-
förnu beitt til að treysta innheimtu
opinberra gjalda."
Reglugerðin tekur gildi 1. febrúar
næstkomandi.
„Þetta er fagnaðarefni og hefur
mesta _ þýðingu fyrir neytendur,"
sagði Árni Reynisson framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra stórkaup-
manna. „Þetta kemur í veg fyrir
verðhækkun, sem annars hefði verið
nauðsynleg vegna kostnaðar sem af
því hefði stafað að gera þetta eins
og áður var fyrirhugað. Við höfðum
bent á að ekki væri nauðsynlegt að
krefjaSt bankaábyrgðar, næg trygg-
ing væri fólgin í því að halda rétt-
inum til að fá þannig gjaldfrest.
Þannig væri sá kostnaður, sem
fylgdi því að kaupa tryggingu og
allt umstangið í kring um það ónauð-
synlegt. Þetta er því fyrst og fremst
spuming um verðlag og spamað á
ónauðsynlegum útgjöldum og fyrir-
höfn fyrir verslunina.“
Morgunblaðið er eina dagblaðið
sem notar sér þessa þjónustu, en
hún stendur öllum dagblöðunum
til boða. Tilgangur eftirlitsins er
að marka heilbrigðan grundvöll
fyrir viðskiptasamkeppni dagblað-
anna og notkun auglýsenda á þess-
um fjölmiðlum, segir í frétt frá
Verslunarráðinu.
í frétt Verslunarráðsins segir
einnig: Upplýsingar frá upplag-
seftirliti dagblaða eru sendar út á
þriggja mánaða fresti til aðila, sem
fréttir og þjónustutilkynningar.
Jafnframt er svarað daglega inn-
lendum og erlendum fyrirspurnum
um upplag dagblaða annars vegar
og annarra blaða og tímarita hins
vegar. Fimm tímarit og fjögur
bæja- og héraðsfréttablöð nota sér
þessa þjónustu um þessar mundir.
Þota Flug-leiða lenti í New York klukkustund á undan
kólombísku farþegaþotunni;
Engin hætta á ferðum en
lent í lágmarksskyggni
SKÖMMU áður en kólombíska farþegaþotan hrapaði í New York
hafði þota frá Flugleiðum lent á Kennedy-flugvelli. Skyggnið var
mjög slæmt við lendinguna og munaði aðeins fimm mínútum að
fyúga þyrfti vélinni til Montreal, að sögn flugmannanna.
Pétur Arnarson flugmaður,
sem flaug þotunni ásamt Baldri
Oddssyni flugstjóra, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að
kólombíska þotan hefði hrapað
klukkan 01:20 að ísl. tíma, en
Flugleiðaþotan lent klukkan
00:26. „Skyggni var mjög slæmt
og við þurftum að hringsóla í
tæpa klukkustund í 3.000 feta
hæð yfir Long Island áður en við
fengum lendingarleyfi." í aðflug-
inu hafði skyggnið verið um 2.400
fet, en vélar fá ekki aðflugs-
heimild þegar það er lægra en
2.000 fet. Um klukkustund eftir
lendingu Flugleiðaþotunnar var
skyggnið komið niður í 2.200 fet,
að sögn Péturs.
Baldur Oddsson f lugstjóri sagði
að skýjahæðin hefði aðeins verið
um 200 fet, sem er það lágmark
sem gildir fyrir þotur af þessari
gerð. í ráði hefði verið að fljúga
þotunni til Montreal í Kanada en
aðeins fimm mínútum áður en
þotan átti að leggja af stað þang-
að hefðu flugmennirnir fengið
aðflugsheimild á Kennedy-flug-
velli. „Mér fannst sem skyggnið
hefði enn versnað í aðfluginu og
einnig þegar við höfðum lent,“
sagði Baldur Oddsson. „Ég fór
og fékk mér að borða eftir lend-
inguna og sá þá frétt af flugslys-
inu í sjónvarpi."
Pétur sagði að engin hætta
hefði verið á ferðum. „íslenskir
flugmenn eru þjálfaðir tvisvar á
ári við slíkar aðstæður.“ Farþegar
hefðu tekið töfinni vel og algengt
væri að flugvélar þyrftu að bfða
eftir leyfi til að lenda á Kennedy-
flugvelli vegna mikillar umferðar.
234 farþegar voru um borð í þot-
unni, sem var fullskipuð.